Morgunblaðið - 21.05.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. maí 1964 Aldrei meira veitt til fram- kvæmda á Vopnafirði Ný hafskipabryggja, brú á Hofsá, skólahús, læknabústaður o.fL Gunnar Gunnarsson 75 ár den 18. maj Borgslœgtcns Historie 16. lulgave. Kr. 21.00, indb 27.75, m. skindryg 41.00 Edbrodrv Tranebog. Kr. 4.25 Salige er de Enfoldige Tranebog. Kr. 4.25 Gyldendal Þessi auglýsing birtist Kaupmannahafnarblaðinu „Poiitiken“ hinn 16. maí. VOPNAFIRÐI — Síðan Síldar- verksmiðja Vopnafjarðar var byggð hefur aldrei verið eins mikið um verklegar framkvæmd ir á Vopnafirði eins og útlit er fyrir að verði á komandi sumri. Oig aldrei fyrr hefur ríkið lagt jafn mikið fé til uppbyggingar í þessu byggðarlagi og nú. Má þar' til nefna nýja hafskipa bryggju, brú á Hofsji utan við Þorbrandsstaði, myndarlegt barnaskólahús og læknisbústað, sem nú er nærri fullbúinn. Alls mun fjárveiting ríkissjóðs til þess ara framkvæmda nema ca. 10 milljón króna, þar af geymslufé í Hofsárbrú frá fyrra ári rúm milljón. Hofsárbrúin er ein af stærstu brúnum - sem 'gerðar verða í sumar, 72 metrar á lengd. Það er stálbitabrú með ' steyptu gólfi. Nýja brúin er sett á ána fram- arlega í héraðinu, og kemur að gagni sem innansveitarbrú og eins skapast möguleikar til hringaksturs. 1,1 millj. af fé því ,sem veitt er, er ætlað til vegagerðar í Vopnafirði. Mikill hluti þess fjár fer til að gera veg að hinni nýju brú og malbera vegarkafla í Vesturárdal, sem ýtt var upp í fyrra, en þá skorti fé til að full- gera. Það ber að viðurkenna og þakka þegar fé er veitt til þjóð- hagslegra framkvæmda og upp- byggipgar í dreifbýlinu. Énginn þarf þó að óttast að fé þessu sé á glæ kastað, því fram- leiðsluverðmæti Vopnfirðinga hafa að undanförnu numið 80— 100 milljónum króna á ári og útflutningsgjöld 4—6 milljón króna til ríkissjóðs. Að vísu veiða Vopnfirðingar ekki sjálfir Átta hækur eftir Gunnar Gunnarsson ab koma út erlendis UM þessar mundir eru að Bækurnar eru þessar: Ed- koma út erlendis átta bæk- (Fóstbraeður) hjá Gyl , dendals Tranebogsudgave í ur eftir Gunnar Gunnars- Kaupmannahöfn, Jon Arason son. Bækur hans eru gefn- hjá Fremads Forlag í Kaup- ar út á hverju ári vfðs veg- mannahöfn, Kirken paa Bjerg ar um heim, en vegna 75 ? (Fjallkirkjan) hjá Carit ara afmælis skaldsins nu FJaUkirkjan (am ritið í tveim grennslaðist Mbl. fyrir um ur bindur) hjá Heideland í það, hvar bækur skáldsins Hollandi, Die Leute auf Borg væru að koma út á þessu (Borgarættin), endurútgáfa vori. Eftir því,, sem Mbl. bezt veit, eru alls átta bækur eftir Gunnar komnar út eða í þann veginn að koma á markaðinn erlendis, þrjár í Danmörku, tvær í Þýzkalandi og ein í hverju þessara þriggja landa: Hollandi, SvLss og Svíþjóð. hjá Albert Langen — Georg Miiller í Miinchen, Borgarætt in hjá Schweitzer Volks Buch gemeinde í Luzern (Lucerne) Borgarættin hjá Herder í Frei burg og Grámann hjá L. T. Forlag í Stokkhólmi. Útgáfa fleiri bóka skáldsins erlendis er á döfinni. Heildarafli Hornafjarðar- báta mun meiri en í fyrra Hornafirði, 19. maí. Á HORNAFIRÐI lauk vertíð 15. maí. Sjóveður voru frémur stirð í mánuðinum. Tveir bátar voru með net og tveir með línu. Afli netabátanna varð á þessum tíma 228,7 lestir, en línubátar voru með 67 lestir, en aðrir bátar voru með 115 lestir, mest úr nót, veitt fyrir mánaðamót. Frá ár@mótum er heildaraflinn 4085,8 lestir, en var í fyrra 3483 lestir. Mestan afla hefur Gissur hvíti undir skipstjórn Óskars Valdemarssonar 1066,2 lestir, ann ar er Ólafur Tryggvason 827,7 þann sjávarafla, sem þeir vfnna útflutningsverðmætin úr. Auk þeirra framkvæmda sem að framan getur, verða 10 íbúðar hús í smíðum í sumar. Það eru einnig meiri byggingarfram- kvæmdir en áður hefur þekkzt hér, enda mjög aðkallandi vegna ríkjandi húsnæðisvandræða. Tvær söltunarstöðvar hafa staðið í mjög fjárfrekum fram- kvæmdum við stækkun á sölt- unarplönum sínum í vor og síld- arverksmiðjan mun hefja bygg- ingu á all myndarlegri verbúð fyrir starfsfólk sitt í sumar. Þá hefur Vatnsveita Vopnfjarðar byrjað að byggja 200 tonna vatnsgeymi, sem væntanlega verður tekinn f notkun fyrir síldarvertíð. Veturinn bændum léttur í skauti. Síðastliðinn vetur var bænd- um óvenju léttur í skauti. Munuheyfyrningar yera almennt með mesta móti og gróður hefur til fleiri ára ekki verið jafn mik- ill og nú, þrátt fyrir kuldakast- ið, sem gerði upp úr sumarmál- unum. En það hlífði gróðrinum, að shjó laigði niður að sjó um leið og gekk í kuldana. Þeir bændur sem kornrækt stunda voru nýbúnir að sá þegar snjóaði. Var það mjög heppileigt, því annars Ihefði sáning dregizt um hálf-an mánuð eða meira. — Sigurjón. Hljómsveit T ónlistarskól- ans leikur á Akranesi • Næstkomandi sunnudag, 24. maí, heldur Hljómsveit Tón listarskólans tónleika á Akra- nesi undir stjórn Björns Ólafs sonar, fiðluleikara. Einleikar- ar með hljómsveitinni verða Helga Hauksdóttir, Jakob Hallgrímsson, — sem bæði leika á leika á fiðlu, og Jón Heimir Sigurbjörnsson, er J leikur á flautu. Hljómsveitin á, sem kunnugt er, tuttugu , ára afmæli um þessar mundir og voru vorhljómleikar henn- ! ar haldnir í Háskólabíói 11. | maí sl. Meðfylgjandi mynd | var tekin á þejm hljómleikum. 1 Dndirbúnlngsdelld tækni- skóla á Akureyri slitið AKUREYRI, 11. maí. — Undir- búningsdeild tækniskóla á Akur eyri var slitið sl. laugardag, 9. maí. Hún starfaði í fyrsta sinn í vetur og á vegum Iðnskóla Akureyrar á sama grundvelli og samskonar deild sem haldið hef Bátarnir búast á síld Akranesi, 20. maí. HÖFRUNGUR III. fiskaði 8S0 tunnur af sild i nótt surman Reykjaness, á Hraunsvík. Helm- ingur aflans var hraðfrystur en hinn helmingurinn verður brædd uh M. sf Bakkafoss kom hingað í kvöld og lestar söltuð hrogn á Grikklandsmarkað. Hér er ekki atvinnuleysið þótt vetrarvertíðinni ljúki. Unnið er nú af kappr við að gera bátana í stand fyrir sumar- síldveiðarnar fyrir norðan. Þeir á vélbátnum Sólfara voru að umsegja að fara út og fiska í eina söluferð til Englands, en hættu við áformið, óttuðust að þeir lykju því ekki fyrir síldar- tímann. — Oddur. lestir, Hvanney 714,6 lestir, Ak- urey 647 lestir, en þessir bátar voru hvorttveggja með net og nót til skiptis. Stærri bátar búa sig nú undir síldarvertíð, en fjórir bátar gera út á humar og sennilega fjórir á dragnót. — Gunnar. ur verið uppi nú í vetur á vegum Vélskólans í Reykjavik. Kröfur eru miðaðar við inntökuskilyrði í danska tækniskóla og náms- efni og próf við þau sniðin. Skólastjórinn, Jón Sigurgeirs- son, kvaddi nemendur og lýsti starfinu í vetur. Aðalkennari var Aðalgeir Pálsson rafmagnsverk- fræðingur, en auk hans og skóla stjóra kenndu Aðalsteinn Jóns- son verkfræðingur og Skú.li Magnússon, gagnfræðaskólakenn ari. Deildin starfaði frá 1. októ- ber til aprílloka. Skólastjóci þakikaði Alþingi, menntamálaráðherra, bæjar- stjórn Akureyrar og öðrum sem stutt hafa að því að deildinni var komið á fót, ekki sízt Svein- birni Jónssyni byggingarmeist- ara, sem hefur látið sér mjög annt um þetta mál og stutt það á márgan hátt. Að lokum ávarpaði skólastjóri nemendur og þakkaði þeim sam stilltan vilja og átak til að starf- ið færi vel af stað þegar á fyrsta starfsári, en slíkt væri afar mik- ilsvert. 15 gengu undir próf, þar af einn utanskóla og hlutu allir til skilda meðaleinkunn, en einn skorti lítið eitt á lágmarkseink- unn í stærðfræðigreinum —* hæstu einkunnir hlutu Stefán Guðjohnsen, símvirki 7.48 og Júlíus Arnórsson, múraranemi 7.15, en einkunnarstigi er frá 0—8. — Sv. P. SV SOhnúfar H Snjthoma * ÚSi — Kt Sh/rir Z Þrumur W.zJ Kuhlúolril V HihtM H \L L=iU YFIR norðanverðu landinu var lægðardrag í gær og fygldi samskilunum, sem sjást á kortinu. Á Norður- landi var hæg A-átt og rign- ing, en áttleysa og viðast úr komulaust á Suður- og Vesturlandi. Um 1500 km SV í hafi var vaxandi lægð, sem nálgaðist landið. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.