Morgunblaðið - 29.04.1964, Síða 24

Morgunblaðið - 29.04.1964, Síða 24
24 MORGU N BLAÐIÐ Miðvílcudagur 29. apríl 1964 " [^FllZABETrí T£%fjXfZ-S: y//\ En það sem Nicky virtist ekki vita, var það, að líkið, sem fannst í gilinu, var alls ekki af föður hans. Var það þá þessi lygi, sem gerði það að verkum, að hann gat ekki litið á nokkurn mann? Vissi hann að tvö morð höfðu verið framin? Hafði hann verið inni í húsinu lengur en hann kannaðist við? Hafði hann horft á fyrra morð- ið? Eða var þessi lygi hans allt annars eðlis? Cirio hafði haldið áfram að spyrja: — Hvar hefurðu svo ver ið allan þennan tíma? Eg faldi mig uppi í fjöllum, sagði Nicky. — Aleinn? — Já. — Hvernig fékkstu að borða? — Eg keypti mér dálítinn mat í þorpinu. — Og líka dagblöð? — Já. — Og þú last í þeim, að lík föð ur þíns hefði fundizt? — Vitanlega. — Þú last þetta vandlega? — Auðvitað. — Hvernig skildirðu það, að þar stóð, að faðir þinn hefði ver ið myrtur með skoti í höfuðið, en ekki með höfuðhöggi? — Nicky iðaði. — Eg skildi það nú ekki almennilega. En það er aldrei að reiða sig á þessi blöð. Þau ljúga alltaf . . . stundum viljandi og stundum af því að þau eru svo heimsk. — Einmitt það? Cirio brosti ofurlítið. — En setjum nú svo, að þetta hafi verið satt að maður- inn í gilinu hafi raunverulega fengið skot í höfuðið? Og hugs- um okkur, að þegar hann fannst hafi hann ekki verið i brúnum fötum og með svona bindi, eins og við nefndum, heldur í fötun um, sem faðir þinn var venju- lega í? Hvað mundirðu segja við því? Nicky hleypti brúnum, eins og í vandræðum. — Það veit ég ekki. — En það var nú það, sem gerðist og það er sannleikur- inn, sagði Crio. — Segðu mér þá . . . gæti það ekki þýtt sama sem, að maðurinn sem fannst í gilinu hafi ekki verið faðir þinn? Svipurinn á Nicky bar það með sér, að hann botnaði ekki neitt í neinu og nú kom í hann hræðsla, sem ekki hafði verið þar áður. Þetta var svipurinn, sem kom venjulega á hann, þegar hann varð að fást við eitthvað, sem hann skildi ekki. Hann var alltaf dauðhræddur við að verða að viðurkenna, að hann hefði ekki skilið hitt eða þetta. Hann var þá ekki að ljúga um það, hugsaði Ruth. Hann hafði ekki vitað um síðara morðið. — En ég myrti hann föður minn, sagði Nicky, aumíngja- lega. — Eg segi yður, að ég drap hann. — Ef þú sæir líkið af mannin- um, sem við fundum, mundirðu þá geta sagt, hvort það væri fað ir þinn eða ekki? Nicky fölnaði en svaraði samt: — Já, það gæti ég. — Ungfrú Seabright sá það og sagði, að það væri faðir þinn, sagði Cirio. — ' Sjálfur hef ég aldrei trúað, að svo væri, og hvört hún heldur það raunveru- lega sjálf, veit ég ekki. En það undarlega er, að sé það ekki af föður þínum, þá hefur lík hans algjörlega horfið. — Hvaða ástæðu hafið þér til að halda, að maðurinn hafi ekki verið Lester Ballard? spurði nú Ranzi einbeittur. — Þá ástæðu, að úlnliðirnir á honum voru allir sólbrenndir, svaraði Cirio, — en samt var hann með armbandsúr á breiðu gullarmbandi. Úrið var ekki nýtt. Ungfrú Seabright þekkti það. Hún sagði mér líka, að hr. Ball ard hefði ekki gert mikið að því að synda. Ef hann hefði verið mikið í sjó — og þá auðvitað tek ið af sér úrið — er það hugsan- legt, að hann hefði legið í sól- baði úrlaus, og þá hefði allur úlnliðurinn sólbrunnið, en ekki verið á hanum ljósari rönd eftir armbandið. En hún segir, að hann hafi ekki gert mikið að því að synda . . . Cirio greip stól og ýtti honum að Nicky. — Setjizt þér niður, hr. Ballard, og þá^kal ég segja yður, hvað ég held, að hafi raunverulega gerzt. En það var eins og Nieky vildi ekki setjast niður. Hann studdi höndunum á stólbakið og virtist ætla að verða kyrr í þeim stell- ingum. En svo sá hann sig snögg lega um hönd og settist. — Eg held, sagði Cirio, og beindi nú. tali sínu til allra við- staddra jafnt, — að Lester Ball ard haf grunað, að hann myndi innan slcamms fá heimsókn af lög reglunni. Við höfðum haft auga með honum um nokkurt skeið og vissum, að hann var í sambandi við þjófaflokk. Við vissum, að búðin hans i Napolí var aðalstöð þessa flokks. En jafnframt viss um við, að Ballard var ekki for ingi fiokksins. Það var einhver annar, sem stjórnað honum, ein- hver, sem enn ekki hafði verið grunaður. Þann mann vildum við ná í . . . miklu fremur en Lester Ballard sjálfan. Vð biðum því átekta. En við höldum, að Ball ard hafi þá haft hugmynd um, að öllu væri að verða lokið hjá sér, og viljað reyna að strjúka, en til þess að vera öruggari um það, vildi hann skilja lík sitt eft ir í landinu. Einhvernveginn hef ur honum tekizt að finná hæfan mann í hlutverkið og sett hon- um mót hér, síðdegis í fyrradag. Já? Hann sneri höfðinu önugur við mannamál að baki sér. —• Hvað var það? Þetta var Cesare, sem hafði komið út í garðinn. — Afsakið, herra lögreglumað ur, leyfist mér að hlusta? sagði hann. BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD Að kvöldi 29. desember hafði öllum áætlunum verið lokið. Kjallaraherbergi í húsi Yusupovs hafði verið vandlega undirbúið — þar var bjarndýrsfeldur á gólfi, hægindastólar og marg- hólfa skápur fullur af speglum og á honum stóð róðukross. Þarna var á borðum súkkulaði og möndlukökur, sumar eitraðar með blásýru — og einnig var þarna til reiðu eitrað vín. Stigi lá upp í herbergið uppi yfir og þar voru samsærismennirnir sam ansafnaðir, og af einhverjum á- stæðum léku þeir stanzlaust „Yankee Doodle“ á grammófón- inn. Undir miðnætti fór Yusup- ov, samkvæmt umtali, til‘ að sækja Rsputin heim til hans, og fann hann þar „þefjandi af ó- dýrri sápu í hvítri silkiblússu og svörtum flauelsbuxum". Staretsinn virðist hafa haft eitt hvert hugboð um hættuna, en hann hafði þekkzt boð til kvöld- verðar, heima hjá Yusupov, þar eð hann langaði að hitta þar Ir- inu furstafrú, sem var falleg kona. Yusupov var mjög tauga óstyrkur, er þeir tveir lögðu af stað, og er þeir komu til húss- ins, fóru þeir beint niður i kjall arann. í fyrstunni afþakkaði Ras putin bæði mat og drykk, en loks át hann þó tvær eitraðar kökur og bað um madeira. Yusu pov sleppti eiturlausu glasi, sem hann var með í hendinni og fékk Rasputin annað með blásýru í. Staretsinn tók nú að drekka fast og það virtist engin áhrif hafa á hann, en hann horfði aðeins hatursaugum á gestgjafa sinn. „Eg fékk svima yfir höfuðið“, sagði Yusupov seinna. Allt í einu bað Rasputin um te, og bað Yusu pov að leika fyrir sig á gítar. Par es segir, að „Rasputin sat kyrr og drúpti höfði og bað um hvert lagið eftir annað, en þó að morð- inginn héldi lengi áfram, viidi hinn myrti ekki hníga niður. Með an þessu fór fram, sátu hinir uppi, og biðu þess með óþreyju, að eitthvað gerðist, og hlustuðu á þetta óendanlega „Yankee Dood le“. Öðru hverju skauzt Yusupov upp til félaga sinna, til að segja þeim, hvernig gengi og spyrja þá í örvæntingu sinni, hvað hann ætti frekar að gera. Klukkan um hálfþrjú um nóttina, var þessi eftirvænting orðin óþolandi, og Lazovert læknir, sem hafði farið út að fá sér frískt loft, hafði fall ið í yfirlið. Nú var ráðgazt í mesta ofboði: Damitri stórher- togi vildi hætta við allt saman, en Purishkevich vildi halda á- fram. Loksins fór Yusupov aftur niður í kjallarann og hélt skamm byssu Purishkevich fyrir aftan bak. Rasputin virtist ekki vera vel hress, hann sat álútur við borðið og virtist eiga erfitt með andardrátt. Samt hresstist hann við, eftir að hafa fengið eitt glas af víni og stakk upp á að þeir færu í eina tatarakrá, „með guð í huga“, eins oghann orðaði það, „en með mannkynið í holdinu". Yusupov, sem var síhræddur við yfirnáttúrulega eiginleika Ras- putins, bað nú staretsinn að standa upp og lesa bæn frammi fyrir krossmarkinu. Tilgangur hans með þessu, að því er hann síðar sagði, var sá að „kúga djöf ulinn“ í fórnardýri sínu, áður en hann skyti hann, og raunveru lega skaut hann eimitt á þess- ari stundu, og miðaði á hjartað. Rasputin stundi og féll niður á bj arnarf eldinn. Samstundis komu hinir sam- særismennirnir hlaupandi niður í kjallarann og ringulreiðin jókst um allan helmxng, þegar einhver kom óvart við slökkvara, svo að öll ljós slokknuðu. Þeir athuguðu KALLI KÚREKI Teiknari; FRED HARMAN I FOUMDA BieoiOE LA5T WEEK WHEIO IWAS HIPIM’ OUTFROMAUNTIE 0-' UH.H X MEAIO .>-WHEN I WAS UOOKIM’ FORSTRAVS/ — Bíðið þér aðeins andartak! Ég læt ekki bjóða mér svona móðganir. — Góði maður! Ef þér ætlið að vinna fyrir mig, verðið þér að hafa stjóm á skapofsa yðar og orðháks- hætti. — Hættið þið nú, báðir tveir! Pró- fessor, þér þarfnist leiðsögumanns og hestasveins. Gamli minn, þú þiggur peningana með þökkum. Látið þið nú ekki eins og kjánar. — Satt segir þú hinn frómi. — Vitið þer kamiöiæ um emhverj- ar rústir sem ekki hefur verið leit- að í? — Ég fann einar í síðastliðinni viku, meðan ég var í felum til að forðast Frænku---------ja, ég meina.. þegar ég var að leita að strokuhest- um. líkið, sem virtist vera líflaust, og fóru síðan upp aftur. Eftir stund arkorn ásetti Yusupov sér að fara niður aftur og athuga dauða manninn betur. Hann hristi mátt lausan líkamann, en varð hverft við er hann sá hreyfingu á öðru auganu. í sama vettfangi reis Rasputin upp af gólfinu, greip í axlirnar á Yusupov og reif af honum annan axlaskúfinn, en datt síðan aftur á gólfið. í mestu skelfingu þaut Yusupov upp aft ur, en Rasputin klifraði á eftir honum á fjórum fótum. í her- berginu uppi var læst ytri hurð en Rasputin þaut gegn um hana og út í snjóaðan húsagarðinn, „öskrandi af bræði". Purishke- vich þaut á eftir honum og skaut á hann tveim skammbyssuskot- um, en hvorugt hitti, og þá beit hann í hönd sér í æsingi og skaut tveimur í viðbót. Nú féll Rasputin til jarðar, en Purish- kevich stóð yfir honum og spark aði í höfuðið á honum. Nú höfðu þeir allir sleppt sér og Purishkevich þaut til tveggja dáta, sem stóðu á verði við fram dyrnar, og sagði: „Eg hef drepið Grishka Rasputin, óvin Rús6- lands og keisarans". Dátarnir gengu með honum, til þess að AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. Auk þess að annast þjón- ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- eyrar-afgreiðslan mikilvæg- ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til f jölda ein- staklinga um allan Eyjafjörð og víðar. Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Akureyri er Stef- án Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.