Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ ! Sunriudagur 9. fe'br. 1964 Hannes Hafstein og Benedikt Sveinsson — Lítil ábending EKKI skal ég blanda mér í deilur um bók Kristjáns Alberts- sonar um Hannes Hafstein. En dr. Benjamín Eiríksson hafir skrifað mjög langa grein um þessa bók í Morgunblaðið. Mun það vera ítrekun á mál- flutningi á stúdentafundi. Þetta gefur tilefni til þess að víkja að einu atriði aðeins, sem ekki má kyrrt liggja. f grein dr. Benjamíns, sem hann kallar „ófullkomin sagn- ritun“, skrifar hann langan kafla um Benedikt Sveinsson, sýslu- mann. Telur, að Kristján Alberts son fari skilningslausum hönd- um um hann í æfisögu Hannes- ar. Kristján svari fyrir sig. Ann- að er hitt, að það fer sem rauð- ur þráður uim skrif dr. Benja- míns, að Hannes Hafstein hafi hvorki skilið Benedi'kt né bar- áttu hans og það, sem verra er, litið á hann sem „ólánsiboða" í íslenzkuan stjórnmálum, eða allt að því. Þetta verður að leiðréttast. Dr. Benjamíni má virða það til vorkunnar að hann er ekki humoristi. Þess vegna skilur hann ekki kvæði 24 ára gamals stúdents, Hannesar Hafstein, „Morgun á Þingvölluim“, sem orkt er þegar einn af mörgum Þingvallafundum skyldi haldinn og var haldinn árið 1885 þó að fundarsetning drægist fram yfir hádegi. En „ólánsiboðinn“, sem dr. Benjamín vitnar til í kæsknis kvæði Hannesar á ekki við einn öðrum fremur af „fundarhetj- unum“ þennan dag né aðra daga, er ýmsum ungum rea- listiskum - skáldum og jafnvel óbreyttum borgurum hefir fyrr og síðar fundist haldnir meiri mærð en hinu, sem raunhæft er. Yerður þó seint vitað, hvað er realismi eða rómantík í póli- tík. Hvernig Hannes Hafstein mat og skildi Benedikt Sveinsson, sýslumann, og baráttu hans, má bezt marka af orðum hans sjálfs, sem í alvöru eru mælt. Kópavogur SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópa- vogs heldur almennar fund í Sjálfstæðishúsinu, Brautarholti 6 í Kópavogi þriðjudaginn 11. febxúar kl. 8.30. Raeðumaður Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðherra. Dr. Benjamín Eiriksson segir, að ógoldin sé sú skuld við minn- ingu Benedikts Sveinssonar að reisa honum minnisvarða. Fyrir sitt leyti hefur Hannes Hafstein gert það með eftirfarandi minn- ingarljóði um Benedikt Sveins- son, og talar nú Hannes sjálfur og þarf ekki við útleggingar hag- fræðings: BENEDIKT SVEINSSON Vöknar auga íslending, autt er skarð á þingi. Kvaddur er á æðra þing aldinn þinghöfðingi. Hjartað varma er hætt að slá, hljóðnuð röddin mæra hans, sem trúðj heitast á heiður landsins kæra. Fyrir ættjörð hrærðist heitt •hjartablóðið rauða. Orð og hugur hans er eitt, hann var trúr til dauða. Sterkur enn, með hjör í hönd, hann í val er fallinn. Meðan blakti’ í brjósti önd, bugaðist ekki kallinn. Huginn buga hvorki vann harðfeng sótt né elli. Fram til bana barðist hann. Brjánn féll, en hélt velli. Þar má ísland minnast manns, munið hann, fljóð og sveinar. Standa munu á haugi hans háir bautasteinar. Ei var lífið ætíð bjart, ýmsir harrnar sviðu. Hverfult lán og margt og margt mæddi í lífsins iðu. Hvíldu þig nú ljúft og létt, lands þíns réttarvörður. Faðmi þig nú fast og þétt fósturlandsins svörður. Hafðu þökk og hjartans mál, hug og þrek og vilja. Gleðji nú Drottinn góða sál, gefi oss rétt að skilja. Hetju, sem er hnigin þar, hylji bautasteinar. Hinzta orð hans eggjan var. — Enn er vígljóst, sveinar. Hannes Hafstein. J. H. Anton V. Halldórsson Kveðja HVE ótrúlega erum við ekki öll óviðbúin manninum með ljáinn? Jafnvel þó okkur sé þau sann- indi jafn ljós, að eitt sinn skal hver deyja og morgundagurinn rennur upp. Ætli það hafi ekki verið jafn fjarri mér og Antoni V. Halldórs- syni er við ræddumst við á laug- ardaginn var, að innan sólar- hrings væri hann allur? Hrædd- ur er ég um að kveðjurnar hefðu orðið á annan veg og sannarlega hefði ég óskað þess, að fá að þakka Antoni allt það sem hann heur verið starfsfólki Lands- bankans og Seðlabankans um árabil í lifanda lífi. Hvað um það, Anton er allur og vil ég því kveðja hann, þótt mig skorti orð til að tjá trega minn og söknuð. Anton Valgeir Halldórsson var fæddur í Bráðræði í Reykjavík 31. maí 1902. — Foreldrar hans voru Þuríður Magnúsdóttir og Halldór Jónsson. Tveggja ára gamall varð hann fyrir þeirri stóru sorg að missa móður sína og fluttist austur í Þorlákshöfn og Eyrarbakka til vandafólks síns og ólst upp með þeim austur þar, æsku- og unglingsárin. Um Anton er það sama að segja og um fjöldan allan í þann tíð, að möguleikar til menntun- ar umfram barnaskólanám voru afar litlir. Með hjálp góðra manna brauzt hann í að sigla til Danmerkur og fara í hinn kunna Askow-lýðskóla sem er mörgum íslendingum' að góðu kunnur. Anton sagði oft á góðra vina fundum, hvað ætli að það séu margir í dag sem myndu leggja upp í námsferðalag til Danmerk- ur með nokkra leskafla í dönsku sem undirstöðu. Antoni farnaðist vel í Danmörku og áður en heim var komið hafði hann lokið prófi í matreiðslu frá einum þekktasta matreiðsluskóla í Kaupmanna- höfn með ágætum vitnisburði. Frá þessum árum átti hann margar hugljúfar endurminning- ar og var unun að fylgja honum á gleðistund er hann fór í hug- anum yfir lífssögu og atburði Kaupmannahafnaráranna. Þegar heim var komið biðu hans margvíslegustu störf, en hugur hans stóð til matreiðslu- starfa. Næstu árin dvelst hann ýmist á sjó eða landi við þessi störf, eða þar til hann ræðst til matreiðslustarfa að Litla-Hrauni og var þar nær 17 ár. Hinn 12. marz 1947 réðist hann í þjónustu Landsbanka íslands og starfaði þar til yfir lauk. Starfssvið hans í Landsbankanum og Seðlabank- anum var margskonar umsjónar- störf og þar með umsjón með mötuneyti starfsfólksins. Anton valdi sér að lífsföru- naut Jónínu Kristínu Gunnars- dóttur er lifir mann sinn. Hjóna- band þeirra var farsælt og byggð ist á ást og gagnkvæmum trún- Framhald á 19. síðu. íslenzkir Beatles Eg heyrði í útvarpinu, að við hefðum eignazt okkar íslenzku Beatles. Það var ekki ónýtt. Annars hef ég verið að velta því fyrir mér hvað væri svona hrífandi í söng þessara brezku pilta, því ekki hefur maður komizt hjá því að heyra í þeim í útvarpinu. En ég hef ekki komizt að neinni niðurstöðu. Og ég hef spurt ungt fólk, hvers vegna Beatles væru svona skemmtilegir. „Beatles?, Beatles? — þeir eru svaka skemmtilegir“, sagði einn, en hann gat ekki gert frekari gre'in fyrir skoðun sinni fremur en aðrir. Hins vegar rakst ég inn í skóbúð á Laugaveginum í vik unni og sá þar einn af þessum íslenzku Beatles, með stúlkna- hár. Unga fólkið í búðinni starði svo hugfangið á hann og var svo gagntekið að það hefði mátt heyra saumnál detta í búð inni enda þótt þar væri margt um manninn. Miðaldra pabbi kom inn í búðina í fylgd með dóttur sinni 14—15 ára. Þegar hann kom auga á Beatle fyrir innan búðarborðið rak hann upp skellhlátur en unga stúlk- an staxði í dáleiðslu á stúlkna- hár piltsins. Það var greinilegt, að pabbinn var vel heima í mál inu. Við verðum víst að afgreiða þetta sem hverja aðra vitleysu, sem grípur mannfólkið. Enginn er óhultur. Og versta vitleysan er e.t.v. ekki sú að láta hár sitt vaxa og skrækja út í loftið eins og þeir brezku. Meinlaus misskilningur Nýjungagirnin, þetta tízku- afl — er svo sterkt í þorra fólks að það er bókstaflega hægt að gera allt að góðri og gildri vöru. Það verður t.d. fróðlegt að vita hvernig loftvogin hreyfð ist núna eftir allar tízkusýning arnar í París. Mér skilst á erlendu blöðun um, að tízkukóngarnir hafi mestu skömm á þessum háu stígvélum, sem kvenfólkið geng ur í. Eg sá haft eftir einum kónganna, að allt þetta stígvéla æði hefðí verið helber mis- skilningur. Stígvélin hefðu ver ið ætluð konum í síðbuxum, en ekki við kápur og kjóla. En það má auðvitað segja, að þetta sé meinlaus misskilningur. Verra gæti það verið. Til dæmis, ef einhver tízkufrömuðurinn hefði tekið upp á því að láta sýn- ingarstúlkur sínar vera berfætt ar. Eg er alveg viss um að kven þjóðin hefði ekki látið segja sér það tvisvar — að ganga berfætt í eitt ár eða svo, ef það hefði verið flokkað undir nýj- ustu tízku. Hvað um aðra vegi? Nú. í vetrarumhleypingunum er mikið talað um misjafna færð á vegum. Færð spillist hér vegur lokast þar — segja blöð in. En hvað er þetta hér og þar? Jú — nágrenni Reykjavíkur annars vegar — og Akureyrar hins vegar. Fréttir blaða og út varps bera ekki með sér, að vegir séu annars staðar á ís- landi en hér í nágrenni höfuð- staðarins — og svo í Eyjafirði. Verkstjóri vegagerðarinnar á Akureyri og Surtur keppa um fyrsta sætið í fréttum útvarps- ins. Þegar útvarpið segir, að Surtur hafi hækkað raustina, hef ég á tilfinningunni að veg-i geriðn fyrir norðan leggist á bæn og biðji um stórhríð til þess að geta sagt enn stærr fréttir. Hvernig líður vegaverkstjór um á öðrum stöðum á landinu? Eru þeir fenntir inni? Reykingar bannaðar Fullyrt er, að sígarettusala hafi dregizt saman í Reykjavík eftir að bandaríska sérfræðinga skýrslan var birt. Margir hætta að reykja, aðrir snúa sér að vindlum eða pípu. Mér finnst alltaf hálf kúnstugt að sjá kon ur reykja pípu — og finnst, að þær gætu alveg eins tekið í nefið. Og þær mundu sjálfsagt byrja, ef St. Laurent sendi frá sér einhverja tízku-tóbaksvasa klúta. En hvað um það. Reykingar virðast vera að minnka — og það er gott. Eg heyrði, að skóla stjóri eins unglingaskóla í ná- grenni Reykjavíkur hefði til- kynnt nemendum, að sá, sem staðinn yrði að reykingum i skólanum eða á skólalóðinni yrði umsvifalaust rekinn úr skóla. Þar yrði engin miskunn sýnd — og þýddi ekkert að senda pabba eða mömmu til að biðja um gott veður. Þetta ættu fleiri skólastjórar að gera. 1 ill1 & ÞURRHLÖÐUR ERL ENDINUARBEZXAR BRÆÐURNIR ORMSSON hí. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.