Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 9. febr. 1%4 l///FlíZAB£rrf 7eRRKR3Í^\ I | I ^ Þessi dagur hófst svipað og svo margir á undan honum, enda þótt rifrildið milli Lester Ballard og unglingsins Nicky hafi ef til vill verið með versta móti, og kannski hefur Ruth Seabright dregizt inn í þessa deilu heldur meir en hún leyfði sér venju- lega, að minnsta kosti hafði Madge Gargiulo — sem hafði þó hálfgaman af öllu saman — var að hana við að blanda sér um oí inn í málefni húsbóndans. En þetta var annars svo líkt því, sem gerðist tvisvar og þrisvar á viku hverri í hvíta húsinu á sjávarhömrunum, að það var í rauninni engin ástæða fyrir Ruth að komast úr jafnvægi. í fjögur ár, hafði hún verið að æfa sig í að skipta sér sem allra minnst af þessum fjandskap Lester Bal lard og sonar hans, og með tíman um hafði hún vanizt þessu svo rækilega, að henni fannst það orðið ekki nema eðlilegt. En svona var það nú samt: þennan dag, þegar Nicky hafði gengið til herbergis síns, náfölur, og Lest- er Ballard hafði brosað, með meinfýsniglampa í augunum, gengið síðan að bílnum sínum og ekið til San Antioco, ásamt Garg iulo-hjónunum, þá fann Ruth, að hjartað sló hraðar í brjósti henn ar en það átti að sér að gera. Hún vissi ekki, hversvegna hún þyrfti að vera hrædd. Það, sem þarna hafði verið sagt og gert, hafði ekki verið annað en það sama, sem hafði þarna fram farið svo mörgum sinnum áður. En samt var það svo, að þegar hún var orðin ein eftir við borð ið í garðinum og hqrfði á fjöll in á sundi í þokunni, handan við glampandi víkina, fann hún, að það var eingöngu hennar eigin heimsku að þakka, að hún hafði aldrei áður komið auga á hætt- una, sem þessu var samfara. En hún jafnaði sig bráðlega. Samt hafði hún um nokkra stund verið svo níðursokkin í hugsanir og tilfinningar sínar, að hún hefði alls ekki getað sagt eftir á, með neinni vissu, hvenær þetta eða hitt hafði gerzt. Til dæmis að taka, hafði hún alls ekki tekið eftir þvi, hvenær Nicky hafði farið út úr húsinu Heldur ekki vissi húrí, hvenær maðurinn í köflóttu skyrtunni og bláu bómullarbuxunum hafði fyrst sezt niður á lága vegginn við veginn og tekið að glápa á húsið. Hún tók yfirleitt ekki eftir þessum manni fyrr en hún stóð upp frá borðinu til að fara í sím ann. En þá sá hún hann, þar sem hann sat á veggnum og skýldi loganum af eldspýtunni með höndunum, meðan hann var að kveikja sér í vindlingi. En hann laut höfðinu yfir logann, svo að hún gat ekki séð framan í hann, enda veitti hún honum enga sérstaka eftirtekt þá. Meira að segja hafði hún alveg gleymt og að hafa séð hann, þegar hún kom út aftur. Það var frú Ranzi í sím anum. — Eg hringdi til þess að minna þig á þetta í eftirmiddag, Ruth, sagði hún. Röddin var sönglandi — næstum ítölsk orðin, enda þótt Marguerite væri borin og barnfædd í Englandi. — Þú kem ur, er það ekki? Fyrst í stað mundi Ruth ekk- ert, hvað þetta var, sem átti að verða síðdegis. En svo sagði hún: — I eftirmiddag . . . ja . . . já. — Varstu kannski búin að gleyma því? — Nei, auðvitað ekki. Svo varð ofurlítil þögn Marguerite Ranzi hélt áfram: Gengur nokkuð að? Þú ert eitt hvað svo skrítin í málrómnum. — Nei, svaraði Ruth, — ekk ert annað en þessar hræðilegu sennur hjá Lester og Nicky . . . Heyrðu, Marguerite . . . ég ætla að hætta þessu og fara. Eg held ekki, að ég geti haldið þetta út lengur. — Fara? Til Englands aftur? — Já, eða í aðra vinnu. — Það geturðu ekki gert! Það máttu ekki gera! Þó ekki væri nema mín vegna. Eg verð að hafa einhvern, sem ég get talað við! Ruth hafði hálfgaman af að heyra Marguerite Ranzi tala um hana eins og einhvern jafningja. Vinátta þeirra, ef vináttu skyldí kalla, byggðist á engu öðru en nábýlinu, á stað þar sem lítið var um landa þeirra beggja, og þeir stóðu sjaldan lengi við. — O, það kemur einhver önn- ur í staðinn, fullvissaði Ruth han. — Og auk alls annars, þá gera nú orðið. Og mér er farið að leiðast aðgerðaleysið. — Já, en mundu eftir honum Nicky, sagði Marguerite. Ekki — Ekki svo að skilja, að ég geti þolað hann, fremur en áður, en það er nú samt eins og þú sért í þann veginn að gera hann að manneskju, en Lester veslingur inn veit hinsvegar alls ekki, hvernig hann á að snúast við honum. — Eins og er, gæti ég með glöðu geði stú.tað Lester veslingn um, sagði Ruth. — Það gæti ég nú líka stund um, sagði Marguerite. — Hann er hégómagjarn, og hégómagjarnir menn ættu alls ekki að eiga börn. En svo er hann bara svo laglegur . . . á sinn ómögulega hátt! — Það hef ég nú aldrei getað komið auga á. Þetta var nú ekki alveg sann- leikanum samkvæmt. Fyrstu mán uðina sem Ruth var þarna kennslukona — eða „frænka á kaupi“ — eða verndarengill Nicky garmsins, hafði henni litizt allvel á Ballard eldra. En með- ferð hans á syninum hafði fljót- lega læknað hana af því, mikiu fyrr en hans eigið afskiptaleysi af henni hefði getað gert. Lengst af bernsku sinnar hafði hún verið föðurlaus, en það hafði gefið henni ýmsar hátíðlegar hugmynd ir um föðurástina, eins og hún ætti að vera. — Hann hefur illgirnislega kvalara-ástríðu til að æsa Nicky upp, sagði hún. — Það er alltaf Lester, sem byrjar. Einmitt þeg ar allt er með kyrrð og ró, getur hann snúið sér til mín með ein- hef ég bókstaflega ekkert að hverja skemmtilega sögu af ein COSfER :0PENHI£|« — Er vatnið kalt ? hverri vitleysunni, sem Nicky á að hafa sagt eða gert. Svo bíð- ur hann átekta. Hvað ég þekki vel þetta, sem skín út úr augun um á honum meðan hann bíður. Og Nicky reynir að láta eins og ekkert sé, en fölnar meira og meira og reynir að stilla sig og svara engu. Og það er nú annars nýtilkomið hjá honum, — það er eins og hann viti, að hollast rnuni vera að stilla sig. En svo verð- ur líka uppþotið ennþá verra fyrir bragðið, þegar það loksins kemur. Það er að segja, það vefð ur varla sagt að hann rjúki upp, nú orðið. Það er miklu rólegra, en um leið eins og þýðingar- meira. Hún þagnaði, eins og hún væri sjálfri sér reið fyrir að fara að tala um sennuna, þá urn morguninn. Það var ekki siður hennar að bera sig upp við Marg uerite. — Jæja, þetta er nú kannski orðum aukið hjá mér, sagði hún, af því að ég þaut upp sjálf og Lester fáein orð í fullri meiningu. Marguerite hló, og það var eins og hláturinn kæmi neðan úr hálsi. — Hann hefur ekki nema gott af því. Og það bítur víst heldur ekki mikið á hann. I.ík- lega hefur hann bara haft gaman af því. — Auðvitað hafði hann gaman af því! sagði Ruth og gleymdi þeim ásetningi sínum að tála ekki meira um þetta. Hatin hló eins og fífl og þegar hann lagði af stað, skein einhver kvikind- isleg ánægja út úr augunum í honum. — Fór hann til Napólí? — Já, sem betur fór. — Með Gargiulohjónunum. Þau áttu frí dag, svo að ég er ein í húsinu og get jafnað mig í næði. Mér er meinilla við að sleppa mér svona. Aftur hló Marguerite. — Var þessi rimma í morgun út af nokkru sérstöku? — Nei, það var hún ekki. Ekki gat ekki stillt mig um að segja held ég það. BYLTINGIN RUSSL ANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Formáli höfundar. Hér mun verða gerð tilraun til að gefa stuttorða, einfalda og hlutlausa skýrslu um byltinguna í Rússlandi, árið 1917, og þá at- burði, sem voru undanfari henn- ar. Að sjálfsögðu vérður ekki hægt að gera alla ánægða; því að varla mun vera til umdeilan- legra efni í heiminum, og sú tæpa hálfa öld, sem síðan er lið in, hefur ekki orðið þess um- komin að sefa sterkustu tilfinn- ingarnar, sundurþykkjunaogdeil urnar með þeim, sem þá voru uppi í Rússlandi. Oft verða ein- földustu atvik að deiluefni milli andstæðra sjónarvotta og sagn- fræðinga, og jafnvel samvizku- sömustu fræðimenn komast á öndverðan meið út af skýringar- atriðum. Það liggur því í hlutarins eðli, að þessi bók getur á engan hátt | samsærisins. Hér var um að ræða þótzt vera nákvæmt og tæmandi ritverk. Eini tilgangur hennar er sá að gefa almennum lesanda eins óhlutdræga og hlutlæga skýrslu um og lýsingu á mikilli stjórnmálalegri hreyfingu, sem er enn of ný fyrir söguna, en jafnframt ef til vill of fjarlæg honum orðin, til þess að hann geti munað hana nákvæmlega af sjálfsdáðum. Það kann að vera fróðlegt að nefna hér hinar óvenjulegu kring umstæður, sem urðu til þess, að bókin var rituð. Fyrir eitthvað tíu árum gerðist það, að dr. Stephen T. Possony, prófessor í milliþjóðaviðskiptum við háskól ann í Georgetown, tók ásamt nokkrum nemendum sínum að rannsaka byltingatækni og þá með sérstöku tilliti til Bolsjevíka samtímaefni sem tók öllum öðr um fram. Það var rússneska bylt ingin, líklega eins mikið og nokk ur annar atburður, sem ýtti Bandaríkjunum út í heimspóli- tíkina, eftir heimsstyrjöldina fyrri — og sannast að segja hafði byltingin sín áhrif á öll lönd, á þriðja áratug aldarinnar, og á hrif hennar komu glöggt fram í kreppunni og þeim stjórnmálaat burðum, sem leiddu til upphafs síðari heimsstyrjaldarinnar. Valdataka nazistanna í Þýzka- landi stóð í nánu sambandi við arfleifð þá, er Lenin skildi eftir, og án loforða Stalins um lið- -veizlu, hefði Hitler varla dirfzt að steypa sér út í aðra hræði- lega styrjöld, árið 1939. Núver- andi skuldbindingar Bandaríkj KALLI KUREKI >f- ->f' ->f- DA6-WASBIT' NOWI HAFTA TAKE OUT TH'CYLINDER, POKE OUT TH' BARREL WITH A STICK, AM' WIPEIT ALLCLEAN BEFORE I DROP THAT DEVIL-BURRO AN'LEAVE HER FOÍZ BUZZAED MEAT! ' — Nú, nú, ég ætti kanske að skoða byssuna mína, áður en ég skýt skepnuna! Ef leir hefur komizt inn í byssuhlaupið, springur skömmin í hendinni á mér. — Datt mér ekki í hug. Þarna situr allt fast, fastar en tappi í krús. — Fjandakornið! Nú verð ég að losa hans í sundur, pota þessu út úr hlaupinu með priki og þurrka og fjær, fall Kína, kalda stríðið, landlægur ófriður í Mið-Austur- löndum, eldflaugakapphlaupið — allt þetta á upptök sín í storm inum, sem feykti burt keisaran um í Petrograd árið 1917. Dr. Possony og félagar hans einbeittu athugunum sínum að sérkennum hugarfars rússneska kommúnistans. Hvernig var það unnt einlægum kommúnista að ldka augunum fyrir öilum mót- sögnum stjórnmálastefnu Bolsje- víka, og sætta sig við þrælabúð- irnar og hið þrúgandi skrifstofu vald, og vera samt sem áður flokknum trúr? Svarið virðist liggja í sjálfri byltingunni 1917. í augum einlægs kommúnista er „Októberbyltingin" næstum eins anna 1 Evrópu og Austurlöndurn þýðingarmikil og upprisa Krists er sannkristnum manni. Frá þeirri stundu byrjaði lífið aft- ur, og Lenin, höfuðbygginga- meistari hins nýja skipulags, er allt til þessa dags álitinn í Rúss- landi, hin mikla hetja sögunnar, spámaður, Messías, innblásinn snillingur, hvers tilgangur var svo hreinn og óeigingjam, að þar á leiki enginn vafi. Það verður skiljanlegt, að þegar þéssi helgi- mynd af Lenin og byltingunni er viðurkennd á annað borð, þá verði það ekki erfitt fyrir komm únistann að fyrirgefa hinar mörgu skyssur, sem flokksfor- ingjunum hafa orðið á: þær má allar útskýra, sem augnablika veikleika og mistök einstaklinga. Aðalatriðið er hitt, að Flokkur- inn sjálfur er heilbrigður, sið- ferðilega og hugsjónalega óskeik ull, og öruggur um að ná fyrir- fram ákveðnu marki sínu: ham- ingju mannkynsins. áður en lýk- ur. Teiknari; FRED HARMAN hreinsa þetta allt saman áður en ég get skotið þennan árans asna og skil- ið hann hér eftir handa gömmun- um!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.