Morgunblaðið - 21.02.1964, Síða 10

Morgunblaðið - 21.02.1964, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 21, febr. 1964 ÞaS varð uppi fótur og fit í mánuðum, þegar frú Andrew mynd þessi tekin nýlega. Talið rew, Mary Catlierine og Mary borginni Aberdeen, South-Da- Fisher eignaðist fimmbura. — frá vinstri eru: Mary Margaret, Ann. kota í Bandaríkjunum fyrir 4 JJörnin döfnuðu vel, og var Mary Magdalene, James And- Mynd þessi er af dr. Werner Heyde, stríðsglæpamanninum þýzka, sem sakaður var um morð á um 100 þúsund manns á dögum Hitlers. Réttarhöld i máli hans og fjögurra annarra glæpamanna hófust sl. þriðju- dag. Dr. Heyde mætti ekki við réttarhöldin. Hann hengdi sig i fangaklefa sinum í síðustu viku. Rússneskur skurðlæknir, dr. Anastas Lapchinsky, græddi ný- lega Iöpp á hund með góðum árangri. Sést læknirinn hér skoða sjúklinginn, sem heitir Bratki, eftir aðgerðina. Virðist hundin- um ekki hafa mislíkað meðferðin. Með á myndinn> er ein af hjúkrunarkonum sjúkrahússins í Moskvu. Þetta er finnskur hafnarverkamaður, Toivo Siivo, 52 ára, og var myndin tekin þegar hann setti nýtt heimsmet, þ.e. heimsmet í að halda sér vakandi. Fyrra heimsmetið átti italskur húsamálari, og var það ellefu dagar og sex stundir. Silvo sló metið sl. laugardag, og ætlaði þá að halda áfram. Þegar hann syfjaði fór hann i gönguferð í snjónum til að halda sér vakandi. Þetta er rannsóknarnenfdin, sem Johnson forseti skipaði til að kanna morðið á Kennedy forseta. 1 nefndinni eru, talið frá vinstri: Allen Dulles, fyrrum yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar (CID), Hale Boggs, fuiltrúadeildar-þingmaður, John Sherman Cooper, öldungadeildar-þingmaður, Earl Warren, forseti hæstaréttar, sem er formaður nefndarinnar, Richard Russel, öldungadeildar- þingmaður, John McCloy, fyrrv. hernámsstjóri Bandaríkjanna í V-Þýzkalandi, og Gerald Ford, f ulltrúadeildar-þingmað ur. Kosningar fóru fram í Grikklandi um síðustu helgi, og lauk þeim með miklum sigri Fapandreous, leiðtoga Miðflokkasam- bandsins. Hér sést vel þekktur kjósandi á leið á kjörstað, en það er leikkonan Melina Mercouri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.