Morgunblaðið - 21.05.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.05.1964, Blaðsíða 1
- 24 siðtnr Starfsmaður bandaríska ör- yggiseftirlitsins heldur á ein- um hljóðnemanna, sem fund- J ust í bandaríska sendiráðinu i Moskvu. Á borðinu eru fleiri 1 hlustunartæki, sem rússneska i Ieyniþjónustan mun hafa kom , ið fyrir í veggjum og loftum sendiráðsins fyrir rúmum tíu i árum. Svo vel voru þau falin, I að þau fundust ekki fyrr en i nú. — Rússar loffa rannsókn * ó hljóðnemunum í sendiráði USA | í Moskvu I Moskvu, 20. maí (NTB). í VASSIU Kuznetsov, fyrsti I aðstoðarutanríkisráðherra I Sovétríkjanna, hefur heitið Foy Kohler, sendiherra Banda j ríkjanna í Moskvu því, að ; rannsakað verði hvernig á því J 4 standi að 40 faldir hljóðnemar 1 k fundust I bandariska sendiráð l J inu í Moskvu. Hljóðnemar ? J þessir fundust í veggjum og 1 loftum sendiráðsins í gær, og er talið að þeim hafi verið I' komið fyrir í húsinu áður en Bandaríkin tóku það á leigu fyrir rúmum tíu árum. Staðfesta talsmenn sendi- ráðsins að Kohler sendiherra hafi í gær borið fram mót- m*li í sovézka utanríkisráðu neytinu og krafizt skýringa á málinu. Framhald á bls. 28. Krukkuslétta öll á kommúnista Bandaríkin boða nýjar aðgerðir til að tryggja sjálistæði Laos Vientiane og Washington, 20. maí (AP) , SOUVANNA PHOUMA, for sætisráðherra Laos, tilkynnti í dag að sveitir Pathet Lao- kommúnista og herlið frá Norður-Vietnam, hafi hrakið stjórnarherinn í Laos úr öll- um stöðvum hans á Krukku sléttu. Hefur Kong Lee, hers höfðingi stjórnarinnar leitað und»n til fjalla. í Bandarkjunum er litið mjög alvarlegum auguin á ástandið í Laos, og tilkynnti utanríkisráðuneytið þar í dag að öll ráð yrðu reynd til að tryggja áframhaldandi sjálf- stæði og hlutleysi Laos. Þá hefur franska stjórnin lagt til að hoðað verði til nýrrar al þjóðaráðstefnu um Laos. í tilkynningu Laosstjórnar seg i.r, að eftir harðar og vel undir- búnar árásir kommúnista á stöðv ar stjórnarhersins á Krukku- sléttu og við Muong Phanh, hafi stjórnarherinn neyðst til að hörfa undan til fjalla. Kommúnistar hafa verið í stöð ugri sókn frá því á laugardag, og á mánudag féll aðalvígi stjórnar hersins á Krukkusléttu, Muong Phanh. Var þá sagt, að Kong Le hafi búið um sig á útjaðri slétt- unnar, og talið að þar væri unnt að verjast sókn kommúnista. Svo reyndist ekki vera, og er talið að hershöfðingmn haldi nú undan til fjallaþorpsins Ban Na, sem hefur þann kost að þar er flug- völlur. Ekki er vitað hve miklu herliðið Kang Le hefur á að skipa, en áður en sókn komm- únista hófst hafði hann um 5—7 þúsund manna lið. Vitað er að um 300 hermenn féllu við Muong Phanh. Robert McCloskey, blaðafull- trúi bandaríska utanríkisráðu- neytisins, ræddi við fréttamenn í dag um ástandið í Laos. Sagði hann að til að fyrirbyggja allan misskilning, vildi hann taka skýrt fram að Bandaríkjastjórn muni halda áfram stuðningi sínum við rikisstjórnina í Laos og Souvanna Phouma forsætisráðherra og að- stóða þessa aðila í baráttunni gegn ásókn kommúnista. „Við undanskiljum engar þær aðgerð ir, sem nauðsynlegar kunna að ieynast til að .tryggja sjálfstæði og hlutleysi Laos, eins og okkur ber samkvæmt Genfar-samþykkt inni um Laos frá 1962-‘, sagði fulltúinn. í frétt frá Paris er skýrt fró Skærulahernaður pff skemmdarverk ______xuoi ..vpur ílóttamanna gekk á land á Kúbu í gær Miami og Washington, 20. maí — (AP — NTB): í DAG voru 62 ár liðin frá því Kúba varð sjálfstætt ríki, og bar lítið á fréttum af hátíðahöldum í tilefni dagsins. Hinsvegar ber- ast sífellt fréttir frá Kúbu um aukinn skæruliðahernað og skemmdarverk. Fyrir nokkru tilkynnti Manuel Ray, fyrrum ráðherra í stjórn Castros, sem nú er einn af leið- togum kúbanskra flóttamanna í Florida," að hann .ætlaði að vera kominn til Kúbu fyrir sjálfstæð isafmælið með flokk manna til að hefja skæruliðahernað gegn Castro. Sagt var í Washington í dag að fámennur hópur skæruliða hafi nú gengið á land á Kúbu. Tekið var þó fram að ekki væri hér um innrás að ræða, heldur aðeins landgöngu skæruliða úr hópi flóttamanna. Fréttaritari AP í Havana hringdi í dag til fréttastofunnar í Miami til að skýra frá ástand- inu á eyjunni. Sagði hann að her sveitum Castros hafi verið fyrir skipað að vera við öllu búnar, og að öll leyfi hermanna hafi verið afturkölluð. Þegar hér var kom ið samtalinu, rofnaði sambandið og náðist ekki að nýju. Ekki er þetta þó talið óeðlilegt, því síma sambandið milli eyjar og lands er mjög stopult. í Miami heyrðist í dag í út- varpsstöð á Kúbu, þar sem skýrt hörtdum því, að Frakkar hafi lagt til við stjórnir Bretlands og Sovétríkj- anna að boðað verði til nýrrar al'þijóðaráðstefnu um Laos. Voru það þessi tvö ríki, sem skipuðu forseta alþjóðaráðstefnunnar mm Laos 1962, en á þeirri ráðstefnu skuldtoundu aðilarnir sig til að tryggja að Laos yrði framvegis sjálfstætt og hlutlaust ríki. Segja talsmenn frönsku stjórnarinnar að full ástæða sé tíl að boða nýja ráðstefnu um Laos, þar sem sjálfstæði landsins sé nú í hættu. var frá því að skæruliðar frá þremur samtökum -kúbanskra flóttamanna hefðu sig mjög í frammi á eyjunni. Sagði þulur inn, sem var kona, að skærulið- arnir hefðu m.a. borið eld að syk uruppskerunni á hundruðum ekra lands á austurhluta eyjunn ar og valdið miklu tjóni. Þá kveiktu skærulðarnir í þremur leigubifreiðum í Havana og mál uðu slagorð gegn Castro á veggi í höfuðborgnni. Þegar skýrt hafði verið frá þessu sagði þul urinn að stöðva yrði sendingar útvarpsins um hríð vegna þess að hermenn stjórnarinnar væru ekki langt undan. Havana-útvarpið minntist ekki á nein skemmdarverk, en sagði hinsvegar að víðtækar ráð stafanir hafi verið gerðar til að berja tafarlaust niður hverja til raun til andspyrnu við stjórnina. Mpðal annars hafa allir verka- menn í Oriente héraði verið kvaddi rtil vopna til að verja Manuel Ray, einn af leiðtogum kúbanskra flóttamanna. landið og framleiðsluna. Einnig var skorað á Kúbubúa að gefa blóð í næsta sjúkrahúsi, svo unnt yrði að grípa til þess ef á þyrfti að halda. Ekki ~er vitað hvort Manuel Ray er meðal skæruliðanna á Kúbu, en flóttamenn í Florida bíða í ofvæni eftir að heyra frá ®honum. Hveitifflufningunt að verða lokið Odessa, Sovétríkjunum, 2. maí — AP. HVEITIFLUTNINGCM Banda- rikjanna til Sovétríkjanna er nú senn lokið. Alls er hér um að ræða 1,7 milljón tonn af hveiti, sem keypt hafa verið í Banda- ríkjunum, og kom fyrsti farm- urinn til Sovétríkjanna 21. febr. síðastliðinn. Á morgun, fimmtudag, er olíu flutningaskipið Manhattan vænt anlegt til Odessa með 82 þúsund tonn af hveiti, og í dag var verið að skipa upp hveiti úr tveimur skipum, sem alls fluttu um 70 .þúsund tonn. Síðasti farmurinn írá Bandarikjunum er væntan- legur 18. júni. Þá er enn ókomið talsvert magn af hveiti, sem Sovétríkin hafa keypt frá Kana da og Astralíu. Bandaríska hveitið kemur að mestu með bandarískum skip- um. í fyrstu olli þetta smávægi- iegum árekstrum, og nokkrir sjó menn voru handteknir fyrir að taka myndir við höfnina I Odessa. En eftir því serri ferðun- um fjölgaði, fækkaði árekstun- um. f dag voru nokkrir frétta- menn frá Bandaríkjunum stadd- ir í Odessa og sigldu þeir á snekkju um höfnina og fengu að taka myndir eins og þeim þókn- aðist. Höfnin í Odessa gjöreyðilagðist í síðustu heimsstyrjöld, en hef- ur verið byggð upp síðan. Á síðasta ári fóru 10 milljón tonn af varningi um höfnina. ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.