Morgunblaðið - 21.05.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21 maí 1964 CSWM Fiskganga brást, loðnuna vantaii, veíur óhagstætt Sjómenn norðanlands geta sér til um orsakir aflaleysis GEYSILEGT aflaleysi hefur veriö fyrií Norðurlandi sl. ár, svo sem kunnugt er. Sem dæmi um það má nefna að Guðbjörg frá Ólafsfirði sem róið hefur með línu frá ára- mótum. og farið 94 róðra hefur ekki fengið nema 396 tonn eða tæp 4 tonn í róðri, en þetta er það lang skársta í vetur .hjá Ólafsfjarðarbátum. Nýlega komu fulltrúar verstöðvanna á Norðurlandi saman til fundar á Akureyri til að ræða hugs- anleg úrræði vegna aflaleysis- ins. Þrír af fréttariturum Mfcl. á Norðurlandi hafa rætt málið við sjómenn, þá Björn Björns- son fyrrv. skipstjóra og nú yf irmatsmann á Siglufirði, Helga Jakobsson, skipstjóra á Dalví'k og Héðinn Maríusson formann og aflakóng á Húsa- vík og spurði þá m. a. af hverju þeir haldi að þetta stafi. Fara ummæli þeirra hér á eftir. Fiskurinn átti að koma í kjölfar síldarinnar SIGLUFIRÐI — Ég sneri mér ti'l Björns Björnssonar, fyrrvérandi skipstjóra og nú yfirfiskimatsmanns og leitaði álits hans um það hverjar væru orsakir aflaleysis fyrir Norðurlandi s.l. sumar og vetur. Björn kvað mjög erfitt að svara þessari spurningu og hefði verið réttara að bera hana upp við fiskifræðinga. Hann sagði að miklar vonir hefðu verið bundnar við út- færslu landhelginnar hér fyr- ir Norðurlandi, en staðreynd- in væri sú, að nær algert afla- leysi hefði verið hér sl. sumar og vetur, allt frá Horni vestur að Langanesi austur, og þús- undir verkafólks og sjómanna í sjávarplássum norðanlands og reyndar kaupstaðir og kauptún liðið sökum þessa aflabrests. Hann sagði að reynslan hefði verið sú hér áður fyrr að væri góð vertíð fyrir vestan, þá hefði það þýtt góða vertíð fyrir norðan. Fisk urinn hefði gengið í Húnaflóa sneroma vors, oft um miðjan maí í kjölfar síldarinnar og þegar síldin hefði farið á haustin hefði fiskurinn orðið eftir og þá oft verið góð línu- veiði á haustvertíðinni hér. Svo virtist sem fiskganga hefði ekki komið þessa leið á sl. vori og ætti það sinn þátt í aflaleysinu. Hvað þessu ylli væri erfitt um það að segja og þyrftu sérfróðir menn þar til að koma. Hann sagði að nú væri sá tími í nánd að búast mætti við fiskigöngu og yrði fróðlegt að fylgjast með því hver reyndin yrði. — Stefán. Loffnuna vantaði og veðrið óhagstætt DALVÍK — Afli hjá bát- um, sem gerðir hafa ver- ið út héðan frá Dalvík í vetur, er með eindæmum rýr og hafa Dalvíkingar í þeim efnum sömu sögu að segja og íbúar annarra útgerðarstaða á Norður- og Austurlandi. Fimm þilfarsbátar hafa stund að róðra með línu eða þorska net frá áramótum og er afli þeirra til aprílloka ásamt afla opinna báta, sem farið hafa fáa róðra, aðeins 452 lestir af óslægðum fiski. Á satna tíma í fyrra var afli minni báta um 710 lestir. Togskipið Björgvin hefur stundað veiðar frá 2. janúar og togskipið Björgú'lfur frá 10. febrúar .Er afli þeirra sam- tals um 750 lestir af slægðum fiski til aprílloka. Er það svipað aflamagn miðað við út haldstíma og var á síðustu vertíð, en útlit er fyrir aff afli þeirra verði nú mun minni í maímánuði. Hinsvegar var afli þessara togskipa samtals um 1500 lestir á vertíðinni 1962 og sézt glöggt á þessum samanburði hve stórkostlegur aflabresturinn hefur verið í fyrra og nú. Menn velta því . að vonum fyrir sér til hvaða orsaka megi rekja þessa fisk- þurrð á miðunum við Norður land á sama tíma og þorsk og ýsuveiði við Suðurland er meiri en dæmi eru tíl áður. Meðal þeirra er Helgi Jakobs son, ungur en þaulvanur sjó- maður, sem er skipstjóri á báti sínum Dröfn og fer álit hans hér á eftir í fáum orðum: „Aðalorsökin fyrir aflaleys- inu hér við Norðurland í vet- ur tel ég vera þá, að engin loðna hefur komið á miðin. Fiskur hefur gengið á miðin í janúarmánuði, bæði í fyrra og svo í vetur, en hefur horfið síðari hluta febrúar. Það litla sem hefur veiðzt, hefur aðal- lega verig stór fiskur, sem áreiðanlega hefur hrifið svo fljótt vegna átuleysis. 1962 var hér t.d. sæmilega góð ver- tíð og gek.k þá mikið af loðnu á miðin. Veðráttan getur einn ig átt sinn þátt í þessu afla- leysi, enda svo til stöðug sunn an og vestanátt í vetur, sem var óþekkt fyrirbrigði hér á Fiskaðgerð. Norðurlandi þar til nú fyrir fáum árum. Þá er vitað að sjávarkuldi var mjög mikill sl. sumar við vestanvert Norð urland og getur hann hafa haft sínar afleiðingar. í fyrra var þó reytingsafli á lína en nú fæst varla i matinn, og lítur út fyrir að vorfiskur ætli einnig ag bregðast. Er svo komið, að bátarnir eru hættir róðrum, einmitt á þeim árstíma, sem afli var oftast mestur áður fyrr.“ — Kári. Öll skilyrði fyrir fiskigengd vantaði. HÚSAVÍK — Ég átti tal við gamlan formann og aflakóng, Héðinn Maríusson og spurði hann hverjar væru orsakir aflaleysis fyrir Norðurlandi. Hann sagði: Hér vantaði öl'l s'kilyrði fyr- ir fiskigengd. Hér var ekikert æti í vetur. Undanfarin ár hefur loðna og spiksíld gengið hér í Skjálfandaflóa og henni fylgt fiskiganga. En í vetur og vor kom alls engin loðna eða síld. Hvers vegna loðnugengd in var engin í vor er ekki gott um að segjá, en mín tilgáta er sú að þar um hafi ráðið óvenju mikill sjávarkuldi strax í haust og í vetur, meiri kuldi en undanfarin ár. Það mátti aldrei lygna á sjó hér í vetur svo að ekki krepj- aði um allan sjó. Svo geta hér um að ræða einhverjir straumar og fleira sem maður þekkir ekki. En • úr þessu rætist ekki hér eftir í vor fyrr en rauðátan sýnir sig, ef hún þá gerir það. — Fréttaritari. VÉLSKÓLANUM í Reykjavík var slitið föstudaginn 15. maí sl. Alls gengu 84 nemendur undir próf í hinum ýmsu deildum skól- ans og af þeim luku 73 prófi. Eftirtaldir nemendur hlutu á- gætiseinkunnir í skólanum. í Vélstjóradeild: Guðmundur H. Sigurðsson 7,35 Gísli Erlendsson, 7,09. í rafmagnsdeild vélstjóra: Öm Aanes, 7,49, (og er einkunn hans jafnframt É; Skólastjóri afhendir skírteini. Vélskólanum slitiö hæsta einkunn, sem tekin var við skólann), Guðmundur Sigurvin Hannibals- son 7,31 og Pétur Traustason 7,27. í framhaldsdeild rafvirkja: Sævar Baldursson 7,10. í undirbúningsdeild að tæknifræðinámi: Jón Guðbjörnsson 7,22. Sgursteinn Hjartarsson, 7,18. Gunnar Jóakim Geirsson 7,00. Þórður Ólafur Guðmundsson 7,00. Gunnar Bjarnason, skólastjóri, gat þess í skólaslitaræðu sinni, að þetta væri í 48. sinn, sem skólanum væri slitið, en skólinn var stofnaður árið 1915. Verður hann því 50 ára á næsta ári. Skólastjó.ri sagði, að skortur á vélstjórum og vélstjóraefnum væri alvarlegt vandamál í þjóð- félaginu og teldi hann það stafa mestmegnis af því, hve erfitt væri ag komast í vélskólann og hve vélstjóranámið allt tæki mörg ár. Áður en menn fá inngöngu í vél- skólann þurfa þeir að hafa lokið námi í ákveðnum iðngreinum, en skólastjóri taldi æskilegt að breyta þessu í það horf, að vél- skólnn taki vð unglingum strax og þeir koma úr miðskólaprófi og kenni þeim það, sem nauð- synlegt er að þeir læri undir vél stjórastarfið, bæði hið verklega og bóklega. Sagði hann, ag það skipulag hefði t.d. gefizt Norð- mönnum vel. Þá þakkaði skólastjóri ýmsum | aðilum, sem hefðu sýnt skólan- um skilning og velvild með rausnarlegum gjöfum. í lok ræðu sinnar sagði skóla- stjóri: „Ég vona, að skírteini þau sem þið hafið nú veitt við'töku verði ykkur til heilla í framtíðinni. Verið þess ávalt minnugir, að drengskapur í samskiptum við aðra menn og ósérplægni i starfi er öruggasta leiðin til lífsham- ingju.“ Alaveiðar aö hefjast Fiskpylsur vœntanlegur á markaðinn frá Tilraunastöð 515 Af> því er Rafn Jónsson, fram- kvæmdastjóri Tilraunastöðvar Sjávarafurðadeildar SÍS í Hafn- aifirði, tjáði Mbl. í gær eru ála- veiðarnar nú um það bil að hefj- ast, og kvaðst hann vongóður um aflann í sumar svo fremi að vel viðraði. Fyrir nokkrum dögum barst fyrsta álasendinginn á þessu ári, frá Ökrum á Mýrum. Ekki var hér um stóra sendingu að ræða, alls um 50 kg., en állinn var vænn og mjög fallegur. Veið- arnar austur í Lóni eru í þann veg að hefjast, en þar hefur Til- raunastöðin staðsetta tvo báta, sérstaklega útbúna til álaveiða. Þarna verða lagðar um 600 ála- giidrur, og eru tveir menn þegar komnlr austur en alls munu f jór- ir menn stunda þar veiffarnar. Rafn sagði, að er auglýst var eftir veiðimönnum, hafi 40—50 menn gefið sig fram, þannig aff mikill áhugi virtist ríkjandi á veiðun- um. Kominn heim Jónas Sveinsson, læknir Veiðitíminn er frá maí þar til í októberbyrjun, en meðan bjart- ast er, þ.e. í lok júní, liggja veið- arnar niðri að mestu. Fyrir hvert kíló af innlögðum ál fá menn kr. 20 greiddar af Tilraunastöðinni. Állinn hefur að mestu verið fluttur út til Hollands, þar sem hann hefur líkað mjög vel, en innanlandsneyzla er einnig tals- verð og vaxandi að því er Rafn sagði. Tilraunastöðin fékk í fyrra um 16 tonn af ál til vinnslu. Fiskpylsur væntanlegar Auk álareykinganna framleiðir Tilraunastöðin ýmsa matvöru aðra. Þar er reyktur lax, ýsa, sem seld er í vatnsþéttum umbúðum sem sjóða má með til þess að forðast lykt, grásleppukavíar, þorskkavíar bæði reyktur og ó- reyktur, frystur humar, reyktur silungur og frystur o. s. frv. Á markaðinn er nú væntanleg ný framleiðsla frá Tilraunastöð- inni. Eru það fiskpylsur, búnar til úr nýjum fiski, feitmeti og ör- litlu kryddi. Pylsur þessar má bæði sjóða og steikja, en seldar verða þær hraðfrystar. Rafn Jóns son sagði, að framleiðsla slíkra pylsa hefði einu sinni verið reynd hérlendis, en af einhverjum á- stæðum hefði hún lagzt niður. Rafn sagði að pylsur þessar yrðu um 40% ódýrari en venjulegar kiötDvlsur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.