Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 19
Sunnudagur 5. febr. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 19 — Minning Fraimihald af ols. 6. aði. Eignuðust þau fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi og í for- eldrahúsum, en elzta barnið misstu þau á unga aldri. Börnum sínum komu þau til mennta og er yngsti sonurinn nú langt kominn með menntaskóla- nám. Heimili þeirra var friðsælt og gestrisni þeirra rómuð. Lífsskeið Antons hefur verið margvíslegt. Barns- og unglingsár í fámennum sjávarþorpum aust- an fjalls og á biskupsstóli í Skál- holti. Stórbrotið líf Kaupmanna- hafnar. Á strandskipum um- hverfis landið. Með afbrota- mönnum á Litla-Hrauni. í mið- depli viðskiptalífs höfuðstaðar- ins, Reykjavík. Lífssjónarmið hans hafa vafalaust mótazt nokk- uð af þessu umhverfi. Þó hygg ég að undirstaða alls í lífi hans og ákvarðanir hafi byggzt á íhug- un og ástvinamissir hafi gert hann að raunsæjum manni, sem aldrei tók ákvarðanir að óathug- uðu máli. Það er ekki öllum lagið að umgangast þá sem af ýmsum ástæðum höfðu gerzt brotlegir við réttarreglur í réttarríki, án þess að eignast óvildarmann, og að ég tali nú ekki um að eiga vinskap þeirra allan, eins og Anton átti eftir nær seytján ára starf á Litla-Hrauni. Þegar Anton kom hér í Lands- bankann fyrir nær 17 árum, þá var hann vinafár og ekki laust við að nokkurs kala gætti í hans garð — þar eð að sumra dómi var þegar nóg af umsjónarmönn- um í bankanum. Með hógværð, lagni og framúrskarandi fram- komu vann hann á skömmupa tíma hugi allra. Anton voru falin mörg. vanda- söm störf hér í bankanum, þar er að nefna mötuneyti starfs- manna bankans, sem hann sá um frá fyrstu tíð til hinztu stundar. Þar reyndi ekki hvað sízt á út- sjónarsemi og natni, því allir vildu fá það bezta fáanlega fyrir sem minnstan pening. Þá var hann umsjónarmaður með banka byggingunum og stjórnaði þar fjölda fólks, auk þess sem hann þurfti að gegna kvabbi alls starfs fólksins um eitt og annað er af- laga fór. Ekki er mér kunnugt um að nokkur hafi farið þar bón- leiður til búðar. Lundarfar hans var sérstakt og kunni hann manna bezt að stjórna skapi sínu og virtist skapaður til að hafa umsjón með verðmætum og gæta hagsmuna húsbænda sem undir- manna. Hann var fíngerður í lund og fann manna bezt ef honum var rangt gert eða misboðið, en var allra manna sáttfúsastur. Óvildar menn átti hann enga. Anton, sannarlega vildi ég á kveðjustund, mega bera á þig mikið lof og rifja upp eitt og ann að til að minna á drengskap þinn og ágæti, en ég veit að það var þér ekki að skapi. Það var í Tívoli-garðinum í Kaupmanna- höfn í sumar — yfir litlu glasi — sem þú varst að segja mér frá Kaupmannahöfn æskuáranna — en þú varst eftir langt ævistarf kominn aftur til Hafnar. Það var bjart yfir þessu kvöldi og þú varst fullur eftirvæntingar og tilhlökkunar að ganga um fornar slóðir. Við heimkomuna hafðir þú yngst stórum og horfðir björt- um augum til framtíðarinnar. Það átti ekki fyrir að liggja að fara fleiri ferðir á fornar slóðir, og æði skammt var eftir af starfs tíma þínum. Við leiðarlok vil ég færa þér þakkir og kveðjur persónulega og í nafni starfsfólks Landsbank- ans og Seðlabankans fyrir allt, sem þú hefur verið okkUr, jafnt í starfi í bankanum og hvar ann- ars staðar, sem leiðir hafa legið saman. Við minnumst, prúð- mennsku þinnar, háttvísi og hins glaða viðmóts. Eftirlifandi eigin- konu og börnum vottum við samúð, og í þakklátum huga minnumst við hins látna vinar, endurminningar frá löngum starfsdegi munu milda sorgina er fram líða stundir. Bjami G. Magnússon. t ÞEGAR mamma deyr ung. Það er mikill viðburður í lífi barns- ins, þegar slíkt skeður. Sá er við kveðjum í dag var aðeins tveggja ára er móðir hans dó 1904. Þau bjuggu þá í Bráð- ræði foreldrar hans, hjónin Þur- íður Magnúsdóttir frá Vatnsdal og Halldór Jónsson frá Þorláks- höfií. Börnin voru 4 á lífi, Jórunn elzt, 12 ára, Magnea 7 ára, Stein- grímur 3 ára og Anton 2 ára. Heimilið var tekið upp, sem kallað var, og bömin fóru sitt í hverja áttina. Anton fór fyrst til afa síns og ömmu í Þorlákshöfn. En brátt skarst eldri systir hans í leikinn og hún kom Antoni fyrir hjá móðursystur sinni, Helgu Magnúsdóttur og Oddi Oddssyni á Eyrarbakka og þar ólst svo Anton upp til þess er hann fór næstum 13 ára gam- all til Jórunnar, hinnar sömu eldri systur, og undirritaðs að Minniborg og Skálholti, og þar dvaldist hann til þess er hann fór utan á Askov-skóla sumarið 1920. Eftir 5 ára dvöl í Danmörku kom Anton heim aftur með próf í matreiðslu, er hann hafði lært á skólaskipi í Kaupmannahöfn, og stundaði hann ætíð sáðan þessa iðju sína ásamt öðrum störfum, síðustu 17 árin í Lands- bankanum í Reykjavík. En mamma hans dó ung, sem fyrr er sagt og 2 systkini hans dóu einnig ung, Jórunn 27 ára og Steingrímur 21 árs, og er nú aðeins Magnea ein á lífi af þeim 4 systkinum. Sá er þetta ritar kynntist Ant- oni á vori lífs hans, og ég get 1 með sanni sagt að hann var á- vallt hinn sami góði drengur. Og mór fannst alltaf að hann kæmi úr föðurhúsum frá þeim Helgu og Oddi, enda þekkti ég ekki Þuríði móður hans, sem t hafði verið hin mætasta kona, , svo sem hún átti kyn til. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég eiginkonu Ant- ons, frú Jónínu Gunnarsdóttur, og börnunum þremur, Walter, Elsu og Gunnari Halldóri, og mætti þeim það vera nokkur huggun í sárri sorg, að eiginmað- ur og faðir hverfur nú af sjón- arsviði, elskaður og virtur af öllum, sem hann þekktu á lífs- leiðinni. J.Ó.G. Mf — Mörg verkefni Framh. af bls. 10. — Það var ekki erfitt. — Öll löngu atriðin, sem Clara Pontoppidan lék, voru tekin samfellt, en síðan skaut ég inn stuttum skiptimyndum. Þegar leikararnir sáu finnska atriðið, sem var tekið fyrst, voru þeir hræddir um að skiptimyndirnar virkuðu eins og óskiljanlegir glampar, en þeim skjátlaðist og Clara Pontoppidan varð svo hrifin, að hún hljóp upp um háls- inn á mér og kyssti mig. — Það þótti mér mjög vænt um. Eg man eina skemmtilega sögu í sambandi við upp- tökuna á „Blöð úr bók Sat- ans“. í einu atriðinu sátu tveir raunverulegir flæking- ar, sem ég hafði fengið í aukahlutverk, við borð með hníf, sem Clara Pontoþpidan hnuplaði frá þeim. Þeir voru tötrum klæddir og annar með sítt hár, sem hékk í ströngl- um niður á axlir hans. — Löngu eftir að töku kvik- myndarinnar var lokið, var hringt til mín frá skrifstofu, sem aðstoðaði fátæklinga. — Skrifstofumaðurinn sagði, að k þangað væri kominn flæk- ■ ingur, sem þeir vildu hjálpa, en settu það skilyrði, að hann færi í bað og klippti sig. — Flækingurinn hefði sagt, að hann hefði lofað Dreyer að gera það ekki, og nú bað skrifstofumaðurinn mig að losa hann undan loforðinu. Eg man eftir öðru skemmti- legu atviki, sem gerðist við töku myndarinnar „Mikael" i Þýzkalandi. Einn aukale kar- inn, hár og þrekinn maður, sem ótti vel heima í hl-utverki óðalsbónda af aðalsættum, kom einn morgun í svörtum frakka f stað þess dökkbláa, sem hann átti að bera í myndinni. Ég benti honúm á þetta, og hann svaraði: „Ó, ég bið afsökunar. Þjónninn minn hefur lagt fram rang- an frakka í morgun.“ Það kom í ljós, að þetta var raun- verulega auðugur landeig- andi, sem átti búgarða í Prússlandi og höll í Berlín. Hann fór daglega í ökuiferð í hestvagni með ekil og með- reiðarsvein og maðurinn, sem réði aukaleikara fyrir mig, rakst á hann í skemmtigarði. Hann stöðvaði þennan auðuga mann og bað hann að taka að sér áðurnefnt hlutverk. Hann féllst á það, mætti sam- vizkusamlega á hverjum degi og tók daglaun sín, fimm mörk. Ég held að hann hafi ekki skilið fullkomlega hvað um var að vera, en lítið á tilmæli aðstoðarmannsins sem skipun. Hann stóð sig mjög vel og hafði alveg rétt útlit. — Þér fluttuð smáatvik hversdagslífisins inn í dansk- ar, já einnig útlendar kvik- myndir með myndinni „Þú skal-t heiðra konu þína.“ — Ég æ-tlaði að taka þessa mynd um litlu, lítilsvirtu eiginkon-una í raunverulegri íbúð, en ekki í kvikmynda- veri. Þegar til kom, var e-kki hægt að beita kvikmynda- vélunum nægilega vel í íbúð- inni og ég lét gera nákvæma eftirmynd henna-r í kvik- myndaverinu með þeirri einu breytingu, að þar voru vegg- irnir hreyfanlegir. Kvikmynd in var sýnd í Frakklandi o-g gekk þar þrjár vikur í 57 kvikmyndahúsum. Ég var viðstaddur frumsýninguna í París, en þá var myndin hróp uð niður. Áhorfendur héldu að hún væri þýzk. Það va-r þá sið-ur un-gmenna í Frakk- landi að fara á frumsýningar á leikritum og kvikmyndum til þess að hrópa. Þetta tíð-k- ast ef til vill enn. Unga fólk- ið fór fyrst og snæddi góðan kvöldverð, en hélt síðan á frumsýningu og hrópaði verk ið niðuir. Þetta þótti aðeins skemmtilegt, ef verkið var gott. — Þér stjórn-uðuð töku „Heilagrar Jóhönnu" í Frakk- landi? — Já. Ég notaði mikið nær- myndir í þeirri mynd, varð fy-rir áhrifum frá gömlu bók- unum, sem í voru skráð rétt- arhöldin yfir Heilagri Jó- hönn-u í Rouen. Þar voru margar stuttar spurningar og mörg stutt svör. Hver setning var mynd. Við beindum kröft um okkar að andlitunum þannig að hæ-gt væri að lesa af þ-eim tilfinningarnar og fá innsýn í sálina. Fja-rmyndir hefðu aðeins dregið athyglina frá hinum hálei-ta leik Fal- conettis. — Hvernig datt yður í hug að láta hlollvekjuna „Blóð- suguna“ fylgja í kjölfar „Heilagrar Jðhönnu“? — Mér var strítt mikið á þessum tíma. Það þótti ekki nokkru lagi líkt að gera mynd ir, sem enginn hagnaður varð af. Ég hafði samband við Christen Jul, sem bjó þá í London, o-g við komum okk- ur saman um, að við gætum gert kvikmynd eins og þær, sem mest eftirspurn var eft- ir, spennandi sakamálamynd. É-g las 30—40 sakamálasögur og skrifaði hjá mér hugmynd ir, sem notaðar voru í flest- um þeirra. Það kom í ljós að milli 40 og 50 atriði voru eins í öllum bókunum. T.d. opn- uðust hurðir á dularfullan hátt og húnami-r hreyfðust án þess að nokkur kæmi við þá. Að loknum lestri þessara bóka, á-kváðum við að gera kvikmynd, sem fjallaði um blóðsugu, en þær voru þá mjög í tízku. Nú lít ég aðeins á „Blóðsuguna", sem skemmti lega og fróðlega tilraun. — Svo liðu tíu ár þar til þér gerðuð næstu kvikmynd. Skrifuðuð þér eitthvað á þeim tíma? — Það var ekki mikið, ég sneri mér meir að ritstörfum síðar. Þó skrifaði ég handrit að „Maríu Stuart", en það var ekki tímabært að gera mynd eftir því. Næsta kvik- mynd mín var -„Dagur reið- innar“, sem Palladium fram- leiddi. í henni léku nokkrir — Ummæli Framh. af bls. 10. að hitta þá þótt kynnin hafi verið stutt. Þannig man ég yður“. Andi lampans Einar Aaes, leiktjalda- málari, gerði leiktjöldin í „Orðinu“ og „Degi Reið- innar“. Hér á eftir fara ummæli hans: „Ég ætla að segja það, sem mig langar til að segja um Carl Dreyer á líking- armáli. í „Alladin“ eftir Öhlenschláger fær hinn ungi vinur okkar appel- sínu í vefjarhött sinn. — Tækifærið. til þess að starfa með Dreyer, var appelsínan, sem ég fékk ungur í minn vefjarhött. Dreyer er eins og andi lampans. Hann getur töfr- að fram hvað sem er með aðstoð síns ómótstæðilega hugmyndaflugs og opnað augu manna, sýnt þeim nýja heima og hrifið þá ágæti-r leikarar. Myndin gerð ist í 16. aldar umhverfi, sem gaf henni virðulegt, hægt hljómfall, og dauf ljósin, svört fötin og breiðu hvítu kragarnir mörkuðu stefnuna. Myndin var sérstæð og hljóm fallið nýtt. í öðrum kvik- myndum var enn notað hljóm fall þöglu myndanna. — En ma-gnaðasta mynd yðar er „Orðið“. — Hún er mér kærust mynda minna. Hún er á margan hátt gædd þeim eigin leikum, sem mér finnst kvikmynd eiga að hafa. í „Heilagri Jóhönnu" geta nær myndimar virkað sem baggi, þótt leikur Falconettis dragi úr þeim áhrifum. Hinn hægi straumur mynda í „Orðinu“, mynda, sem stundum eru ná- læga-r, stundum fjarlægar, teknar með sömu vél, gæðir toyndina samhengi, sem ég held að hafi verið leikendun- um mikill stuðningur. Þeir gátu starfað óáreittir tímun- um saman meðan við rennd- um kvikmyndavélunum hljóð lega umhverfis þá. Ég tel að flestar hinar svo- kölluðu „nýju bylgjur", sem komið hafa fram í kvikmynda gerð áð undanförnu eigi efti-r að hverfa, en þær hafa haft með sínum töfrandi ákafa. Hann getur fengið mann til þess að gera meira og betur, en hann getur. En hann gerir strangar kröfur og krefst meira af sjálf- um sér en öðrum. Ef ein- hverjum tekst að uppfylla aðeins hluta óskar hans, sendir hann vingjarnlegt, þakklátt augnaráð, en ef ver gengur, milt umber- andi en dapurlegt bros. — Þannig er framkoma heim spekings og mannþekkj- ara.“ Snoðklipping Olaf Us-sing, sem lék Laurentius dómara í „Degi reiðinnar", segir m. a. um Dreyer: „Ég hef aldrei hitt lista- mann, sem er eins frá- bitinn málamiðlunum og Carl Th. 1 eyer. Þegar gert er eins og hann vill, er hann blíður, hógvær og hlédræ-gur. Sé honum mót- mælt eða eitthvað gert öðruvísi en hann vill, um- þýðingu. Mikilvægt er að haldið sé áfram að gera traust ar og veluppbyggðar kvik- myndir, svo að þeir, sem að kvikmyndalist vinna séu und irbúnir, þegar nýr hvirfil- vindur kemur og breytir öllu. Þá er mikilvægast að vera fljótur að aðlaga sig breytingunni. — Og nú verður „Gertrud“ næsta mynd yðar? — Já, ég hlakka til að hefjast handa. Þetta er skemmtilegt verk, sem veitir tækifæri til að fara nýjar leiðir, sálræn kvikmynd um hrífandi konu, sem Nina Pens mun leika. Meðal ann- arra leikenda í myndinni verða Ebbe Rode og Bent Rothe. — Hafið þér fleiri framtíð- aráform? — Það eru ýmis verk, sem mig langar til þess að glíma við t.d. „Brandur", „Ágúst- ljós“, eftir Faulkner og „Sorgin klæðir Elektru“, eftir O’Neill. Ég kysi helzt að Ingrid Bergman og dóttir hennar Pia léku i þeirri mynd. „Ester“ Racins frei-star mín einnig, eða frásögn Gamla Testamentsins af Ester, hún er fallegri. Já, framund- an bíða mörg verkefni. hverfist hann og verður óþekkjanlegur. Nærstadd- ir verða skelfingu lostnir. Þegar við ræddum um Laurentius dómara, sem ég átti að leika í „Degi reiðinnar", sýndi Dreyer mér mynd frá miðöldum af manni með sítt, slétt hár niður á enni. „Svona skuluð þér líta út“, sagði hann. Það var eins og ég gerði honum mikinn h-eið- ur með því að taka að mér hlutverkið. En þegar ég kom til fyrstu upptök- unnar sagði hann reiði- lega: „Eruð þér ekki enn búnir að snoðklippa yður?“ Ég sagði, að ekki hefði verið um það samið, og þá hrópaði hann: „Segið þér mig ljúga?“. Ég sa-gðist vilja fá aukagreiðslu, ef ég léti snoðklippa mig og hann féllst á það og varð hinn ljúfa-sti á ný. Það var ævintýri líkast að vinna með Dreyer og fullur virð- ingar hneigi ég mig fyrir þessum einstaklega elsku- lega manni.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.