Morgunblaðið - 21.05.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÚ Fimmtudagur 21. maí 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 emtakið. DEILUR KOMMÚN- ISTARÍKJANNA Fkeilur kommúnistaflokka^ hinna ýmsu landa magn- ast nú stöðugt. Sérstaklega ganga klögumálin milli rúss- neskra og kínverskra komm- únista. í sambúð þeirra er nú svo komið að segja má að op- inber fjandskapur ríki milli Peking og Moskvu. Michail A. Suslov, sem tal- inn er hægri hönd Nikita Krúsjeffs og er einn helzti „hugsjónafræðingur“ rúss- neskra kommúnista, hélt ný- lega ræðu á 17. flokksþingi franska kommúnistaflokks- í þessari ræðu sakaði hann Mao Tse tung og aðra for- ystumenn kínverskra komm- únista um að fylgja stefnu, sem gæti leitt til kjarnorku- styrjaldar. Þessi ummæH Suslov, sem sumir hafa talið hugsanlegan eftirmann Krúsjeffs, eru ein- hver þau harkalegustu, sem fallið hafa af munni- rúss- nesku kommúnistaleiðtog- anna í garð Rauða Kína. Er auðsætt að deilurnar milli Peking og Moskvu eru komn- ar á það stig, að leiðtogarnir eru löngu hættir að reyna að dylja hinn djúpstæða ágrein- ing sinn. Bæði rússneskir og kínverskir kommúnistaleið- togar vinna nú að því af kappi að afla sér fylgis meðal komm únistaflokka hinna ýmsu landa. En af átökunum milli Peking og Moskvu hefur síð- an leitt mikinn ágreining og deilur innan kommúnista- flokkanna um heim allan. Enn sem komið er virðist meiri- hlutinn styðja stefnu Krús- jeffs en Mao Tse tung hefur hins vegar ýms spjót úti til þess að veikja aðstöðu Moskvumanna. Krúsjeff og félagar hans leggja nú mikla áherzlu á, að efnt verði til alþjóðlegrar ráð,- stefnu kommúnista úr öllum heiminum. Mundu rússnesku kommúnistaleiðtogarnir sennilega gráta þurrum tár- um, þótt kínversku „félag- arnir“ tækju ekki þátt í ráð- stefnunni. En greinilegt er að Rússarnir hyggjast nota hana til að styrkja aðstöðu sína. Margt bendir til þess að deilurnar milli Moskvu og Peking og klofningurinn, sem þær valda innan kommúnista- flokka einstakra landa muni veikja hinn alþjóðlega komm únisma á næstu árum. Sjást þess raunar víða merki að togstreitan og illindin innan kommúnistaflokkanna hafa valdið þeim fylgistapi og gert alla aðstöðu þeirra veikari og erfiðari. OFRIÐLEGT l ASÍU |?remur virðist horfa ófrið- lega í Asíu um þessar mundir. Átökin í Suður- Víetnam færast í aukana og í hinu „hlautlausa“ Laos hafa kommúnistar enn einu sinni svikið samkomulag um vopna hlé og hafið sókn gegn hlut- lausum og hægri mönnum. Hefur þar enn einu sinni sannazt að hið svokallaða hlutleysi er kommúnistum aðeins tæki til þess að villa um fyrir andstæðingum sín- um og draga úr árvekni þeirra. . Ekki þarf að fara í neinar grafgötur um, að það eru kínverskir koinmúnistar sem standa að baki sókn kommún- ista í Suður-Víetnam og La- os. Þeir hafa um langt skeið kynt elda ófriðar og upp- lausnar í þessum löndum. Er nú svo komið að raddir eru farnir að heyrast um að Bandaríkin verði að hefja virkari andstöðu gegn sókn kommúnista í Laos. En eins og kunnugt er hafa Bandaríkin stutt andstæðinga kommún- ista í Suður-Víetnam með stórfelldum fjárframlögUmj vopnasendingum og jafnvel þátttöku amerískra hermanna í bardögum við skæruliða kommúnista. Reynslan í Suður-Vietnam og Laos hefur sanað að griða- og friðasamningar við komm- únista þýða lítið. Þeir eru til í að semja um grið og frið, þegar það hentar þeim. En um leið og þeir telja sér ann- að henta byrja byssurnar að skjóta að nýju 'og kommún- istar rjúfa griðin. Útþenslu- stefna hinna kínversku komm únista dylst engum og allt bendir til þess að fyrr en var- ir fái Sovétríkin, sem ráða yfir geysilegum strjálbýlum en auðugum landssvæðum í Asíu að kenna á landvinninga stefnu kínversku kommún- istanna. NÝR FRAM- KVÆMDASTJÓRI NATO TVTATO hefur fengið nýjan ’ framkvæmdastjóra. Heit- ir sá Manlio Brósio, fyrrver- andi sendiherra ítala hjá samtökunum. Hinn nýi fram- Stefna Kínverja getur leitt til kiarnorkustyrialdar |- segir M. Suslov 3 • Mikhail Suslov, hinn 1 kunni hugtakafræðingur 3 sovézka kommúnistaflokks S ins, hélt ræðu á ársþingi 3 franska kommúnistaflokks- 3 ins fyrir nokkrum dögum 3 og lýsti því þar yfir, að H kínverskir kommúnistar 3 fylgdu nú stefnu, sem bein 3 línis gæti leitt til kjarn- 3 orkustyrjaldar. 3 Fulltrúar á ársþinginu, sem 3 er hið sautjánda í röðinni. H voru 800 talsins. Var þar lýst 3 eindreginni samstöðu komm- 3 únistaflokka Frakklands og 3 Sovétríkjanna, og Suslov af- 5 henti leiðtoga flokksins, Maur- = ice Thorez, fána með mynd af 3 Lenín, sem vináttugjöf frá 3 Sovétstjórninni. 3 í Tæðu sinni ræddi Suslov 3 um þá tillögu N. Krúsjeffs, for M. Suslov. — Myndin var tek- in er hann hélt ræðu sína í París. sætisráðherra Sovétríkjanna, að halda alþjóðlegan fund kommúnista til þess að gera 3 upp deilumálin við Kinverja. = Sagði hann leiðtoga flestra 3 kommúnistaflokka heims fylgj 3 andi þeirri hugmynd — þeir 3 væru þeirrar skoðunar, að 3 slíkur fundur væri heims- 3 hreyfingu kommúnista bein- 3 línis nauðsynlegur. Suslov drap á þau ummæli M Pekingstjórnarinnar á dögun- 5 um, að mörg ár kynnu að líða = áður en unnt væri að halda 3 sáttafund deiluaðilanna og 3 sagði það Ijóslega ætlun Kín- 3 verja að reyna að vinna tíma. 3 Þeir legðu allt kapp á að efla 3 sundrungarstarf sitt innan 3 hinna ýmsu kommúnistaflokka 3 heims. „Kínverskir kommún- 3 istar líta með fyrirlitningu á 3 friðarbaráttuna og gera í 3 raun og veru allt sem þeir 3 mega til þess að ýta undir 3 vopnakapphlaupið. Þeir fylgja 3 stefnu, sem getur leitt til kjarn 3 orkustyrjaldar“. 3 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimi(iiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!i!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiHt!iiiiiim!iiiiiiiiiinmi Rockefeller sigraði í Oregon Milúð veltur d úrsliíunum í Kaliíorníu PRÓFKOSNIN GAR fóru fram í Oregon-ríki í Banda- ríkjunum sl. laugardag um það hverjir skyldu verða fram bjóðendur flokkanna við for- setakosningarnar í haust. Fyr- ir kosningar var því almennt spáð að Henry Cabot Lodge, sendiherra í Suður-Vietnam, fengi flest atkvæði repúblik- ana, en auk sendiherrans voru fimm frambjóðendur aðrir í kjöri fyrir flokkinn. Úrslitin komu mjög á óvart, því Nel- kvæmdastjóri er talinn mjög hæfur og dugandi maður. Manlio Brasio var fyrst og fremst studdur til þessa starfs af Bandaríkjamönnum og Frökkum, sem þó hefur greint á um margt innan NATO síð- ustu mánuði. Enda þótt Manlio Brasio sé mikilhæfur maður, er hann ekki eins stór í sniðum og fyrirrennarar hans. Fyrsti framkvæmdastjóri NATO var eins og kunnugt er, Ismay lávarður, er var hægri hönd Churchills á styrjaldarárun- um. Eftirmenn hans voru Paul Henry Spaak, utanríkisráð- herra Belgíu og Stikker, ut- anríkisráðherra Hollands, sem nú hefur látið af störfum. Frámkvæmdastjórn NATO’s hefur því ávallt verið í hönd- um mikilhæfra og reyndra manna. Vonir standa til þess að hinn nýi framkvæmda- stjóri muni reynast farsæll í starfi, enda þótt hann njóti ekki fyrirfram þeirrar frægð- ar og álits sem fvrirrennar- ar hans nutu. son Rockefeller, ríkisstjóri í New York, sigraði með tals- verðum yfirburðum. Atkvæði sklptust þannig að Rockefeller hlaut 92 þúsund at- kvæði, Lodge 77 þúsund, Barry Goldwater, öldungadeildarþing- maður frá Arizona, 46 þúsund, Richard Nixon, fyrrum varafor- Nelson Rockefeller, seti, 44 þúsund, Margaret Chase Smith, öldungadeildarþingmaður, 8 þúsund, og William Scranton, ríkisstjóri, 5 þúsund. Prófkosningar þessar eru að því leyti athyglisverðar að þarna voru í fyrsta sinn nöfn allra sex frambj óðendanna á kjörseðlinum, hingað til hafa kjósendur þeirra Lodge, Nixons og Scrantons orðifS að skrifa nöfn þeirra á seðlana. Hjá demókrötum var aðeins einn maður í framboði, Lyndon B. Johnson forseti. Hlaut hann 229 þúsund atkvæði, en 926 kjós- endur rituðu nafn George Wall- ace, ríkisstjóra i Alabama, á kjör- seðla sína. — Öllu betur tókst Wallace í prófkosningunum í Maryland-ríki á þriðjudag. Þar var Daniel Brewster, öldunga- deildarþingmaður, í kjöri fyrir hönd stuðningsmanna Johnsons, og hlaut rúmlega 264 þúsund at- kvæði, eða 53,23%. Þar hlaut Wallace rúmlega 212 þúsund at- kvæði, eða 42,66%. Wallace ríkis- stjóri hefur mikið komið við sögu i baráttunni gegn jafnrétti kyn- þáttanna í Bandaríkjunum, og er svarinn andstæðingur jafnréttis- stefnu Johnsons. Eftir kosningarnar í Oregon sagði Rockefeller við fréttamenn að úrslitin sýndu það að kjósend- ur létu sér nú á sama standa um skilnað hans og síðara hjónaband. Ennfremur væru úrslitin sigur fyrir framfarasinnaða og ábyrga repúblikana, og sýndu að stefna Barry Goldwaters nyti ekki stuðnings méirihluta flokksins. Goldwater var sjálfur í Los Angeles þegar úrslit urðu kunn í Oregon. Er hann þar að undirbúa prófkosningarnar, sem fram fara í Kaliforníu 2. júní, og mikið velt ur á. Ekki gerði Goldwater mikið úr sigri Rockefellers í Oregon, en sagði við fréttamenn: „Þótt ég dytii niður dauður í dag, yrði Rockefeller ekki kjörinn fram- bjóðandi flokksins". I prófkosningum þessum eru kosnir kjörmenn frá hverju ríki. sem svo kjósa frambjóðendur flokkanna á flokksþingum í sum- ar. Fer fjöldi kjörmanna hvers ríkis eftir íbúatölu. Talið er að Goldwater hafi þegar tryggt sér nærri sex hundruð kjörmenn á þingi repúblikana, en til að ná kosningu þarf 655. Veltur mikið á úrslitunum í Kaliforníu, því þar verða kosnir 86 kjörmenn repú- blikana. Sæmd riddara- krossi FORSETI íslands hefur í dag sæmt eftirfarandi riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu: 1. ólaf Þórðarson, framkv.- stjóra, Reykjavík, fyrir störf I þágu hraðfrystiiðnaðarins ogsaia göngumála. 2. ólöfu Bjamadóttur, ráðu- neytisstjórafrú fyrir störf í þágu landsins heima og erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.