Morgunblaðið - 21.05.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.05.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. maí 1964 MORGU N BLAÐIÐ 3 Mannfjöldi skoðar listaverkin á sýningunni í Tate Gallery STAKSTEINAR Farið að drnga af þeim Fram að þessu hafa Framsókn- armenn í áróðri sínum lagt á það megináherzlu, að stefna rík- isstjórnarinnar væri hábölvuð og nefnt hana ýmsum ófögrum nöfn um, eins og menn minnast. Eitt- hvað virðast þeir þó hafa fundið fyrir því, að þessi áróður ætti ekki mikinn hljómgrunn, því að í gær eru þeir byrjaðir að tala um að stjórnin hafi nú þrátt fyrir allt ýmislegt gott gert, en það sé allt Framsóknarflokkn- um að þakka. í Tímanum segir orðrétt: „En þótt meirihlutinn vilji ekki samþykkja frumvörp og tillögur Framsóknarmanna, þá hafa áhrif stjórnarandstöðunnar á síðasta kjörtímabili og síðasta þingi ver- ið mikil og jákvæð. Stjórnin hefur neyðzt til að taka mörg atriði úr málflutningi Framsókn- armanna upp í stjórnarfrumvörp sín og þannig hafa góð mál náð fram, því vitanlega skiptir engu í hverra frumvarpi efnisatriði eru samþykkt, ef mál ná á annað borð fram að ganga.“ Ákjósanlegur vitnisburður Málarar sýna í Tate Gallery NÚ stendur yfir í Tate Gallery í London samsýning nútíma- myndlistar, Painting and Sculpture of a Decade, sem vakið hefur heimsathygli. Á sýningunni eru tæplega 400 verk listamanna frá ýmsum löndum, öll gerð á síðustu 10 árum. Mikið hefur verið skrif- að í blöð um sýningu þessa og hún hlotið góða dóma. Lista- menn hvaðanæva úr heimin- um hafa þyrpzt til London til að sjá sýninguna, enda hefur verið þröngt á þingi í Tate Gallery, allt frá því er hún var opnuð, 22. aþríl sl. Sýning in mun standa yfir til 28. júní. Fyrir rúmlega viku varð ég samferða fjórum íslenzkum málurum í flugvél Flugfélags íslands til London. Erindi þeirra var að skoða sýninguna á Tate. Listamenn þessir eru Guðmunda Andrésdóttir, Gunnlaugur Scheving, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúla- son. Samdist svo um að ég færi með þeim á sýninguna einhvern næstu daga. — Um þessa helgi var margt um manninn í London og hýrt yf- ir hótelhöldurum, því að alls- staðar var yfirfullt og hvergi herbergi að fá. Ég hafði þó eftir miklum krókaleiðum feng ið inni á litlu gistihúsi í Kens- ington og var ákveðið að Val- týr Pétursson hringdi til mín þangað, er listamennirnir hefðu fundið sér einhvern samastað. Síðan skildust leið- ir okkar á Lundúnaflugvelli. Nú liðu margir dagar og ekkert heyrðist frá Valtý. Á hótelinu, þar sem ég bjó, skiptust tveir Pólverjar og einn Tyrki á við símavörzlu. Þeir voru mjög ólíkir, en höfðu eitt sammerkt; þeir kunnu aðeins eitt orð á ensku: yes. Síðar komst ég að því, að Valtýr hringdi oft á hótelið og fékk ævinlega svarið „yes“. Hafði hann rætt við alla gest- ina nema mig og kenndi þar ýmissa grasa. Tvívegis hafði hann átt mjög fróðlegt símtal við fursta nokkurn frá Pakist- an, sem þarna bjó með tuttugu manna lífverði sínum í tveim- ur litlum herbergjum. Eitt sinn sá ég lífvarðasveitina alla á ganginum framan við salern ið snemma morguns. Héldu þeir hver á sínu næturgagni og biðu þess að geta losað þau. London er fremur stór borg, svo að ekki þýddi að ganga um göturnar og hrópa: „Val- týr, Valtýr“. Gat ég því ekk- ert aðhafzt, fyrr en ég af til- viljun komst að því, hvar ís- lenzku listmálararnir bjuggu, tveimur dögum áður en þeir ætluðu að halda heim aftur. Hringdi ég nú á verustað þeirra, en þá tók ekki betra við; starfsfólk þeirra gistihúss var allt frá Fiji-eyjunum í Kyrrahafi. Var það lítið betur að sér um enska tungu en Pól- verjarnir og Tyrkinn, sem Val týr hafði talað við. Þó fór svo, eftir einn sólarhring og þrjá- tíu og fjórar hringingar, að ég fékk samband við rétt her- bergi. Sagði Valtýr mér þá frá viðskiptum sínum við síma- vörzlumenn á mínu hóteli. Listmálararnir höfðu stund- að söfnin í London frá morgni til kvölds allt frá því að þeir Ungt fólk virðir fyrir sér nokkur verkanna i Tate komu og höfðu grandskoðað sýninguna í Tate Gallery, svo að engin leið var að fá þá til að fara þangað aftur, enda voru þeir á förum næsta dag og áttu ýmislegt óséð ennþá. Svo fór, að ég hitti þá Gunn- laug Scheving og Valtý Pét- ursson á National Gallery (Listasafni brezka ríkisins). Þorvaldur Skúlason var í heim sókn hjá frænda sínum utan London, en Guðmunda Andrés dóttir hafði brugðið sér í búð. í National Gallery eru salir stórir og margir. Er því ekki hlaupið að því að finna menn á þeim stað. Eftir nokkra leit kom ég þó auga á Gunnlaug og Valtý, þar sem þeir virtu fyrir sér verk gömlu ítölsku prímitívistanna. „Hvernig leizt yður á sýninguna í Tate Gallery?“ spurði ég Gunn- laug. „Mér þótti ákaflega gam an að sjá hana“, svaraði Gunn laugur. „Við höfum líka farið á fleiri sýningar og söfn. — Þessi ferð hefur verið afar á- nægjuleg“. „Hvað var langt síðan þér höfðuð farið til útlanda?“ „Það var mjög langt“, svar aði Gunnlaugur, „líklega um 30 ár“. Nú færði Gunnlaugur sig að næsta vegg og horfði hugfanginn á verk spánska málarans Zurburan. Við Valtýr gengum áfram. „Sýningin í Tate er stórkost leg“, sagði Valtýr. „Hún er þverskurður af þeim verk- um, sem athygli hafa vakið og þýðingu hafa í augnablikinu. Auðvitað er hún nokkuð sund urleit og ekki allar myndirn ar sérstaklega góðar. Hins veg ar má sjá hve nýstárleg hún er af því, að í fyrsta sýningar salnum hanga myndir eftir Braque, Picasso og Leger, en þeir ásamt Matisse, eru full trúar gömlu meistaranna. — Mynd eftir Matisse, sem mál uð er fyrir 10 árum, er hin elzta á sýningunni". Nú staldrar Valtýr við, til þess að virða fyrir sér „Vatna liljur“ Morets. „Hér verður maður orðlaus“, sagði hann. Við göngum nokkur skref á- fram, en þá bendir Valtýr yf ir þennan gríðarstóra sal á tvö málverk eftif Turner og segir: „Sérðu hvað hann slær í borðið með þessum tveimur myndum? Þessi þarna í horn- inu heitir Hanníbal fer yfir Alpana. Hugsaðu þér hvað Framhald á síðu 23 Þessi orð málgagns Fram- sóknarflokksins eru hinn ákjós- anlegasti vitnisburður um það, að mörgu góðu hafi verið áork- að í stjórnartíð Viðreisnarstjórn- arinnar. — Framsóknarmenn mundu áreiðanlega ekki játa það, ef .þeir teldu sig ekki knúða til þess. Þeim er orðið ljóst, að sá áróður, að illt eitt hafi verið gert, fellur dauður og ómerkur. En það er alveg rétt hjá Tímanum, að það skiptir ekki máli hver á hugmyndirnar. Aðalatriðið er að þeim sé fylgt fram til sigurs, ef þær eru góðar. Hins vegar minn- ist Morgunblaðið þess satt að segja ekki, að frá Framsóknar- flokknum hafi komið mörg ný- mæli, sem til framfara hafa horft, síðan flokkurinn valt út úr ríkis- stjórn. Málflutningur hans hefur einkennzt af nöldri og skap- vonzku þeirra manna, sem geta ómögulega skilið þá „heimsku“ þjóðarinnar að afþakka forystu þeirra. Nýtt fjárfestingareftirlit Framsóknarmenn eru nú tekn- ir að boða það, að koma eigi á fót nýju fjárfestingareftirliti, hvort sem þeir vilja nú kalla þessa stofnun nýsköpunarráð, fjárhagsráð eða eitthvað annað. Þeir segja að nauðsyn beri til að fá opinbera nefnd til að ákveða hvað eigi að framkvæma og hverjir megi framkvæma. Það er svo sem ekki nýtt, að þeir boði þessa stefnu. Hún er í nákvæmu samræmi við sjónarmið þeirra fyrr og síðar. Þeir vilja ríkis- afskipti til þess að mismúna mönnum og telja ólíft við það kerfi að allir sitji við sama borð. Allir flokkar áttu nokkra sök á því ófremdarástandi, • sem hér ríkti á haftatímanum. Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokk urinn hafa í núverandi stjórnar- samvinnu stóraukið frjálsræði og þar á meðal afnumið fjárfesting- arhömlurnar. En Framsóknar- flokkurinn vill hverfa aftur til hafta og þvingana. Og bjálfaleg- ast er það, að Tíminn nefnir vilja unga fólksins í sama orðinu og höftin. En íslendingar hafa svo slæma reynslu af fjárfestingareftirliti og öllum þeim höftum, boðum og bönnum, sem hér ríktu um langt skeið, að þeir munu áreiðanlega ekki óska eftir því að slíkt fargan verði innleitt á ný. Menn hafa kynnzt auknu frjálsræði og vilja ekki fórna því aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.