Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 8
8
MORGU\'BLADID
' Laugardagur 1. febrúar 1964
skriftir, tijkufréttir, MöráÖ ojí.
Balletdnnsníeyjar og langlífi
„ÉG veit að ég mun ekki lifa
að • eilífu,“ sagði Ruth St.
Denis, nýlega, „þó allt virðist
benda til hins gagnstæða sem
stendur." Þessi orð mælti hin
heimsfræga dansmær, ungfrú
Ruth. sem varð 87 ára í þess-
um mánuði, og dansaði í New
York í september síðastliðn-
um ( hún kom fyrst fram
1906).
urðu allar rúmlega áttræðar?
Þær eru Marie Taglioni, sem
varð frægust þeirra, var 80
ára þegar hún léztv sama aldri
náði Carlotta Gristi. Hin
danska Lucile Grahn dó 86
ára og hin fjórða' Fanny
Cerito dó 92 ára gömul.
Fanny Elssler náði einnig
hárri elli. Hún dansaði í Was-
hington D. C. og varð vell-
auðug. Frægð hennar var svo
mikil að. oft varð að fresta
þlngfundi, svo meðlimir þings
ins gætu horft á hana dansa.
Jafnvel hinir siðavöndu
Bostonbúar hrifust svo að
henni, að einn þeirra drakk
kampavín úr ballettskó henn-
ar. En hið viðburðaríka líf
hennar tók sinn tofl, hún náði
ekki áttræðisaldri, en var
komin nokkuð yfir sjötugt
þegar tjaldið féll.
ítalskfædda dansmærin
Virginia Zcchi staðfestir og
regluna. Hún varð frægasta
leik-dansmærin í rússneska
ballettnum á Petipa-tímabil-
inu, og hún var afar skap-
mikil. Hún sá rautt og í æðis
köstunum reif hún og tætti
föt sín. En það virðist ekki
hafa gert henni mein, þvi hún
dó í rólegheium 83 ára gömul
í Monte Carlo.
Rússnesku ballettdansmey-
arnar Mathilde KChessinska
og Olga Preobrajenska voru
ekki eftirbátar Zucchi. Preo-
brajenska hin dáða „Preo“,
lézt fyrir nokkrum mánuðum
í París, 92 ára að aldri.
Kchessinska, sem er fædd
1872, kennir enn í París. Hún
gaf nýlega út sjálfsævisögu
sína, og þar segir hún frá því,
þegar hún lifði óhófslífi í
Rússlandi og flýði undan
bolcevikkum fótgangandi, og
ein sagan segir frá því þegar
hún fékk blómvönd, sem
stráður var demöntum og
smargörðum.
Fleiri dæmi má fýma meðal
rússneskra ballettdansmeyja.
Geltzer dó fyrir nokkrum
mánuðum 80 ára gömul og
Lubov Egarova, sem er eins
og barn í samanburði við
Kchessinska, kennir í París
83 ára gömul. Þá má ekki
gleyma Tamöru Karsavina,
sem nú er 78 ára gömul og
hefur nóg að -gera við að
skrifa um dans, og er leið-
beinandi frægustu ballettdans
meyjar nútímans, Margot
Fonteyn.
Þá má að lokum geta
dönsku ballettdansmeyjanna
tveggja, Adeline Genee, sem
töfraði New York búa árið
1907 og er nú nálægt níræðu,
og Ellen Price, sem er rúm-
lega áttræð og fæst enn við
danskennslu.
Hún skrifaði bréf í flug-
vélinni frá Hollywood, þar
sem hún hefur aðsetur, og
Toranto, þar sem hún ætlaði
að koma fram. Bréfið var til
eiginmanns hennar Ted
Shawn (nýlega orðinn 72
ára) og endaði svo: „Hvernig
væri að við tvö gerðum em-
hvern tímann eitthvað
skemmtilegt saman?“.
Á þessari öld er langlífi tak
mark hvers og eins. Svo virð-
ist sem ballettdansarar hafi
fundið leyndarmál langlífs-
ins, eða að þeirri niðurstöðu
komst Walter Terry lijá New
York Herald Tribune þegar
hann skrifaði bók um ævi
frægra ballettdansmeyja.
Hann segir: — Þær eru ódrep
andi. Auðvitað eru tii undan-
tekningar, en er það hrein til-
viljun að fjórar írægustu
dansmeyjar á síðustu öld, og
sýndu í stjórnartíð Victoríu
drottningar hinn sögulega
ballett „Pas de Quatre“ 1845,
Tízkuhúsið Biki í Mílanó
sýndi þennan kjól á tízkusýn-
ingunum í Flórens. Kjóllinn
er úr hvítu, hampbrúnu og
rauðu siiki. Stráhattur, hanzk
ar og skór eru brúnir.
+Stiývéla& L
ven
LrollveLjundi
YVES Saint Laurent kvað 1
fyrradag upp dauðadóm yfir
sportfatatízkunni. Eins og
menn minnast var það hann
sem innleiddi háu, þröngu
kragana, skinn og leður sam-
setningarnar, og háu stígvélin.^
Hann hefur nú snúið blaðinu
við og upplýst, að á tízku-
sýningu hans hinn 3. febrúar
verði eingöngu sýndur fín-
gerður Og kvenlegur fatnað-
ar, í mótsetningu við sport-
sið vetrarins, tweed og stíg-
vél.
„Sportsniðið er orðið hvers
dagslegt,“ segir hann, „og
stígvélaða kvenfólkið á göt-
unni er hrollvekjandi. Þegar
ég kom fram með háu stíg-
vélin voru sýningarstúlkurn-
ar í tweedbuxum en ekki pils
um. Stígvél og pils fara hræði
lega saman og eru ókvenleg."
Tízkukóngurinn benti á, að
hann hefði ekki venjulegan
kvenmann í huga, þegar hann
skapaði tízkuna, heldur sér
staka kvengerð. Að þessu/
sinn væri það töfradísin. „Til
, dæmis hef ég fóðrað pilsin
að neðan með satíni, það lít-
— segir Saint Lauret
ur miklu betur út þegar kon-
an situr.“
Laurent upplýsti að línurn-
ar í vortízku hans væru tvær:
önnur einföld og þröng, hin
frjálsleg og dansandi með fell
ingapilsum. Kvöldkjolarnir
eru tvöfaldir, undir er aðskor
inn silkikjóll en yfir er knippl
inganet eða þunnt útsaumað
efni. Hattarnir stórir og flatir,
líkt og hjarðmeyjar báru á
18. öld.
Píiualdan fró 1930 aftur í Purís
ítölsku tízkuhúsin vilja
þræða sínar eigin götur í
tízkuiðnaðinum en ekki laga
sig eftir starfsbræðrum sín-
um í Frakklandi. Af þeim
sökum halda ítalir tízkusýn-
ingar sínar um það bil viku
fyrr en Frakkarnir, svo eng-
inn geti ásakað þá um að hafa
sótt hugmyndir sínar til
þeirra.
ítalska vortízkan þótti að
þessu sinni fremur bragðdauf
og fátt um snjallar hugmynd-
ir. Kjólsíddin sú-sama og ver
ið hefur í seinni tíð, i hné-
hæð, nema hvað Fontana-
systur sýndu skósíða sam-
kvæmiskjóla.
Litirnir voru sterkir og
skærir: jarðaberjarautt, sitr-
ónugult, eplagrænt, og svo
auðvitað svart og . hvítt. Ef
dæma má eftir efnunum sem
notuð voru í kjólana, búast
ítalir við heitu sumri, því
þau voru afar þunn og brús-
andi, í mörgum tilfellum
chiffon.
Það sameiginlega við
ítölsku tízkuna er, að beltin
eru á réttum stað, kjólarnir
eru víðir og hlaðríir skrauti.-
Einn snjallur tízkukóngur,
Amedeo Perrone, færði
sKrautið af kjólunum yfir á
hanzkana, þannig að sígildir
hanzkar voru skreyttir með
rósaknúpum, blöðum, jarðar-
berjum eða vínberjaklasa.
Strandklæði frá Garnet í
Róm. Buxurnar eru með
austurlenzku sniði, blússan er
stutt, og búningurinn ætlaður
þeim sem ekki vilja vera
brúnar á hörund.
PARÍS er að kafa x pífum,
fellingum, íbúðarmiklum
krögum, höttum með slútandx
börðum og stelpulegum hvít- é
um flibbum og ermalíningum
á bláum fötum. Þær sýningar
sem enn hafa komið frám lita
út eins og F. Scott Fitzgerald
hefði búið þær til á siðustu
Japanskar ermar á grænum
kiæðnaði frá Ferreras.
árum sínum. Alexandre hefur
meira að segja endurvakið
hártízkuna frá 1930, stórar
hárbylgjur, sem búnar eru til
með krullujárni. Það er þó
haft eftir Alexandre að sýn-
ingarstúlk-ur Guy Laroche
verði með „raunverulega
lokka“.
Fyrsti tízkudagurinn var
s.l. mánudag. Þá sýndu m. a.
Marie-Jeanne Hurst. Ferreras
og" Jacques Esterel, en tizku-
hús hans er þekktara fyrir
skringilega búninga en smekk
légan fatnað. Ferreras dró að
sér athygli tízkuunnenda og
er það mál manna, að sýniríg
hans hafi aldrei verið eins
falleg og skapandi og nú. Hún
var mjög gamaldags og
minnti á tízkuna frá 1930, en
þó með sérkennum Ferreras.
Til dæmis eru kvöldjakkarnir
og indíánabeltin mexikönsk
að upprúna, en þangað fór
Ferreras og menn hans til að
heimsækja Johh Huston,
þegar hann var að vinna að
kvikmyndinni „Hhe Night og
Iguana".
Síðasti danskjóllinn sem
hann sýndi þótti með afbrig’ð-
um fallegur, og laða fram
alla kvenlega eiginleika.
Hann er úr hvítu chiffon með
felldum pífum flöktandi með
frarn faldi, uppeftir kjólnum
að framan og kringum hlýra-
laust hálsmálið.
Stuttu samkvæmiskjólarnir,
sem m-enn hafa »saknað í
seinni tíð, voru töfrandi í með
förum Ferreras. Þeir voru úr
svartri blúndu, sem lögð var
yfir gamaldags hvltt satín eða
glitrandi grófofið efni. Blúss-
urnar vorxl ermalausar, en
hálsmálið bryddað brúsandi
pífum eða strútsfjöðrutn.
Þá kom Ferreras einnig
fram með nýjung á kápusýn-
ingu sinni. Kápurnar og dragt
arjakkarnir voru með jap-
önsk-u ermasníSi, og nefnir
hann þær „judoka“-ermar,
sökum þess að þær minna á
klæðnað þann sem japanskir
judo-sérfræðingar bera.
Gegnum alla sýninguna voru
Ferreras: hvít silklkápa með
svörtum felldum pifum
úr chiffon, yfir svörtum erma
lausum kvöldkjól úr krepefni.
sýningarstúlkur Ferreras 1
fannhvítum sokkum og skóm
með hælbandi. Undir bylgj-
andi N hattbörðunum var
greiðsla Rubinsteins frá
þriðja tugnum- með smálokk-
um fram á kinnbeinið.
Á þriðjudaginn sýndu m. a.
Balmain og Heim og kom lít-
ið nýtt fram á sýningu þeirra,
nema hvað kjólfaldurinn náði
dálítið niður fyrir hné. Þann
dág var beðið með eftirvænt-
ingu eftir fyrstu sýningu
Gerard Pipart í tízkuhúsi
Ninu Ricci, en yfirleitt ollí
sýningin mönnum vonbrigð-
um. Það er tvennskonar há-
tízka til í heiminum í dag og
það má líta á Jax í Holly-
wood og Balenciaga sem sam-
nefnara hvorrar hreyfingar
um sig. Hinn þrítugi Pipart
var góður þegar hann hélt sér
Jax-tízkuna en gliðnaði í
saumunum þegar hann fór að
líkja eftir Balenciaga.