Morgunblaðið - 29.04.1964, Side 10

Morgunblaðið - 29.04.1964, Side 10
r 10 MORCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2D. apríl 196* œa Frager og Azkhenasy. Myndin er tekin er peir voru að æfa Bandaríski píanóleikarinn er heillaði Rússa EINS og frá hefur verið skýrt í Morgunbladinu er væntan- legur hingað til lands á veg- um Skrifstofu skemmtikrafta, bandariski píanóleikarinn Mal colm Frager, en hann er sem kunnugt er vinur sovézka píanóleikarans Vladimirs Azk henasys, sem kvæntur er Þór- unni Jóhannsdóttur. Malcolm Frager er 28 ára aðaldri. Hann er fæddur og uppalinn í St. Louis, en nam píanóleik hjá Þjóð'verjanum Carl Friedberg í' New York, þar til Friedberg lézt 1955. Það sama ár vann Frager Leventhritt-verðlaunin fyrir túlkun á píanókonsert nr. 2 eftir Prokofieff, og næsta ár vann hann Queen Elisebeth- verðlaunin í Brússel (sem Azkhenasy vann 1960). Þeir Frager og Azkenasy hittust fyrst árið 1958, þegar hinn síðarnefndi var á fystu hljómleikaför sinni í Banda- ríkjunum. Þá þegar talaði Frager ágæta rússnesku, hafði tekið próf með ágætiseinkunn í því fagi frá Columbia-há- skólanum. Síðan hafa þeir haldið uppi bréfaviðskiptum og hitzt, er tækifæri gáfust. Frager mun halda hér sjálf- stæða tónleika og e.t.v. aðra ásamt Azkhenasy, líkt og þeir gerðu í Sovétríkjunum — en þá léku þeir á tvö píanó són- ötu eftir Mozart: Andante og tilbrigði eftir Sohumann, Rondo eftir Chopin og sónötu fyrir tvö píanó og slaghljóð- færi eftir Bartok. Bandaríska vikuritið skýrði frá því þá hvernig þeir hefðu keppst við að bera lof hvor á annan, þá tíu daga sem þeir æfðu saman fyrir hljómleikana. Azkhenasy kvaðst vilja getað leikið Moz- art eins vel og Malcokn og Frager sagði að Vladimir væri óviðjafhanlegur í Schu- mann og Chopin. Malcolm Frager var afar vel fagnað í Sovétríkjunum, hvar sem hann kom — og vakti það að sjálfsögðu sér- staka athygli og ánægju að hann skyldi tala rússnesku. Moskvublaðið „Soviet Cult- ure“ skrifaði um Frager, að hæfileikar hans sem píanóleik ara og listamanns væru ótak- markaðir og TASS fréttastof- an fór þeim orðum um hann, að hann hefði sýnt óbrigðula og hárnákvæma tilfínningu fyrir formi og stíl. Hann hefði hrifið áheyrendur með skap- hita og fegurð í leik og sterk um persónuleika. Meðal áheyrenda á fyrstu undir hljómleikana í Moskvu. tónleikum Fragers í Moskvu í apríl 1963, var ekkja Sergei Prokofieff, en 6. sónata tón- skáldsins var á efnisskrá Fragers, ásamt verkum eftir Baph, Beethoven, Mendelsohn og Copin. Frager var kallaður 17 sinnum fram efir hljómleik ana og varð að leika fjögur aukalög. Á eftir flykktist að tjaldabaki fjöldi manna er vildu fá sýnishorn af rithönd hans og skrifaði hann þá nafn sitt jöfnum höndum á ensku og rússnesku. Næstu tónleikar Fragers í Moskvu voru með Ríkishljóm- sveitinni undir stjórn Yegenis Svetlanoffs, aðal hljómsveita- stjóra Bolshoi leiklhússins. Lék hann þar píanókonsertinn nr. 2 etfir Prokofieff við fádæma hrifningu og óskorað lof sovézku blaðanna. Síðan fór hann í hljómleikaferð til 22 borga í Sovétríkjunum og hlaut hvarvetna frábærar við- tökur. í blaðaviðtali eftir heimkomuna sagði Frager m.a. að hann hefði nánast orðið hrærður er hann heyrði saigt frá nokkrum Eistlendingum sem sátu heila nótt í járn- brautarlest til þess að komast á tónleika hans. Eftir heimkomuna hélt Frag er svo tónleika í New York og síðar um sumarið í Tang- lewood. Þá skrifaði Harold C. Sohönberg gagnrýnandi The New York Times, að það væri nánast „ómóralskt" að nokkur píanóleikari gæti leik- ið hina erfiðu píanókonserta Prokofieffs svo, að þeir virt- ust vera auðveldar tónsmiðar. Eftir þessa hljómleika í Tang lewood sagði Frager í viðtali: Tæknin er ekkert takmark í sjálfu sér, heldur tæki. Þess eru mörg dæmi, að hljóðfæra leikarar læri eitthvert verk tæknilega og setjist að því búnu niður til að íhuga aðra eiginleika verksins En setjist maður niður fyrst og rannsaki verkið ofan í kjölinn kemur tæknin af sjálfu sér, tæknin Þjónar þá frá upphafi því sem í tónverkinu felst. - Malcolm Frager og kona hans Morag. * 24. Hd2 a5 25. Ddl De4 26. Hel Dc4 Þarmeð hefur hernaðaráætlun Lombardys heppnast til fulln- ustu. 27. Bf2 28. Rd4 29. Bfg3 3«. Dg4 31. h4 32. Dg5 33. Kh2 34. Hedl e4 Rc5 Ha8 a4! h5 He8 Had8 e3! Nú hefst sigurganga svarta e-peðsins. 35. IIc2 Bxd4 36. Hccl Rd3! Lombardy gefur skiptamun til þess að halda sókninni í fullum gangi. 37. cxd4 Rxcl 38. Be5 Dd5 39. Hxcl e2 40. - De3 Ef 40. Df6, Hxe5; 41. dxe5, Ddl: 42. Hc7, Hf8 og vinnur. 40. — f6 41. Dh6 D n 42. Hc7 elD Gefið Ef 43. Hxf7, Dx!h4f; 44. Kgl, Kxf7 og vinnur auðveldlega. IRJóh. Dagurinn helgaður vinnunni og börnunum STÆRSTU skákklúbbar banda- ríkjanna eru Marsahall klúbbur- inn og Manhatan klúbburinn. Ár- lega leiða þessir klúbbar saman hesta sína í formi sveitakeppni. Þessar keppnir eru oft mjög harð ar, þar sem klúbbarnir hafa á að skipa beztu skákmönnum N- Ameríku. Eftirfarandi skák var tefld í síðustu keppni klúbbanna. — Lombardy, sem stýrir svörtu mönnunum er löngu heimskunn- ur stórmeistari þrátt fyrir ungan aldur. Hann tefldi hér á á fyrsta borði fyrir Bandaríkin á Stúd- entamótinu 1957. Andstæðingur hans er einnig ágætur skákmað- ur. Ég valdi þessa skák í þáttinn vegna þess hve skákstíll Lomib- ardys speglast vel í skákinni. Hvítt: Hearst Svart: Lomhardy Sikileyjarvöm 1. e4, c5; 2. Rf3, d6; 3. d4, cxd4; 4. Rxd4, Rf5; 5. Rc3, a6; 6. f6 Á sokkabandsárum Najdorf af- brigðisins var þessi leikur eitt bitraista vopn hvíts, jafnvel enn þann dag í dag getur verið gott herbragð að bregða leiknum fyr- ir sig til þess að rugla andstæð- inginn í ríminu. 6. — Dc7 Ein af fjölmörgum leiðum, sem svartur hefur um að velja. 7. Bd3 Þessi leikur er í samræmi við «. f4, en til greina kom 7. Be2. Þá stefnir hvítur að annarri upp- byggingu, sem ég álýt gefa hviti betri möguleika, en textaleikur- inn. 7. — ef> O’Kelly valdi 7. — g6 í skák sinni gegn Pogats ’61. Skákin tefldist þannig 8. Rf3, Bg7; 9. 0-0, b5; 10. Del, Bb7 11. Bd2, Bbd7 12. Khl, 0-0; og báðir að- ilar hafa rnöguleika. 8. Rf3 b5 9. Bb7 10. 0-0 Rbd7 11. Khl(?) g6(!) Venjulaga er leikið hér 11. — Be7 ásamt 0-0. En þá nær hvítur ör- litlu frumkvæði með Del ásamt fxe5 og Rf3-h4-f5. Með síðasta leik sínum hyggst Lombardy hindra þessi áform hvíts. Les- endur athugi. þó ónákvæmni hvíts í 11. leik. Þó telja verði nauðsynlegt að leika Khl í þess- ari byrjun, þá var nákvæmara fyrst 11. Del, því eftir 11. — g6; 12. Dh4, Bg7; 13. fxe5, dxe5; 14. BhG, 0-0; 15. Rg5, sbr. skáik þeirra Kuppers og Friðriks Ólafs sc.nar í Zurioh 1959. I þessari stöðu lék Friðrik illilega af sér. Hann lék 15. — Rh5 og Kupper vann á einfaldri leikfléttu, vegna Dc7 og Re6 aðstöðunnar. Eini munurinn á stöðunni var að Kupper lék a4 og því var svarta b-peðið á b6. 12. Rg5? Lærdómsríkur afleikur. Skák- maður á ekki að leggja barna- legar gildrur, sem trufla hans eigin áætlun. Ef nú 12. — Bg7; 18. fxe5, dxe5; 14. Bxb5!, axb5; 15. Rxb5 ásamt Rxdfif. Réttara var að halda sínu striki með 12. Del. 12. — h6 En efeki hvað? 13. Rf3 Bg7 14. Bxb5 Hvítur á fárra kosta völ. 14. —’ Rxe4 15. Rxe4 Ef 15. Rd5?, þá 15. — Dc5; 16. Bxd7f, Kxd7 og svartur stendur betur. 15. — Bxe4 16. Bd3 Eftir 16. Bxd7f, Dxd7; 17. fxe5, dxe5; 18. Dxd7, Kxd7; 19. Hel, fl5 hefur svartur framtíðina. 16. — Bd7 17. De2 0-0 18. fxe5 dxe5 Nú hefst síðarihluti miðtaflsins, þar sem peðameirihluti svarts á kóngsvæng reynist mun öflugri en sömu yfirburðir hvíts á drottningarvæng. ABCDEFGH 19. Be4 Rc5 20. Bxb7 Dxb7 21. Be3 Vitaskuld ekki 21. Rxe5, Hae8; 22. Bf4, Bxe5; 23. Bxe5, Rd7 og vinnur mann. 21. _ Re6 22. c3 Hfc8 Lombardy vill tryggja sér völdin á drottningararrni áður en hann hefst handa á miðborðinu. 23. Hadl(?) Skárra var 23. Hacl til undir- búnings á b4. Svartur léki þá tezt a5. 23. — Hab8 Akranesi, 24. apríl. SUMARDAGURINN fyrsti var spegilmynd af Akranesi framtíð- arinnar. Blómlegt atvinnulíf og hlómlegt menningarlif. Meira þorskmagn barst hingað en nokkru sinni fyrr á einum degi. Litlu muuaði að Höfrungur III. slægi út alheimsfiskimetið í ein- um róðri. Allur fjöldi vinnandi fólks var önnum kafinn við vinnslu afl- ans og nú var líka barnadagur- inn. Klukkan 10 árdegis gengu skátar frá skátahúsinu í fylk- ingu til kirkju og kl. 12.45 var skrúðganga u ndrfiánfjölda með kröftuga hljómsveit í broddi fylk ingar. Gengið var um Kirkju- braut og Skólabraut í kirkjuna. Sóknarpresturinn, Jón M. Guð- jónsson, predikaði eins og fyrr. Síðan hélt Liljukórinn úr Reyikjavík samsöng í kirkjunni, sem varð stjórnandanum Jóni Ásgeirssyni og söngfóikinu til mikils sóma. Einsöngvarar prýðl legir og Haukur Guðlaugsson, org anleikari, lék undir og einnig einleik. Og það var fleira, sem upptók daginn fyrir börnin og þá sem forystu höfðu fyrir þeim. Samkomur voru tvívegis haidn ar í Bíóhöllinni síðarihluta dags- ins og að sjálfsögðu endaði dag- urinn með kvikmyndasýningu, því tekna þarf að afla, auk þess sem börnunum er skemmt, tii að ljúka smíði dagheimilis barna, sem bráðlega verður tekið í notk un. — Oddur Munið að panta áprcntuð limbönd Karl M. Karlsson & C0. Melg. 29. Kopav. Sími 41772.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.