Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 9. febr. 1964 INNCANGUR Það hefur að vonum valkið mikla athygli, að stærsta stangaveiði- félag landsins, Stangaveiðifélag Reykjavíkur, hefur falað á leigu og gert tilboð í annað af tveimur mestu • laxveiðisvæðum landsins, vatnasvæði Ölfusár-Hvítár. Hafa fréttir um þetta mál verið birtar í dagblöðum að undanförnu. Þar sem flestir munu ókunn- ugir veiðimálum ofannefnds lax- veiðisvæðis, þykir ekki úr vegi að segja lítilsháttar frá aðstæð- um þar, og hvernig veiðimálum er þar háttað . VATNAKERFIÐ Vatnakerfi Ölfusár-Hvítár er eitt af stærstu vatnakerfum landsins. Aðalhluti þess er jökul áin mikla, sem nefnd er Ölfusá neðan við þar, sem Sog kemur í hana að norðan, og Hvítá þar ofan við. Fiskgengi hluti Ölfus- ár-Hvítár er tæplega 90 km. að lengd. Helztu þverárnar að norð- an eru Sog, 11 km. að lengd. Brú- ará, um 35 km., og Tungufljót nálægt 10 km. Að sunnan rennur Litla-Laxá 25 km. að lengd og Stóra-Laxá rúmlega 30 km. löng. Hinn fiskgengi hluti aðal þver- ánna er þarrnig samanlagður ná- lægt 110 km. Minni ár og lækir hafa ekki verið teknir hér með. Veiðiútbúnaður við Ölfusá. Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri: VEIDIMÁL i ARNESSYSLU LAX og SILUNGUR A mestum hluta vatnasvæðis- ins hrygnir lax og silungur og elst þar upp. Lax og göngusilung ur sem gengur í sjó 2-4 vetra gamlir frá 10-15 cm. að lengd. Laxinn dvelst í sjó í 1-3 ár áður en hann gengur upp í vatna- svæðið til þess að hrygna. Aðeins hluti laxins hrygnir oftar en einu sinni, en sjóbirtingur getur hrygnt oft, en ekki þarf hann þó að hrygna á hverju ári eftir að kynþroska er náð. Laxinn verður 4-6 pd. eftir ársdvöl í sjó og 8-12 pd. eftir tvö ár, og enn stærri, þegar hann hefur dvalizt þar lengur. Laxinn er veiddur, þegar hann gegnur úr sjó upp árnar til þess að auka kyn sitt á stöðvum forfeðranna í ánum. VEIÐIAÐSTÆÐUR Vatnsföll, sem lax fer um, á vatnahverfi Ölfusár-Hvitár eru að sjálfsögðu mjög ólik hvað vatnsmagn snertir. allt frá litlum bæjarlækjum upp í stórfljót. Mestur hluti laxgenga hluta vatnakerfisins er þó einhvers- staðar þarna á miili hvað vatns- magn snertir. Það gefur því að skilja, að veiðiaðstaða á hinum nálægt 170 veiðijörðum á vatna- svæðinu sé mjög misgóð, og að viðhorf veiðibænda til veiði- mála séu ólík, þar sem þau mót- ast að mestu af veiðiafstöðunni. Bóndinn á jörðinni við lækinn, sem ekki hefur aðstöðu til að veiða laxinn, þó að hann hrygni við túnfótinn hjá houm, hefur því allt annað viðhorf en ósa- bóndinn, sem veiðir árlega hundr uð laxa á göngu þeirra upp á hryggningarstöðvarnar. Enn hefur bóndinn, sem leigir veiði sína til stangaveiði, annað viðhorf, en þeir, sem að ofan eru nefndir. Tvo aðstöðuhópa má vissulega telja enn, þótt báð- ir veiði í net, en það eru veiði- bændur við Ölfusá ofan ósa ann- arsvegar og Hvítár-bændur hins- vegar. Á milli einstakra aðstöðu- hópa eru viðhorfin misvel mörk- uð. Hagsmunahóparnir eru eins margir os sjónarmiðin og hver hópur hefur sína hugmynd um hvernig veiðin skuli skiptast milli einstakra hluta vatnakerfis ins, og vill þá, eins og við er að búast, hver hópur sinn hlut sem mestan. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir hinum ólí'ku við- horfum og skiptingu veiðibænda út frá þeim í hagsmunahópa og skipta þeim í sinn hóp, áður en skilin verður afstaða þeirra til veiðimálanna á vatnasvæðinu. VEIÐIAÐFERÐIR Á hinu víðáttumikla vatna- svæði Ölfusár-Hvítár eru veiði- aðstæður mjög ólíkar, og hefur sami veiðiútbúnaðurinn því ekki þótt hæfa allsstaðar. Lagnetið, oft krókbeygt á enda, hefur verið aðalveiðitækið síðustu áratugina, en áður _ var ádráttarnetið al- gengast. Á þriðja áratug þessarar aldar var girðingin með gildrum tekin upp og notug í Ölfusárósi í rúmlega áratug, Stöngin hefur einnig verið not uð um langt árabil, einkum í bergvatnsám. Fram til 1937 veiddu bændur með ofangreind- um tækjum, hver- fyrir sínu landi. Árið 1938 tók veiðifélag Árnesinga til starfa og lét veiða í girðingu og lagnet á fáum stöð- um fram til ársins 1957, að tveim árum undanteknum. Á árunum 1940-1957 var einnig veitt við laxalátrin í svokölluð silunga- net á flestum jörðum við Ölfus- á og Hvítá. Á árunum 1958-1963 hefur veiðifélagið leyft bændum að veiða fyrir löndum jarða sinna á stöng og í lagnet. Til lax- veiða hafa lengst af verið leyfð- ar 20 stengur, en þekn hefur ver ið skipt niður á bergvatnsárnar I og á þá staði í Ölfusá-Hvítá, sem stangaveiði hefur farið fram á nú um árabil. Silungsstengur hafa verið leyfðar neðst í jökul- vatninu 4 á hvert lögbýli. Fyrst eftir að Veiðifélagið gaf bændum lausa veiðina 1958, voru leyfð 3 lagnet á lögbýli og síðar tvö. A árinu 1962 voru 29-31 lag- net í Öilfusá og 44-46 lagnet í Hvítá, en auk þess voru 2 lag- net í bergvatnsánum. Samkvæmt veiðiskýrslum veiddust á því ári alls 6797 laxar. Veiðin skiptist þannig: í Ölfusá veiddust 60,8% af laxinum á öllu svæðinu í Hvít á 33,6% og í bergvatnsánum 5,6%. í net veiddist alls 88,1% og á stöng 11,9%. VEIÐIAFKOMA Veiði á einstökum jörðum er mjög misjöfn. Á þriðjung af jörð um, sem skýrslur ná til, veiddust í net sumarið 1962 yfir 150 lax- ar, en á fllestum mun veiðin hafa verið minni, allt niður í fáeina laxa. í blaðagrein vildi neta- bóndi 1962 lítið gera úr hlunind- um af netaveiði. Út. frá upplýs- ingum, sem hann gefur upp í grein sinni, má ætla, að þurft hafi sem næst andvirði 150 laxa til að standa undir veiðikostn- aði, en í þessu tillviki var veiði stunduð sameiginlega fyrir nokkrar jarðir. Veiðikostnaður er töluverður á jörð, ef öll vinna og bifreiðakostnaður er reiknað ur á gangverði. Hlunindi af lax- veiði, þar sem veitt er í net, má að sjálfsögðu reikna með ýmsu móti, og sumir verða að reikna sér skemmtunina við veiðiskap- inn allháu verði, ef tekjur og gjal'daliðir eiga að koma út ^jafnir. Það mun því vera fjár- hagslega hagkvæmt, þegar til lengdar lætur, fyrir þorra veiði- eigenda að leigja veiði sína fyrir gott verð, frekar en veiða sjálfir í net, en með því er veiðikostn- aður sparaður. Hér að framan hefur verið tek ið veiðiárið 1962 vegna þess, að I það mun að veiðlmagni til nálg- j ast meðalveiðiár, frekar heldur j en t.d. árin á undan, sem voru öll j góð veiðiár. Alkunna er að sveifl | ur verða í laxamagni yfir lengri tímabil. Að undanförnu hafa ! komið mörg góð laxveiðiár, og er ekki við því að búast, að slí'kt i ástand haldist um ókominn tima. Má í þessu sambandi minna á muninn á veiði í Ölfusá-Hvítá árið 1932, en þá veiddust sam- kvæmt veiðiskýralum 8639 laxar og 1935, en þá var veiddur 2544 laxar. Veiðitilihögun var sams- konar bæði árin. SKIPULAG VEIÐIMÁLA Margar jarðir eiga land að flestum veiðivötnum. Skipting lands milli jarða á sína sögu ó- háða lifnaðarháttum fiskanna í veiðivötnunum. Hvert veiðivatn er, hvað fiskstofna snertir, líf- fræðileg heild. Hinir mörgu eig- endur við veiðivatn verða því að gera sér grein fyrir þessu. Þeim ber að sameinast um að vernda og viðhalda veiði og tryggja sanngjarna skiptingu veiði milli veiðieigenda. Með aukinni eftir- sókn eftir veiði og batnandi veiði tæknj hefur löggjafinn séð þörf á að setja regtlur um lax- og sil— ungsveiði og um skipulag veiði- mála yfirleitt. Eitt veigamesta ákvæðið í löggjöfinni um þetta efni, sem í daglegu tali eru köll- uð laxveiðilögin, er um stjórn veiðibænda á veiðimálum ein- stakra fiskihverfa, þ.e. „veiði- vatna eða vatna, sem sami fisk- stofn byggir og fer fram og aft- ur“. Vettvangur slíkrar stjórnar eru veiðifélö'gin. Þeim er ætlað að ráðstafa veiði bverju á sínu fólagssvæði og sikulu þau jafn- framit stunda fiskrækt. Veiðifél- ögum er gefið vald til þess að takmarka veiðiaðferðir og veiði- tíma umfram það, sem tekið er fram í almennum friðunarákvæð um laxveiðifélaganna. Æðsta vald í veiðifélögunum er árlegur aðalfundur, sem kýs stjórn og gerir samþykktir um starfsemi félagsins á næsta starfsári. Eru nú starfandi um 40 veiðifélög um landið við flestar veiðisælli árnar og einnig við margar minni ár, en þyrftu að vera við al/lar veiði- ár landsins. Starf flesfra félag- anna er fastmótað og farsælt. Hafa þau yfirleitt skapað frið um veiðimál á félagssvæðum sín- um, þar sem ófriður var áður en þau tóku til starfa. VEIÐIFÉLAG ÁRNESINGA Svo sem fyrr segir var árið 1938 stofnað veiðifélag á vatna- svæði Ölfusár-Hvítár, og var það nefnt Veiðifélag Árnesinga. Um afskipti félagsins af veiðitilhög- un á félagssvæðinu hefur verið getið að nobkru hér að framan. Til viðbótar má geta þess, að fél- agið hefur síðan 1958 starfað frekar sem fiskiræktarfélag en sem veiðifélag. Það hefur heim- ilað félagsmönnum sínum að veiða eða láta veiða, hverjum fyrir sínu landi, með takmörkun um umfram þær, sem eru í frið- unarákvæðum í lögum, rekið klak um tíma og staðið að eftir- liti með veiði. Éinnig hefur það frá 1960 greitt félagsmönnum við hluta af fálagssvæðinu (Litlu- Laxá) nokkra „leigu“, en lax gengur venjulega ekki upp í ána fyrr en í lok veiðitíma. Næstu ár á undan höfðu veiðieigendur við ána litlar eða engar tekjur af veiði. Litla-Laxá er góð hrygningar- og uppeldisstöð fyrir lax, og er lax úr ánni veidd ur á göngu hans upp Ölfusá og Hvitá. VEIÐIE FTIRLIT Boð og bönn eru óskemmtileg, en samt oft óhjákvæmileg. Þetta á m.a. við um lax- og silungs- veiði. Fiskistofnarnir eru litlir og þola aðeins takmarkaða veiði en veiðitæknin er á hinn bóg- inn á háu stigi. Þess vegna er óhjákvæmilegt, ef komast á hjá ofveiði og hlunningatjóni, að tak marka veiði með því að setja reglur m.a. um gerð og frá- gang veiðiútbúnaðar og um frið- unartíma. En veiðitakmarkanir eru lítils virði til \erndunar fiski stofnum, ef þeim er ekki hlýtt. Verður því að fylgjast með, að ákvæði laxveiðilaganna séu hald ín við athugun á ástandi í þess- um efnum á vatnasvæði Ölfusár- Hvítár upp úr stríðslokum, þótti augljóst, að bráð nauðsyn var á öflugu veiðieftirliti á vatnasvæð- inu. Árið 1947 var skipaður veiði eftirlitsmaður í Árnessýslu, og hefur eftirlitsmaður starfað þar síðan. Sumir voru á þeirri Skoð- Framh. á bls. 21 VIÐ SOGIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.