Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagtir 30. júní 1964 Asjkenazí og Frager TVEIR MIKLIR píanóleikarar Vladmiri Asjkenazí frá Sovét- ríkj unum og Malcolm Frager £rá Bandaríkjunum, hafa látið til sín heyra hér að undanförnu hvor í sínu lagi og báðir sam- an, að ógleymdum tónleikum, sem hinn fyrrnefndi hélt með Kristni Hallssyni, en þeirra hef ir áður verið getið hér í blað- inu. Þessir ungu menn eru báðir sjaldgæfir snil'íingar, og er mik- ils um vert að hafa fengið tæki- faari til að kynnast þeim svo náið, þótt æskilegra hetfði ver- ið — frá sjónarmiði þess, sem þetta ritar — að tónleika þeirra hefði ekki borið alveg upp á þá daga, þegar íslenzkir lista- menn héldu listahátíð sína. En um það verður ekki sakazt, úr því sem kornið er. Fétur Péturs son á þakkir skilið fyrir það framtak að ráða hingað, og má giera ráð fyrir, að ræktarsemi hins unga sovét-snillings við föðurland konu sinnar hafi auð- veldað þá samninga verulega. Allur samanburður listaverkia og listamanna er nokkuð við- sjárverður, oft ósanngjarn og gefur sjafdan mikið í aðra hönd. En allar aðstæður í sambandi við tónleika þessara vina úr austri og vestri bjóða til slíks samanburðar, — mér liggur við að segja neyða til hans. — Og svo vill til, að hvorugur ber þar skarðan hlut frá borði: báð- ir eru slíkir hæfileika- og kuan áttumenn, að hvorugur verður með nokkrum rétti upphafinn á kostnað hins, og eru þeir þó ólíkir um sumt. Tækni beggja er svo fullkomin og inngróin, að þar er hvorki b'ettur né hrukka á. Frager virðist hafa svolitið meiri hneigð til að leggja áherzlu á hana, sjáltfrar hennar vegna; leikur hans er oft með hrífandi glæsibrag og æsilegum tilþrifum, svo sem í sónötunni eftir Bartók. Asjken- azí sýnist aftur á móti innhverf- ari og íhugulli, mýkri í átökum, þótt ekki skorti hann heldur skaphita né snerpu. Þessi mis- munur virtist einnig að nokkru koma fram í verkefnavali þeirra. En þegar þeir eru sezt- ir hvor við sinn flygilinn og leika saman, hverfur þessi mun- ur, þá er eins og einn hugur sé að verki, óíl hin viðkvæmu og erfiðu vandamál samleiks ■ ins eru horfin eins og dögg fyr- ir sólu. Ef þeim væri falið að útkljá deilumál austurs og vest- urs við hljófæri sín, væri heims fríður tryggður. Jón Þórarinsson Vex er óvenju gott þvottaefni íýmsan vandmebfarinn þvott. Vex þvottalögurinn er áhrifankt þvottaefni sem fer vel með hendumar. Vex handsápumar hafa þrennskonar ilm. mmm Veljið ilmefni viðyðar hœfi. EFNAVERKSMIDJAN I Sjöfo) VEX VÖRURNAR Starfsfólk hinnar nýju leitarstöðvar, talið frá vinstri: Helga Þórarinsdóttir, rannsóknarstúlka, —- Alma Þórarinsson, yfirlæknir, Ólafur Jensson, læknir, Valgerður Bergsdóttir, rannsóknarstúlka, —« Hertha Jónsdóttir og Guðrún Broddadóttir, hjúkrunarkonur. Ljósmynd: Myndiðn. Leitarstöö til að finna krabba- mein í legi tekur til starfa í dag Ætlunin að skoða 10 þúsund konur fyrsta árið — Auðvelt að finna og lækna leg- Krabbamein á frumstigi LEITARSTÖÐ Krabbameinsfé- Iags íslands, vegna krabbameins í legi og leghálsi kvenna, tekur til starfa í dag að Suðurgötu 22. Alma Þórarinsson, yfirlæknir, veitir stöðinni forstöðu. Ætlunin er að rannsaka allar konur, ó- keypis, á aldrinum 25—60 ára. Leitarstöðin var sýnd ppkkrum gestum í gærdag, þ.á.m. land- lækni, dr. Sigurði Sigurðssyni, og borgarlækni, dr. Jóni Sigurðs- syni. Prófessor Niels Dungal fór nokkrum orðum um leitarstöð- ina og sagði, að byrjað hefði ver- ið á teikningum s.l. sumar, en stjórn Krabbameinsfélagsins hefði ákveðið í fyrravetur að taka þessa starfsemi upp. Kvað hann ýrnsar tafir hafa orðið á opnun leitarstöðvarinnar, m.a. vegna erfiðleika á að fá innrétt- ingar teiknaðar og smíðaðar. Upp haflega hefði verið búizt við að hægt hefði verið að opna stöðina í marzmánuði s.l. Prófessorinn sagði, að leg- krabbamein væri mjög algengt í öllum menningarlöndum, og hefði farið stöðugt vaxandi frá aldamótum, svo hefði einnig ver- ið hérlendis og væri legkrabba- — Athugasemd Framhald af bls. 19 Ef þessar tllraunir verða fram kvæmdar og heppnast, er hugsan legt að svæðin Hornstrandir — Grænland geti orðið vísir að Þjóð garði fyrir erni og aðra ránfugla og ennfremur bjargtfugla. Við skulum vona að tilraun ressi heppnist, og að örninn geti notið friðlands á þessu mikilúð- lega fjallasvæði. En djarftækur mun-hann til fanga bæði í fugla björgum og öðrum veiðimiðum, en sagt hefur verið, að einrvers staðar verða vondir að vera! Bogahlíð 14, 1. hæð 1. júní 1964. Vigfús Helgason. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum óýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. mein enn að aukast hér og væri það mun algengara í Reykjavík en úti á landsbyggðinni. Kvað hann ekekrt krabbamein jafn auðvelt viðfangs og leg- krabbamein og væri tiltölulega auðvelt að halda því niðri. Það ætti sér langan aðdraganda, íík lega ekki skemmri en 6 ár og jafnvel 10—15 ár, þ.e. þa^ til það brytist út sem illkynjað æxli. Auðvelt væri að taka frum ur til rannsóknar úr legi og leg- hálsi og hægt að fá úr því skorið hvort krabbamein væri að mynd- ast mörgum árum áður en hægt væri að sjá það og sjúklingurinn yrði þess var. Hægt væri að skera meinið burtu auðveldlega og án nokkurs sársauka. Enginn vandi væri að ráða við það á byrjunarstigi. Prófessoripn sagði, að þar sem rannsókn og leit hefði farið fram á legi kvenna erlendis hefði það sýnt sig, að legkrabbamein færi stöðugt minnkandi. Hérlendis færi legkraibbamein enn vaxandi, en vonandi yrði fljótlega hægt ‘að stöðva það, vegna starfsemi hinnar nýju leitarstöðvar, en starfsemi hennar kostaði mikið fé, líklega um eina milljón kr. á ári, en því fé .væri vel varið og rannsóknih yrði ókeypis. Niels Dungal sagði, að leg- krabbamein væri algengast í kon um á fertugs og fimmtugs aldri, oft hjá konum sem búnar væru að eiga mörg börn. Þær konur, sem ekki hefði verið við karl- mann kenndar, fái sjaldan leg- krabba t.d. nunnur. Alma Þórarinsson, yfirlækn- ir, tók næst til máls og sagði, að öllum konum á landinu á aldrin um 25—60 ára væri boðin ókeyp- is rannsókn á sýni, sem tekið verði úr leghálsi þeirra. Þegar konum hefði borizt bréf um þetta frá leitarstöðinni væri þess vænzt, að þær hringi þangað til að hafa samráð um hentugan skoðunartíma. Ætlunin væri að konur þyrftu ekki að bíða leng- ur en 5—10 mínútur. Alls væri ætlunin að skoða 10 þúsund kon- ur í Reykjavík á fyrsta árinu. Verði krabbamein í legi upp- götvað á byrjunarstigi væru horf ur á lækningu taldar 100%. Yfirlæknirinn sagði, að skýrsl- ur sönnuðu, að draga megi úr tíðni krabbameins í legi með því að gæta fyllsta hreinlætis og ,þess að konur gangi ekki lengi með bólgur í leginu. Verði bólgu vart, verði konunni vísað til kvensjúk dómalæknis. Lagði Alma Þórarinsson ríka áherzlu á, að konur hefðu sarn- band við leitarstöðina,1 þegar eft- ir að þær hefðu fengið bréf um að koma til skoðunar. Engina hlekkur í keðjunni mætti bila. Þá gat hún þess, að nú væru starfandi tvær krabbameinsléitar stöðvar, Krabbameinsleitarstöð A, sem gerði allsherjarleit að krabbameini hjá konum Og körl um, en hún hóf starfsemi sína 1957. Henni stjórnar Jón G. Hall grímsson, læknir, og með hon- um starfar Guðrún Bjarnadóttir, rannsóknarkona. Landlæknir, dr. Sigurður Sig- urðsson, tók loks til máls og lýsti ánægju sinni yfir því, að leitarstöðin skyldi nú taka til starfa. Gat hann þess að mikið starf væri framundan, og þyrfti að beita vísindalegri þekkingu og nákvæmni til að það bæri árang- ur. Landlæknir óskaði Krabba- meinsfélaginu til hamingju með hina nýju leitarstöð og kvaðst vonast til að hún myndi bera þann árangur, sem að væri stefnt. Við Krabbameinsleitarstöð B, sem leitar að legkrabba, starfa auk ölmu, Ólafur Jensson, ráð- gefandi læknir; Helga Þórarins- dóttir og Valgerður Bergsdóttir, rannsóknarkonur, og Guðrún Broddadóttir og Hertha Jónsdótt ir, hjúkrunarkonur. — Minning Framhald af bls. 6 ar. En maður, sem allstaðar bar með sér sólskin, birtu og glað- værð, vildi öllum hjálpa og öll- um gera gott, hverfur aldrei — hann varir í vitund okkar, með- an við lítum hið dýrmæta ljós. Hann á þökkina, við heiðurinn að hafa fengið að vera með hon- um og kynnast honum. Elskulega Þórdís. • Það lýsir þér vel að hafa valið daginn þinn, til að kveðja. i hinnsta sinni Bjarna þinn. Sá dagur var honurp dýrmætastur alira daga með þér. Þetta vissir þú og þessvegna gastu ekki gert betra. En til þess þarf sálarró, trúartraust, kærleika og kjark. Allt þetta vitum við að þú átt ir í svo ríkum mæli að fátítt er og betur hefur þú kannske aldrei sýnt það en síðustu árin. Algóð- ur, almáttugur Guði veri þér ná- lægur, börnum þínum og niðjum og vaki yfir velferð ykkar um tíma og eilífð. Hafið þúsund- faldar þakkir fyrir allt og allt. Blessuð veri minnig Bjarna Benediktssonar. J. V. Hafstein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.