Morgunblaðið - 25.04.1964, Page 20

Morgunblaðið - 25.04.1964, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 25. aprfl 1964 ^//ELÍZABSTH 60 T^IÆRR Uælum Þetta kom svo á óvart, að skelf Ingin sást í hverjum andlits- drætti á Ruth. Þetta var svo fjarri öllu sanni og svo þver- öfugt við það, sem gerzt hafði, að sem snöggvast datt henni ekki í hug, að henni væri ætlað að taka spurningunni í aivöru. Hún gat ekki skilið, að hú.n hefði neina hættu í för með sér. Hún þyrfti ekki annað en segja, að þetta væri bull og vitleysa. Það skyldi hún segja og henni yrði trúað. En samt var röddin hás, er hún svaraði: — Þetta er blátt áfram ekki satt. — En þér sáust nú samt, sagði Cirio. — En það getur bara ekki verið. Ég var þarna alls ekki. — Vitni hefur komið fram, sagði Cirio, — sem segir, að hún hafi séð yður á þeim tíma, sem þér segizt hafa verið heima hjá frú Ranzi, og gera þetta, sem ég sagði. — Hver er hún? — Það er konan í búðinni við hornið, þegar vegurinn liggur niður að klettunum. Hú.n segist hafa setið í dyrunum hjá sér, og séð yður aka fram hjá og koma svo aftur eftir stutta stund. — En það er bara ómögulegt . . aigjörlega útilokað! En um leið og hún sagði þetta, varð henni ijós hættan, sem yfir vofði. Þegar hún leit á menn- ina, sem þarna voru, sá hún ekki á þeim annað en hræðileg- an kæruleysissvip. Jafnvel Ranzi leit ekki út eins og mennskur maður. En sjálf hætt- an var enn ekki komin í ljós. Eitthvað lá að baki þessarar fár- ánlegu ásökunar, sem fram var komin . . eitthvað, sem ekki var eins fáránlega vitlaust. Hvað var það? Hvernig gat hún fest fing- ur á því? Andlit hennar bar með sér áhyggjur og taugaóstyrk, þar sem hún sat þarna. Og það var eins og Cirio fyndi þetta á sér og sæi gegn um það, og talaði nú með meiri áherzlu: — Þessi kona þekkir yður vel í sjón. Hún sá yður einmitt þennan sama morgun og þá í sama kjól og með sama klútinn yfir höfðinu og með sömu sólgleraugun, á ieið niður að sjónum. Hún er reiðubúin að sverja það. — Ég sé- En hún hafði nú einmitt enn ekki séð það sem hana iangaði mest að sjá . . mikilvægið að baki þessarar ásökunar. En þá sá hún það snögglega. Ef gamla konan í búðinni hefði séð einhverja taka bílinn út úr skúrnum og koma með hann aftur, þá hefði hún líka átt að geta séð Stephen gera það sama, nokkru síðar. Ef hún hefði enn setið í dyrunum hjá sér, hefði hún næstum óumflýjanlega séð hann. Og ekki einungis það, heldur væri hún áreiðanlega búin að segja lögreglunni það, nú þegar. En -hafði gamla konan enn setið í dyrunum, seinni hluta eftir middagsins? Ruth greip hendi fyrir augun og reyndi að sjá fyrir sér litlu búðina, eins og hún hafði raunverulega litið út, þegar hún ók þar fram hjá í lögreglubílnum. Hafði þessi digra mannvera verið í dyrun- um þá? Cirio misskildi þessa hreyf- ingu hennar. Hann hélt, að varn- ir hennar væru að hrynja til grunna, og að hún væri farin að gráta. Hann reyndi að nota sér þetta tækifæri og talaði nú í mildari tón. — Þér ættuð að segja mér það, sem þér vitið. Hversvegna gerðuð þér þetta, sem þér gerðuð? Ruth þrýsti fingrunum fyrir augun og sá þá fyrir þeim ýmsar kynjamyndir í dimmunni. Hún minntist hóps kvenna við veg- arbrúnina. Hóps kvenna með fötur og krukkur, sem biðu eftir vatnsvagninum frá San Antioco. Feitrar gamallar konu með rauðan klút um höfuðið, sem sat í miðjum hópnum. Það var gamla konan úr búðinni. En lög- reglubíllinn hafði ekki mætt vatnsvagninum á leið niður brekkuna. Líklega hafði vatns- vagninn verið á eftir áætlun, eins og oft skeði. Konurnar hlutu að hafa orðið að bíða tals- vert við vegarbrúnina. Og svo hefði verið allt málæið og gam- ansemin kring um vagninn með- an ekillinn fyllti íiátin, sem kon urnar höfðu komið með, og svo hefði orðið eitthvert meira skraf áður en þær gátu haft sig í það að skilja . . Það var því vel hugs anlegt, að gamla konan hefði alls ekki séð Stephen taka bíl- inn út úr skúrnum og koma hon um þar fyrir aftur. Ruth andvarpaði og leit upp. Augun voru þurr og skáer. — Það var ekki ég, sem hún, sá, sagði hún, — heldur sá hún einhverja aðra, sem var í kjóln um mínum og með klútinn minn og sólgleraugun. — Hún segist hafa séð yður á stuttu færi, eins búna, fyrr um daginn. — Ljósbláan kjól og rauðan og hvítan klút. — Einmitt. — En sjáið þér til . . ég skipti Mikið myndi fará þér vel að hafa sítt hár. um föt, þegar ég kom úr sjón- um, sagði Ruth. — Ég fór í græn an kjól og ég var hvorki með klútinn né sólgleraugun. — Þér eruð þá að gefa í skyn, að einhver hafi farið í yðar föt beinlínis í þeim tilgangi að gefa sig út fyrir fyrir yður? — Auðvitað. Og hvernig ætti gamla konan að geta séð þetta rétt á svona löngu færi? Klút- urinn þekur alveg hárið og gler augun gjörbreyta andlitinu. Sannast að segja held ég, að á miklu styttra færi en þarna að búðinni væri hægt að blekkja hvern þann, sem ekki þekkti mann nema lauslega, að minnsta kosti ef sú sama væri óvenju- lega máluð. — Það er satt, sagði Cirio. — En hver getur hafa verið í fötun- um af yður? BYLTINGIN RUSSLANDI 19 17 ALAN MOOREHEAD Eina mikilvæga emhættið, sem Rasputin þurfti nú mann í, var embætti innanríkisráðherra og í það fann hann mann, sem ekki verður betur lýst en sem skrípi. Alexander Protopopov var jafn fáránlegur og nafn hans, sleiktur og snyrtilegur maður, eins og skraddaradúkka er snyrtileg. Hann hafði mjúka og vingjarnlega framkomu. Ný- lega hafði hann, sem varaforseti Dú.munnar, verið fyrir sendi- nefnd til Englands, og í Stokk- hólmi, á heimleiðinni, hafði hann komizt í samband við Þjóð verja. Eigi er vitað, hve miklar tilraunir hann kann að hafa gert til að semja frið í Stokkhólmi, en slíkar tilraunir gætu vel hafa átt stuðning Sturmers, sem sjálf ur var af þýzkum uppruna. Önnur helztu einkenni Protopo- povs voru þau, að hann var dá- lítið brot af dulspekinni og var eitthvað að fást við dulræn efni; auk þess þjáðist hann af lang- vinnum sjúkdómi, sennilega sýfíiis. Hann var sem sagt sjúk- ur og hálfbrjálaður. Keisarafrú- in var stórhrifin af honum. Hinn 20. september 1916 skrif- aði hún Nikulási: „Gregory (Rasputin) biður þig innilega að útnefna Protopopov“, og tveim dögum síðar: „Góði gerðu Protopopov að innanríkisráð- herra. Þar sem hann er þing- maður, getur það haft mikil áhrif og stungið upp í þá“. En jafnvel Nikulás hafði eitthvað ekið sér í fyrstunni. Hann skrif- aði: „Álit Vinar okkar á mönn- um er stundum dálítið einkenni- legt“. Samt lét hann undan; nýi ráðherrann var settur í em- bætti, 3. október 1916. Protopo- pov var frá sér numinn af barns legri gleði, við þannan frama. Þegar einn þingmaður lét þess getið við hann, að útnefningin væri opinbert hneyksli og hann ætti að segja tafarlaust af sér, æpti hann: „Hvernig geturðu farið fram á, að ég segi af mer? Alla mina ævi hefur mig dreymt um að verða vara-landsstjóri og nú er ég orðinn ráðherra!“ Rasputin hafði nú stjórnar- taumana í höndum sér fyrir fullt og allt. Hann hafði gert alla steinhissa, jafnvel verstu smjaðr arana, mestu efasemdamennina og þá, sem gramastir voru. Þeir virtust ekkert geta gert: hann var raunverulega drottnari Rúss- lands. Hann fór um Petrograd eins og höfðingi, hélt hirð í íbúð sinni, útdeildi embættum til eiginmanna kvennanna, sem sváfu hjá honum, en rak úr em- bætti mennina hinna, sem vís- uðu honum á bug. Jafnvel há embætti í kirkjunni voru skipuð loddurum og pólitiskum prest- um, sem hann hafði valið. Eng- inn maður, sem snerist gegn hon um, var öruggur um sig. Hvað keisarafrúna snerti, var hennar eina áhyggja sú, að Nikulás kynni að linast, nú er einræðið var aftur að komast til síns forna gengis. „Láttu ekki und- an. Vertu húsbóndinn. Farðu að ráðum litlu konunnar þinnar og Vinar Okkar. Trúðu á okkur“. Nikulás hafði að mögu leyti kunnað vel við sig á vígstöðv- unum. Hann hafði hatað „eitr- aða loftið í Petrograd", og sendi- herrum og ráðherrum, sem heim sóttu hann í aðalstöðvum hans, fannst hann vel útlítandi og von góður. Og nýja herstjórnin hafði að öllu samanlögðu hreint ekki reynzt illa. Eftir undanhaldið, sumarið 1915, áttu Þjóðverjar ekki annars úrkosta en að vera í varnarstellingu; í Frakklandi KALLI KUREKI Teiknari; FRED HARMAN JQS ZEDAUD TH£ 0/-T/M£R BHEAK camp/h 7y£ MoeAi/Mo- — - r THIS PROFESSOR BOÆÖ-S H20M HARV'ARD IS A S-EOL0&IST AW ARCHEOLOSIST/ ICHOWð ALL ABOJT ÍLOCKS A»’ MIWE2ALS/ H6S JUSTTALKIM' í MOPC? H£ LOOkED IT ^-| IT DOWM/ I BET OVER.-'WOULDM’T &IVE H£ 0FFEEED T’SUYJ A MICKEL FOR ITf SAYS ITCHEAP/ r—'■'1 WE'D MAKE A0OUTA BUCK A DAY WORKIM’ IT/ Kalli og Gamli leggja upp í bítið morguninn eftir. — I>essi prófessor Boggs tió, Har- vard er jarðfræðingur og fomleifa- fræðingur. Og hann veit allt sem vert er að vita um steina og mála. — Og hann segir að það sé ekkert í staðinn okkar varið — Ég er viss um að hér býr eitt- hvað undir. Ég skal veðja að hann bauðst til þess að kaupa það af þér fyrir lítið fé. — Nei, hreint ekki . , , hann leit aðeins yfir það — og sagði að það væri ekki túskildings virði. Hann sagði líka að við gætum haft svo sem emn dal á dag upp úr kraísinu. var skotgrafahernaðurinn von- laus og óendanlegur, að því er virtist, og Þýzkalandskeisari gat ekkert látið verulega að sér kveða í austri. í júní 1916 var hafin mikil rússnesk sókn sunn- antil, sem komst 25 mílur ínn í austurrísku víglínuna. Þetta var stærsti sigur Rússa í styrj- öldinni, og líklega hefði verið hægt að hafa verulegt gagn af honum, ef ekki Rúmínia hefði skotizt í leikinn í ágústmánuði. Hlutlaus Rúmenía hefði getað verið einskonar akkeri fyrir rússnesku víglínuna að sunnan. En bandamaður var hún hræði- legur ábaggi og það var mest fyrir orð Frakka og Rússa, að hún skarst í leikinn. Þjóðverjar flæddu brátt yfir þennan nýja dvergvaxna óvin, og rúmenski herinn, sem streymdi til baka inn í Rússland, orsakaði almennt undanhald. Það var vetrarkom- an, sem bjargaði málinu við. Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi er að Hlíðarvegi 63, sími 40748. Garðahreppur Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, sími 51247. Hafnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, sími 50374. Afgreiðslur blaðsins hafa með höndum alla þjónustu við kaupendur blaðsins og til þeirra skulu þeir snúa sér, er óska að gerast fastir kaupendur Morgunblaðs- ins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.