Morgunblaðið - 09.06.1964, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 9. júní 1964
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjorar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ötbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
SJÁLFSTÆÐISFL OKK-
URINN OG UNGA
FÓLKIÐ
CMálfstæðisflokkurinn hefur
^ jafnan átt traustu fylgi
að fagna meðal íslenzkra
æskumanna og forystumenn
hans hafa ætíð haft ríkan
skilning á óskum unga fólks-
ins um aukin og bætt mennt-
unarskilyrði og frjálsræði til
^thafna á hinum ýmsu svið-
um þjóðlífsins. Þetta viðhorf
forystumanna Sjálfstæðis-
flokksins kemur skýrt fram í
bréfi því, sem Bjarni Bene-
diktsson, formaður Sjálfstæð-
isflokksins, hefur sent ungum
Sjálfstæðismönnum og birt er
í Morgunblaðinu í dag. Þar
segir Bjarni Benediktsson, að
„ungir Sjálfstæðismenn hafi
frá upphafi lagt af mörkum
ómetanlegan skerf til eflingar
flokki okkar, í senn með því
að móta stefnu flokksins í ýms
um mikilvægum málum og
með ötúlu starfi til að afla
henni fylgis. Með þessu hafi
miklu góðu verið áorkað fyr-
ir íslenzku þjóðina, sem ekki
sízt þéás vegna búi nú við
meira frjálsræði bæði inn á
-við og gegn öðrum þjóðum en
fyrr.“
Bjarni Benediktsson bendir
á, að frelsið þurfi að styrkja
svo að það verði ekki stund-
arfyrirbæri og til þess þurfi
liðveizlu æskunnar, áræði
hennar, dug og hugsjónir.
Ungir menn skapi sér sjálfir
áhugaefni en þó megi benda
á hversu aukin þekking, tækni
og vísindi eru nauðsynleg til
velfarnaðar þjóðarheild og
einstaklingum og þó sérstak-
lega unga fólkinu.
í bréfi sínu fer formaður
Sjálfstæðisflokksins þess á
leit við unga Sjálfstæðismenn,
að þeir skipi „nefndir til rann
sóknar á tilteknum, afmörk-
uðum viðfangsefnum með það
fyrir augum að álit þeirra
megi verða til að móta stefnu
flokksins í þeim“. Hann legg-
ur til að fyrsta viðfangsefnið
verði: „Menntun íslenzkrar
æsku.“
í heimi örra breytinga og
sívaxandi tækniþróunar er
aukin og bætt menntun upp-
rennandi kynslóðar sá grund-
völlur, sem velmegun þjóðar-
ínnar í framtíðinni byggist á.
Þeim fjármunum, sem til
hennar renna er vel varið og
engin önnur fjárfesting ber
ríkulepri ávöxt. Það er nauð-
synlegt, að íslendingar geri
sér Ijóst að núverandi ástand
í þessum efnum er ekki full-
nægjandi. Það kom einmitt
skýrt fram í ræðum margra
þekktra skólamanna á ráð-
stefnu, sem Frjáls menning
efndi til um þessi mál fyrir
alllöngu. — Vel menntuð
æska eru mestu auðæfi hverr-
ar þjóðar og þess er knýjandi
þörf, að fylgzt sé vandlega
með því, að menntunarskil-
yrði íslenzkrar æsku séu jafn-
an aðhæfð nýjum og breytt-
um tímum.
Nú fyrir nokkrum dögum
náðist samkomulag milli að-
ila vinnumarkaðarins, sem
mun skapa frið í landinu Um
a.m.k. eins árs skeið.
Með þessu samkomulagi,
sem vafalaust er einn merk-
asti atburður í tuttugu ára lýð
veldissögu íslands, skapast nú
tækifæri til að sinna í ríkari
mæli öðrum viðfangsefnum,
sem hingað til hafa orðið að
sitja á hakanum.
Eitt þeirra mála er mennt-
un unga fólksins á íslandi og
það er því vissulega gleðilegt,
að formaður Sjálfstæðisflokks
ins hefur nú snúið sér til
ungra Sjálfstæðismanna með
ósk um, að þeir rannsaki á-
stand þessara mála til grunna.
Ungir Sjálfstæðismenn hafa
á að skipa innan sinna vé-
banda fjölda vel menntaðra
ungra manna og kvenna, sem
eru góðum hæfileikum búin
til þess að fjalla um þessi mál.
Þess er að vænta að vel
muni til takast og „ungir á-
hugamenn innan flokksins
muni enn auka áhrif æskunn-
ar innan hans, efla flokkinn
og skapa skilyrði vaxandi vel-
megunar allrar þjóðarinnar,
sem upprennandi kynslóð
nyti góðs af,“ eins og Bjarni
Benediktsson segir í bréfi sínu
að lokum.
BÆTTAR
FRIDARHORFUR
fjess hafa sézt merki um
nokkurt skeið, að tals-
verðar breytingar eru að
verða á vettvangi alþjóða-
mála.
Samskipti Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna eru nú mun
vinsamlegri en áður og frá
því að samningurinn um til-
raunabannið var gerður í
Moskvu á sl. sumri hefur
stöðugt þokast í rétta átt þótt
hægt fari og samningar tek-
izt um ýms veigamikil mál á
öðrum sviðum, jafnframt því
sem almenn samskipti þjóða
vestan og austan járncjalds
hafa aukizt til muna.
Boðar „Pravda"
alger vinslit?
„Hættan á klofningi er staðreynd, sem
heimshreyíing kommúnista hlýan
að viðurkenna"
Moskvu, 4. júní
(AP-NTB)
• Moskvublaðið „Pravda“
gefur til kynna í dag, að
Sovétsjórnin kunni innan tíð-
ar slíta að verulegu leyti
tengslin milli kommúnista-
flokkanna í Sovétríkjunum og
Kína. Er tekið svo til orða í
blaðinu, að „hættan á klofn-
ingi er staðreynd, sem heims-
hreyfing kommúnista hlýtur
að viðurkenna . . . “ og síðar:
„Marxist-Lenínistar óska ekki
eftir klofningi, en óhugsandi
er að slaka til í grundvallar-
kenningum til þess að koma í
veg fyrir að hann — og eining
næst ekki sjálfkrafa“.
• Ennfremur staðhæfir blað
ið í dag, að meirihluti
kommúnistaflokka h e i m s
styðji hugmynd Sovétríkj-
anna um að kalla saman ráð-
stefnu, er taki afstöðu til hug-
myndaágreinings Kína og
Sovétríkjanna. — Vísar það
meðal annars til lista er í gær
birtist í tímaritinu „Kommún
istinn“, hinu hugmyndafræði-
Iega málgagni flokksins, yfir
þá flokka, er fordæmt hefðu
stefnu kínversku flokksbræðr
anna, en lýst stuðningi við
Rússa. Flokkarnir, sem þar
eru taldir, eru 53, en á skrána
vantar m.a. nöfn flokka sjö
kommúnískra ríkja: N-Kóreu,
N-Vietnam, Alabaníu, Kúbu,
Rúmeníu, Júgóslavíu og að
sjálfsögðu Kínverska alþýðu-
lýðveldisins.
„Izvestija" og „Pravda" reif-
uðu mál þetta bæði í gær og í
dag. Saka þau Kínverja meðal
annars um, að hafa rofið vináttu
samning Sovétríkjanna og Kína
frá 1950, m.a. með þvi að láta
hjá líða að veita Sovétstjórninni
upplýsingar um utanríkismái, t.d.
viðræður, er þeir hafi átt við er
lendar sendinefndir o. s. frv. en
ákvæði er um það í vináttusamn
ingnum. Þá saka blöðin Kín-
verja um að beita mútum og öðr
um óheiðarlegum aðferðum til
þess að fá kommúnista erlendis
á sitt band. Einnig beiti þeir
hótunum og þvingunum til að fá
menn á sitt mál og ráði ýmsa
ævintýramenn og svikara til
þess að dreifa áróðursritum og
hleypa upp fundum, þar sem
stuðningsmenn Sovétríkjanna
séu í meirihluta.
Á Ættu að sjá að sér . , .
í dag segir Pravda augljóst,
að klofningur kommúnistahreyf-
ingarinnar muni veikja mjög á-
hrif hennar á alþjóðavettvangi.
Því ættu Kínverjar að sjá að
sér og hætta baráttu sinni gegn
kommúnistahreyfingunni, hætta
að látast vera leiðtogar hennar.
Vita mættu þeir að meirihluti
kommúnistaflokka heims for-
dæmdu framferði þeirra. „Komm
únistar annarra ríkja líta rétti-
lega svo á að kommúnistaflokk
ur Sovétríkjanna og miðstjórn
hans séu hinir réttu og sönnu
leiðtogar hagsmunabaráttu
heimskommúnismans“, segir
Pravda.
Fréttamenn í Moskvu telja ó-
BORGARST J ÓRI New York,
Robert Wagner, gaf í dag skipun
um að 1000 lögreglumenn, til við
bótar venjulegum liðstyrk, yrðu
á vakt á götum borgarinnar og í
neðanjarðarbrautum næstu daga.
Ástæðan eru auknar árásir þel-
dökkra manna á hvíta menn und
anfarna daga. Með efldum lög-
regluverði, verður reynt að
líklegt, að Sovétstjórnin slíti
stjórnmálasambandi við Peking-
stjórnina — hún muni vilja
halda opinni viðræðuleið. Á hioci
bóginn muni það skoðun hennar
að sættir geti ekki tekizt úr þvi
sem komið er — a.m.k. ekki i
nánustu framtíð.
Varðandi listann yfir flokkana
53 sem „Kommúnistinn“ birti í
gær benda þeir á, að fyrir rúm-
um mánuði birtist í sama tíma-
riti svipaður listi, nema hvað þá
voru taldir flokkar sjötíu ríkja,
er tekið höfðu afstöðu gegn Pek
ingstjórninni.
Vist er talið, að Krúsjeff sé
mjög í mun að alþjóðleg komm-
únistaráðsdefna vefði haldin
þegar í haust, en af hálfu ýmissa
flokka, m.a. hins pólska og ítalska
hefur verið hvatt til lengri frests
til undirbúnings. Og af hálfu
Pekingstjórnarinnar hefur verið
staðhæft, að taka muni minnst
fimm ár að undirbúa slíka ráð-
stefnu. Er líklegt talið, að Pek-
ingstjórnin geri því skóna, að
kínverski kommúnistaflokkurmn
og e.t.v. einnig stuðningsflokkar
hans verði reknir úr heimshreyf-
ingunni.
Kommúnistaflokkarnir, sem
lýst hafa opinberlega stuðningi
við kommúnistaflokk Sovétríkj-
anna að sögn tímaritsins „Komm
únistinn" eru í eftirfarandi lönd
um: S-Afríku, Ástraliu, Austur-
ríki, Argentínu, Búlgaríu, Bras
iliu, Bólivíu, Bretlandi, Belgiu,
Bandaríkjunum, Colombíu, Costa
Rica, Chile, Ceylon, Dóminí-
kanska lýðveldinu, Danmörku,
Frakklandi, Finnlandi, Grtkk-
landi, Guatemala, Haiti, Hondur
as, ítaliu, írlandi, N-írlandi, Ind
landi, ísrael, frak, Jórdaniu, Kýp
ur, Kanada, Luxemburg, Líban-
on, Mongólíu, Martinque, Mexi-
kó, Noregi, Póllandi, Portúgal,
Paraguay, Austur-Pakistan, Perú
Sviss, Sýrlandi, Salvador, Svi-
þjóð, Spáni, Tékkóslóvakíu, Tyrk
landi, Ungverjalandi, Uruguy, A-
og V-Þýzkalandi.
stemma stigu við árásum þess-
um.
Um helgina réðust þeldökkir á
hvíta menn í fjórum neðanjarðar
brautum, börðu þá og rændu.
Robert Wagner segist staðráðinn
í því að kóma á lögum og reglu
í borginni, og leggur áherzlu á,
að það séu ekki aðeins þeldökk
ir, sem sök eigi á ofbeldisverkun
um. Hvítir menn hafi einnig
gerzt sekir um mörg fólskuverk.
Ráðstofonir til að hamla gegn
ölda ofbeldisverka í New York
New York, 3. júní (NTB):
Fyrstu merki þessarar þró-
unar verða á stjórnartímum
Kennedys hins látna forseta
Bandaríkjanna, en hann beitti
sér fyrir því á hinum stutta
en merka stjórnarferli sínum,
að hernaðarstyrkur Banda-
ríkjanna var aukinn til muna
jafnframt því sem gert var
verulegt átak í því að bæta
sambúðina við kommúnista-
ríkin, með þeim árangri sem
nú má sjá.
Ástæður þess, að svo vel
hefur til tekizt, eru vafalaust
margar og er þeirra ekki sízt
að leita í erfiðleikum í innan-
landsmálum Sovétríkjanna,
sem telja sér nauðsynlegt að
fá nokkurn tíma til þess að
takast á við erfiðleikana inn-
anlands og í hinum kommún-
íska heimi, sem logar nú í
sundurlyndi og deilum.
Ýmsir eru þó þeirrar skoð-
unar að samkomulagsvilji
Sovétstjórnarinnar eigi sér
dýpri rætur, nefnilega þann
að ráðamenn austur þar sjái
fram á sxvaxandi erfiðleika í
sambúðinni við Pekingsstjórn
ina og telji sér nauðsynlegt
að halda sæmilegum friði við
hin vestrænu ríki, af þeim
sökum.
Alla vega virðist ljóst, að í
ýmsum heimshlutum fari
hagsmunir vestrænna ríkja
og Sovétríkjanna nú meira
saman en hagsmunir stjórn-
anna í Moskvu og Peking. —
Þannig er t.d. um málefni
landanna í Suðaustur-Asíu en
þar virðast áhrif Sovétríkj-
anna fara síþverrandi um leið
og áhrif Kínverja aukast þar
að sama skapi og þeir reka
þar mun árásarsinnaðri stefnu
en Sovétstjórnin virðist hafa
áhuga á.
Þrátt fyrir það, að sambúð
vestrænna þjóða og komm-
únistaríkjanna hefur batnað
svo til muna, verða vestræn-
ar þjóðir þó að halda vöku
sinni og styrkleika, því að
enginn skyldi efast um það,
að sjáist merki veikleika
munu ráðamennirnir í
Moskvu umsvifalaust notfæra
sér það út í yztu æsar.
Stefna vestrænna þjóða á
þessum tímum mikilla breyt-
inga í alþjóðamálum hlýtur
því að verða sú, sem John F,
Kennedy markaði í upphafi
stjórnarferils síns, að við-
halda og auka styrkleika sinn
eftir því sem þörf krefur,
jafnframt því sem leitast er
við af fullri festu og einurð
að bæta sambúðina við komm
únistaríkin í austrL