Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. febr. 1964 ÍJtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aða.lstræti 6. Auglýsingar og afgreíðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. THE MAGAZINE FOR MEN HAGURINN GAGN- VART ÚTLÖNDUM Itleginárangur viðreisnarinn •*•»■■■ ar er sem kunnugt er sá, að íslendingar eiga nú veru- lega gjaldeyrisvarasjóði í stað þess að hreint neyðarástand var í gjaldeyrismálum þjóð- arinnar, þegar Viðreisnar- stjórnin tók við. Vegna þenslunnar á síðasta ári óttuðust menn að ganga mundi á varasjóðina, en sem betur fer er staðan gagnvart útlöndum enn góð og hefur ekki versnað eins og við var búizt. Þannig batnaði gjaldeyris- staða bankanna á sl. ári um 161 millj. kr., en það segir þó ekki alla söguna, heldur er það fyrst og fremst viðskipta- jöfnuðurinn sem máli skiptir. Enn hefur viðskiptajöfnuð- urinn ekki verið reiknaður út, en hinsvegar hefur vöru- skiptajöfnuðurinn verið gerð- ur upp. Hann er ætíð óhag- stæðari en viðskiptajöfnuður- inn, þar sem duldar greiðslur eru þá ekki fram komnar. Engu að síður er þegar ljóst, að viðskipti okkar við útlönd hafa á síðasta ári verið hagstæðari en við hugðum. Vöruskiptajöfnuðurinn er að vísu talinn óhagstæður um 670 millj. kr., en þess er þá að gæta, að þar er miðað við út- flutning á fob-verði, en inn- flutning á cif-verði. En ef hvorttveggja er reiknað á sama grundvelli verður vöru- skiptajöfnuðurinn aðeins ó- hagstæður um 280 millj. Á árinu 1963 voru flutt inn skip og flugvélar fyrir 380 millj. kr. og væri vöruskipta- jöfnuðurinn því hagstæður um 100 millj. kr., ef frá eru dregin skipa- og flugvéla- kaupin og inn- og útflutning- ur reiknaður á sama grund- vellh MÁ EKKI VERSNA Drýna hauðsyn ber til að " haga efnahagsmálum þjóðarinnar þannig, að árang ur sá, sem náðst hefur í gjald eyrismálunum, glatist ekki, Á honum byggist frjálsræði í viðskiptum og hin aukna hag- sæld, sem því er samfara. Kauphækkanirnar í des- ember ollu því sem kunnugt er, að útflutningsframleiðsl- unni var ofboðið og óhjá- kvæmilegt varð því að gera gagnráðstafanir, ef fiskiðnað- urinn átti ekki að dragast sam an og gjaldeyrissjóðum lands manna þar með að vera hætt. Hugsanlegt hefði verið að fella gengi krónunnar eins og gert var 1961, en munurinn nú og þá er sá, að 1961 áttum við enn ekki nægilega gjald- eyrisvarasjóði og þess vegna var ekki um annað að gera en fella gengið, svo að áfram væri hægt að safna gjaldeyri, en nú eigum við gilda sjóði, svo að ekki á að þurfa að ótt- ast, að viðskiptafrelsið sé í hættu, eða grípa þurfi til nýrra innflutnings- eða gjald- eyrishafta. Þótt ráðstafanir þær, sem gerðar hafa verið í efnahags- málum vegna hinna óhóflegu kauphækkana, séu hvimleið- ar, er þannig engin ástæða til að óttast, að þær leiði til sama ! vandræðaástandsins og hér var á uppbótatímanum, ef ekki er farið lengra inn á styrki við útflutningsfram- leiðsluna, en nú er orðið. AKUREYRI OG ALÚMINÍUM 'T’alið er hagkvæmast, að hin fyrirhugaða alúminíum- bræðsla rísi í námunda við Reykjavík, en samt eru gerð- ar víðtækar athuganir á því, hvort unnt reyndist að byggja verksmiðjuna heldur við Eyjafjörð. Háspennuþráður frá Búr- felli norður til Akureyrar mundi hafa mikla þýðingu, en fyrst og fremst mundi bygging stórs iðjuvers þar hafa veruleg áhrif á byggð- ina. Éf alúminíumverksmiðja rís á Akureyri eða í námunda við hana styrkist höfuðborg Norðurlands mjög og getur betur keppt við Reykjavík. Bygging þessa stórfyrir- tækis á Akureyri mundi verða áhrifaríkasta ráðstöfun til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, því að allt Norðurland mundi njóta góðs af því, ef Akureyri yxi veru- lega. Morgunblaðið telur því, að rétt sé að taka á sig verulegar fjárhagsbyrðar til þess að stuðla að því að verksmiðjan verði byggð á Akureyri, frem ur en við Faxaflóa. Fly to Europe with the stewardess of your choice (below). On the way, read p.4ð 1 Ettíe Housman, El Al 2 Eliane Gottiieb, Air Franc* 3 Nicole Savoye, Air France 4 Zarine Vakil, Air India 5 Pushpa Nargolwala, Air India 6 Krishna Mahtani, Air India 7 Nily Eisner, El Al 9 Runa Brynjoifsdottir, lceiandic dur HauVsdottir, lcelandic 17 Joan Honold.TWA telania Gudmundsdotlir,lcelandic 19 K3rin Krahmer, Lufthanse Jill Wollf, BOAC Helen D’Aquino, BOAC Sherry Wing, BOAC Albedina Castellani, Alitalia Maria Monteforte, Alitalia 19 Lillian Frizzole, PanAmerican 20 May Yasuda, Pan American 21 Jill Edwards, SAS 22 Carlotta Gunther, Alitalia 23 Rose Marie Maisonet, Iberia 25 Patricia Price.TWA 26 Bonnie Friesth.TWA 27 Helga Schenk, Lufthansa * 28 Barbara Brennan, Pan Amer'can 29 Karin Weber, Pan American 30 Anita Appelgren, SAS 31 Irene Hval, SAS 32 Sheila Hansen, Irish intl. Aitlines 33 Una Madden, Irish intl. Airllnet 34 The'rése Maton, Sabena 35 Daniéle Vuylsteke, Sabenn 36 Karin Steidle, Lufthansa 37 Barbara Keller, Qantas 38 AnnetteCarswell, Pan Amerlcðft 39 Doris Hegnauer, Swissair ’ 40 Marlen Menzi, Swissair Þrjár íslenzkar af f jörutíu Á FORSÍÐU febrúarheftis banda ríska tímaritsins „Esquire“ er mynd af fjörutíu flugfreyjum. Vinna þær allar hjá flugfélög- um, sem hafa flugför í ferðum milli gamla og nýja heimsins. Meðal hinna fjörutíu flugjöm- frúa eru þrjár íslenzkar, þær Rúna Brynjólfsdóttir, Hildur Hauksdóttir og Stefanía Guð- mundsdóttir, sem merktar eru nr. 8, 9 og 10 á myndinni. Forsíðumyndin er birt í tilefni greinar inni í timaritinu, sem hefur margar ráðleggingar að geyma handa bandariskum ferða mönnum, sem hyggjast heim- sækja „The Bad Old World“, — gamla, vonda heiminn; þ. «, Evrópu, á sumri komanda. — Vélskólirm Framh. af .bls. 2 þrjár — vélasalur, þar sem dísil- vélar og eimvélar verða í gangi, rafmagnsæfingasalur og rann- sóknarstofa. Munu nemendur veita gestum allar upplýsingar um tæki og vélar deildanna. • Kl. 14—17 verða veitinga- salir skólans opnir og gefst mönn um þá tækifæri til að drekka kaffisopa í kunningjahópi. • Kl. 17 verður settur hátíð- arfundur í samkomusal Sjó- mannaskólans. Verða þar flutt ávörp og afhentar heiðursgjafir — silfurbikar, er kennarar af- henda einum nemanda í viður- kenningarskyni og steypt málm- skrúfa á fæti, er nemendur af- henda einum kennara sínum í sama máta. • Þennan fund eru eldri og yngri nemendur skólans hvattir til að sækja ásamt fjölskyldum þeirra, svo og aðrir, sem tengsl hafa eða hafa haft við skólann. Aðgang að kynningarstarfsem- inni og kaffidrykkjunni hafa allir velunnarar skólans. • Kl. 19 hefst hóf að Hótel Sögu. • Þriðji „Skrúfudagurinn** Skólastjóri Vélskólans, Gunn ar Bjarnason, boðaði blaðamenn til fundar í húsakynnum skólans í vikunni. Sagði hann þá frá til- högun „Skrúfudagsins" og skýrði jafnframt frá ýmsum þáttum í starfi skólans. „Skrúfudagurinn“ var fyrst haldinn hátíðlegur fyrir tveimur árum og er nú haldinn í þriðja sinn. Undirbúning annast svo- nefnt „Skrúfuráð“, sem skipað er tíu mönnum. Formaður skóla- félagsins er sjálfkjörinn formað- ur ráðsins og er nú Rafnar Sig- urðsson. Tveir menn eru kjörnir úr hverjum bekk skólans og tveir úr hópi eldri nemenda. Loks er einn maður skipaður úr stjórn sjóðs, sem á aðild að kostn aði við hátíðahöldin. • Nemendafæðin alvarlegt vandamál í Vélskólanum eru nú 60 nemendur, en skólinn gæti hæg- lega tekið við helmingi fleiri nemendum, að sögn skólastjóra. Sagði hann of fáa nemendur helzta vandamál skólans. Nú þeg ar væri mikill skortur á vél- menntuðum mönnum í landinu og raunar alvarlegt ástand fram- undan í þeim efnum, ef ekki yrði úr bætt hið bráðasta. í Vélstjóra- félagi íslands eru nú 593 starf- andi félagar. Þar af eru 251 vélstjóri á skipum, 50 starf- andi í rafstöðvum, 38 hafa með höndum vélaeftirlit og véla- verzlun, 55 vinna við ýmis konar iðnað og 38 eru í framhaldsnámi, Það hamlar einkum nemenda- fjölgun í Vélskólanum, að nemar .komast ekki í vélsmiðjur. Til þess að fá innritun í skólann þarí nemandi að hafa unnið í vél- smiðju í fjögur ár. Skólinn sjálf- ur tekur síðan þrjú ár, þannig að hér er um alllangt nám að ræða. Sagði skólastjóri, að þetta fyrir- komulag væri mjög óheppilegt, smiðjurnar þyrftu að geta tekið a.m.k. 40 nemum fleiri en þær hefðu þörf fyrir. Hinsvegar væri þeim mikil þörf á útlærðum mönnum. Bæri því að stefna að því, að Vélskólinn hefði sína eig- in smiðju og gæti tekið inn i skólann þá nemendur, sem hann rúmaði. Þá sagði hann æskilegt, að vélstjórar fengju iðnréttindi til jafns við vélvirkja, að náminu loknu, þar sem þeir hefðu sízt minni menntun. Og síðast en ekki sízt taldi skólastjóri nauð- syn bera til að bæta afkomu þeirra vélstjóra, er á sjóinn færu, miðað við þá er í landi ynnu, þar eð aðstaða þeirra væri harla misjöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.