Morgunblaðið - 29.04.1964, Síða 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 29. apríl 1964
Hafmeyjarmálið rann-
sakaö sem morð væri
Frummyndin geymd á leyniSegum stað —
Hugmynd Carls Jacobsens og fyrirsæturnar
Kaupmannahafnarlögreglan
leitar enn mannsins eða
mannanna, sem söguðu höfuð-
ið af Hafmeyjunni við Löngu-
línu aðfaranótt sunnudagsins,
og dönsku blöðin segja, að
Hið fagra höfuð Hafmeyjar-
innar.
rannsókn málsins minni frem-
ur á rannsókn morðs en spell-
virkis.
„B.T.“ segir m.a.: „Ef við
gleymum pví um stund, að
höfuð Hafmeyjarinnar var sag
að af með jarnsög, sjáum við
að málatvik eru mjög lík og
um morð sé að ræða.
Ódæðið er framið að nóttu
og maður, sem af tilviljun á
leið fram hjá, uppgötvar að
ekki er allt með felldu. Hann
gerir lögreglunni aðvart og
hún umkringir svæðið hið bráð
asta til þess að koma í veg
fyrir að forvitnir vegfarendur
mái út spor, sem gætu bent
til þess hver ódæðismaðurinn
væri. Síðan er deild lögregl-
unnar, sem fjallar um manns-
morð og skemmdarverk gert
aðvart og fulltrúar hennar
koma á staðinn með spor-
hunda. Hundarnir eru látnir
leita nákvæmlega allt í kring
um fómarlambið, tekin eru
fingraför og Ijósmyndað frá
öllum hliðum. Þegar rannsókn
um á staðnum er lokið, er
klæði breitt yfir fórnarlambið
og það flutt á brott, en frosk-
menn halda áfram að kafa og
leita höfuðsins.“
• Ástæða.
Þegar rannsókninni á staðn-
um er lokið, reynir lögreglan
að gera sér grein fyrir því af
hvaða ástæðu ódæðið hafi ver-
ið framið, en í Hafmeyjarmál-
inu er ekki eins auðvelt að
finna hana og í flestum morð-
málum. Blöðin geta sér til um
ástæður. Flest eru þeirrar sikoð
urnar, að hér hafi geðveikur
maður verið a ferð, en eftir-
farandi tilgátur hafa komið
fram: 1. ölæði, 2. Geðbilun, 3.
Löngunin \il þess að eignast
sérstæðan minnjagrip 4. Löng-
unin til þess að vinna veðmál.
5. Löngunin til þess að vekja
eftirtekt og gera eitthvað, sem
sagt er frá á forsíðum blað-
anna 6. Eyðileggingarfýsn.
• Erfið rannsókn.
Ofangreindar ástæður geta
ekki orðið lögreglunni að
miklu liði, og talið er að rann-
sókn málsins verði mjög erfið.
Fingraför geta stundum komið
lögreglunni á spor ódæðis-
manna, en að þessu sinni er
sá möguleiki útilokaður vegna
þess að mjög margir ferða-
menn snerta Hafmeyjuna, og
Mynd þessi var tekin árið 1950 af höfundi styttunnar „Den
lille Havfrue". Var hann að gera litla afsteypu af frummynd-
inni, sem sézt í baksýn.
lögreglan yrði að ferðast um
allan heim og rannsaka hvort
þúsundir manna hefðu fjarvist
arsönnun aðfaranótt laugar-
dagsins 25. apríl, ef hún færi
eftir öllum þeim fingraförum
sem á styttunni fundust.
Merkin eftir sögina segja
Fjöldi Dana lagðl leið sína að Löngulínu eftir að fréttst hafði um skemmdarverkið á laugar-
daginn. Einnig þyrptust þangað fréttaljósmyndarar og sjónvarpstökumenn frá mörgum löndum.
aðeins lengri sögu. Af þeim
sést t.d., að höfuðið hefur ver-
ið sagað í tveimur áföngum.
Framan frá að miðju, síðan
aftan frá að miðju. Bronzið í
hálsi hafmeyjarinnar er 6 mm
á þykkrt, og talið er að tekið
hafi um klukkustund að saga
höfuðið af henni. Sárið eftir
sögina er ójafnt og sýnir Ijós-
lega, að maður sá, er verkið
vann, var ekki vanur að fara
með járnsög.
Sú staðreynd að heila
klukkustund tók að saga höf-
uðið af með járnsög, þykir
lögreglunni benda til þess að
ódæðið hafi ekki verið fram-
ið í augnabliksæði heldur und
irbúið og framið af yfirlögðu
ráði, því að þeir eru áreiðan-
lega fáir, sem ganga með járn-
sög í vasanum án nokkurs til-
gangs.
• Þriggja ára fangelsi.
Ef maðurinn <eða mennirn-
Framh. á bls. 8.
r<.
eu
D
„Aðeins“ tvo
sólarhringa
EINN af lesendum Mbl. skrif-
ar okkur og segist hafa verið
að hlusta á útvarpsviðtal við
vörubílstjóra í Hafnarfirði. Sá
sagðist ekki hafa vakað „nema“
tvo sólarhring í einu á þessari
vertíð — og var víst ekki að
'heyra á bílstjóranum, að hon-
um þætti þag tiltökumál, segir
bréfritari.
En bréfritarinn segist hins
vegar sjáifur verða miklu hæf-
ari til að aka bíl eftir 2-3 sjússa
fremur en eftir tveggja sólar-
hringa vöku. Spyr hann svo
hvort enginn hafi neitt að at-
huga við pað að bílstjórar aki
endalaust.
Hæfir ekki öllum
jafnvel
Ég efast efeki um að bréfrit-
ari væri fær í flestan sjó eftir
2-3 sjússa. Og bílstjórinn í
Hafnarfirði aeki sennilega bet-
ur en nofeferu sinni fyrr, ef
hann fengi sér nofekra sjússa
eftir 2-3 sólarhringa vöku.
Hitt er annað mál, að vitan-
lega skapar það hættu, ef
stjórnendur ökutækja — eða
annarra vélknúinna tækja —
njóta ekfei hvíldar í óeðlilegan
langan tíma. Bjargræðistíminn
hefur löngum verið ein sam-
felld törn hjá mörgum íslend-
inum — og síðan hafa komið
langar hvíldir á milli. Þetta er
að mörgu leyti háffgerður
tarna-búskapur hjá ofekur.
Ungir menn og hraustir hafa
sjálfsagt ekkert slæmt af að
vaika stöku sinnum nótt og nótt.
Þá munar a. m. k. ekki um að
vaika til að skemmta sér. En
þetta hæfir efeki öllu fólki
jafnvel — og aldurinn skiptir
sjálfsagt miklu málL
Vaktaskipti
Þegar mikill afli berst að
þykir jafnan sjálfsagt að leggja
hart að sér og engum dettur í
hug að skunda heim í háttinn,
ef hætta er á að aflinn skemm-
ist á meðan hvílzt er. Þess
vegna finnst mér bílstjóranum
í Hafnarfirði ekki láandi, þótt
hann vaki eins og hinir.
Samt verðum við að horfast
í augu við þá staðreynd, að bíl
stjórinn stofnar ekki aðeins
sínu líifi og limum í hættu, ef
hann sofnar undir stýri — og
þess vegna ætti skilyrðislaust
að hafa va'ktaskipti á bílum
sem öðrum vélknúnum tækj-
taekjum, þegar margra sólar-
hringa tarnir koma og enginn
tími gefst til hvíldar. Atvinnu-
rekenda eða verkstjóra bæri
að mínum dómi að sjá um
slífca verkaskiptingu, ef kostur
er — þ. e. a. s. ef bílstjórarnir
gera það ekki sjálfir.
En þetta er aðeins mitt per-
sónulega álit — og ég veit að
bílstjórarnir sjálfir eru mér
andvígir. Þeir vilja tafca sínar
tarnir eins og hinir, því að þær
gefa góðan pening. Og ef þeir
yrðu nú einhvern tíma syfjaðir,
þá þyrftu þeir ekfci annað en
taka 2-3 sjússa.
Menn með myndavélar
Ég sagði hér um daginn, að
nú væri búið að gera allt
„fyrst“ í Surtsey. J. Ó. skrifar
mér og segist vera að undirbúa
leiðangur út í Surtsey og spyr
hvort ekfci væri vegur að selja
myndir úr slífcri för. Segist
hann hafa hug á að gera eitt
og annað „fyrst“ — eða öllu
heldur hópurinn, því efeki verð-
ur J. Ó. einn á ferð, þótt hann
yrði þá „fyrsti“ maðurinn, sem
dveldist einn síns liðs í Surts-
ey. Biður hann um ábendingu
varðandi seljanlegar myndir.
Þag er aldrei neinn vandi að
selja góðar myndir — af hverju
sem þær eru. Fáum tekst hins
vegar að koma ljósmyndum
sínum í gott verð einfaldlega
vegna þess, að í flestum til-
fellum er um að ræða menn
með ljósmyndavélar — en ekfci
ljósmyndara. Það er nefnilega
efeki sama hver heldur á ljós-
myndavélinni.
ÞURKHIOOIIR
ERL ENDiNGARIlEZlAR
BRÆÐURNIR OKMSSON hf.
Vesturgotu i.
Simi 11467.