Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 15
Sunnudagur 9. febr. 1964 MORGUNBLAÐIÐ X 15 Meiri áhrií smáríkja Jens Boyesen er maður nefnd- ur. Hann er norskur og var á æskuárum sínum einna atkvæða- mestur í frelsishreyfingu Norð- manna á stríðsárunum. Síðar fór hann í utanríkisþjónustuna norsku og er allmörgum íslend- ingum, er saman haft haft við hann að sælda, að góðu kunnur. Nú hefur hann á níunda ár verið fulltrúi lands síns í Atlantshafs- bandalaginu og Efnahagsstofn- uninni í París. Nýlega hefur hann verið kvaddur heim til að verða hægri hönd Halvards Lange utanríkisráðherra. Af því tilefni birti Arbeiderbladet norska viðtal við Boyesen. Blaðið spyr hann eitthvað á þá leið, hvort það veiki ekki stöðu smá- ríkja að taka þátt í stórum sam- tökum eins og Sameinuðu þjóð- unum, Efnahagsstofnuninni og Atlantshafsbandalaginu. Boye- Sen svarar: „Það er mikill misskilningur að halda að þjóðlegt fullveldi smáríkja réni við aðild að alþjóð legum samtökum. Við fáum þvert á móti möguleika til áhrifa, sem við aldrei höfum haft áður. Sameinuðu þjóðirnar eru eins og V ? . < r* 0 Loksins kom snjórinm REYKJAVIKURBREF Laugard. 8. febrúar Efnahagsstofnunin og Atlants- hafsbandalagið á marga vegu vettvangur litlu landanna. í fyrsta lagi fáum við mögu- leika til að fylgjast betur með en lítil lönd gætu ella gert. Við fáum betri möguleika til að koma sjónarmiðum okkar að gagnvart stórveldunum á vettvangi, þar sem við stöndum ekki einir. Inn- sn samtakanna skapast sam- starfsandi, sem leiðir til þess að löndin hafa ekki áhrif eingöngu miðað við mátt sinn“. í sjálfu sér er það engin nýj- ung, sem Boyesen hér segir. Hann staðfestir af langri reynslu það, sem íslendingar glöggt þekkja. Öruggt er, að án þátt- töku okkar í Atlantshafsbanda- laginu mundi landhelgisdeilunni ekki hafa lyktað eins farsællega ög raun ber vitni. Atlantshafsbanda- lagið forsenda fyrir bata Síðan spyr blaðið, hvort spenna í alþjóðamálum muni halda áfram að minnka nema hinir andstæðu hópar eyðist og því beri að draga úr áhrifum At- lantshafsbandalagsins. Boyesen Svarar þessu svo: „Ég er eindregið sannfærður um að öryggissamvinnan inhan Atlantshafsbandalagsins er mjög þýðingarmikill þáttur einmitt í því að spennan haldi áfram að minnka. í hinni stórpólitísku spennu, sem verið hefur og enn er fyrir hendi í ríkum mæli, er það báðum aðilum til góðs, að ekki verði nein róttæk umskipti í öryggissamstarfinu, sem stofn- að hefur verið til innan Atlants- hafsbandalagsins. Hinn aðilinn má ekki missa þýðingarmikla hvöt til að eyða spennunni, vegna þess að ósamlyndi í Atlantshafs- bandalaginu leiði til raunveru- legrar sundrungar.“ Þarna víkur Boyesen að úr- elitaatriði í samstarfi lýðræðis- þjóðanna. Styrkleiki þeirra og samheldni er ein helzta hvöt So- vétstjórnarinnar til friðsamlegr- ar sambúðar. Ef sú hvöt væri ekki lengur fyrir hendi, gætu við horfin breytzt áður en varir. Betri friðarhorfur eru ekki sízt að þakka Atlantshafsbandalag- inu. Veiklun þess gæti áður en varir orðið til að aftur sækti í sama horf. Þessi auðsæju sann- indi þurfum við íslendingar jafnt sem aðrir að skilja og fylgja þeim eftir í framkvæmd. Þá meg um við ekki einungis ætlast til alls af öðrum, heldur sýna í verki, að við teljum það nokkurs virði, að friður haldist í heim- inum. Stórmenni eða stórbokki? Einmitt vegna nauðsynjarinn- ar á áframhaldandi samstarfi hlýtur framferði de Gaulle að valda vaxandi efasemdum. Eng- inn efi er á, að hann er með merkilegustu mönnum okkar samtíðar. Enn er þó ekki úr því skorið, hvort hann verður frem- ur talinn stórmenni eða stór- bokki. Hann ætlar Frakklandi mikinn hlut, meiri en þann, sem flestir telja samsvara mætti þess. Hann lítur og stórt á sjálfan sig, bæði sem mann og þjóðhöfðingja Frakklands. En víst sýnist það heyra til annarri öld þegar full- yrt er, að viðurkenning hans á kommúnistastjórninni í Kína sé gerð nú og með ögrandi hætti gegn Bandaríkjunum, vegna þess að Johnson Bandaríkjaforseti hef ur hvorki viljað heimsækja hann, de Gaulle, í París né ann- ars staðar á frönsku yfirráða- svæði. Þeir, sem gott vilja úr öllu gera, segja, . að auðvitað hefði de Gaulle engu að síður viðurkennt Pekingstjórnina, en játa, að hann hafi valið til þess annan tíma og annan hátt en orðið hefði, ef hinn nýi Banda- ríkjaforseti hefði beygt sig fyrir dutlungum hans. Nóg er af erfið- leikum, þó að menn búi þá ekki til með þessum hætti. Hvað sem menn segja um málefnaágrein- inginn milli de Gaulle og Banda- ríkjamanna og raunar allra bandamanna hans í Vestur- Evrópu, þá er það ljóst, að per- sónuleg viðkvæmni og löngun til að sýna sig ekki minni mann en einhver annar, hlýtur að verka truflandi og hindra eðlilega laúsn ágreiningsefna. Samstarf, - en með hver jum hætti? Á meðan allir eru sammála um allt, er lítill vandi að hafa sam- starf. Vandinn er hvernig þeir, sem eru á öndverðum meiði, geti þó haft nauðsynlegt samstarf eða a.m.k. samráð sín í milli. Von- andi er það liðin saga, sem aldrei endurtekur sig, að íslenzkur stjórnandi hrósi sér af því að hafa sett nær helming þjóðar- innar til hHðar. Stjórnarandstæð ingar eiga fullan rétt á að hæfi- legt tillit sé til þeirra tekið, enda á enginn einstaklingur, hópur eða flokkur einkarétt á því að sjá allt rétt. Við Alþingiskosn- ingar er hinsvegar skorið úr um það, hverjir eigi að stjórna. Þeir, sem til þess hljóta fylgi og taka það að sér, hafa ekki einungis til þess rétt, heldur og skyldu. Á þeim hvílir ábyrgðin. Undan henni sleppa þeir ekki meðan þeir eru í stjórn. Það er ein helzta skylda ríkis- stjórnar að undirbúa mál og leggja fram tillögur í þeim. Það hlýtur að fara eftir mati stjórn- ar hverju sinni, hvenær hún hef- ur samráð við aðra um máls- meðferð og tillögur sínar. Fyrst og fremst ber henni eðli málsins samkvæmt að hafa samráð við sína eigin stuðningsmenn, en oft er eðlilegt að hafa einnig samráð við andstæðingana á meðan mál eru á undirbúningsstigi. Þeir mega hinsvegar aldrei ætlast til þess, að stjórnin feli þeim að taka ákvarðanir fyrir sig. Allra hlálegast er, þegar kröfur um slíkt eru bornar fram af þeim, sem í öðru orðinu bera ríkisstjórn inni á brýn ódrengskap og lýsa því yfir, að engar sáttir séu fáan- legar, ef stjórnin fylgi eftir óhjá- kvæmilegum nauðsynjamálum. í umræðum á Alþingi á dögunum lýsti einn Framsóknarmaður frumvarpinu um söluskatt svo, að með því væri verið að vega að vopnlausum manni, og annar sagði, að engar sáttir gætu kom- ist á, ef frumvarp þetta yrði sam þykkt. Samtímis þykjast þessir sömu menn svo alveg steinhissa á að stjórnarflokkarnir skuli ekki vilja kveðja fulltrúa flokks ‘þeirra í einskonar yfirríkisstjórn til að semja stjórnarfrumvörp um hin vandasömu málefni! Fiskverð til sjó- marma og útgerð- armanna Samstarfsvilja og heilindi stjórnarandstæðinga má m. a. marka af afstöðu þeirra til ákvörðunar fiskverðs til handa sjómönnum og útgerðarmönnum. Á meðan stóð á launadeilum fyr- ir áramót fór ekki mikið fyrir því að þeir bentu á hverjar af- leiðingar kauphækkanir í landi hlytu að hafa fyrir sjómenn og útgerðarmenn. Auðvitað vissu stjórnarandstæðingar þá fullvel, að eftir gildandi lögum hlutu þessar hækkanir að leiða til lækkunar á fiskverði; því meiri lækkunar sem hækkanirnar landi yrðu meiri. í stað þess að gera heiðarlega grein fyrir þessu tóku kommúnistar þann kost að ráðast á fiskverðsákvörðunina og forseti Alþýðusambandsins lét sér m.a.s. sæma að halda því fram á Alþingi, að hún hefði ver- ið gerð að fyrirlagi ríkisstjórn- arinnar. Oddamaðurinn, sem með úrskurði sínum skapaði meiri- hluta í yfirnefnd, fór að sjálf- sögðu eftir beztu vitund og sett- um lagareglum, enda dómkvadd- ur af Hæstarétti til þess að vera sjálfstæður og óháðar í starfi. Uppistaðan í blekkingarvefnum var vonin um að almenningur átt aði sig ekki á gerólíkum laga- fyrirmælum um ákvörðun verðs landsbúnaðarvara og fiskverð. Hækkun óbjákvæmileg Fiskverðið á að miða við út- flutningsverð vörunnar en land- búnaðarverðið við það, að bænd- ur hafi sambærilegar tekjur við aðrar stéttir. Þess vegna hlutu hækkanirnar fyrir áramót að leiða til þess, að hlutur sjó manna og útgerðarrpanna hefði orðið rýrari en annarra, ef ekki var að gert. Á þetta var þá þegar bent af hálfu ríkisstjórnarinnar, þó að stjórnarandstæðingar héldu því þá ekki á lofti. Þegar verðákvörðunin lá fyrir, taldi ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar óhjákvæmilegt að bæta hlut sjómanna og útvegsmanna, svo að ekki væri á þá hallað. Þetta var nauðsynlegt til að halda jafnræði. Hinsvegar má segja, að rökréttara hefði verið að láta sitja við gildandi ákvæði, eins og fyrir jól var að skilja á stjórnarandstæðingum, vegna þess að auðvitað geta kauphækk- anir ekki orðið, nema þær komi niður á einhverjum. Þegar til átti að taka sannfærðust allir um, að ekki væri sanngjarnt að láta hækkanirnar nú lenda á sjómönnum og útvegsmönnum. Þá var ekki annar kostur fyrir hendi en að taka upp bætur handa þeim úr almannasjóði. Enn kom á daginn, að almennar hækkanir hljóta að leiða til þess, að hækkanirnar éta sig sjálfar upp, ef kom á í veg fyrir stöðvun og glundroða. Stórvirkjanir - stórmál S.l. miðvikudag lýsti Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra, nokkuð undirbúningi þriggja stórmála: Nýrri stórvirkjun væntanlega í Þjórsá og hugsan- legri alúminíumvinnslu í sam- bandi við hana og byggingu olíu- hreinsunarstöðvar. Vitað er, að fjórða stórframkvæmdin, kísil- gúrvinnsla úr Mývatni, er einnig undirbúningi og mun væntan- lega koma til ákvörðunar Alþing is áður en langt um líður. Hin málin eru komin skemmra áleið- og þó svo langt, að öllum má vera ljóst, að hér er um að ræða óvenjulegar stórframkvæmdir á íslenzkan mælikvarða. Þessar framkvæmdir eru allar með þeim hætti, að erfitt er að hrinda þeim áleiðis nema með meira eða minna samstarfi við erlenda aðila. Ekki einungis vegna þess, að þær eru fjárfrekar, þótt þar sé raunar mjög mikill munur á, heldur og vegna þess, að á þarf að halda tæknikunnáttu og varð- andi kísilgúrinn sölusamböndum erlendis, sem við enn ráðum ekki yfir. Jóhann Hafstein lagði áherzlu á, að um þessi stórmál væri æski legt sem víðtækast samstarf og að sjálfsögðu mundu engar ákvarðanir um stórvirkjun né alúminíumvinnslu verða teknar nema með samþykki Alþingis. Því var þá haldið fram af hálfu stjórnarandstæðinga, að þingið ætti sem allra fyrst að fá málin í sínar hendur. Víst er æskilegt, að það geti orðið sem allra fyrst. En hér sem ella verður stjórnin að búa málin í hendur Alþingis og meta, hvenær tímabært er að hafa samráð við stjórnarandstæð inga. Samstarf við erlemla aðila Stjórnarandstæðingar mega eiga það, að á Alþingi báru þeir ekki fram neina gagnrýni á und- irbúning þessara stórmála. Þess var þó ekki lengi að biða, að þeir reyndu að gera tortryggilegt sam starf við erlenda aðila um þessi efni. Þess vegna er fróðlegt að kynna sér reynslu Norðmanna um slíkt samstarf. Frá henni er skýrt í greinargerð norska iðn- aðarmálaráðuneytisins til Stór- þingsins, sem dagsett er hinn 29. nóvember s.l. Hún fjallar um eign erlendra aðila í norskum iðn aði. Þar er m. a. vitnað í svo- hljóðandi yfirlýsingu norsku stjórnarinnar í framkvæmdaætl- uninni 1962—1965: „Ríkisstjórnin miðar að því að örfa erlend fyrirtæki og beina fjárfestingu þeirra í greinum þar sem Noregur hefur ekki mögu- leika til að byggja upp sjálf- stæða framleiðslu. Þetta mundi hafa sérstaklega mikla þýðingu þegar norskur iðnaður aflar sér samtímis nýrra framleiðsluað- ferða, nýrrar tækni og nýs rann- sóknarárangurs. Einnig getur er- lend aðild verið æskileg til þess að tryggja sölu framleiðslunnar eða öflun erleidrar efnisvöru og hálfunninnar vöru.“ I beinu framhaldi þessa er rætt Framh. á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.