Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 17
r' Þriðjudagur 30. júnf 1964 MORCUNBLAÐID 17 — Varðarferðin ■ Framhald af bls. 10. i an í innbyrðist baráttu, sem [ reynsla síðustu áratuga hefur { áþreifanlega sannað að eng- j um hefur komið að gagni. Sá sigur, sem þarna hefur unnizt er sameiginlegur sigur allra, sem hlut hafa átt að máli, og þess vegna því meiri ástæða til þess að gleðjast. En jafn- framt skulum við þó einnig minnast þess, að þó að gleði og _ánægja alþjóðar sé mikil þá er þó svo að sjá, sem sumir séu ekki til hlítar ánægðir. Enn ganga fríunarorð og ill- yrði á milli. Ég skal ekki rekja þau hér, en á'það má þó minna, og sýnir nokkuð heilindin sem á bak við búa að jafnframt því sem fram- sóknarmenn þykjast fagria því mjög, að þessi sigur hafi fengizt og segja að með því sé verið að vinna að fram- gangi þeirra mála sem Fram- sóknarflokkurinn hafi ætíð barizt fyrir, þá ásaka þeir nú | í vikunni í sama blaði, Tíman um, Sjálfstæðismenn annars j vegar fyrir það, að þeir hafi j gengið undir jarðarmen hjá kommúnistum, og þó eitthvað ! annað verra, og hins vegar kommúnista fyrir það, að I þeir séu að mestu komnir ofan í vasann hjá okkur Sjálf ; stæðismönnum. — — — i Ég minnist á þetta hér vegna þess að enginn skyldi halda að það væri með öllu fyrirhafnarlaust að koma á slíku samkomulagi, sem nú hefur tekizt. Þar hafa margir góðir menn að unnið og úr öllum flokkum, og bæði af hálfu atvinnurekenda og verkalýðs, en hitt eru eng- ar ýkjur að þetta samkomu- lag hefði ekki tekizt ef Sjálf- stæðisflokkurinn hefði ekki verið jafn eindreginn og heil- steyptur flokkur eins og hann er. Það voru margir sem ekki höfðu trú á því að hægt væíi að ná slíkum samningum, sem nú hafa verið gerðir. Það voru margir sem sögðu að til ann- arra ráða væri skynsamlegra að grípa og til einskis væri að eyða tíma í það sem fyrir- sjáanlega væri þýðingarlaust, en slíkar raddir höfðu aldrei neinn hljógrunn innan Sjálf- stæðisflokksins vegna þess að þar skilja menn að menn þurfa að standa saman. Sam- einaðir stöndum við en sundr- aðir föllum við“. — — —. ★ ★ ★ Frá Flúðum var ekið að loknum miðdegisverði upp að Brúarhlöðum við Hvítá og hrikalegt landslagð skoðað. Átta menn í gulum sjóstökk- um, meðlimir björgunarsveit arinnar Ingólfs, voru þar dreifijir um klettana til að fylgjast með ferðafólkinu. Stúlka í hópnum varð skyndi lega veik og var læknir ferð- arinnar, Úlfar Þórðarson, kvaddur til og fylgdist með líðan hennar þar til sjúkra- Nýkomið. Kvenmokkasíur margar gerðir. Kvensknr nýjar gerðir. Karlmannaskór Karlmannasandalar Verð kr. 200,00 og 221,00. Skóverzl. Framriesvegi 2 bíll frá Selfossi kom á vett- vang. Voru veikindi stúlkunn ar þó ekki alvarlegs eðlis. Frá Brúarhlöðum var farið að Gullfossi og tekin hópmynd. Þar flutti Árni Óla frásögn af baráttu Sigríðar í Bratt- holti gegn því að fossinn yrði seldur erlendum aðilum til virkjunar. Árni kryddaði frá- sögn sína jafnan með stuttum skemmtilegum sögum, og var það mál manna, að unun væri að heyra Árna Óla segja frá. Meðan dvalizt var við Gull- foss, létti til og er ekið var áleiðis til Geysis var komið skínandi veður. Ekki spillti það ánægjunni að Strokkur gaus nokkrum myndarlegum gosum meðan staldr^þ var við. Frá Geysi lá leiðin um Laugardal og upp á Lyngdals heiði, um nýja veginn, sem lokið var við í fyrrasumar. Á Laugarvatnsvöllum var áð og bornn fram kvöldverður frá Þorbirni í Borg. Um klukkan níu var farið af stað þaðan, og var haft á orði, að Árni Óla hefði vakið upp drauga sem ollu ein- hverri slæmsku í gírkassa eins bílsins. Hefur Árna sennilega tekzt að koma draugsa til íoS urhúsanna, því að bíllinn komst í samt lag og brunaði áfram til Þingvalla. Var þar stanzað á nýja veginum fyrir ofan Öxarárfoss en síðan hald ið til Reykjavíkur og komið þar kl. 11,30 eftir rúmra 15 klst. ánægjulegt ferðalag. Sælgætls- og tóboksveizlun á bezta stað til sölu. Tilboðum sé skilað til afgreiðslu Mbl. fyrir föstudagskvöld merkt: „Verzlun — 4758“. HVAÐ ER SUCHARD-EXPRESS? Þetta er svissneskt súkkulaðiduft, sem nýkomið er á markaðinn. Þér hellið heitri eða kaldri mjólk í glas og látið innihaldið úr einum SUCHARD-EX- PRESS í mjólkina. Þá hafið þér á augabragði dá- samlegt súkkulaði til drykkjar. SUCHARD SUCHARD SUCHARD-EXPRESS SUCHARD SUCHARD SUCHARD ■EXPRESS er sérlega bragðgott ■EXPRESS inniheldur vítamín A ■> B1 <■ B2 # C kostar aðeins «• kr. 2,75 r smásölu ■EXPRESS til heimilisins EXPRESS í ferðalagið ■EXPRESS á vinnustað Framleitt af hinum heimsþekktu svissnesku súkku- laðiverksmiðjum SHOCOLAT SUCHARD S.A., NEUCHATEL, SVISS. Fæst í verzlunum. Heildsölubirgðir hjá einkaum- boðsmönnum á íslandi: • Heild verzlu n Magnúsar Kgaran SÍMI 24140. Hvítar í 3 erma- lengdum. — 3 flibba- snið. — Mislitar í mörgum gerðum. Sportskyrtur úr Nælon og Velour. Skyrtan er SÆNSK úrvals framleiðsla. — Ótrúlega endingargóð, létt í þvotti, flibbi og líningar haldast hálfstffar, þrátt fyrir marga þvotta. Útsölustaðir: Reykjavík: Herradeild P. & Ó. Pósthússtr., Laugavegi. Akureyri: J.M.J. herradeild. Akranes: Verzlunin Drífandi. Vestamannaeyjar: Verzl. Sigurbjargar Ólafsdóttur. Keflavík: Verzlunin Fons.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.