Morgunblaðið - 21.05.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.05.1964, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. maí 1964 Sinfóníuhljómsveitin hefur haldiö 32 hljómleika á starfs- árinu SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands heldur 16. tónlcika sína í kvöld í Háskólabíói. Á efnisskránni eru verk eftir Jón Leifs, Schumann og Tsjaikowsky. Einleikari með hljómsveitinni verður ungur bandariskur píanóleikari, James IVIathis að nafni. Stjórnandi verð- ur Igor Buketoff. Gunnar Guðmundsson, fram Jumes Mathis kvæmdastjóri hljómsveitarinnar, skýrði blaðamönnum frá því í gær, að með hljómleikunum í kvöld hefði hljómsveitin haldið alls 32 hljómleika á þessu starfs- ári, 19 reglulega hljómleika, eina óperuhljómleika, 9 æskulýðs- hljómleika, eina barnahljómleika og hljómleika á Selfossi og í Keflavík. Gunnar kvað næstu hljómleika verða 4. júní, en þá yrðu á efnis- skránni tveir píanókonsertar, eft- ir Bach og Beethoven, og væri það í fyrsta skipti sem tveir slík- ir hafi verið fluttir hér á sömu hljómleikum. Einleikari verður þá Vladimir Askenazi hinn rúss- neski. Á hljómleikunum í kvöld verða flutt tilbrigði Jóns Leifs við stef eftir Beethoven, konsert fyr- ir píanó og hljómsveit í a-moll, op. 54 eftir Robert Schumann og sinfónía nr. 5 í e-moll op. 64 eftir Peter Tsjaikowsky. Hljómsveitarstjórinn Igor Buke toff sagði blaðamönnum frá því að hljómsveitarpallarnir í Há- skólabíói hefðu verið færðir fram til að fá hljóminn betur fram í salinn og hefði þetta gefið góða raun. Hljómburðurinn hefði batn að til muna og næst yrði reynt að breyta staðsetningu hljóðfær- 4 CRD RIKISINS M.s. Skjaldbreið fer vestur um land til ísa- fjarðar 23. þ.m. Vörumóttaka í dag til Ólafsfjarðar, Grundar fjarðar, Stykkishólms, Patreks fjarðar, Sveinseyrar, Bíldu- dals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, og ísafjarðar. — Farseðlar seldir á föstudag. anna til að bæta hljómburðinn enn meir. Buketoff sagði, að hann vildi gjarnan koma aftur næsta haust til að stjórna sinfóníuhljómsveit- inni, en þetta væri ekki ráðið enn, þar sem hann væri tíma- bundinn heima, en nú væri i at- hugun hvort ekki væri hægt að hliðra til með það. Píanóleikarinn James Mathis er fæddur í Texas í Bandaríkjun- um árið 1938 og er talinn meðal frems.tu píanóleikara af yngri kynslóðinni í Bandaríkjunum. Nám stundaði hann við Juilliard- tónlistarskólann og voru kennar- ar hans Olga Samaroff, Roslyn Tureck og Rosina Lhevinne. — Frekara nám í píanóleik stund- aði hann í Evrópu hjá Carlo Zecchi og Ilona Kabos. Árið 1962 lék Mathis í fyrsta sinn í Carne- gie Hall í New York og hlaut þá afburðagóða dóma fyrir píanó- leik sinn. Hann hefur ferðazt víða um Bandaríkin og Evrópu og haldið sjálfstæða tónleika eða leikið með hljómsveitum og hvar- vetna hlotið hið mesta lof gagn-" rýnenda. James Mathis hefur unn ið til verðlauna í mörgum tón- listarkeppnum, meðal annars hjá tónlistarklúbbasambandi Banda- ríkjanna árið 1962, Chopin-verð- laun Kosciuszko-stofnunarinnar, 1. verðlaun i alþjóðakeppni píanó leikara í Múnchen og 2. verðlaun í svonefndri Busoni-samkeppni á Ítalíu. Mathis er Fulbright styrk- þegi. Hingað kemur Mathis frá Bandaríkjunum á leið til Evrópu, þar sem hann mun halda fjöl- marga tónleika. = Þeir félagar eru kátir við komuna til Esbjerg. Frá vinstri: K. V. Nielsen, Undén og Mortenseny I Ekkert gott senditæki fyrir i | skipbrotsmenn í gúmbátum j EINS OG Þórarinn Björnsson skipherra skýrði frá í grein hér í blaðinu nýlega hafa Danir verið að gera tilraunir með dvöl manna í gúmmíbát um á hafi úti og rannsakað hvernig þeim tækist að ná sambandi við umheiminn með ýmsum talstöðvum og hvern ig þeim tækist að lifa á þeirri fæðu er skipbrotsmönnum er ætluð á hrakningi í gúmbát. Þrír yfirmenn úr danska flotanum tóku þátt í tilraun þessari J. E. Undén, S. Mort- ensen og K. V. Nielsen. Þeir félagar voru 6 daga i gúmmbát úti á Norðursjó. í nokkurri fjarlægð fylgdist herskipið Daphne með þeim. Þeir höfðu allmargar gerðir loftskeytatækja með sér og eitt af meginatriðum tilraun- arinnar var að kanna hvernig flugvélum tækist að miða sig í sambandi við skipbrotsmenn í gúmbát. Þeir félagar telja að ekk- ert þeirra senditækja, sem þeir höfðu, sé hæft fyrir skipbrotsmenn í gúmbátum og aðeins einni flugvél tókst að ná sendingum frá þeim í 90 sjómílna fjarlægð og 10 þús. feta hæ?S. SAS hafði ósk að eftir að fylgjast með þess ari tilraun og reyndu flugvél- ar þess að miða gúmbátinn, en tókst ekki. Þak bátsins ein angrar sendingar. Þeim félögum var ætlað að neyta 100 gramma af kandís daglega og 30 gramma af vatni. Hafði þeim verið ætluð 500 gr. af kandís fyrir dvöl- ina, en þeim tókst aðeins að neyta 150 gramma. — Þeir hafa ekki lifað í þessi sex dægur, aðeins verið til, sagði Henry Karstoft læknir, sem rannsakaði þá fé laga, er tilrauninni var lokið. Samanlagt lögðu þremenn- ingarnir af um 18 kg., Undén 4, Mortensen 6 og Nielsen 8 kg., meðan á tilrauninni stóð. iiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmi Hvað á að gera? Einn þeirra, sem stunda kapp reiðar Fáks kvartar yfir því, að menn greiði þar háan að- gamgseyri en sjái ekki neitt. Segir hann í bréfi, að áhorf- endasvæði vallarins hafi verið ónot'hæft um margra ára skeið, jafnvel þeir, sem fremstu stæð in fái, sjái ekki neitt, því strák ar setjist venjulega á girðimg- una, sem aðskilur áhorfendur og hlaupabrautina. Lögreglan reki strákana frá, en þeir síð- arnefndu fari aftur upp á girð inguna strax og lögreglan er komin fram hjá. Upphækkuðu pallarnir séu til einskis nýtir, ekki sé hægt að bjóða áhorf- endum þetta lengur. Fólk fari að hætta að ómaka sig til þess að horfa á kappreiðar. Þetta segir bréfritari. Sjálf- ur hef éig engan áhuga á kapp reiðum og hef aldrei farið til að horfa á svo að ég ætla ekki að leggja neinn dóm á ástand- ið. Maðurinn virðist aðeins eiga um þrennt að velja: Fara upp á girðinguna eins og strák arnir, ganga, í lögregluna og fá þá tækifæri til að standa fyrir framan strákana — eða að kom ast í stjórn Fáks og fá ókeyp- is aðlgang að kappreiðunum. Fákur bætir áreiðanlega ekki aðstöðu áhorfenda á meðan ein hverjir fást til að borga að- gangseyri fyrir að sjá ekki neitt — og þeir, sem á annað borð eru með hestadellu, fara á kappreiðar hvort sem þeir sjá eitt'hvað eða ekki. Allt kostar peninga Jónas stýrimaður, sem nú er fasteignasali og ráðið hefur Ei- rík Kristófersson í sína þjón- ustu, hringdi í mig í gær — þó ekki til að reyna að selja hús. Hann sagðist ætla að leggja fyrir mig eina spurnimgu og var engu líkara en hann teldi, að Velvakandi ætti svör við öllu: ,,Hver á Akrafjall?“ spurði hann. Mér datt helzt í hug að hann hefði kaupanda að fjallinu og ég sagðist halda að Guð ætti það eins og allt annað. Jónas sagðist vera sömu skoðunar, en samt auglýstu bændur þar efra að bannað væri að ganga á Akrafjall vegna þess að gönguigarpar mundu styggja sauðfé. Hins vegar styggðist það ekki, ef menn greiddu viðkomandi bónda hundrað krónur fyrir að klöngrast í hlíðum fja'llsins. Sennilega er Jónas einn af þeim, sem farinn er að ganga sér til heilsubótar og lamglífis — og finnst ekki nógu frumlegt að ganga inn í Sundlaugar eða upp að Árbæ, eins og aðrir. Nú 9- _io ,1 'C-' rt ætlar hann að ráðast á Akra- fjall. Það er ekkert óeðlilegt þótt sauðfé styggist við slíkar gesta komur og mér þætti ekki mikið að borga því hundrað krónur fyrir að slappa af, ef ág væri sannfærður um að hundrað krónu gönguferð þar efra lengdi lif mitt um nokkur ár. En Jónas sagðist líka vera far inn að spyrja sjálfan sig hve mikið hann þyrfti að borga landeigendum þarna fyrir að horfa á Akrafjall. Hann sagðist óttast að skuldin væri orðin há, því eldhúsglugginn hans snéri í norður. Hann sagðist þurfa að fá sér rúllugardínu. Sálmar Og svo er hér bréf frá Guð- mundi Kr. Guðmundssyni, sem mælir með því að dagblöðin, sem birta messutilkynningiar, segi jafnframt frá númeri sálm anna, sem sungnir verða. Segir hann Akureyrarblöðin gera þetta — og sú þjónusta sé vin- sæl nyrðra. — Er þessum til- mælum hér með komið á fram- færi og sakaði sjálfsagt ekkert að reyna þetta. ’J= 'Tó.C 1 j *_> v -í , •\\\ u J'/K- J\Srr % ^ / BOSCH loftnetsstengurnar fáanlegar aftur í miklu úrvali. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.