Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 5
Sunnudagur 91. febr. 1964 MORGUNBLAÐIÐ GAMALI oc cott Tígulkóngurinn kæri kominn vildi ég væri, lagður í lófa mér. Allt mér að óskum gengi, ef ég tvistinn fengi, og fjarkinn fylgdi með- Sigurjón Björnsson sálfræðing nr velur sér ljóð dagsins að þessu sinni, Læknar íjarverandi Einar Helgason fjarverandi 3.—8. febrúar. Staðgengii) er Jón G. Hall- grimsson. , Eyþór Gunnarsson fjarverandi óákveðið. Staðgenglar: Björn t>. þórðarson, Guðm. Eyjólfsson, Erling- ur Þorsteinsson, Stefán Olafsson og Viktor Gestsson. Kristjana Heigadóttir læknir fjar- verandi um óákveðinntíma. Stað- gengill: Ragnar Arinbjarnar. Páll Sigurðsson eldri fjarverandi um óákveðinn tima. Staðg. Hulda Sveinsson. Stefán Guðnason verður fjarverandi nokkrar vikur. Staðgengijl Páll Sig- urðsson yngri. Óiafur Ólafsson læknir Klappar- stíg 25 símt 11228 verður fjarverandi um óákveðinn tíma. Staðgengill: Björn Önundarson læknir á sama stað. EKKi veit ég hvuð.i ijóðmæli mér finnst bezt. Ég gæti valið úr allmörg kvæði og sagt, að mér þætti mjög vænt um þau, en samt verið ófær um að gera upp á milli þeirra. Svipað og foreldrar sem geta ekki mismunað börnum sínum- Kvæðið, sem hér fer á eftir, verður fyrir valinu vegna þess hve oft xnér hefur komið Það í hug á undanförnum árum. Það bregð- ur upp einkennilega raunsannri mynd af þeim veruleika sem við hrærumst í. Látlaus en bitur kaldhæðni Steins hittir vel í mark og minnir óþyrmilega á ógreidda reikninga okkar við samtíðina. Og ætli það sé mikil hætta á, að við gleymum Mið- vikudegi Stems á næstunm. MIÐVIKUDAGUK Mi'ffvikudagur — Og lififf gengur sinn gang. eins og .guff hefir sjálfur í öndverffu hugsaff sér þaff. Manni finnst þetta dálúið skrítið, en samt er það satt, því svona hefir þaff verið og þannig er það. Þér gangið hér um með sama svip og í gær, þér stgrandi fullhugar dagsins, sem krónuna stýfið. í morgun var haldið uppboð á eignum manns, sem áiti ekki nóg fyrir skuldum. — Þannig er lífið. Og mennirnir græða og mennirnir tapa á víxl, og mónnum er lánað, þó enginn skuld sína borgi. Um malbikuð strætin berst múgsins háværa ös, og Morgunblaffið fæst keypt niðr’ á Lækjartorgi. Miffvikudaguf. — Og lífið gengur sinn gang, og gangur þess verður víst hvorki aukinn né tafinn. Dagb.iartur múrari eignaðist dreng í gær, I dag veröur herra Petersen kaupmaður grafinn- Steinn Steinarr. Orðuregn Þjóðviljinn þykist nú heldur en ekki hafa fengið sannanir fyrir því hverjir séu vinir íslands — og hverjir ekki. Segir blaðið í fyrra- dag, að Alexandrov, sendiherra Rússa, hafi hlotið heiðursmerki, þegar hann fór héðan, en Ragnar Gunnarsson hafi enn ekkert merki fengið. Það hefur áður komið fram í Velvakanda — og er greinilega éstæða til að endurtaka það — að öllum erlendum sendiherrum „er gefinn kostur á orðu“ þegar þeir fara héðan, samkvæmt upp- lýsingum utanríkisráðuneytisins. En vegna hinnar skemmtilegu athugasemdar Þjóðviljans mætti e. t. v. segja þetta: Ef öllum erlenaum njósnurum væri líka gefinn kostur á orðu um leið og þeir færu héðan rr.jndu ekki aðeins Rússarnir tveir, sem fundust við Hafravatn, hafa farið með orður úr landi, heldur hefði háttvirtur Alexandrov þá sennilega farið heim með fleiri en eina. sd N/IST bezti Um leið og Hagstofan hafði birc bráðabirgðatölur um fólksfjölda á Islandi, þar sem í Ijós kom að karlmenn eru um það bil 2000 fleiri á íslandi en kvenmenn, en í öðrum löndum, er það öfugt, sem sjálfsagt stafar af striðinu og annarri óáran, sást einn blaða- maður Mbl. ganga um gólf tauta fyrir munni sér: „Sjáum til, við erum ennþá ofaná, við erum ennþá ofaná!“ Æskulýðsvika K.F.U.M. og K. hafa um . margra ára skeið haft æsku- lýðsviku einu sinni á hverjum vetri. Eru þá samkomur hvert kvöld frá sunnudegi til sunnu- dags og reynt að vanda sér- staklega til þeirra bæði talað mál og söng. Samkomur æskulýðsviknanna hafa verið mjög vel sóttar og það stund- um svo, að hinn stóri sam- komusalur félagsins hefir ekki getað rúmað alla s'am- komugesti. Æskulýðsvika þessa vetrar hefst að þessu sinni í kvöld kl- 8.30. Aðalræðumaður er I síra Bjarni Jónsson, vígslu- ] biskup. Blandaðir kórar syng- ja. Síðan verður nýr ræðu- maður hvert kvöld og fjöl- 1 breyttur söngur, bæði ein- söngur, tvísöngur, þrísöngur ] og kórsöngur. Þótt samkomurnar séu ser- staklega ætlaðar æskufólki eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Orð spekinnar Þúsund orð ná ekki áhrifum einnar dáðar. Ibsen. hvort Ólafsvíkingar sitji nú með sárt ENNIÐ eftir að nýi vegurinn var lagður ? VISUKORN Stöfnum vendir stjórnarknör stýrt af hendingunni. Fólk með blendið bros á vör, bíffur í lendingunni. Pétur Jónsson frá Nautabúi. EINN kunningja minna kom heim til mín í gærdag, dró upp úr vasa sinum Morgunblað frá 29. f.m., benti mér á mynd af tveim mönnum — | öðrum hempuklæddum — og spurði, hvort ég hefði séð petta. Ég kvað nei við pvl. ..Lestu það, sem stendur undir ] myndinni.'' Ég gerði það, og rétti honum svo aftur blaðið. — ,,Nú. þetta er brand- ] arinn um bá Pál og séra Bjarna — afturgenginn.' „Heldurðu að þetta sé sett i blaðið | þér til miska.' „Það er ósennilegt. Til þess þyrfti þvf að vera treyst, að menn séu bún- ir að gleyma hvernig málinu lauk. — Eins og þú manst, sannaðist, að ég kom þarna hvergi nærri, og hinn brotlegi lögregluþjónn hlaut dóm og missti stöðu sína — og ríkinu var gert að greiða mér 30 þúsund krónur | í bætur fyrir næturheimsóknina — sem jafngildir nú ca. 150 þúsund- ] um." „Heldurðu þá, að þetta hafi verið | sett í blaðið til að hrella þá, sem stóðu að hinu misheppnaða tilræði við þig?“ „Sé svo, hefir starfsmanninum við blaðið sennilega verið ókunnugt um, að hann var að brjóta hegningarlögin. | — Þar eru ákvæði, sem eiga að tryggja það, að ekki sé verið að angra menn út af gömlum brotum, sem þeir eru búnir að taka út refsingu fyrir.“ „Heldurðu ef til vill, að þetta sé gert til leiðinda fyrir þá Dr. Pál og séra Bjarna?" „Ég veit ekki. — Eg verð fyrir ] mitt leyti að játa, að ég vildi ekki eiga svona mynd aí mér — við jarðar- för. i Pétur Magnússon. UTSALA - UTSALA Mikið úrval af ódýrum og góðum vörum. Miklatorgi. Árshátið heldur Vélskólinn í Reykjavík í Súlnasalnum Hótel Sögu miðvikudaginn 12. febr. 1964 kl. 7 stundvíslega. NEFNDIN. Aðalfundur Tæknifélags íslands verður haldinn í Klúbbnum við Lækjarteig þriðjudaginn 11. febrúar n.k. kl. 20,30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Onnur mál. STJÓRNIN. Hafnfirðingar Félagar óskast til stofnunar félags um rekstur 6 kiör bíla sem staðsettir verða á verzlunartíma við Arnarhraun, Hringbraut, Hvaleyr'arbraut, Sundlaug, Norðurbraut, Strandgötu og Garðahrepp. Þeir sem áhuga hafa sendi nöfn og heimilisföng til blaðsins fyrir 20. febrúar ’64 merkt: „6 bílar — 9980“. SKOGRÆKTARFELAG REYKJAVIKUR Frœðslukvöld Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur fræðslufund í Sigtúni, þriðjudaginn 11. febrúar (sprengidag), kl. 8,30 síðdegis. ★ Guðmundur Marteinsson, form. félagsins flytur ávarp. ★ Haukur Ragnarsson, tilraúnastjóri segir frá ferð til Alaska og sýnir litskuggamyndir. ★ Frjálsar umræður að erindi loknu. Aðgangur ókeypis. — Félagar og aðrir áhugamenn um skógrækt velkomnir meðan húsrúm leyfir. STJÓRNIN. íbúðir óskast Höfum kaupendur að nýjum og nýlegum 2ja — 6 herb. íbúð- um, einbýlishúsum og raðhúsum. — Útb. frá kr. 250 — 850 þús. — Ennfremur eldri íbúðum af öllum stærðum. — Háar útborganir. Gjörið svo vel og hafið samband við okkur sem fyrst, ef þér ætlið að skipta fyrir vorið. — Eignaskipti oft möguleg. Einar Sigurðsson hdl. Ingólfsstræti 4. — Sími 16767. Kvöldsími 35993.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.