Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 21
Sunnudagur 9. febr. 1964 MORGUNBLADIÐ 21 — Veiðimál Framhald af bls. 8 wn, að eftirlitamaður væri 6- þarfur, og var honum tekið mis- jafnlega. Flestir veiðibændur Ihafa þó áttað sig á því, að veiði- eftirlit er þeim í hag, með því að draga úr ólöglegri veiði, enda er laxastofninn sameiginleg eign þeirra allra. Nokkrir líta hins vegar svo á, að eftirlitsmaður sé til óþurftar, þar sem hann skipt- ir sér af veiðiaðferðum þeirra, og kserir fyrir þær, þegar ástæða er til. Til eru veiðibændur, sem líta svo á, að ekki sé saknæmt að brjóta friðunarreglur, sé það gert fyrir þeirra eigin landi. Hefði slík fjarstæða átt að líðast, myndi ofveiði örugglega þegar hafa haldið innreið sína á vatna- svæði Ölfusár-Hvítór, þar sem veiðiálagið myndi geta allt að tvöfaldazt við það. Afleiðingar af slíku framferði hefðu orðið veiðibændum sjálfum til stór- tjóns. Veiðieftirlitið er að sjálf- sögðu ekki fullkomið, enda er ein um manni ofvaxið að fylgjast svo vel með, að veiðireglur verði ekki brotnar á hinu víðáttumikla Til sölu 6 herb. glæsileg íbúð við Hvassaleiti. Tvöfalt gler. Teppi á gólfum. MÁLFLUTNINGS- og FASTEIGNASTOFA Agnar Gústafsson, hrl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14. — Símar 22870 og 21750. Utan skrifstofutíma 35455 og 33267. Hufnfirðingar Jón H. Jónsson flytur erindi í Sjálfstæðishúsinu sunnu- dagskvöld kl. 20,30. E f n i : Kristur — konungurinn Einsöngur, kórsöngur. Allir velkomnir. Hef kaupanda að 5 — 7 herb. íbúð. — Útborgun 600 þús. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Tómas Árnason og Vilhjálmur Árnason Sími 24635 og 16307. Vörugeymsla öskast Óska eftir að taka á leigu geymsluhúsnæði í Reykja vík eða næsta nágrenni (200—400 ferm.). — Má vera braggi. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 15. febrúar merkt: „Áríðandi — 9102“. Hef verið beðinn að útvega 2ja—5 herb. íbúð. — Há leiga í boði. Upplýsingar gefur Örn Clausen, hrl., Bankastræti 12. — Sími 18499. Prjónagarn Bæjarins mesta úrval, svo sem: SKÚTUGARN KISUGARN VESDREGARN NOMOITA BABYGARN Allir fáanir litir. Aliar gerðir af bandprjónum. Verzl. H0F Laugavegi 4. veiðisvæði. Eintoum er eftirlit þar, sem árnar eru breiðastar og vatnsmestar. En þegar á allt er litið hefur eftirlit með veiði í Arnessýslu reynzt mjög mikil- vægt fyrir verndun og viðhald laxastofnanna þar, og verður gagnsemi þess seint' fullmetin. ÁGREININGUR Veiðifélag ArnesLnga hefur ekki farið varhluta af deilum, enda er félagssvæðið víðáttumik i« og margir félagsimenn með mjög ólík viðhorf og hagsmuni, eins og fyrr er að vikið. Félagið, sem er stærsta veiðifélag lands- ins, hefur mörg og erfið verk- efni að leysa og þarf að sjálf- sögðu tíma til þess að ná nauð- synlegu jafnvægi í starfsemi sína. Ágreiningur hefur verið um arðskiptingu, veiðitilhögun, veiði útbúnað, veiðieftirlit, getu lax- veiðilaganna til þess að vernda fiskstofnana á félagssvæðiniu fyr ir ákvæði láxveiðilaganna, og fleira. Allt eru þetta vaxtarverk- ir hins unga veiðiskipulags okk- ar, sem í megindráttum var tek- ið upp 1932, og sem er mjög formfast og kröfufrekt um til- högun á veiði og stjórn veiði- mála á félagslegum grundvelli miðað við hið losaralega skipu- lag, sem áður ríkti. Mætir menn og góðgjarnir hafa rætt veiðimál Árnesinga málefnalega og af skilningi og hafa lagt gott til um uppbygg- ingu þeirra, í samræmi við hinar öru breytingar a aðstæðum okk- ar tíma. Hafa þeir lagt grund- völl að heilbrigðri starfsemi á sviði veiðimála á félagssvæðinu. En út á við hefur þó borið mjög á hinum, sem hafa haft allt á hornum sér, og ekki kunnað sér hóf í málflutningi sínum. Umræð ur þeirra í ræðu og riti hafa verið þrungnar áróðri, fullyrð- ingum, oft mótsagnakenindum, og barnalegum reiðilestri. Mörg dæmi mætti nefna um þetta. Sumir telja nauðsynlegt í áróðursskyni að grípa til vsem- innar tilfinningarsemi máli sínu til stuðnings, þar sem hinum ólík legustu atriðum er grautað sam- an til þess að rugla fyrir mönn- um aðalatriðum málsins. Aðrir grípa til alls kyns fullyrðinga til þess að „sanna“ mál si-tt. Er þá oft borið við, að hlutur viðkom anda í veiði sé allt of lítill. Er þá vitnað í árið, þegar mikla veiðin fékkst, þó að um algijört einsdæmi sé að ræða, sem litlar. Ukur séu fyrir, að geti endur- tekið sig. Enn aðrir eru reiðir og höggva á báðar hendur, og verða þá jafnt „saklausir“ sem „sekir“ fyrir höggum, en það virðist sikipta hina reiðu litlu máli. í grein í Morgunblaðinu nýlega má raunar sjá dœmi um allt þetta, því að hinn reiði greinarhöfund ur kemur víða við. Auk þess gerir hann þá skringilegu at- hugasemd, að mjög sé „athug- andi hjá hinu háa ráðuneyti, hvort þörf sé fyrir slíkan starfs mann“ sem veiðimálastjóra, þar eð sá síðarnefndi hafi brotið eitt hvað „hlutleysi“ með því, að vera ekki á sömu skoðun og hann sjálfur. LOKAORÐ Yatnasvæði ölfusár-Hvítár er annað veiðisælasta fiskihverfi landsins. Svæðið er víðáttumiik ið, og er vandasamt að stjórna veiðimálum þess, vegna hinna ólíku viðhorfa og hagsmuna veiðibænda. Veiðifélag Árnesinga hefur því erfiðu verkefni að gegna við að finna sanngjarna og skynsamlega leið til þess að gera veiði á félagssvæðinu sem arðvænlegasta fyrir félagsmenn, hvar svo sem þeir búa á vatna- svæðinu, og hver sem hlutur iþeirra er úr sameigninni, sem fiskistofnar vatnasvæðisins mynda. Æsingar og öfgar, hvort heldur er í ræðu eða riti, standa eðlilegri þróun fyrir þrifum, málefninu til tjóns. Félagið verð ur sjálft að ráða fram úr mál- um sínum með almennri þátt- töku og með sem minnstri að- stoð utan frá. Undirstaða undir heillavænlega þróun veiðimála er félagslegur áhugi svo og vel vilji, sanngimi og skilningur á lausn verkefnanna. Miðnesingar—Lögtaksúrskurðoz Samkvæmt kröfu sveitarstjóra Miðneshrepps úr- skurðast hér með lögtök fyrir ógreiddum útsvörum aðstöðugjaldi, fasteignaskatti og hafnargjöldum á- lögðum árið 1963 og eldri, auk dráttarvaxta og kostnaðar. Lögtök verða framkvæmd fyrir gjöldum þessum að 8 dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa verði eigi gerð skil fyrir þann tíma. Sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu. 20. janúar 1964. Bísktirshurðajárn Fyrirliggjandi járn fyrir VERKSTÆÐIS- Hæð allt að 4 metrar. STANLEY — járn fyrir venjulegar bílskúrshurðir. 7x9 fet. STORR Sími 1-33-33. K. F. U. M. K. F. U. K. Æskulýðsvika K. F. U. M. og K. hefst með samkomu kl. 8,30 í kvöld í húsi félaganna Amtmannsstíg 2B. Samkom- ur verða síðan á hverju kvöldi alla vikuna. Fjöl- breyttur söngur og hljóðfærasláttur. Nýr ræðumað- ur hvert kvöld. Fylgist með auglýsingum um sam- komurnar. í kvöld tala síra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, og Kristín Pálsdóttir og Guðni Gunnarsson segja nokk- ur orð. Blandaður kórsöngur. Hljóðfærasláttur. Allir velkomnir. — Á samkomunni á mánudags- kvöld tala Margrét Hróbjartsdóttir, kristniboði og Gunnar Sigurjónsson, guðfræðingur. t>ar verður tví- söngur og söngsveit með gítarleik. Rétt írnmundan Viðburðir, sem veita munu varanlegan frið. Svein B. Johansen talar um þetta efni í Aðventkirkjunni í dag sunnudaginn 9. febr. kl. 5 s.d. Sýndar verða litskuggamynd ir frá jarðskjálftanum í Skopie, Júgóslavíu og flóð- inu í borginni Longarona í Norður Ítalíu. Karlakór syngur. Einsöngur Allir velkomnir. B Audion Super Sealboy- < Plastsuðutæki er eina plasl j suðutækið í heiminum, sei sýður og sker plastpok samtímis. Þessi vinsælu plastsuðu- tæki höfum vér aftur fyri liggjandi. verkfœri & járnvörur h.f Tryggvag. 10. Sími 1581

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.