Morgunblaðið - 29.04.1964, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.04.1964, Qupperneq 8
8 MORCU N BLAÐSB Miðvikudagur 29. apríl 1964 Sjötugur / dag: Jón Jónsson á Hofi SJÖTUGUR er í dag Jón Jóns- sson, bóndi á Hofi á Höfða- strönd. Fæddur er hann 29. apríl Í894 að Valadal í Seylu- hreppi í Skagafirði og er hann eitt af þrettán börnum þeirra Jóns bónda Péturssonar í Vala- dal Pálmasonar og konu hans Sól veigar Éggertsdóttur Jónssonar prests í Mælifelli Sveinssonar. Árið 1921 hóf Jón búskap á eignarjörð sinni, stórbýlnu Hofi á Höfðaströnd og hefur búið þar rausnarbúi allt fram til þessa. Jón hefur verið áhrifamaður í sveit sinni og héraði og gegnt fjölmörgum opinberum trúnað- arstörfum. Oddviti Hofshrepps og sýslunefndarmaður hefur hann verið um langa tíð, for- maður búnaðarfélags sveitar sinnar og stjórnar Kaupfélags Austur-Skagfirðinga. Formaður fasteignamatsnefndar Skaga- fjarðarsýslu var hann 1938 og er fulltrúi sýslunefndar í fast- eignamatsnefnd er nú starfar. í stjórn Varmahlíðar hefur hann verið til margra ára. Hann á sæti á kirkjuþingi. Þessi upptalning á störfum Jóns í Hofi er engan veginn tæm andi, en hún sýnir þá, að Jón í Hofi hefir á lífsleið sinni mjög komið við sögu og málefni hér- aðs síns. Jón á Hofi er kvæntur Sigur- línu Björnsdóttur bónda í Brekku í Seyluhreppi Bjarna- sonar. Sigurlína á Hofi er glæsi- leg höfðingskona og hefur höfð- ingsbragur þeirra hjóna beggja notið sín vel á hinu glæsílega stórbýli. Þriggja barna varð þeim hjón um auðið og eru tvö á lífi tví- burasystkinin Pálmi, lögfræð- ingur í Reykjavík, kvæntur Jónínu Gísladóttur og Sólveig gift Ásbergi Sigurðssyni lög- fræðingi. Jón á Hofi er góður félagi í glöðum hópi. Hestamaður er hann mikill svo sem var Jón faðir hans, og hefur hann átt marga gæðinga, sem honum er yndi að minnast og segja frá. Sem dæmi um það, hvílikur hestamaður Jón á Hofi er og hversu vel hann kann að meta kosti íslenzka hestsins og þátt hans í íslenzku þjóðlífi, er það, að hann gekkst fyrir því að reisa minnismerki yfir einum glæstasta gæðingi Skagafjarðar, Stígaiida Jóns Péturssonar. Minn ismerki þessu var valinn staðar á Skiphóli í Vallhólmi en þar var Stígandi heygður. Ég árna þessum kunna skag- firzka bónda og fjölskyldu hans allra heilla á þessum tímamót- um. Vinur. — Hafmeyjan Framhald af bls. 6 ir), sem sagaði höfuðið af Haf- meyjunni finnst verður hon- um refsað samkvæmt 194. grein dönsku hegningarlag- anna, en þar segir: „Sá, sem nemur á brott, eyðileggur eða skaðar opinber minnismerki eða hluti, sem settir hafa ver- ið upp almenningi til gagns og augnaynais, hlýtur refs- ingu, sem nemur allt að þriggja ára fangelsvist, en sé brotið smávægilegt hlýtur hann sekt.“ Sem fyrr segir hefur Haf- meyjan verið flutt frá Löngu línu til bronzverkstæðis og þar verður sett á hana nýtt höfuð, steypt eftir frummynd Ed- wards Eriksens, en hún er nú geymd hjá börnum lista- mannsins. Frummyndin er úr gipsi, og nokkrum klukku- stundum eftir að höfuðið var sagað af Hafmeyjunni á Löngu línu átti að flytja frummynd- ina á verkstæði til hreinsunar og viðgerðar. En þegar erfingj ar Eriksens fréttu um ódæðið við Lönguiínu, fluttu þeir frummyndina á afvikinn stað þar sem hennar er vandlega gætt og aðeins fáir vita hver staðurinn er . . . • Sporðendinn brotinn. Frummyndin af Hafmeyj- unni hefur verið geymd á heimili Edwards Erikssen og konu hans Eline. Hjónin eru látin, Eriksen lézt 1959, en kona hans í sept. sl. Fyrir nokkrum dögum gengu börnin frá sölu á húsi foreldra sinna og urðu að flytja húsgögn þeirra og höggmyndir á brott. Frá því að Eriksen lézt hefur einn sonr hans, John vitað, að hann ætti að erfa allar högg- myndirnar. Hann hefur nú byggt stóran giersal við hús sitt. Þar ætlar hann að planta trjám, blómum og geyma högg myndirnar í fögru umhverfi. Sem fyrr segir ætlaði hann að senda frummynd Hafmeyjar- innar í hreinsun og viðgerð, en hún er orðin óhrein af margra ára geymslu í þröngri vinnustofu og hluti sporðsend- ans er brotinn af henni. Hafmeyjan við Löngulínu er sú eina í heiminum í þeirri stærð fyrir utan frummynd- ina, en helmingi minni stytt- ur gerðar eftir henni eru til í nokkrum öðrum löndum t.d. Brasilíu og Indónesíu. Erik- sen lét syni sína lofa því áður en hann lézt, að aldrei yrði gerð jafn stór afsteypa af Haf- meyjunni og sú við Löngu- línu. • Hugmyndin að Hafmeyj- unni og fyrirsæturnar. Hugmyndina um bronz- styttu af Hafmeyjunni litlu í ævintýri H.C. Andersen fékk Carlsberg-bruggarinn Carl Jacobsen 1999, er hann sá ball- ett, sem Jul. Lehmann, Hans Beck og tónskáldið Fini Henriques, höfðu samið eftir sögunni. Hlutverk Hafmeyjarinnar var í höndum hinnar frægu dansmeyjar Ellenar Price. Carl Jacobsen bað Edward Eriksen að gera höggmynd af Hafmeyjunni og hann féllst á það. Upphaflega var gert ráð fyrir að Ellen Price sæti fyrir en einn sonur Eriksens, Egon skýrir frá því hversvegna af því hafi ekki orðið: „Þegar faðir minn hafði fallizt á að gera höggmyhd- ina,“ segir Egon Eriksen,“ keypti Carl Jacobsen miða handa foreldrum mínum á margar sýningar ballettsins. Þau sátu nálægt sviðinu, horfðu á EJlen Price og faðir minn teikncði margar mynd- ir af henni í dansinum. Eftir því sem ég bezt veit, var einnig gert ráð fyrir að dans- meyjan sæti fyrir, en það varð að hætta við þá áætlun því hún gat ekki setið kyrr. Það er auðvitað fjarstæða að ætl- ast til þess að dansmey sitji í sömu stellingum margar klukkustundir á dag vikum og jafnvel mánuðum saman. Faðir minn lagði teikningar sínar af Ellen Price til grund- vallar, en það var móðir mín, sem sat fyrir.“ Hafmeyja Eriksens hefur nú setið á steini sinum við Löngu línu í tæp 52 ár og gangi allt að óskum, verður hún komin þangað aftur innan sex vikna. jí Vi íihCTð ( Skattafrumvarpið í efri deild — sjúkrahúslogin og vegalögin komin til 3. umrœðu í neðri deild — ríkisborgarafrumvarpið afgreitt FUNDIR voru í gær í báðum deildum Alþingis. í neðri deild voru atkvæðagreiðslur um seðla bankafrumvarpið og frumvarp þeirra Einars Olgeirssonar og Hannibals Valdemarssonar um breytingu á stjómarskránni. Sið amefnda frumvarpinu var visað til 2. umræðu og nefndar, en seðlabankafrumvarpið, sem 3. umræðu lauk um s.l. mánudags- kvöld, var afgreitt frá deildinni en breytingartillaga Einars Ágústssonar og Skúla Guðmunds sonar um takmörkun á binding- arfé seðlabankans var felld. Sigurður Bjarnason mælti fyrir breytingartillögum sam- göngumálanefndar við vegalaga- frumvarpið og voru þær sam- þykktar og málinu siðan vísað til 3. umræðu. Mathhías Bjarnason mælti fyrir nefndaráliti og breytingar- tillögum við frumvarpið til sjúkrahúslaga. Heilbrigðismála- ráðherra, Jóhann Hafstein, tók einnig til máls við umræðuna, en frumvarpið var síðan afgreitt með breytingum nefndarinnar, sem ráðherrann mælti með, til 3. umræðu. í efri deild var ríkisborgara- frumvarpið afgreitt sem lög frá Alþingi. Þá var 2. umræða um frum- varp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um tekju og eignarskatt. Ólafur Björnsson mælti fyrir áliti meirihluta fjár- hagsnefndar, sem leggur til sam þykkt frumvarpsins með einni breytingu. Helgi Bergs mælti fyrir áliti minnihluta nefndar- innar og breytingartillögum, en minnihlutinn leggur til sam- þykki með brytingartillögunum. Þá tók Björn Jónsson til máls, en hann flytur einnig breyting- artillögu. Umræðunni varð lokið og mál inu vísað til 3. umræðu. Vegalögin. Sigurður Bjarnason kvað breytingartillögur samgöngu- málanefndar við vegalagafrum- varpið vera fluttar að beiðni ráðherra og ábendingum toll stjóra og bif- reiðaeftirlits. Miða breyting- arnar að því að gera skatta- ákvæði frum- varpsins ótví- ræðari. Breytingartillögur þess- ar voru samþykktar umræðu- laust. Sjúkrahúsalög Matthías Bjamason mælti fyrir samhljóða nefndaráliti um frumvarp ríkisstjórnarinnar um sjúkrahúsalög. Nefndin leggur til að frumvarp ið verði sam- þykkt, en flytur nokkrar breyt- ingartillögur, sem fjalla um ríkisstyrk til sjúkrahúsa og að styrkur verði sami til sjúkrahúsa um land allt Heilbrigðismálaráðherra hefði fallizt á þessar tillögur. Matthías sagði frumvarpið tví- mælalaust fela í sér verulegar umbætur á sjúkrahúsamálunum. Frekara átak hefði að vísu verið æskilegt, en sníða þyrfti stakk eftir vexti og hafa þyrfti í huga að samþykkja ekki meira, en unnt væri að standa við. Heilbrigðismálaráðherra, Jó- hann Hafstein tók til máls og þakkaði nefnd- inni afgreiðslu málsins. Ráð- herrann kvað frumvarpið hafa í för með sér mikla framför i heilbrigðismál- um, þótt enn stæði margt til bóta í þeim efnum. Þá ræddi ráðherrann nokkuð um ríkisstyrki og fram- kvæmd þeirra. Skattafrumvarpið í fri deild Ólafur Björnsson flutti í efri deild ýtarlega framsögu fynr áliti meirihluta fjárhagsnefndar deildarinnar um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um breytingu á lögunum um tekju og eignar- skatt. Meiri- hlutinn leggur til að frum- varpið verlH samþykkt með einni breytingu, en minnihlutinn (Framsóknarmenn) áskilur sér rétt til þess að skila séráliti eða fylgja frekari breytingartillög- um, en hvorttveggja hefur kom- ið fram. Ólafur gerði grein fyrir skatta breytingunum miðað við hækk- að verðlag og kaup s.l. ár, en frumvarpið miðar að því að færa þetta til samræmis miðað við árið 1960. Ólafur sýndi fram á það, að skattfrjálsar tekjur meðalf j ölskyldu myndu hækka skv. frumvarpinu. Tölur þær sem minnihlutinn beitti fyrir sig til þess að sýna fram á hið gagn- stæða væru mjög villandi, því að í þeim væri ekki tekið tillit til breytinganna á persónufrá- drættinum. Helgi Bergs mælti fyrir áliti minnihlutans og breytingartil- lagna hans. Sagði Helgi ákvæði frum- varpsins koma harðast niður á þeim, sem hefðu miðlungs tekjur, en það væri stefna rík- isstjórnarinnar að hlífa þeim, sem hæstar tekjur hefðu. Jón Þorsteinsson sagði Fram- sóknarmenn hafa gagnrýnt það 1960, að skatt- stiginn veitti hátekjufólki mestan afslátt í krónutölu, en nú flyttu þeir breytingartil- lögur sem gengju í sömu átt. Hafa Fram- sóknarmenn breytt um stefnu, spurði þing- maðurinn. 1960 deildu Framsóknarmenn á skattstigann án þess að gera sjálfir nokkrar tillögur, nú gagn- rýna þeir breytingar frumvarps- ins og hafa ekkert annað í stað- inn, en skattstigann frá 1960, sem þeir gagnrýndu svo harð- lega þá. Síðasti ræðumaður var Bjöm Jónsson og ræddi hann um nauð syn þess að koma á sérstakri rannsóknardeild við embætti skattstjóra. Umræðunni varð lokið og fór fram atkvæðagreiðsla. Breyting- artillögur Framsóknarmanna voru felldar og frumvarpinu síðan vísað til 3. umræðu. Stjórnarskrárbreyting kommúnista Á kvöldfundinum s.l. mánu dagskvöld mælti Einar Ol- geirsson fyrir frumvarpi sínu og Hannibals Valdmarssonar til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskránni. Gerir frumvarpið ráð fyrir því, að við 68. gr. stjórnar- skrárinnar verði bætt ákvæð- um um, að fasteignir og nátt- úruauðæfi hér á landi geti íslendingar einir átt. Einar flutti langa greinargerð með þessu máli og taldi aðkall- andi nú að breyta þessu, vegna hættu sem vofði yfir vegna áætlana um stóriðju, Þá spurði hann iðnaðarmála- ráðhrra, hvort nokkuð nýtt hefði gerzt í þeim málum frá því ráðherrann svaraði fyrir- spurn þar að lútandi fyrir páska. Jóhann Hafstein, iðnaðar- málaráðhrera svaraði því til, að ekkert nýtt hefði gerzt 1 þeim málurn. Aldrei hefði verið fyrirhugað annað, en íslend- ingar ættu sjálfir náttúruauð lindir sínar, þótt erlendum aðilum yrði seld orka skv. sér stökum samningum. Olíu- hreinsunarstöð, sem rætt hefði verið um að reisa hér- lendis mundi ekki hafa ein- okun á olíu og benzínsölu, heldur mundi öllum aðilum frjálst að keppa við slíka gtöð á innlendum markaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.