Morgunblaðið - 21.05.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.05.1964, Blaðsíða 8
MORGU N QLAÐIÐ Fimmtudagur 21. maí 1964 Þjóðleikhúsi ð: Sardasfurstinnan Óperetta í þrem þáttum eftir E. Kálmán Leikstj. og hljómsveitarstj. István Szalatsy Óperetta í þrem þáttum eftir Emmerich Kálmán. Leikstjóri og hljómsveitarstjóri István Szalatsy I’AÐ ER réttilega fram tekið í leikskrá Þjóðleikhússins að þess- ari sýningu, að dagar óperett- unnar eru taldir í flestum lönd- um, þótt músíkin úr fáeinum þeirra hafi reynzt furðu lífseig. Almennin.gur hefir ekki lengur áhuga á að gægjast inn í glæsi- hallir aðalsfóliksins gegn um þann glugga, sem óperettan opnaði fram í frásögnum blaðanna af undirbúningi að sýningu Þjóð- leikhússins á Sardasfurstinn- unni: Leikstjórinn kom með nýj- an „endurskoðaðan“ textá, og vegna þeirra breytinga, sem á verkinu voru orðnar, þurfti hann fremur á að halda leikurum en söngvurum. Samkvæmt því taka tveir leikarar við hlutverkum, sem söngvurum höfðu verið ætl- uð, og er ástæðulaust fyrir sömgvarana að taka það nærri sér, eins og málum er háttað. Lárus Fálsson og Guðmundur J ónsson í hlutverkum. honum; aðallinn heldúr varla til lengur, og hallirnar til sýnis hverjum sem er fyrir nokkra aura. Lífsmarki hefir þó verið haldið í einstaka verki þessarar tegundar með því að snúa text- unum til nútímalegra horfs, nær undantekningarlaust í þá átt að útkoman hefir orðið farsi, stundum jafnvel með svip af revíu; hlutverk tónlistarinnar hefir orðið minna en áður var, og aðrar kröfur eru gerðar um flutning hennar. Oll þessi þróun kom óbeint enda þótt æskilegt hefði verið, að meiri fyrirhyggja nefði verið höfð um þetta. Sardasfurstinnan er ek'ki mik- ið bókmenntaverk, heldur gam- anleikur af léttustu gerð, og „brandararnir" sumir svo „bill- egir“, satt að segja, að reyndum og ágætum leikurum er vork- unn að þurfa að láta þá út úr sér. Tónlistin hefir ekki heldur mikinn boðskap að flytja, en hún er einkar á/heyrileg og ísmeygi- leg og breiðir yfir margan galla á leiknum, sem án hennar mundi verða áberandi. Að öllu saman- Auglýsi ng um skoðun bifreiða í lögsagnar- uindæmi Kópavogs. Samkvæmt umferðarlögum tilkynnist hérmeð, að aðal- skoðun bifreiða fer fram 25. maí til 12. júní n.k., að báðum dögum meðtöldum, svo sem hér segir: Mánud. 25. maí Y-1 til Y-100 þriðjud. 26. maí Y-101 — Y-200 miðvikud. 27. maí Y-201 — Y-300 fimmtud. 28. maí Y-301 — Y-40O föstud. 29. maí Y-401 — Y-500 mánud. 1. júní Y-501 — Y-600 þriðjud. 2. júní Y-601 — Y-700 miðvikud. 3. júní Y-701 — Y-800 fimmtud. 4. júní Y-801 — Y-900 föstud. 5. júní Y-901 — Y-1000 mánud. 8. júní Y-1001 — Y-1100 þriðjud. 9. júní Y-1101 — Y-1200 miðvikud. 10. júní Y-1201 — Y-1300 fimmtud. 11. júní Y-1301 — Y-1400 föstud. 12. júní Y-1400 og öll hærri nr. Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðar sínar að Félagsheimili Kópavogs, og verður skoðun fram- kvæmd þar daglega, kl. 9—12 og kl. 13—17,30., Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur og vá- tryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1964 séu greidd, og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Gjöld af viðtækjum í bifreiðum skulu greidd fyrir skoðun. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum sam- kvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn í Kópavogi, 19. maí 1964. Sigurgeir Jónsson. lögðu er hér saklaust og stund- ura talsvert fjörlegt gaman á ferðum: góð kvöldstundar skemmtun, heldur ekki meira. En allt byggist það á því, að flutningurinn sé lifandi, fágaður og mér liggur við að segja inn- blásinn; um annan innblástur er hér ekki að ræða en þann, sem góðir flytjendur leggja af mörk- um. Og óheppilega valinn leik- ar.di í einu hlutverki getur ger- spillt skemmtuninni, eins og berlega kom í ljós á frumsýn- ingunni í Þjóðleikhúsinu og enn verður að vikið. Þeir, sem stóðu með pálmann í höndunum að sýningunni lok- irini, voru leikararnir Bessi Bjarnason og Lárus Pálsson, og talar það sínu máli um það, að hér er á ferðinni gamanleikur með músík fremur en óperetta í venjulagum sikilningi. Þeir sköp- uðu skemmtilegar og eftirminni- legar persónur úr þeim rýra efniviði, sem þeim var fenginn í hendur, og þeirra einna vegna hefði sýningin verið þess virði að sjá hana. Bessi reyndist einn- ig hafa talsverða söngrödd, en á það reyndi ekki hjá Lárusi. Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Valur Gíslason og Ævar R. Kvar- an skiluðu einnig sönglausum hlutverkum með mikilli prýði og áttu ríkan þátt í að auka á skemmtunina. En um allt þetta hefði leikdómari Mbl. verið betur bær að dæma en sá sem þessar línur ritar. í aðalsönghlutverkunum voru ungverska sópransöngkonan Tat- jána Dubnovszky og Erlingur Vigfússon tenorsöngvarí. Hin bjarta og fagra rödd Erlings naut sín hér vel, og framkoma hans á sviðinu var falleg og frjáls- mannleg, þótt sjá mætti að hann skortir sviðsreynslu á við með- leikendur sína. Og víst má telja, að það hafi háð honum nokkuð, hve mótleikandi hans var óheppi laga valinn. Það verður því mið- ur ctö :»egja umbúðalaust, að ungverska söngkonan, sem hefði átt að vera „stjarna kvöldsins", Lokaatriði, Tatjana Dubrovszky, Bessi Bjarnason, Herdís Þor- valdsdóttir og Erlingur Vigfúss on. var mjög fjarri því að fylla þær kröfur, sem til hennar hljóta að vera gerðar í þessu hlutverki, en þar sem hér er um erlendan gest að ræða, verður látið hjá líða að fara þar um fleiri orðum. Þjóðleik'hússtjóri mun hafa óskað eftir annarri ákveðinni söngkonu frá Budapest til þess að fara með þetta hlutverk, en af einhverjum ástæðum hefir sú stjórnarskrifstofa, sem um slík mál fjallar þar í landi, ekki séð sér fært að verða við þeirri ósk. En þessi „skakka afgreiðsla“. ef nefna má slík mistök því nafni, geta orðið Þjóðleikihúsinu ærið dýr, ef þar verður ekki ráð- in bót á sem fljótast. í smærri sönghlutverkum voru Herdis Þorvaldsdóttir leikkona, sem bauð af sér ágætan þokka en skorti raddstyrk á móti öðru söngfólki og kaus stundum heldur að segja fram texta sinn, oig Guðmundur Jónsson óperu- söngvari, sem skilaði snoturlega sviplitlu hlutverki en tókst ekki að blása í það verulegu lífi. Fjöldi annara leikenda kom fram í smærri hlutverkum, en hér verður látið staðar numið í upp- talningunni. Nokkrar dansmeyjar sýndu líkamsvöxt sinn á sviðinu, og sýndist hann vera lýtalaus, en can-can-dansinn var ekki eins og er á Lido í París. Elizabeth Hodg- shon samdi og æfði dansana. Þjóðleikhúskórinn gegndi sínu sönghlutverki með prýði. Carl Billich hafði æft kórinn. Ungverski leikstjórinn og hljómsveitarstjórinn István Szal- atsy hafði að sjálfsögðu, í tvö- földum skilningi, veg og vanda at sýningunni. Um sviðsetning- una eru aðrir dómbærari en undrritaður, en hún sýndist gerð af hugkvæmni og smekkvísi, og mörg hópatriðin, sem jafnan munu vera erfiðust viðfangs í slíkum sýningum, voru fjörleg og skemmtileg. Gisli Alfreðsson hafði verið leikstjóranum til að- stoðar á æfingum. István Szal- atsy er röggsamlegur hljóm- sveitarstjóri og var allur tón- listarflutningurinn með myndar- brag. Sinfóníuhljómsveit íslands aðstoðaði við sýninguna. Þýðinguna gerði Egill Bjarna- son, og mun hafa vel tekizt. Söngtextarnir voru lipurlegir og sungust vel og taltextinn oft all- hnyttinn. — Leiktjöld og bún- inga hafði Lárus Ingólfsson gert. Jón Þórarinsson. Höfum á boðstólum fallegasta og fjölbreyftasta úrvalið af teppum, sem eru á marka ðnum í dag — Nýjung sem slœr í gegn — ir Ný gerð af óuppúrskornum tízkuteppum. — Lóast ekki. Hrinda bezt frá sér og haldast bezt. Það er álit arkitekta að þau séu mest í tízku í dag, vegna þess að það sé meiri efniskennd í því að horfa á flötinn. ir Nýju gerðirnar af óuppúrskornu teppunum ættuð þér að hafa í huga, þegar þér teppaleggið. ■k Komið, sjáið og kynnist nýju gerðinni af óuppúrskornu tepp unum okkar, sem eru mest í tízku á markaðnum í dag. 100% alullarteppi 100% nælonteppi. Vegna afkastnmikilla véla og meiri tækni en þekkst hefur áður hér á landi, getum við boðið teppi með hagkvæmu verði. it Teppi sem eru á boðstólum hiá okkur eru hvergi fáanleg annarsstaðar. TÍZKAN E R í Austurstræti 22. Sími 14190.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.