Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.02.1964, Blaðsíða 15
1 Laugardagur. 1. febrúar 1984 MORGU N BLAÐIÐ 15 Fréttir frá Alþingi Fundur var haldinn í Samein- uðu þingi í gær. Bjöm Pálsson (F) var fram- söguimaður þingsályktunartillögu um athugun á auiknum iðnrekstri í kauptúnum og kaupstöðum, þar sem atvinna er ónóg. Flutnings- menn auk Björns eru Gunnar Gíslason og Behedikt Gröndal (A). Tillagan var birt í Morgun- blaðinu sl. fimmtudag ásamt greinargerð. Björn gerði grein fyrir tillögunni í ýtarlegu máli og ræddi um mikilvægi þess -að koma á fót iðnaði í þorpum úti um landið. Gunnar Gíslason kvað miJkla velmegun ríkja í lahdinu, þegar é heildina væri litið, og atvinna mikil. Þó hefðu ýmisir staðir orðið afskiptir. Nefndi hann til kauptún í Norðurlandskjördæmi vestra, þar sem hann væri kunn- ugastur. Þar yrði fólk að yfir- gefa heimabyggðina, til þess að tfá sér tryggari vinnu annars 6taðar og því reyndist örðugt að (koma eignum sínum í verð. Þetta þyrfti þó ekiki að vera svona, ef heimafólk tæki höndium sairnan um úrbætur og nyti til þess 6tuðnings ríkisvaldsins. í Norðurlandskjördœmi vestra væru góðir landlkostir. Þar væri eitt mesta jarðhitasvæði lands- ins (í Skagafirði) og mikil skil- yrði væru til aukinnar raforku, setn er forsenda fyrir etfhngu iðnaðarins. Aflaleysi er tíma- bundið, og þótt hin gjöfulu síld- arrnið nyrðra hafi brugðizt að sinni, er ekki ástæða til að ör- vænta. Hins vegar sýnir það ör- yggisleysi fólks, þar sem atvinna er einhæf. - Athugun á þessuú.n málum þarf víðar, — hvarvetna á landinu, þar sem þörf er á umibótum í atvinnulifi, og skilyrði eru á ann- að borð fyrir hendi til þess að fólk geti notið góðra lífskjara. Gísli Guðmundsson (F) og Ágúst Þorvaldsson (F) tóku undir orð flutningsmanna og lýstu ánægju sinni yfir framkom innj tillögu. ★ Einar Ágústsson (F) var fram sögumaður fyrir tillögu til þings- — Utan úr heimí Framh. af bls. 12 , inn náði sér fljótlega, en krabbameinsæxli’ mynduðust í tilraunadýrum. Dr. Pereirg grunaði, að í blóði margra manna, sem veikít höfðu af svipuðum sjúkdómum myndi finnast mótefni gegn þessum veirum. Hann rannsakaði blóðsýnis- horn úr 403 brezkum mönn- um á öllum aldri og komst að raun um, að meira en belm- ingur þeirra barna undir fimm ára aldri, sem hann rannsakaði, höfðu sýkzt af Þessum veirum- Þá hafa niðurstöður til- rauna Dr. Lloyd C. Olson og samstarfsmanna hans við læknadeild Rochester háskól- ans í New York, sýnt, að Ad- / enovirus'-12 hefur fundizt í blóði margra sjúklínga, sem haldnir höfðu verið sjúkdóm- um, er líktust kíghósta, heila- himnubólgu eða lömunar- veiki. í ritstjórnargrein „The Lancet“ er bent á, að tví- þátta mynd kjarnasýru (DNA) kunni að vera orsök hinna krabbameinsvaldandi eiginleika sumra veira. Er lögð á það áherjþa, að ekki hafi enn verið sannað, að Adenovirus valdi krgbba- meini í mönnum. En með hlið sjón af þeim gögnum, sem fyrir liggi kunni að vera kleift að komast að raun um, hvort þeir, sem fengið hafi sjúk- dóma, er líktust kíghósta og heilahimnubóigu af völdum Adenovirus hafi meiri til- i hneigingu en aðrir til þess að i fá krabbamein síðar. 12. IJMFERÐ Friðrik — Tal New York afbrigði af enska ' leiknum Loksins kom að skákinni, sem beðið hefur verið eftir af skákáhugamönhum síðan mót- ið hófst. Friðrik beitti enska leiknum eins og svo oft áður. Tal byggði upp trausta stöðu í stíl Emanúel Laskers. í mið- taflinu hafði Tcd örlítið hag- stæðari stöðu, sem hann not- færði sér af mikilli list. Hann bauð andstæðing sínurn upp á skiptamun, sem Friðrik veigr- aði sér við að þiggja. A þessu stigi málsins var frumkvæðið greinilegá í höndum Tals. Friðrik varðist þó vel í erfiðri stöðu og með lítinn tíma. Þó JÓH ANNSSON fór svo að lokum að Friðrik missti mann í vonlausri stöðu. -- Á áttunda hundrað manns komu til þess að sjá meistar- ana keppa. » Magnús — Gligoric Grúnfelds vörn Magnús átti í erfiðleikum strax í byrjuninni. Við það að reyna að koma kóngi sín- um í skjól missti hann mann og stuttu siíðar annan, Sven — Wade- Kóngsindversk vörn Sven náði sr.emma hag- stæðri stöðu, en Wade varðist af seiglu Englendingsins, og tókst að verjast öllum sóknar- . tilraunum andstæðingsins. — Keppendur sömdu jafntefli eftir stórfelld uppskipti. Ingvar — Guðmundur Nimzoindversk vörn Ingvar valdi skarpt afbrigði og það var greinilegt að hann vildi vinna, e.-da búinn að SKRIFAK UIVI tapa þremur skákum í röð. Guðmundi tókst að afstýra öllum hættum og beindi skák- inni inn á jafnteflisbrautir. Þá lék Ingyar skyndilega af sér sikíptamun og tapaði skákinnj. Nona — Arinbjörn Sikileyjar vörn Að vanda tefldi ungfrúin til sóknar og varð vel ágengt, þar sem Arinbjörn valdi að stilla riddurum sínum á a5 og c4 til þess að loka inni Bb3. Þetta þýddi að hann tefldi með manni minna, en það var of mikil forgjöf, því stúlkan réðst með lið sitt að kóngi Arjnbjarnar og vann. Trausti — Freysteinn Drottningar indv. Trausti náði betri stöðu í miðtaflinu, og tókst að vinna peð. Eftir stórfelld uppskipti kom upp hagstætt endatafl fyrir Trau^ta, sem hann svo vann áður en setunni lauk. SKÁKIVIÓTIÐ Ingi R. — Jón Nimzoindversk vörn Ég náði snemma betra tafli, sem mér tókst að halda allar götur fram til ca- 30. leiks. Þá brást,mér þolinmæðin og ég hóf ótímabærar sóknaraðgerð- ir á miðborðinu. Vjð þessa sókn náði Jón að stýra rás við- burðanna sér í hag. Endatafl- ið sem kom upp eftir 40 leiki var afar jafnteflislegt. Eftir að hafa athugað stöðuna lítilshátt ar sömdum við um jafntefli. Staðan eftir 12. umferð: 1. Tal 11 % 2. Gligoric 10% 3. Friðrik 8 4. Johanness. 6V2, 2 bið 5.-6. Wade og Guðm. 6Vz ' 7. Ingi R. 6 + bið 8. Nona 5 ,9. Magnús 4% 10.—11. Arinbj. og Trausti 4 12. Jón Kristinss. 3 tþ bið 13.—14. Ingvar og Freyst. 3 Norræn ráðstefna í amerískum fræðum ályktunar um endurskoðun laga um lánveitingar til íbúðabygg- inga, sem hann flyti^r ásamt átta öðrUm þingmöinnum Fraínsóknar flokksins. Lagt er til í tillög- unni, að Alþ. kjósi 5 manna nefnd til að endurskoða gildandi lög í þessum efnum og gera til- lögur um nýja löggjöf, er hafi m. a. það markmið að auika lán- veitingar til byggingar -nýrra íbúða, svo að hægt verði að lána tvo þriðju af byggingarkostnaði. Sagði E. Á. í framsöguræðu sinni, að ástandið í íbúðabyggingum hefði versnað ár frá éri. Þorvaldur Garðar Kristjánsson kvað þá fullyrðingu E. Á. ranga, að ástandið færi síversnandi, enda hefði hún ekki verið rök- studd. Rétt væri, að fjárfesting í íbúðahúsnæði væri nú um 15 % minni en hún var 1957—58. — Á árunum 1952—1963 hefði verið byggt gífurlega mikið ibúðahús- næði á íslandi. Þá voru fullgerð- ar um 13.000 íbúðir, sem sam- svarar því, að byggt hafi verið yfir 58.000 manns, en á sama tíma jókst íbúatala á Íslandí um 34.500. Þetta þýði þó auðvitað ekki, að byggt hafi verið umfram þarfir, heldur hefur húsnæðis- ástand þjóðarinnar í heild stór- batnað. Fólk býr rýmra og gerir meiri kröfur. Þessi geysilega fjár festing hlaut að hafa þau áhrif, að draga tók úr byggingum íbúðarhúsnæðis. Menn sneru sér að öðrum verkefnum. Þetta kom þegar fram- á fyrsta ári vinstri stjórnarinnar, en þá lækfcaði fjár festing í íbúðarbygingum lun 7 % og árið 1958 um 13 %. Ríkisstjórnin yrði í þessu móli ekki dæmd eftir tölu fullgerðra íbúða ár hvert, því að ríkíð bygg ir ekki búðirnar, heldur eftir hinu opinbera framlagi. Hlutfall hins almenna veðlánakerfis í íbúðabyggingum hefur verið: 1957: 8,1 %. 1958: 9,4 %. 1959: 5,5 1960: 9,0 %. 1961: 15,5 %. 1962: 14,0 %. Síðan minntist ræðumaður á það, að útlán úr veðlánakerfinu hafa ekki aðeins stóraukizt tölulega heldur einn- ig að notagildi, þegar tillit hef- ur verið til hæikkaðs byggingar- koStnaðar. Að lokum sagði Þ. G. Kr., að athugun sú, sem tillagan gerði ráð fyrir, færi nú fram. Félags- málaráðherra hefði farið þess á leit við Húsnæðismálastjóm, að hún gerði slíka athugun og skil- aði síðan tillögum. Umræðum var síðan frestað. ★ Þórarinn Þórarinsson (F) tal- aði fyrir þingsályktunartillögu sirini og Ingvars Gíslasonar (F) um endurkaup Seðlabankans á framleiðslu- og hráefnavíxlum iðnaðarins. Sagði hann tillöguna vera samhljóða annarri, sem sam þykkt var á Alþ. fyrir nærfellt sex árum í tíð vinstri stjórnar- innar. Viðskiptamálaráðherra, Gylfi I Þ. Gíslason, kvað það rétt vera, að hér væri um gamlan kunn- ingja að ræða, og virtist Þ. Þ. teljá þessa tillögu eiga að verða prófstein á það, hvern hug núv. stjórn bæri til iðnaðarins. Hjns vegar nægði ekki að gera um það samþykktir, að iðnaður eigi að njóta sömu fyrirgreiðslu að þessu leyti og landbúnaðuir og sjávar- útveigur. Hið eina, sem dygði væri að Seðlabankinn gæti veitt þessa fyrirgreiðslu. Framkvæmd tillögunnar, sem samþykkt var 1958, strandaði hjá vinstri stjóm inni. Hún sendi Seðlabankanum aldrei nein tilmæli um að fram- kvæma efni tillögunnar. Vinstri stjórnin gerði sér ljóst, að þýð- ingarlaust var að senda þessi til- mæli áleiðis, nema eitt af þrennu kæmi til: Seðlabankanum væri séð fyrir auknu fé, dregið yrði úr útlánum til landbúnaðar, eða dregið yrði úr útlánum til sjávar- útvegs. Ekkert af þessu hefði V.stj. viljað, og því hefði málið dagað uppi, en ekki bæri að skoða það sem neinn fjandskap við iðnaðinn. Hann hefði ekki frekar en nú verið neitt olnboga- barn, en ráð hefði skort til þess að veita horium þessa fyrir- greiðslu. Nú hefði verið gkipuð nefnd, sem hefði unnið að þessu máli. Væri 'hún á einu máli um, að auka yrði ráðstöfunarfé Seðla- bankans, m. a. til að keypt víxla af iðnaðinum. *Ætti Þ. Þ. áð styðja það frv., ef hann vildi iðnaðinum eittibvert gagn. ATHUGIÐ . að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrari. að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. SUMARIÐ 1961 gekkst Nordic Association for American Stud- dies (NAAS) fyrir norrænni ráðstefnu í Sigtuna í Svíþjóð. Aðalefni þeirrar ráðsitefnu var „Amcrika og - Norðurlönd“. — Var þessi ráðstefna einn liður í starfsemj félagsins, en tilgang- ur þess er að auka og efla amerísk fræði á Norðurlöndum og stuðla að gagnkvæmum kynnum þeirra, sem að þeim efnum vinna, bæði einstaklinga og stofnana. Formaður félagsins er dr. Lars Ahnebrink, dósent í ameirískum bókmenntum við Uppsalaháskóla, en af íslands hálfu á sæti í stjórninni próf. Hreinn Benediktsson. Á sumri komanda mun félagið efna til. annarrar sams- konar ráðstefnu í Osló dagana 21.—26. júní. Aðalefni þeirrar ráðstefnu verður „Recent Reiniterpretation of Amarican Civilízation“, og verður einkum fjallað um utan- ríkis- pg þjóðfélagsmál, sem of- arlega eru á baugi í Bandaríkj- unum nú. Auk þess verða fyrir- lestrar og umraeðufundir um ameríska sögu, heimspeki og bókmenntir. Fyrirlesararnir verða amerískir fræðimenn, þekktir hver á sínu sviði. Þátt- takendur í ráðstefnunni verða aðallega háskóla- og mennta- skólakennarar í ensku, sagn- fræði og félagsvísindum, svo og háskólakandídatar í sömu grein- um. Af Islands hálfu er þess vænzt, að nokkrir þátttakendur geti sótt ráðstefnuna. í því skyni verða fyrir hendi nokkrir ferða- styrkir, er nægja munu að mestu leyti fyrir ferðakostnaði. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að tafca þátt í þessari ráðstefnu, snúi sér til próf. Hreins Bene- diktssonar, er veitir allar nánari upplýsingar, Umsóknir þurfa að berást honum fyrir 1. marz n.k. Geðvemdarfélag- ið gefur út minn- ingarspiöld GEÐVERNDARFÉLAG íslands hefur m. a. hug á að koma upp hressingarheimili fyrir tauga- sjúklinga, én það skortir mjög mér fyrir þá sem ekki þurfa endilega að vera á sjúkrahúsi eða eru að koma af sjúkrahúsi. Fé- laglð hefur fáar fjáröflunarleið- ir, en hefur nú látið prenta minn ingarspjöld, einföld að gerð og smekkleg og biður blaðið fyrir eftirfarandi: Félagið vill biðja velunnara sína og alla þá, sem styrkja vilja málefni félagsins að muna eftir þessum spjöldum, er þeir minn- ast látinna vina eða ættingja. Þau verða afgreidd í verzluninni Markaðnum, bæði í Hafnarstræti 11 og Laugavegi 89. — Heimastjám. \ Framh. af bls. 13 að fá stjórn sérmála þjóðar- • innar inn í landið sjálft. Jafn- framt þessu rísa að sjálfsögðu upp ungir bjartsýnir fullhug- ar, sem hafa haft minna af bág indunum að segja og krefjast meiri framfara og fullkomins sjálfstæðis. Saga þessara alburða er enn í minni futlorðinna manna og hún er að sjálfsögðu mörgum þeirra ríkt tilfinningamál. All- ir verið sammála um á þess- um minningardegi heimastjórn arinnar, að þakka þeim mönn- um, sem stærstan og beztan þáttinn áttu í því, að þessum stóra áfanga í sögu þjóðarinn- ar var náð. framhald sögunn- ar þekkja allir núlifándi ís- lendingar, sem komnir eru til vits og ára og í dag fagna því allir, að fullu frelsi og sjálf- stæði er náð. En við skulum jafnframt vera þess minnug, að það er ekki síður vandi að gæta feng- ins fjár en afla þess og svo er einnig um frelsi vort. vBUURUROAFÓLK \ ÓSKAST t þessi blaðahvcrfi vantar Morgunblaðið nú þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk, til þess að bera blaðlð tii kaupenda þess. Bergstaðasfrœti lœgri númerin Crenimel PLééÉbI t V * ÆgaBf *bVWm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.