Morgunblaðið - 15.03.1964, Síða 31

Morgunblaðið - 15.03.1964, Síða 31
* Sunnudagur 15. marz 1964 MORCUNBLAÐIÐ 31 Operutónleikar Sinfoníusveitarinnar ÖÐRU hverju síðan samkomu- hús Háskólans var tekið í notk- un hefir í tónleikaumsögnum Mbl. verið vikið að hljómburði í húsinu. Til þess hafa legið brýnar ástæður. Það dróst lengi að koma upp svonefndum „plast himni“, sem gert hafði verið ráð fyrir á teikningu hússins og sum ir gerðu sér vonir um að mundi valda breytingu til bóta. En von brigðum hefir hann valdið enn sem komið er, og engar tilraun- ir hafa verið gerðar, svo að vitað sé, til þess að ganga úr skugga um. hvernig hann gæti gert mest gagn. Fullyrða má, að eins og er hefir hann hverfandi lítil áhrif á hljómburð fram í salinn Til þess hallast hann alltof lítið. Hallinn er ekki meiri en svo, að fremstu plöturnar í „himninum" geta kastað fram á fimmtu sæta röð í salnum þeim tónum, sem koma aftast af sviðinu, þ. e. frá sláttarhljóðfærum og öftustu blásurum. Aftari plöturnar hafa þar engin bein áhrif og þaðan af síður, þegar lengra kemur fram í salinn. Hafi það verið aetlunarverk þessa „himins“ að lyfta undir hljómburð til áheyrenda, er í rauninni engu líkara — svo ólíklegt sem það kann að virðast, — en að hann hafi verið hengdur upp öfugt, þannig að aftur snúi það sem fram ætti að snúa. Til þess bendir það, hvernig plastplöt- urnar eru festar á bitana, sem bera þær uppi, og getur hver sem er gengið úr skugga um þetta, Áberandi hefir verið, að söngvarar, sem fram hafa kom- ið á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, hafa átt furðu erfitt með að láta til sín heyra fram í salinn. Sama hefir gilt um einleikara þótt þá hafi hljóð færinu oft verið kennt um, og raunar alla þá tónlistarmenn, aem settir hafa verið niður á fremsta stalli tónleikapallsins. Þetta hafa fiðluleikarar hljóm- 6veitarinnar fundið fyrir löngu og flutt sig á næsta pall fyrir oftan. Þetta á að nokkru leyti skýringu sina á því, hve „him- inninn“ hallast lítið, eins og áður er vikið að, hinsvegar í þeirri staðreynd, að hann nær alls ekki fram yfir þennan fremsta stall. Að svo miklu leyti sem plöturnar kunna að endurkasta tónum, sem þaðan koma, murvu þeir því fremur leita aftur á sviðið en fram í sal- inn. Litlu betur eru fiðluleik- ararnir settir á næsta palli, lang bezt þeir, sem aftast eru á svið- inu, þ. 'e. þeir, sem sízt þurfa á hjálpinni að halda. Liggur í augum uppi, að þetta er síður en svo fallið til að auka jafn- vægi í samsvörun í heildar- hljómi hljómsveitarinnar. Það þarf þegar í stað að hefja tilraunir með það, hvað hægt er að gera til að bæta hljóm- burð í þessu dýra og að mörgu leyti glæsilega húsi. Hér hefir verið fjölyrt nokkuð um „plast- himinninn", en vitanlega koma hér ýmis fleiri atriði til greina, sem athugunar þurfa. Ég efast ekki um, að arkitektar hússins hafi reiknað sín dæmi rétt. En löng og dýrkeypt reynsla sann- ar, að slíkir reikningar eru ekki einhlítir. Haustið 1962 var tek- inn í notkun nýr tónleikasalur í New York, Philharmonic Hall. Það þarf ekki að efa, að vel var vandað til alls undirbúnings að þeirri byggingu. Þó var lögð mikil vinna og hugvit í tilraunir til að bæta hljómburðinn eftir að gengið hafði verið frá saln- um eftir fyrirsögn sérfræðinga, og er þess ekki getið, að þeim hafi þótt sér misboðið með því. Frá þessu sagði ég hér í blaðinu fyrir meira en ári til athugunar og eftirbreytni, og verður ekki endurtekið nú. En hér þarf að hefjast handar, og það án frek- ari takar. Á óperutónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar, sem haldnir voru sl. miðvikudag, urðu þær hugsanir sem að ofan greinir óvenjulega áleitnar. Það kom sem sé í ljós um leið og Guð- mundur Jónsson upphóf Cava- tinuna úr Rakaranum í Sevilla, að hátalarar voru í sambandi í salnum til þess að „lyfta undir“ rödd söngvarans. Það skal tek- ið fram, að þeim var beitt með ýtrustu hófsemi og má vera, að þeir hafi gert einhverjum hlust- endum gagn, en fyrir þann sem þetta ritar voru þeir aðeins til truflunar. Aðalatriðið er þó hitt, að eitthvað meira en lítið er bogið við þann tónleikasal, ekki stærri en þennan, þótt stór sé á okkar mælikvarða, þar sem nauðsyn er talin að grípa til slíkra örþrifaráða. — Eftir hlé á þessum tónleikum flutti ég mig aftast í salinn og heyrði þá ekki lengur í hátölurunum, hvað sem því kann að valda. En þegar styrkur hljómsveitarinnar komst upp í mezzoforte eða tók að nálgast forte, heyrðist ekki held ur í söngvurunum, og áttu þeir allir sammerkt um það. Annars voru þessir tónleikar um margt ánægjulegir, og tví- mælalaust er vænlegt til vin- sælda fyrir hljómsveitina að efna öðru hverju til óperutón- leika af þessu eða svipuðu tagi. Söngvararnir Eygló Viktors- dóttir, Sigurveig Hjaltested, Guðmundur Guðjónsson og Guð mundur Jónsson báru hér hita og þunga dagsins. Eygló mun ekki áður hafa færzt í fang svo mikið viðfangsefni opinberlega, og hélt hún þó með sóma sínum hlut á móti hinum reyndari söngvurum. Hlutverk Sigurveig- ar Hjaltested hafði minnst tæki færi að bjóða, en aría hennar úr Cavalleria rusticana var þó það sem hæst bar á tónleikunum. Guðmundarnir báðir hafa áður gert betur. Efstu tónar beggja virtust óöruggir og mattir, — eða er þar kannske enn saln- um um að kenna? Leikur hljómsveitarinnar bar þess nokkur merki, að æfingar munu hafa verið í færra lagi. En stjórn Proinnsias O’Duinns var nákvæm og örugg, hófsamleg og smekkvísleg Jón Þórarinsson. — Jarðskjálftar Fram/hald af bls. 32. miklar að börnin vöknuðu af svefni. Þetta eru þungar drunur, en ekki hvellur, sennilega líkast fallbyssudrunum í fjarska. Kl. 8,30 á laugardagsmorgun kom svo aftur snöggur þytur, eins og snörp vindihviða, sem hreyfði húsið. Þetta eru lang- mestu jarðhræringar sem hér hafa komið og kippirnir á föstu dagskvöldið fundust miklu sterk ar en þegar jarðskjálftarnir voru út af Skagafirði í fyrra. Merki um hlaup i Kaldalónl. — Drunurnar virðast koma úr NNA, segir Sigurður eða í átt- ina frá Drangajökli. Hlaup í jökl inum hefur ekki gerzt í ok/kar tíð. En það eru greinileg merki eftir hlaup, sem áreiðanlega hef- ur verið mi/kið hlaup við Kalda lón. Það hefur verið fyrr á öld- um. Er talið að þar hafi verið bæir, en þeir eyðzt í hlaupi. Jarðskjálftanna hefur mest orð ið vart í Ármúla, en einnig á<Þ bæjunum í kring, Skjaldfönn, Laugarási, Melgraseyri og á Hamri. Á Snæfjallaströndinni hef ur þeirra orðið vart, en ekki í Langadal eða sunnan Isafjarðar djúps. Topor ÍB fyrir KB? Síðasti stórleikur tyrir utantör í KVÖLD sunnudag, fer fram að Hálogalandi síðasti stórleikur inn í körfubolta áður en lands- liðið heldur utan til Polar Cup keppninnar í Finnlandi. Eigast þar við tvö helztu baráttulið ís- landsmótsins í meistaraflokki IR og KR. Víst er að um geysi- spennandi leik verður að ræða því liðin hafa verið alljöfn und- anfarið, en nú hefur ÍR misst tvo af sínum landsliðs- mönnum i rúmið, þá Guðmund Þorsteinsson og Viðar Ólafsson. KR-ingar mæta hins vegar með fullt lið og alla sína fjóra lands- liðsmenn. Ættu þá að vera góðar líkur á að áhorfendur fái að sjá fyrsta ósigur ÍR í meistaraflokki um áraibil. Tveir aðrir leikir verða einnig háðir í kvöld þ.e Skarphéðinn ÍR og KR-ÍS í I. flokki. Verður áreiðanlega um skemmtilegt leikkvöld að ræða að Hálogalandi í kvöld kl. 8.15. hafið þér séð GOSA hann er kominn út Munið bazorinn KIRKJUNEFND kvenna dóm- kirkjunnar heldur bazar næstk. þriðjudag í Góðtemplarahúsinu uppi og verður húsið opnað kl. 2. Margir góðir og ódýrir munir verða á bazarnum eins og áður, en ágóðanum verður varið til að kaupa kirkjugripi og annað sem nauðsynlegt er til safnaðarstarfs- ins. Fyrir dyrum standa allmiklar framkvæmdir á lofti kirkjunnar, til þess að fá þar samkomusal og önnur starfsskilyrði fyrir þá, sem starfa vilja fyrir kirkjuna. Þarf þá margt að kaupa, til þess að hægt verði að hafa allt sem vist- legast. Þannig er fjöldi verkefna til að vinna að. Kirkjunefndin heitir á velunn- ara dómkirkjunnar að styðja bazarinn á þriðjudaginn kemur og sýna þannig hug sinn til kirkj- unnar. — Sjónvarpið Framzhald af bls. 32. af sjónvarpi. Kvað hann mót- mælayfirlýsingu 60-mennanna vera dulbúna. í henni felist einnig það, að þeir, sem undir hana rituðu væru á móti íslenzku sjónvarpi, yfirleitt sjónvarpi í hverri mynd sem það birtist. Minnti þetta óneitanlega á suður reið bænda 1906 til þess að mót- mæla símamim. Þá spurði sjónvarpeeigandi þess, hver hygðist bæta 3,000 ís- lenzkum fjölskyldum tjón það, sem þær myndu verða fyrir, ef lokað yrði fyrir stöðina. Að sjálf sögðu yrðu sjónvarpseigendur að taka á sig skellinn, ef varnarlið- ið færi héðan og legði niður starf semina. Meðan svo væri ekki væri verið að vinna vísvitandi skemmdarverk. Loks minnti sjónvarpseigand- inn á þá staðreynd, að þótt „60- kjósendur" hefðu mótmælt sjón- varpinu, þá skiptu þeir þúsund- um, sem ánægju hefðu af því, og þar af leiðandi gæti það orðið vafasamur ávinningur þingmönn um, að svipta þá verðmætum og ánægju. Kvað sjónvarpseigand inn þá leið nú eina færa fyrir þá, sem sjónvarpstæki ættu eða notuðu, að stofna með sér sam- tök til að gæta réttar síns. — Lungakrabbi Framh. af bls. 1. Ochsner sagði enn fremur, að á þessu ári myndi fleiri deyja úr lungnakrabba 1 Bandaríkjunum, heldur en 1 bílslysum. Hann lagði sérstaka áherzlu á, að undanfarið hefði verið mikið talað um óhreink- un andrúmsloftsins, og hún tal in orsök krabba í öndunarfær- um. Sérstaklega kvað hann hafa verið bent á England, þ.e. London, í þessu sambandi. Hann kvað kenninguna e.t.v. ekki fjarstæðukennda, ef litið væri á London út af fyrir sig. Hins vegar kvaðst hann vilja benda á, að lungnakrabbi væri eins algengur í Danmörku, þótt þar gætti engra óhrein- inda í lofti, í líkingu við það, sem gerðist í Englandi. — Kýpur Framhald af bls. 1. hætta við för sína til New York, nú um helgina, en halda þess í stað til Nicosia. Hermenn þeir, sem Kanada sendi í dag til Kýpur, á vegum S.Þ., eru um 100 talsins. Kanada mun þó senda um 1150 hermenn til viðbótar, á næstu tveimur vikum. Tilkynnt hefur verið, að Svíþjóð og írland muni leggja gæzluhernum lið. Sir Alec Douglas Home, for- sætisráðherra Breta, efndi í morgun til fundar með Butler, utanrikisráðherra, og Sandys, nýlendumálaráðherra. Ræddu þeir Kýpurmálið. Ekkert hefur enn verið látið uppi um, hvað þeim fór á milli. Síðar í morgun kom Sir Atec til fundar við Wilson, formann brezku stjórnarandstöðunnar, og mun forsætisráðherrann hafa gert honum grein fyrir síðwatu atburðum í málinu. — Tryggingar- félög in Fram/hald af bls. 3. er veldur rúðubroti á annarri bifreið, eigi að bæta tjónið. Voru því látin fara fram tvö prófimál, annað þar sem Vátryggingarfé- lagið átti hlut að máli og hitt þar sem Samvinnutryggingar átbu hlut að máli. Er nýfallinn dóm- ur í fyrra málinu, þar sem trygg ingarfélagið var dæmt til að greiða tjónið. Af þeim sökum auglýsa tryggingarfélögin nú eft- ir þeim bifreiðaeigendum sem telja sig eiga kröfu á þau og ætla sameiginlega að fjalla um kröfurnar og tilkynna kröfuhöf- um afstöðu sína til hinna ein- stöku tjóna. Hlutuve’ta Knattspyrnufélagsins Þróttar cr í dag kl. 2 í Breiðfirðingabúð (uppi) — Fiöldi göðra muna — Ekisiert bappdrætti — Engiiin núll. IMEFNDIIN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.