Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. febr. 1964 20 þús. nemendur frá 13 tíl 69 ára Námsflokkar Reykjavikur 25 ára NÁMSFLOKKAR Reykjavíkur Kafa starfað í 25 ár, hófu starf- semi sína 10. febrúar 1939. Var Ágústi Sigurðssyni þá falið að veita þeim forstöðu, sem hann hefur gert síðan. Skipulagði hann námsflokkana eins og þeir eru enn í dag. Fram að þessu hefur sérstöfc forstöðunefnd séð um starfsemi námsflokkanna, en nú hefur verið ákveðið að þeir falli undir fræðsluráð Reykjavíkur. í gær áttu blaðamenn tal við Jónas B. Jónsson, fræðslustjóra og Ágúst Sigurðsson, skólastjóra í tilefni af þessu. Ágúst skýrði frá starfsemi námsflokkanna, en þá hafa frá upphafi sótt um 20 þús. nemend- ur. Árið 1939 innrituðust 84, en síðan 1957 hafa alltaf verið yfir 1000 nemendur á ári. Þeir sem sækja um námsvist ákveða í rauninni hvað kennt er, því flokkar eru stofnaðir um ieið og nægileg þátttaka fæst. Nú í vet- ur eru kenndar 28 námsgreinar og eru flokkarnir 67 talsins. Lang mest þátttaka hefur frá upphafi verið í enskunámi og þar sem hægt er að veita meiri framihalds kennslu eftir því sem flokkurinn stækkar er nú 6 ára samfellt enskunám. Nýjustu flokikarnir eru foreldrafræðsla, sem tekin var upp fyrir tveimur árum, og leikhúskynning, sem byrjað var á í vetur. Hið síðarnefnda miðast við að aðstoða leikhúsgesti við að njóta leiklistar og skilja það sem fram fer á leiksviðinu. En með foreldrafræðslu gefst foreldrun- um kostur á að kynnast sérfræði legri meðferð uppeldismála og er kennsla í samtölum, auik þess sem sálfræðingur tekur nám- skeið í barnasálarfræði. Á tíma- bili var mikil aðsókn að föndur- kennslu, en nú hefur dregið úr því aftur, þar eð svo mörg fé- lög hafa tekið hana upp. Fékk nýja stöðu eftir vetrarnám. Ágúst sagði að nemendur, sem sótt hafa Námsflokka Reykjavík ur sóu á aldrinum 13—69 ára. Sem dæmi um nemendur og námsáhuga sagði skólastjórinn frá skrifstofumanni um fimmtugt sem var vel metinn hjá fyrirtæki sínu og langaði til að sækja um verzlunarstjórastarf er hann vissi að stofnað yrði til áður en árið væri liðið. En hann kunni etoki bókfærslu, sem var nauðsynleg. Um veturinn stundaði hann svo nám í fyrsta og öðrum flokki. Hann fékk stöðuna og hefur rækt hana með prýði. Bóndi nokkur á fimmtugsaldri hóf þar líka nám. Hann var þar í 7 ár og sótti hvern tima í 10 flokkum. En metið á stúlka, sem nú er dömuklæðskeri. Hún sótti tima í 16 flokkum, tók ágætis- einkunn í öllu og ástundunin var óbrigðul. Starfsviðið fært út. Námsflokkarnir voru upphaf- lega stofnaðir fyrir tillögu Helga Hermanns Eiríkssonar og Gunnars Thoroddsen og var til- gangurinn með stofnuninni að veita fólki, sem stundar atvinnu, heppilegt tækifæri til þess að auka við menntun sína án þess að þurfa að leggja í tilkostnað við að kaupa tímakennslu eða þurfa að missa atvinnutekjur. Hafði Ágúst Sigurðsson kynnzt slíkri starfsemi í Svíþjóð. Kennt er á kvöldin frá 7.45. Til að byrja með voru Námsflokkaxn- ir til húsa í Atvinnudeildarhús- inu og í Kennaraskólanum, en lengst af hafa þeir verið í Mið- bæjarskólanum. Skólagjald er nær ekkert, aðeins 75 kl. innrit- unargjald. Reykjavíkurborg stendur straum af fjárhagslegum rekstri að ríflega hálfu, annan kbstnað greiða irmritunargjöld og svo- lítill ríkisstyrkur. Aðspurður um l að hvort það nýja fyrirkomulag að fella Námsflokka Reykjavíkur undir fræðsluráð, táknaði einhverjar breytingar á tilhögun þeirra, sagði Jónas B. Jónsson, að til- lögur frá Ágústi Sigurðssyni um reglugerð um starf Námsflokk- anna lægi fyrir fræðsluráði og yrði það tekið til meðferðar í vor. Raddir væru uppi um að e.t.v. væri rétt að breikka svið námstflokkanna. Fræðsluráð teldi að þessi starfsemi hafi tek- izt vel og í rauninni sinnt fleiri verkefnum, sem aðrar stofnanir hefðu á hendi erlendis og þró- un í einkaskólahaldi gæfi vís- bendingu um að gefa ætti náms- flokkunum meira svigrúm, en þrengsli standa starfseminni m. a. fyrir þrifum. — Ég hef fylgzt með starfseminni síðan 1943, ■.V.VtfS/A Nemenrtur að vinnu við gufuvélina gömlu, sem fyrir áratugum var sett upp í fiskþurrkhúsi Alli ance. Vélin var gefin skólanum fyrir nokkrum árum. Of fáir nemendur helzta vandamál Vélskólans „Skrúfudagurinn46 haldinn háiíi'legur á miðvikudag HINN árlegi hátíðisdagur Vél- skólans í ReykjavtK, „Skrufu- dagurinn“, sem nefndur hefur vetið eftir nierki skolans, skips- skrúfunni, verður næstkomandi mioviKUuag. tr þessi dagur al- mennur mótsdagur yngri og eldri nemenda skolans. Að ha- tiðahöldunum standa Vélskólinn og Vélstjórafélag Islands, sem styrkir framkvæmd þeirra með fjárframlögum. Dagskrá „Skrúfudagsins" verð ur, sem hér segir: • Kl. 14—16.30 verður starf- semi Vélskólans kynnt. Verða þá nemendur að störfum í verkleg- um deildum skólans, sem eru Framh. á bls. 14. Ágúst Sigurðsson, skólastjóri, afhendir bónda, sem stundað hefur nám í 7 ár í ' 1 flokkum hjá Námsflokkum Reykja- víkur, skirteini sitt. sagði hann og veit að þetta er mjög mikilvæg stofnun fyrir fjölda hópa, ungra og fullorð- inna. í tilefni af afmælinu verður haldið afmælishóf í Klúibbnum á mánudag og hefst kl. 8.30. Þeir sem vilja tryggja sér miða geta 'hringt í Agúst Sigurð&son (sími 15155). H júkrun arkonur óánœgðar með úrskurð kjaranefndar um laun KJARADÓMUR hefur kveðið upp fysta úrskurð sinn í ágrein- ingsmáli samningsaðila um skip- un einstakra starfsmanna í launaflökka kjarasamningsins, en það varðar 15—20 hjúkrunarkon ur. Ágreiningurinn reis um það hvort viðkómandi hjúkrunar- kona, sem er skurðarstofulhjúkr- unarkona, skuli bera starfsheitið sérlærð hjúkrunarkona og þiggja þá laun skv. 15. .aunaflökki ríkis starfsmanna eða hvort hún á að taka laun skv. 13. laiunaflotoki, þar eð hún hefur aðeins hlotið 9 mánaða sérnám á skurðstofu eftir hjúkrunarpróf, en í kjara- dómi er sagt að hjúkrunarkon- ur skuli taka laun eftir 13. launa flokki nema sérlærðar hjúkrunar konur eftir framhaldsnám eitt ár, sem verði í 15. launaflokki. Kjaranefnd varð ekki sam- mála um niðurstöðuna. Meiri- — Johnson Framhald af 1. síðu. spyrja de Gaulle um. einstoK atriði stefnu hans. Ég skil hana þó þannig, að einungis sé um að ræða hlutleysi S- Vietnam, ekki allt þetta svæði (SA-Asía). . . .“ Er Johnson hafði sagt þetta, kom upp kurr meðal frétta- manna, einkum þeirra frönsku og töldu sumir þeirra, að for- setinn hefði ekki kynnt sér efni yfirlýsingar de Gaulles. Svo mun þó ekki hafa verið, því að Johnson hafði fyrr um daginn setið á fundi með Dean Rusk utanríkisráðherra og þeir rætt málin. Heldur þótti þó flestum, að illa hefði tekizt til, á þessum fundi með fréttamönnum, og hafa blöð vestra gert þennan fund að sérstöku umræðu- efni. Þess hefur verið farið á leit við Johnson, að hann héldi blaðamannafundi reglulega, í líkingu við þá fundi, sem Kennedy gerði, en ekkert hef- ur af því orðið, enn sem kom- ið er. hlutinn kvað upp þann úrskurð að viðkomandi hjúkrunarkonu vanti þriggja mánaða nám til að fullnægja ákvæðinu um árs sér- nám. Páll S. Pálsson, Ragnar Ólafsson og Ólafur Björnsson voru í meirihluta. Kristján Thorlacius og Jón Þorsteinsson skiluðu sératkvæði. Sá síðar- nefndi var samþykkur niður- stöðu meirihluta, en á öðrum forsendum og sá síðarnefndi ósammála. Þær hjúkrunarkonur sem þetta varðar munu vera mjög óánægð- ar með úrskurðinn og sumar þeg- ar sagt upp starfi. — Gagnráðstafanir Framh. af bls. 1. Ákvarðanirnar um aðgerðir á Kúbu voru teknar eftir langa fundi í bandaríska utanríkisráöu neytinu í gærkvöldi. Var þar jafn framt bent á að hugsanlegt væri að Castró gripi til víðtækari að- gerða gegn flotastöðinni. Skýrði Dean Rusk, utanríkisráðherra svo frá að hugsanlegt væri að Castró hyggðist með aðgerðum þessum reyna að hrekja Banda- ríkjamenn frá flotastöðinni á Kúbu. Sagði Rusk að tilgangs- laust væri fyrir Castró að reyna þetta, því Bandaríkjamenn færu hvergi. Osvaldo Dorticos forseti Kúbu hefur svarað þessari yfirlýsingu Rusk. Sagði hann í ræðu, sem út- varpað var frá Havana, að það væri ekki ætlun Kúbustjórnar að yfirtaka flotastöðina nú. „Við munum krefjast þess að fá flota- stöðina afhenta þegar okkur þyk ir það tímabært, og munum þá snúa okkur til þeirra alþjóða- samtaka, sem við teljum að geti orðið okkur að liði“. Leiðréttin» f FRÉTT um heimsókn menntá- skólanema til Akureyrar mis- prentuðust nöfn tveggja sunnan- manna. Þeir heita Þráinn Bertels son og Júníus Kristinsson. Dorion bldsarnkvintettinn heldur tónleikn d mónudng HINN þekkti bandaríski Dorian blásarakvintett sem undanfarna mánuði hefur verið á tónleika- ferðaiagi um Evrópu og Afríku, mun halda eina tónleika hér á landi. Þeir verða í Súlnasai, Hótel Sögu mánudaginn 10. febr. kl. 21:00. Kvintettinn hefur hvar vetna leikið við mikla hrifningu og hlotið frábæra dóma. Aðgöngumiðar verða seldir 1 hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga dóttur, Vesturveri og Mokka- kaffi Skóiavörðustíg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.