Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 30. júní 1964 MORGU N BLAÐID RlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllÍllllllllllllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllHIUIÍIIIIIlll IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Við mismunandi fögur siykki mywilwMwwiw: SÍÐASTLIÐINN miðvikudag, er við vorum á leið fram hjá gamla kirkj ugarðinum austur Hringbraut, vakti það athygli okkar af dvala, að kona og maður stóðu og virtu fyrir sér „Útlaga” Einars Jónssonar. Ekki svo að skilja að við yrð- um beinlínis hissa á því, að fólk nemi staðar. til að skoða svo ágætt listaverk, heldur var það klæðaburður kon- unnar, sem æsti upp í okkur forvitnina. Við stóðumst ekki mátið, stöðvuðum bílinn og gengum áleiðis til hjónanna. Maðurinn sneri sér við, er við nálguðumst og sagði brosandi: „Þetta er fallegt stykki bless- aður já.‘‘ Er við tókum í sama streng um fegurð listaverksins, hélt maðurinn áfram: „Við erum að spássera, konan mín og ég. Við komum heiman frá Fær- eyjum í morgim með Heklu. Fínir leikarar um borð, ís- lenzkir. Margrethe, konan mín hefur aldrei komið hingað áður. Ég hef oft verið hér, var á sjónum, þangað til við settum upp verzlunina okkar í Þórshöfn, fyrir tíu árum.“ „Hvað heitir maðurinn?“ spurðum við. „Einar Debes,“ sagði hann og rétti okkur höndina. „Gott land Island. Gott fólk eins og í Færeyjum. Það finnst Marg- rethe lika. Ég þekki marga í Reykjavík og við ætlum að vera hér að minnsta kosti tvær vikur.“ „Hver er þá í búðinni á meðan?“ „Bróðir minn. Við vinnum l>ar öll iþrjú, Margrethe, ég og bróðir minn. „Nú bar að tvær litlar telpur, sem tóku sér stöðu milli styttunnar og okkar. Þær sneru baki við Út- lögunum, en virtust hafa meiri áhuga á færeyska þjóð- búningnum, sem frú Debes bar. Nú tók hún loks til máls: „Sonur okkar er á togaranm Fétri Halldórssyni. Hann fór út á veiðar í gærkveldi, en við kotnum í morgun. Þeir vita ekkert, hvenær skipið kemur aftur að lamdi. Við tölum nú samt við hann í simann klukk an sex í dag.“ Við létum í ljós samúð okk- ar með þeim hjónunum, að sonurinn skyldi vera í burtu, þegar þau bæri að garði, en Eimar greip fram í: „Hann er sjómaður. Sjómenn eru á sjó. Við fáum kannske að sjá hamn áður enn við förum aftur heim Hann er búinn að vera á ís- Sveinbjöm kastar, Viðar beygir sig etfir kulu, en telpurnar hnoða í gríð og erg. Leirinn hnoðaður. Talið frá vinstri: Sigríður, Guðbjörg, Auður, Sveinbjörn og Viðar. landi í 15 ár. Hanm vill vera hér. Gott land ísland. „Að svo mæltu kvöddu hjónin okkur og héldu áfram kynnisferð sinni um Reykjavík. Ökúferðinni var haldið Margrthe og Einar Debes virða fyrir sér „Ctlagana". A milli þeirra standa telpurnar ivær. áfram, og inni við Laugarnes- veg, nánar tiltekið austan við hann, þar sem njólinn og hundasúrurnar ráða ríkjum, sáum við börn að leik við ryðgaðan geymi sem vart verð ur talinm til listaverka, enda mim honum tæplega hafa ver- ið þarna fyrir komið til augna yndis. Börnin eru flest úr háhýs- unm við Hátún, svo að ekki er að furða þótt þau hafi ver- ið að keppast um, hvert þeirra gæti kastað leirkúlum hæst upp á geyminn. „Eigið þið heima hátt uppi í háhýs- unum?“ spyrjum við. „Ég á heima hátt, hann lágt“, sagði ein telpan og hélt áfram að hnoða leirkúlur, sem strák- arnir tveir köstuðu jafnóðum í geyminn. „Kastið þið nokk- urn tíma drullukökum í stelp ur?“ spurðum við. „Nehei“, svaraði Viðar, sá minmi. „Hald ið þið að við séum einhverjir dónar?“ „Hvar fékkstu þennan rab- arbara?“ spurðum við Svein- björn, sem var að naga einn slíkan. „Ég fann hamn þarna“, svaraði hann og benti yfir njólabreiðuna. „Það er betri rabbarbari í görðumum hér í kring, en það er bamnað að stela“. „Já, maður á bara að borða rabbarbara heima hjá sér“, sagði Guðbjörg og rétti Svein bimi leirkúlu. ...............................................................Illlllllllll.....Illll.....Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll..............................Illlllllllllllllllllllllllllll........IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIKI.................................... STAK8TEIi\IAR Alíar götur nialbikaðar ALÞÝfil BI.ADID ræðir nýlega. í forystugrein um aukinn stuðn- ing ríkisins við gatnagerð i kaupstöðum og kauptúnum. Kemst blaðið m jl. að orði á> þessa leið: „Ástæða -er til að fagna þeirri breytiiigu, sem nú er orðin ©g vona að framkvæmdir gangi sem bezt. Má ekki slá slöku við, fyrr en allar götur í borgum, kaup- stöðum eða kauptúnum hafa verið malbikaðar eða steyptar og nýjar götur lagðar jafnóðum og við þær er byggt. Ríkisvaldið hefur nú loks skll- ið þetta mál og veitt nokkurt lið. Með hinum merku vegalögum, sem Alþingi setti á s. vetri, var í fyrsta sinni tekin upp stór- felldur stuðningur við varanlega gatnagerð í kaupstöðum og kaup- túnum. Verður yfir 30 millj. kr varið til þeirra hluta á þessu ári, eða sem næst 180 kr. á. hvern íbúa viðkomandi byggðaríiigs. í þessum málum hefur rikis- stjórnin haft forystu um mikið framfaramál og i hlotið stuðning allra aðila“: Stærsta vandamál Fjallkonunnar Siglfirðingur, blað Sjálfstæðis- manna á Norð-vesturlandi, birtir 17. júni sl. grein um vandamál Fjallkonunnar. ,Er þar m.a. kom- izt að orði á þessa leið: „Það er vel viðeigandi á full- veldisdegi Fjalkonunnar, að það sé vor í lofti, sól í heiðum himni, jörð að skrýðast grænum gróðri — og síld á leið til Siglu- fjarðar! Fjalkonan á og, svo verður líklegast ætið, vanda við að kljást, erfiðieika til að sigra. Stærsta vandamál hennar, sem jafnframt er réttlætismál og raunar gildir tilveru byggðar í LANDINU ÖLLU, er að vinna upp þann aðstöðumun, sem kann að eyða heilum landshlutum, og sem torveldar fólki að eiga þar heima er það helzt kýs. Að loka augunum fyrir þessum aðstöðu- mun er að hella olíu á þann eld, sem skilur eftir sviðna jörð, hóggva á limi Fjallkonunnar. Sú viðleitni að fjölhæfa ís- lenzkt atvinnulíf, að veita inn- lendu og erlendu fjármagni í æð- ar atvinnulífsins, að nýta tækni- þróun. nútímans þarf í ríkara mæli að beinast til kaupstaða og kauptúna á norður-, austur- og vesturlandi. Tryggja þarf þýðing armiklum framleiðslustöðvum öruggar og traustar samgöngur. Sú æska, sem býr fjarri mennta- skólum og háskóla en hyggur á menntun, á rétt á meiri skiln- ingi stjórnarvalda á erfiðleikum, en hún á við að etja. umfram aðra á námsbrautinni". New York Times ræðst á Goldwater New York Times er harður andstæðingur Barry Goldwaters, öldunagadeildarþingmannsins frá Arizona. Beitir þetta virtasta blað Bandaríkjanna sér mjög gegn útnefningu hans til forseta- framboðs fyrir repúblikana. S.L þriðjudag birtir það forystugrein um afstöðu Goldwaters í kyn- þáttavandaválinu og segir að andstaða hans vijj mannréttinda- frumvarp Kennedys heitins for- seta hafi greinilega sannað enn einu sinni, að öldungadeildar- manninum skjátlist sorglega og hann sé undarlega blendinn maður. Hann lýsi því yfir, að hann sé gersamlega andstæður hverskonar kynþá.ttamisrétti. En jafnhliða þessari yfirlýsingu sinn greiði hann atkvæði á móti mannréttindafrumvarpinu, sem stefni einmitt að því takmarki að skapa jafnrétti og réttlæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.