Morgunblaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLAÐIB Laugardagur 27. júní 1964 La ndf ræöir áöstefna haldin í Reykjavik Rætt verður um kennslubækur og landa- bréíabækur auk annars — 40 fulltrúar sitja ráðstefnuna DAGANA 2. — 13. júlí n.k. verður haldin hér á landi ráð- stefna um endurskoðun á kennslubókum í landafræði. Ráðstefna ]»essi er hin fjórða og síðasta um jjetta efni, sem Evrópuráðið hefur forgóngu um, og munu sitja hana rúmlega 40 fulltrúar og aðallega fjalla um Norður-Evrópu og það, sem um þennan hluta álfunnar er að finna í kennslubókum og landa- bréfabókum. Viðfangsefni ráðstefnunnar verða sem hér segir: Rætt verður um Norður- Evrópu og í því sambandi farið yfir kennslubækur og landa- bréfabækur, einkum bækur, sem notaðar eru við kennslu í gagp- fræðaskólum í löndum, sem aðild eiga að Evrópuráðinu. Gengið verður frá ábendingum um æskilegar breytingar, en ætlunin er, að þessar ábending- ar verði sendar höfundum og út- gefendum. Sérstaklega verður Oscar Just látinn HINN 15. júní sl. andaðist í Hinterstoder austurriski málar- inn Oscar Just, sjötugur að aldri. Oscar Just kom margsinnis til íslands og ferðaðist um landið, og átti hér marga kunningja og vinú Hann málaði á ferðum sín- um hér um 200 landslagsmyndir og um 100 andlitsmyndir. Ef ein- 'hverjir kunningja hans vildu minnast hans, býr ekkjan, Cilli Just, í Hintesoder, Ober-Oester- reich. kannað, hvernig fjallað er um það, sem No'rðurlönd eiga sam- eiginlegt með öðrum Evrópu- löndum. Á ráðstefnunni verður þessu næst nokkuð fjallað um Austur-Evrópu og um Evrópu sem heild. Loks verður rætt um þann árangur, sem orðið hefur af fyrri ráðstefnunum þremur, um hlut landafræði í skólanám- inu, um kennsluaðferðir í þeSs- ari grein og loks um orðabók um landfræðileg hugtök. Ráðstefnan verður haldin í há skólanum. Til hennar er boðið af menntamálaráðuneytinu, en Evrópuráðið hefur veitt styrk til ráðstefnunnar. Nokkrir starfs menn ráðsins munu koma til Reykjavíkur í tilefni hennar, þ.á.m. G. Neuman, einn af deild- arstjórum í menningarmáladeild ráðsins. Frá Evrópuráðinu koma einnig túlkar, sem munu annast þýðingar á ræðum á ensku og frönsku jafnóðum og þær eru fluttar. — Sérstök nefnd hefur unnið að undirbúningi ráðstefn- únnar á vegum menntamála- ráðuneytisins, og eiga sæti í henni Þórður Einarsson stjórnar ráðsfulltrúi, Guðmundur Þor- láksson magister og dr. Sigurður Þórarinsson. Hefur að undan- förnu verið safnað upplýsingum um kennslu í landafræði í aðild- arríkjum Evrópuráðsjns og at- -huganir gerðar á kennslubókum og landabréfabókum til að und- irbúa störf ráðstefnunnar. Frétt frá upplýsingadeild Evrópuráðsins. Félag ráðgiafaverkfræðinga gengur í alþjóðasamband FIDIC FÉLAG ráðgjafaverkíræð- inga, sem stofnað var hér á landi hinn 26. febrúar 1961, hefur verið veitt upptaka i al- þjóðasambandið FIDIC (Feder- ation Internationale des Ingen- ieurs Conseils), sem er alþjóða- félagsskapur hliðstæðra ráðgjafa verkfræðingafélaga í Evrópu, Ameríku, Ástralíu og víðar, stofnaður árið 1913. Formaður félaigsins hér, Sigurttur Thor- oddsen, sótti ráðstefnu FIDIC í París dagana 19. til 21. maí sf., og var þá gengið frá inntöku félagsins í alþjóðasamt.ökin. Á fundi, sem stjórn Félags ráð gjafaverkfræðinga, hélt með blaðamönnum, kom fram, að fé- lagsmenn eru nú 14 að tölu: 11 byggingaverkfræðingar, 2 véla verkfræðingar og 1 efnaverk- fræðingur. f upphafi voru fé- lagsmenn aðeins fjórir. Tilgang- ur félagsins er sá, að veita tækni lega aðstoð hæfra verkfræðinga á því sviði, sem um er að ræða hverju sinnj, gera teikningar og áætlanir, hafa umsjón með verk inu, en vera eigi verktaki. Skil- yrði fyrir inngöngu í félagi, er og sá, að viðkomandi sé ekki „h uthaifi, stjórnandi, starfmað- ur eða umboðsmaður neins þess fyrirtækis eða félags, sem rek- ur verktaka-, verzlunar- eða framileiðslustörf, er snerta verk- svið það, er hann hygigst stunda sem ráðgjafaverkfræðingur", svo vitnað sé í lög félagsins. Ennfremur verða félagsmenn að vera félagar í Verkfræðingafé- lagi íslands, mega ekki vera fast ráðnir starfsmenn, og verða að hafa starfað í minnst 4 ár að þeirri starf^grein, sem þeir. hyggjast stunda sem ráðgjafa- verkfræðingur. Að þeim tíma liðnum verða þeir að starfa sem sjáMstæðir ráðgj afarverkfræð- ingar eða við önnur sambæri- leg störf í minnst 2 ár. Það er markmið félagsins, að hér á íslandi eins og annars staðar geti þróazt stétt óháðra verkfræðinga, sem gefi viðskipta vinum sínum farþegar og óhlut- dræigar leiðbeiningar og upplýs ingar. Með skilyrðum þeim, sem sett eru um inngöngu, hyggst félagið tryggja, að viðhorf ráð- gj afaverkfræðinga séu þess eðl- is, að þeir geti tekið ákvarð- anir sínar eingöngu með tilliti til hagsmuna viðskiptavina sinna, og á þann hátt skapist grundvöllur fyrir heilbrigðu samstarfi og trúnaði milli beggja aðila. í stjórn Félags ráðgjafaverk- fræðinga sitja eftirtaiídir menn: Sigurður Thoroddsen, formaður Bragi Þorsteinsson, ritari, Eyv- indur Valdemarsson, gjaldkeri. Framboð Gold- waters — gífur- legur ósigur, gaman að sjá færeyska fánann blakta hjá Flugfélagi íslands þá daga, sem flogið er til eða frá Færeyjum. Mér finnst gam- an að sjá færeyska fánann í hópi Norðurlandafánanna af því að ég hef komið til Færeyja og kynnst Fæx-eyingum örlítið. segir Scranton Miami, Flórida 24. júní (AP) WIU.IAÚ Scranton, ríkisstjóri í Pennsylvaníu, sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að repú- blíkanar myndu áhjákvæmilega tapa mjög miklu fylgi við for- setakosningarnar 3. nóv. n. k. yrði Barry Goldwater í fram- boði. Hver maður með heilbrigða skynsemi gæti séð, hve gífurleg- ur ósigur flokksins yrði. Fréttamenn telja þetta hörð- ustu árás Scrantons á Gold- water til þessa, en hann ræddi við þá í dag um borð í flugvél sinni á leið frá Virginíu til Miami. Scranton sagði enn fremur, að rökin gegn framboði Goldwat- ers væru svo sterk, að engum gæti dulizt þau, og þótt allt gæti gerzt í stjórnmálum væri ekki unnt að ýkja erfiðleikanna, sem það yrði bundið fyrir repúblí- kana að fá Goldwater kjörinn fcrseta Bandaríkjánna. * ÞANN FÆREYSKA VANTAR BRYNJÓLFUR Jóhannes- son, nýkominn frá Færeyjum, hringdi til að kvarta. Sagði hann, að Elisabet, ekkja Indriða Waage, (hún vinnur í Baðstof- unni, verzlun Ferðaskrifstafu ríkisin») hefði sagt sér, að Færeyingar í verzlunarerind- um spyrðu stundum að því hvers vegna Ferðaskrifstofan flaggaði að jafnaði með fánum Norðurlandanna fimm, en fær- eyski fáninn sæist þar aldrei. í þessu sambandi vitnaði Brynjólfur í orð Erlends Pat- urssonar í Færeyjum hinn 17. júní, er hann sagði í ræðu: „ . Þess vegna þykir okkur það miður ef og þegar íslend- ingar skipa okkur Færeyingum lægra sess en öðrum þjóðum“. ★ LITLIR KARLAR — SÝNAST STÓRIR Það kemur fyrir, þegar ís- lendingar þurfa að sýna veldi sitt, að þeir leita að einhverri minni einingu en íslenzka þjóð- in er — og þá er stundum bent á Færeyinga. Það er satt. Með- vitundin um að við séum ekki smæstir allra fyllir suma menn kæti — og þessi kæti brýzt stundum út í þörf smáborgar- ans til að gera lítig úr þeim, sem hann heldur að sé magn- lítill. — Þetta er heimskra manna háttur, því sárt þykir mönnum að vera fyrir lítils- virðingu útlendinga, sem koma úr stærra þjóðfélagi en okkar. Nágrannaþjóðir okkar, sem telja margar milljónir, eru vaxnar upp úr því að þurfa að sýnast stærri en þær eru. Þess vegna koma útlendingar hingað fullir af áhuga og vinarhug, en ekki með það dramb og stæri læti, sem einkennir litla karla, sem eru að sýnast stórir. ★ HEIMSKRA MANNA HÁTTUR Þegar íslendingar sýna Færeyingum lítilsvirðingu, þá er það vegna minnimáttar- kenndar okkar fólks gagnvart umheiminum. En, eins og ég sagði áður: Þetta er heimskra manna háttur og yfirleitt fávísa — og svo mikið er víst, að Is- lendingar, sem komið hafa til Færeyja, bera mikla virðingu fyrir Færeyingurri, dugnaði þeirra, heiðarleika og nægju- semi. Mér dettur ekki í hug, að þetta sé ástæðan til þess að ekki er flaggað með færeyska fánanum við Baðstofuna. Það er sennilega þetta venjulega hugsunarleysi, sem við þekkj- um líka af hálfu annarra þjóða, því eitt sinn var aðstoða okk- ar svipuð og þeirra Færeyinga __ og þá sárnaði okkur þetta hugsunarleysi og tómlæti. Sjálfum finnst mér alltaf ★ BETRI SPÝTUR Hve margar flíkur, hve mörg gólfteppi, hve marga borðdúka, hve mörg stóla- áklæði ætli þessar eldspýtur okkur hafi eyðilagt? Og hve oft ætli fólk þurfi yfirleitt að kveikja á eldspýtu til þess loksins að fá eina til að loga? Þessar eldspýtur, sem við flytj um'wíst inn frá Tékkoslovakíu, eru vafalaust úrgangsvara á mælikvarða eldspýtnaframleið enda vestan járntjalds, þó þær kallist e.t.v. „lúxus“ þarna fyrir austan. Hve lengi á að halda áfram að flytja þessa ónýtu — og oft slórskaðlegu vöru inn? Það er ekki nóg með að ekki logi á þeim, heldur spýtist brenni- steinninn logandi í allar áttir, þegar reynt er að kveikja, — og þessir neistar brenna og svíða það, sem fyrir verður. Ég vona, að þeir, sem fjalla um eld- spýtnamál íslenzku þjóðarinnar útvegi okkur betri spýtur. ELDAVÉLAR ELDAVÉLASETT GRILL Sjálfvirkt hita- og tímaval. A E G - umboðið Söluumboð: HÚSPRÝÐI HF. Simi 20440 og 20441.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.