Morgunblaðið - 09.04.1964, Side 26

Morgunblaðið - 09.04.1964, Side 26
26 MÓRáí1NBLAÐIÐ Fímmtudagur 9. aprf! 1964 Nokkrir a£ landsliðsmönnunu m norsku sem hingað kom í næstu viku: Frá vinstri taliö. Oddvar Klepperaas markvörður, Knut Larsen, K' ’! Svestad íyrirliði norska landsliðsins, Ingvar Engum, Erik Sshönfeldt og Kai Ringlund. Allt eru þetta norskir landsliðsmenn. Frægasta haridknattleikslið Noregs með 10 landsliðsmenn kemur hingað Leikur hér fimm leiki í boði Víkings m.a. við tilraunalandslið EITT frægasta og bezta hand- knattleikslið Noregs kemur hingað í nrzstu viku og leikur hér 5 leiki við beztu lið ísl. handknattleiksmanna. Liðið kem ur hingað á vegum Víkings. Er hér um að ræða liðið Fred- ensborg Ski- og Ballklub í Oslo. Af 12 leikmönnum Fred- ensborg eru 10 sem leikið hafa með norska landsliðinu samtals 225 landsleiki. Fjórir af liðsmönnum voru með í norska landsliðinu sem sent var til heimsmeistarakeppn- innar og .vann þar frægan sigur yfir landsliði Rússa sem er á hraðri leið til æðstu titla sem handknattleiks- menn keppa um. Ár 5 sinnum Noregsmeistarar Forráðamenn handknattleiks- deildar Víkings ræddu við fréttamenn í gær og skýrðu frá að Fredensborgarliðið hefði Hér eru liðsmenn KR í 4. aldursflokki. Þeir sigruðu isínum flokki á nýafstöðnu íslandsmóti í körfuknattleik. komizt upp í. deildina norsku 1955 og síðan 5 sinnum orðið Noregsmeistarar, síðast 1963. Nú mun liðið vera í 2. sæti í 1. deildinna norsku. Liðið hefur margan frægan sigur unnið í keppni við beztu annara landa. Það hefuir t. d. unnið þýzku meistarana og danska liðið AGF sem löngum hefur verið eitt af beztu lið- um Dana. Þetta lið vann Skov- bakken 11—10 í keppni um handknattleiksbikar . Evrópu eða sama árið og Skovbakken vann Fram í framlengdum leik í Árósum sem frægt varð. Það er því ekki vafi á að hér er um mjög gott lið að ræða sem verður ánægjulegt og skemmtilegt að sjá í beppni við beztu handknattleiksmenn ísl. liða. Leikirnir 5 verða þessir: 17. apríl gegn Víking. 19. apríl gegn úrvalsliði S-Vesturlands. 21. apríl gegn Reykjavíkurúr- vali. 23. apríl gegn íslandsmeistur- um Fram. 25. apríl gegn FH. Allir leikirnir fara fram að Hálogalandi nema leikurinn gegn úrvalsliði S-Vesturlands sem fram fer í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli. Þekktustu leikmenn liðsins nú eru þeir fjórir sem voru í landsliðinu norska í nýafstað- inni heimsmeistarakeppni. Fyrsta skal frægan telja mark- vörðinn Oddvar Klepperas sem leikið hefur 40 landsleiki og orðið víðfrægur«fyrir getu sína í markinu. Fyrirliði liðsins og jafnframt fyrirliði norska lands liðsins er Svestad sem leikið hefur 44 landsleiki. Þá eru það Ringlund með 26 landsleiki og Finn Arne Johansen með 29 landsleiki. Oskar Cuomundsson KR Rvíkurmeist. í badminton 48 manns. kepptu um Reykja- víkur titla í 4 ke'ppnisgreinum REYKJAVÍKURMÓT í bad- minton var haldið dagana 4. og 5. apríl í íþróttahúsi Vals við Hliðarenda. Tennis- og Badmin- tonfélag Reykjavíkur sá um mótið. Keppendur voru frá þrem félögum: TBR, KR og SKB (Skandinavisk Boldklub); 36 frá TBR, 11 /rá KR og 1 írá SKB. Reykjavíkurmeistarar '1964 urðu: Einl.leikur karla Óskar Guð- mpndsson KR, vann Lárus Guð mundsson í úrslitaleik 15:7 og 15:3. Tvíl.lleik kvenna: Rannveig Magnúsdóttir og Hulda Guð- mundsdóttir léku úrslitaleik móti Jónínu Nieljóhníusdóttur og Júlíöriu Isebam: 5:15; 15:8; 15:7. Allar í TBR. Tvíl.leikur karla: Jón Árna- son og Viðar Guðjónsson TBR, sem unnu Óskar Guðmundsson KR og Garðar Alfonsson TBR: 15:10 og 15:7. Tvenndarkeppni: Halldóra Thoroddsen og Jón Árnason TBR, unnu Jónínu Nieljláhníus dóttur og Lárus Guðmundsson TBR: 15:3; 6:15 og 15:7. íslendingur dæmir leik Svín og Kýpurbún SAMKVÆMT tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusam bandinu hefur verið ákveðið, að íslenzkur dómari. dæmi leik milli Svíþjóðar og Kýpur, sem fram mun fara í Svíþjóð. Er leikur þessi í undankeppni fyrir Heims- meistarakeppnina. Ekki hef- ur enn verið ákveðið hve- nær leikur þessi fer fram, né heldur hvaða ísl. dómari fær verkefnið. Þá er ákveðið, að dómar- ar á fyrirhugaða landsleiki n.k. sumar verða frá þess- um löndum: ísland — Finnland: írskur dómari. ísland — Skotland: Norsk- ur dómari. Island — Bermuda: Sænsk ur dómari. 37 glímumenn keppa í Landsflokkaglímunni Hfeðal keppenda eru bræð- * urnir Armann J. og Lárus Lárussynir LANDSFLOKKAGLÍMAN 1964 verður háð í Reykjavík n.k. sunnudag, 12. apríl. Þátttaka í þessu glímumóti er mjög góð, og bendir til þess að fróska sé nú að færast í íslenzku glímuna. Til keppninnar eru skráðir 37 glímumenn frá 5 íþróttafélög- um og héraðssamböndum. Keppt verður í þremur þyngdarflokkum fullorðinna og tveimur aldursflokkum drengja. f I. þyngdarflokki eru 8 kepp- endur, meðal þeirra Ármann Lárusson (Umf. Breiðablik), Kristmundur Guðmundsson (Glímufél. Ármanni) og Lárus Lárusson (Glímufél. Ármanni). f II. þyngdarflokki eru kepp- end.ur 6, þeirra á meðal Guð- mundur Jónsson (KR), Gunnar Ingvarsson (Ármanni) og Hilm ari Bjarnason (KR). f III. þyngdarflokki keppa 6 glímu- menn, m. a. Guðmundur Freyr Halldórsson (Ármanni), Elías Árnason (KR) og Þórir Sigurðs son (Skarphéðni). f flokki drepgja 16—19 ára eru 8 kepp- endur og í unglingaflokki 9 keppendur. Glímufélagið Ármann sendir 12 þátttakendur til keppninnar, Héraðssambandið Skarphéðinn 8, Knattspyrnufélag Reykjavík- ur 8, Héraðssamband Snæfells- ness og Hnappadalssýslu 7 og Ungmennafélagið Breiðublik í Kópavogi 2. Glímudeild Glímufélagsins Ár manns sér .um undirbúning og framkvæmd Landsflokkaglím- uriftar að þessu sinni. Lægðin yfir Grænlandshaf- inu stýrir hingað til lands köldu lofti frá norðurhéruð- um Kanada. Þar er hiti þess lágur, eða 20 til 30 stig frost. En á leiðinni yfir hafið hlýn ar það og drekkur í sig raka úr sjónuna og skilar svo aftur í útsynningshryðjunum sem skúrum, hagli eða snjó og krapaéljum. Á hádegi í gær var hitinn aðeins eitt til fimm stig á V- og SV-landi, en á Norður- og Austurlandi, þar sem vindur stóð af landi og sólar naut, var hitinn 5 til 9 stig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.