Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 1
51. árgangur 33. tbl. — Sunnudagur 9. febrúar 1964 Bollu- dagur Á MORGUN, mánudag, erk bolludagurinn. I»á má búasti við að margur vakni við vond) an draum í býtið, þegar krakkt arnir koma með barsmíð áí sæng hins morgunsvæfa. Þess-í ar i lpur úr Kópavogi voru að; búa sig undir bolludaginn, er I ljósmyndari blaðsins, Sv.i Þorm. mætti þeim, vopnuðumi bolluvöndum. Þær eru: Mar-J grét Einarsdóttir, Berglindl Einarsdóttir og Unnur Alfreðsi dóttir. Gagnráðstafanir Bandaríkjanna á Kúbu Flytja vatn til flotastöðvarinnar og segja upp kúbönskum mönnum Washington, 8. febr. (AP) BANDARÍKJASTJÓRN hef- ur skorað á allar vinveittar þjóðir að herða á takmörkun- um á verzlun við Kúbu og ákveðið að gera bandarísku flotastöðina við Guantanamo- flóa efnahagslega óháða Kúbu. Gaf Johnson forseti varnarmálaráðuneytinu fyrir mæli í gærkvöldi um að sjá um að tryggja aðstöðu flota- stöðvarinnar. Með tilliti til þeirra fyrirmæla skýrði Rob- ert S. McNamara varnarmála- ráðherra frá því í dag að tvennskonar aðgerðir væru nú hafnar: Varð Johnson tvísaga, er harm ræddi stefnu deGaulle við fréttamenn? JOHNSON Bandaríkjafor- seti hélt fyrir skömmu fund með blaðamönnum í Hvíta húsinu. Er það í fyrsta skipti, sem fundi af því tagi hefur verið sjónvarpað þaðan eftir að Johnson tók við embætti. Forsetinn ræddi þá á- kvörðun de Gaulle Frakk- landsforseta að viðurkenna Alþýðulýðveldið Kína. — Johnson hagaði þannig orð um sínum, að fréttamenn töldu hann hafa komizt í mótsögn við sjálfan sig, og töldu sumir jafnvel, að for- setinn hefði ekki lesið eða skilið fyrirætlun Frakk- landsforseta. Á fundinum með John- son voru m.a. franskir fréttamenn, og þótti þeim svör forsetans, við spurn- ingum um hlutleysi SA- Asíu, mjög undarleg. Flest ir fréttamenn eru þó á því máli, að ekki hafi fáfræði Johnsons verið um að kenna, hann hafi aðeins komizt óheppilega að orði. í upphafi fundarins tók Johnson að ræða um hlutleys- iskenningu de Gaulle. Sagði hann það rétt vera hjá Frakk- landsforseta, að hlutleysi væri æskilegt, en þá yrði að vera um að ræða hlutleysi S- og N- Vietnam. Ekkert útlit virtist þó fyrir, að ráðamenn í N- Vietnam vildu fallast á raun- verulegt hlutleysi, ef dæma mætti af árásarstefnu þeirri, sem þeir hafa fylgt um langt skeið. Misskilningurinn hófst, er fréttamaður spurði Johnson, hvort hann teldi, að hugmynd in um hlutleysi myndi brjóta í bága við stefnu Bandaríkj- anna í málum SA-Asíu. Því svaraði Johnson þannig: „De Gaulle getur haft sínar skoð- anir. Hann getur haft þær. Við höfum látið okkar í ljós“. Þetta þótti mörgum frétta- mönnum brjóta í bága við fyrri ummæli, þ.e. að hlut- leysi væri æskilegt. Var John- son spurður frekar, þ.e. hvort hann hefði aðra skoðun á hlut leysisstefnunni, en de Gaulle. Hann svaraði: „Þið verðið að Framh. á bls. 2. 1. Flotastöðinni væru tryggðar vatnsbirgðir með ferskvatns- vinnslu úr sjó og með vatns- flutningum með skipum frá Bandar ík j unum. 2. Fækkað yrði kúbönskum starfsmönnum flotastöðvarinn ar, og þeim mönnum sagt upp starfi, sem eru undir eftirliti yfirvaldanna á Kúbu, og leggja dollara þá, er þeir fá greidda í laun, inn í kúbanska banka. Við flotastöðina hafa starfað um 3 þúsund Kúbubúar, og hafa fimm hundruð þeirra átt heimili í stöðinni, en 2.500 á Kúbu, hand- an landamæranna. Þessir 2.500 starfsmenn hafa jafnan flutt laun sín yfir landamærin, en þau nema rúmlega fimm milljónum dollara á ári (215 millj. kr.) — Hafa þessir dollarar komið Castró-stjórninni í góðar þarfir og bætt slæma gjaldeyrisstöðu landsins. Þar sem Castró-stjórnin hefur nú lokað fyrir vatnsaf- greiðslu til flotastöðvarinnar, falla að sjálfsögðu einnig niður greiðslur fyrir vatnið, en þær hafá numið 714 milljónum króna á ári. Framh. á bls. 2 Prentsmiðja Morgunblaðsim Irene trúlofuð prins Carlos af Bourbon og Parma Madrid, 8. febr. (AP) BERNARD prins kom í dag flugleiðis til Madrid frá Hollandi til að sækja dótt- ur sína, Irene prinsessu. — Prinsessan tók á móti föð- ur sínum á flugvellinum og var Carlos prins af Bour- bon og Parma í fylgd með henni. Um svipað leyti og móttakan fór fram á flug- vellinum, var útvarpað á Spáni yfirlýsingu frá Carl- os prinsi þar sem hann seg- ir þau Irene hafa opinber- að trúlofun sína, „og verð- ur brúðkaupsdagurinn á- kveðinn í samráði við hol- lenzku konungsfjölskyld- una“. Carlos kveðst bráðlega fara til Hollands til viðræðna við Júlíönu drottningu og mann hennar, Bernard prins. Segir hann að þau Irene hafi lengi verið vinir og oft hitzt, en endanleg ákvörðun um hjóna- band ekki tekin fyrr en nú. Spánska upplýsingamála- ráðuneytið hefur staðfest trú- lofunartilkynninguna, og sömuleiðis Bernard prins. — Tók hann mjög innilega á móti væntanlegum tengda- syni sínum á flugvellinum, en áhorfendur, sem voru margir, fögnuðu tilkynningunni með lófataki. Jafnvel blaðaljós- myndarar og fréttamenn, sem höfðu nóg að gera, tóku undir fagnaðarlætin þegar Bernard prins faðmaði Carlos prins að sér. Fóru ÖH. þrjú síðan inn í flugvélina til frekari við- ræðna um framtíðina. Þangað kom einnig Cecilia af Bour- bon og Parma, systir Carlosar. fylgir blaðinu í dag og er efnl hennar sem hér segir: Bls. 1 Auden - MacNeice og „Bréf frá íslandi“, eftir Margréti Bjarnason — 2 Svipmynd: Kenneth Kaúnda — - Karon, ljóð eftir Loúis MacNeice. — 4 „Rak of fastan koss að stúlkunni“, eftir Oscar Clausen — 5 Bókmenntir: Hugleiðingar um ameríska málaralist, eftir Örlyg Sigurðsson. — 7 Rúmenía — baldinn fylgi, hnöttur, eftir Stephen Constant — - Fyrsta prófið, ljóð eftir Aðalstein Gíslason — 8 Ferðaspjall 1964, eftir séra Sigurð Einarsson í Holti — 9 Verkalýðsfélag kynnir myndlist. — 10 Fjaðrafok. — 14 Vonda strandið — 16 Krossgáta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.