Morgunblaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.06.1964, Blaðsíða 17
MORCU N BLADID 17 Laugardagur 27. júní 1964 Vilhelmina Þorsteinsdottir. AuSunn Sæmundsson. Auðunn Sæmundsson sjötíu og fimm ára HINN 12. apríl s.l. átti Auð- unn Sæimtndsson frá Minni Vatns leysu 75 ára afmæli. Langar mig til þess að minnast þessa heiðurs- manns og móðurbróður míns með með nokkrum orðum: Við hjónin óskum honum, ibórnum hans, barnabörnum, tengdadætrum og tengdasonum, hjartanlega til hamingju með þfcssi tímamót í æfi hans. Þegar litið er til baka er eðli- 3egt að ég minnist margs, því oll mín barna og unglingsár átti ég heima á næsta bæ. Varla hef ég á þeim árum átt heitari ósk en líkjast Auðuni að einu og öllu. Enda er óhætt ag fullyrða að hann hafi að Guðs gjöf allt það tii að bera, sem prýða mátti ung- an mann .Hann var algjör reglu maður sem kallað var, smakkaði ekki vín, en var hrókur alls fagn- eðar og þandi harmonikkuna á lunum vinsælu böllum í Vatns- leysuskólanum og Brunnastaða- skólanum eða annars staðar sem foöllin voru haldin hverju sinni. E:nnig dansaði hann manna bezt og mest. Ég held að hann sé nú líka búinn að hasla sér völl í tjútti, tvist og rokki, ekkert síð- ur en þessir yngri. Ekki hefur lífið alltaf leikið við Auðun frekar en svo marga aðra, en öllu hefur hann tekið með manndómi, þreki og dugn- aði. Sárasta reynsla hans hefur áreiðanlega verið, að missa sína indælu, dugmiklu konu, Vilhelm- ínu Þorsteinsdóttur á bezta aldri, frá hálfvöxnum barnahóp. Einn- ig tvo uppkomna mjög efnilega syni og dóttur kornunga. Þrátt fyrir það að Villa á Vatnsleysu, ems og vinirnir kölluðu hana, hvrfi alltof snemma frá sínum eiginmanni og sitóra barnahóp, er það víst að öll búa þau að hennar frébæru hæfileikum að móta Ixirn sín og ala upp í góðum sið- um og dugnaði Enda hafa þau öll sýnt það, að veganestið hefur verið gott og staðið sig með prýði hvert á sínu sviði og verið for- eldrum sinum til mikils sóma. Þrátt fyrir það að Auðunn og Villa hefðu stórbú á Vatns- leysu, enda jörðin með stærstu jörðum þeirra tíma í sýslunni, var búskapurinn einhæfur, eng- in tæki, orfið og hrífan í stað sláttuvélar og rakstrarvélar o. s.frv., og varla hefði Auðunn haft fyrir barnaihópinn það sem með þurfti af búinu, þvf mjói.k- ursala var ekki fyrr en á síð- ustu búskaparáruim hans. En fast þeir sóttu sjóinn, oig þar var Auðunn enginn eftirbátur Fyrst á opnum skipum síðar á mótorbátum. VilLa mun einu sinni hafa sagt í spaugi og al- vöru: „Þú ræður á sjónuim Auð- unn minn en ég í landi.“ Þann- ig var það og er enn með sjó- mannskonurnar, að á þeim lend ir uppeldi barnanna að miklu leyti, og höfðu þær að mestu alLa stjórn á mannmörgum heimilum, eins og var hjá út- vegsbændum á þessum árum, oft 30-40 manns á vertíðum. Auðunni fór allt vel úr hendi, sem hann kom ná< ægt, getur mér ekkert dottið í huig af venjulegum verkefnu-m, sem Auðunn hefði ekki leyst fljót- ar og betur af hendi, en flest- ir aðrir. Hann var snemma ágæt ur smiður bæði á járn og tré, og átti líka til þeirra hluta öll venjuleg tæki, sem voru í notk- un á han-s yngri áruim. Véla- kunnátta á þessum bernskuár- um vélskipa á íslandi var mjög takmörkuð. Maður nokkur Ól- afur að nafni, hafði vélavið- gerðir fyrir báta, það er tákn- rænt að hann va-r a’.drei kallað ur annað eh „Óli-galdra“, hafði han-n nafna sinn í vinnu sá var kallaður „Óli-minni-galdra“. Auðunn þurfti lítið að leita til göldóttra með minniháttar við- gerðir eða lagfæringar gagnvart vélum, og man ég að talið var að vélin mundi len-gi snúast undir hans umsjá. En ai’lt lief- ur þetta k-ostað þrotlaust starf og þrek, oft var unnið þe-gar aðrir fóru að hvíla sig. Auð- unn var afburðamaður í öllum veiðiskap, allt frá rjúpnaveið- um til fiskveiða. Get-um við nokkuð þakkað konunni, sem maðurinn á slíka frammistöðu? Já, því hver dáð, sem maðurinn drýgir er draum- ur um konuást. Auðunni hlotn- aðist mikil gæfa að. eiga slíka konu se-m Vilhelmínu Þorsteins- dóttur og með henni sín efnilegu börn. Gísli Bjarnason. • PAQUES FYBIR RÉTX París 25. júní (NTB) Frakkinn Georges Paques, sem var aðstoðarblaðafulltrúi Atlantshatóbandalagsins 196-2 og 1963, kemur fyrir rétt í París 6. júlí n.k., sakaður um njósnir í þágu Sovétríkjanna. Verði hann sekur fundinn, get ur hann átt yfir höfði sér dauðadóm. BLÓMASÝNING í sambandi við blómasýninguna í Listamannaskálanum opna ég blómasýningu í gróðurskála mínum. — Sérstök áherzla verður lögð á kaktussýningu, um 100 tegundir og margt nýrra af- brigða. — Um 450 tegundir af stofublómum getið þér valið úr til skreytinga á heimili yðar. Aldrei meira úrval. — Opið alla daga. Gjörið svo vel að líta inn í Gróðurskála Paul V. Mikaelsen, Hveragerði. — Opnum í dag — nýia benzínafg reiðslu sunnonmegin við MIKLUBRAUT „Shef/ „Shell 44 44 benzín með f.C.A smurningsolíur m Vmsar aðrar vörur til bifreiða Olíufélagið Skeliungur hf. SHELL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.