Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 27
-M ' m í (>: i'- ryí -i j v ■■ - Þriðjudagur 30. júni 1964 • r-tK." r i• MORGL' NBLAÐIÐ 27 .iimmiiimmmimimimmmiiuiiiiimimiiiimiiiimiiimiiiiimmiiiiiiiiiiitiiiiiifiiiiiimiiiiiiiiiiiiimmmiiiiiiiiiiimmmiiiimimiiiimiiiiimiiiiiiimmiimiiiiiiiiiiiMtiin I Þoturnar forðast ísland I vegna aukatolls d benzíni hér og Loftleiðir greiða aukaskatt í New York § Á NÝAFSTÖÐNUM aðalfundi S Loftleiða var m.a. samþykkt §§ tillaga um að breyta þyrfti = þegar í stað lagaákvæðum um §§ tolla á flugvélaeldsneyti hér- S lendis. Þetta er ekki í fyrsta H sinn að fram kemur óánægja = með tollun á eldsneyti til flug = véla, því Loftleiðir hafa a𠧧 undanförnu unnið að því að S breytingar yrðu gerðar hér = á. Gunnar Helgason, hdl., hef = ur rannsakað mál þetta fyrir = félagið, og leitaði Mbl. upp- = lýsinga hjá honum. = ' — Ekkert þeirra landa, sem H íslenzku flugfélögin fljúga til, H tollar eldsneyti til flugvéla í §§ millilandaflugi, nema ísland, = sagði Gunnar. — Afleiðingin = er sú, að flugvélar Loftleiða §§ reyna að taka sem mest elds- j§ neyti utan íslands — og að- E eins það nauðsynlegasta hér = heima. í öðru lagi kemur S þessi tollur líka niður á félag §§ inu i Bandaríkjunum, þar sem M eldsneyti er tollfrjálst til allra = flugvéla að Loftleiðum einum = undanskildum. Ástæðan er era §§ faldlega sú, að úr því að E bandarískar vélar verða að = greiða toll hér á ísuandi — = er svipaður tollur lagður á §§ islenzkar vélar í Ameríku. = — Svo er hitt, að fyrirkomu 5 lag þetta bægir sennilega mik = illi erlendri flugumferð frá ís §§ landi. Pan American hefur §§ m.a. látið það boð út ganga, |j til allra sinna stöðva, að vél- = ar, sem lenda á íslandi eigi = ekki að taka eldsneyti nema 1 brýn nauðsyn krefji — og = reynt er með öllum ráðum að = komast hjá að lenda á ts- 1 landi til þess að taka elds- §§ neyti, segir Gunnar. S — Á meðan Loftleiðavélar = höfðu viðkomu í Þýzkalandi, = losnuðu þær við að greiða = þennan toll, eða skatt, enda §1 þótt þýzkar vélar, sem við- g komu höfðu á íslandi, yrðu að greiða toll vegna eldsneytis kaupa hér. Þjóðverjum var ekki ljúft að gera þetta, sagði Gunnar. — En í Bandaríkjunum hafa Loftleiðir greitt rúmar þrjár milljónir króna í eldsneytis- skatt á tímabilinu 1961—’63. Gunnar Helgason Samtímis hafa keppinautarnir í Atlantshafsfluginu ekki þurft að greiða neinn slíkan skatt þar vestra. — Við vorum að vona, að með nýju tollskránni, mundi þetta breytast. Svo varð þó ekki — og verðum við nú að greiða 15% í fiugbenzínskatt vegna eldsneytis fyrir RR-4O0 sem nota sams konar eldsneyti og þoturnar. Þetta eldsneyti er um 100% hærra hér en í New York — og um 50% hærra en í Luxembourg. Það er því ekk ert undarlegt þótt Pan Am. og önnur flugfélög, sem þotur eiga í förum yfir Atlantshaf, reyni að komast hjá að láta þoturnar lenda á íslandi. Loft leiðavélar taka hér líka að- eins lágmarksmagn af elds- neyti, eins og ég sagði áðan — hélt Gunnar áfram. — Þar af leiðandi verður is- lenzka ríkið af margvíslegum tekjum og er þá svonefndur flugvallarskattur þar þýðing- armestur. Hann miðast við það magn, sem vélarnar taka af eldsneyti og er langtum mikilvægari tekjustofn en elds neytisskatturinn sjálfur, sem ætti í rauninni að vera algert aukaatriði — og beinn hagn aður af niðurfellingu hans. Hér er um að ræða tvöfalda sköttun á eldsneytinu. Ef hinn margumræddi skattur væri felldur niður fjölgaði viðkomu á Keflavíkurflugvelli vafa- laust — og ríkið yki þá stór- lega tekjur sínar vegna flug- vallarskattsins. — Árið 1963 tóku Loftleiða vélar liðlega 10,3 milljónir lítra af eldsneyti á íslandi og greiddu í toll af því yfir 2,9 milljónir króna. En flugvallar skatturinn, sem miðast við sama magn, varð hins vegar 4,3 milljónir króna. Með því að fella niður þennan auka- toll ynnist þetta því fljótlega upp með auknum flugvallar- skatti, sem aukin flugumferð skapað’i óhjákvæmilega. — Árið 1963 skiluðu Loft- leiðir 95,4 millj. króna í gjald eyri til íslenzku bankanna og Flugfélag íslands 27,1 millj. kr. Gjaldeyristekjur bankanna af rekstri íslenzku flugfélag- anna fara stöðugt vaxandi ár frá ári. Efling flugrekstursins er því orðið hreint þjóðhags- mál og að okkar dómi er þetía skattamál hrein öfugiþróun. Þessi aukaskattur á eldsneyti hefur lamandi áhrif á upp- byggingu flugmálanna hér —■ og fælir þar að auki erlendar flugvélar frá landinu. Sviptir þjóðarbúið gjaldeyristekjum sem ógerlegt er að áætla. ís- land er nefnilega orðið algert „tabu“ hjá erlendum flugfé- lögum þegar um er að ræða eldsneytistöku á leiðinni yfir N-Atlantshaf. Bíður bana undir dráttarvél HELLNUM, 29. júní — Það svip- lega slys vildi til á laugardags- kvöldið, að Jónas Guðmundsson, bóndi á Lýsudal í Staðarsveit varð undir dráttarvél og beið hana. Jónas var að vinna með vél s:na skammt frá bænum, er slys- ið varð. Um kvöldmatarleytið var heima íóikið farið að undrast um hann cg fannst hann þá undir dráttar- vélinni niður í djúpum skurði í túninu. Hafði vélin stungizt á endann ofan í skurðinn og kast- ast á hvolf, og Jónas orðið undir henni. Var hann látinn, þegar að var komið. Þar sem enginn var sjónarvott- ur að þessu hörmulega slysi, er ekki vitað hvernig það bar að höndum. Jónas heitinn var rúmlega sextugur og lætur eftir sig konu cg uppkomia börn. — KK Síld NV af Rauðunupum Siglufirði 29. júní Akureyrartogarinn Harðbakur lóðaði í dag allmikla síid ca. 27 mílur N til V frá Rauðunúpum. Þarna voru hvorki síldveiðibátar né síldarleitarskip. — Stefán. Raufarhöfn, 29. júní. Von er skipa hingað í fyrra- riiálið með síld í söltun og reyn- ist hún söltunarhæf mun þegar verða byrjað — E. G. Tveggja útlendra stúlkna saknað á Siglufirði Byrja söltun Seyðisfirði, 29. júni. NU ER á ný komið gott veður á ir.jðunum og hafa bátar verið að lcasta í dag og um kl. 9 í kvöld voru 8 bátar búnir að tilkynna iim afla. Hér bíður nú ekkert skip lönd- unar við síldarbræðsluna sem heftir tekið á móti því síldar- magni sem borizt hafði fyrir bræluna. Söltun hefst víða á morgun ef síldin verður nothæf. Mikill fjöldi skipa lá hér inni um heigina og munu þau hafa verið nálægt einu hundraði. Talið er að aðkomufólk það sem nú er komið hingað til vinnu við söltunarstöðvarnar sé ekki færra en það sem hér býr og með áböfnum skipa er hér lágu um helgina munu ekki hafa verið færri en 1000-1300 manns í við- bót af sjómönnum. — Sveinn. Útvarpstilkynning var send frá Söltunarstöð Haraldar Böðvars- sonar á Siglufirði í gærkvöldi og þar auglýst eftir tveimur útlend- um stúlkum, sem ekki hefir orð- ið vart síðan á laugardag. Voru þær ekki komnar fram, er blaðið frétti síðast í gærkvöldi. Þá var og auglýst eftir ungum manni, sem hafði lagt upp gang- andi frá Þingvöllum og ætlað norður Kaldadal, en skömmu síð- ar var tilkynnt að hann væri kom inn fram norður í landi. Stúlkurnar, sem auglýst er eft ir frá Siglufirði, heita Janet Gore og er hún ensk og Theresia Jov- er, sem er spönsk. Munu þær í vetur hafa unnið á Álafossi, en höfðu fyrir nokkru ráðið sig í síld norður. S.l. laugardagsmorg- un var^þeirra saknað og er allur farangur þeirra í herbergi þeirra í íveruhúsi söltunarstöðvar Har- aldar Böðvarssonar og þannig frá honum gengið sem þær hafi að- eins brugðið sér frá t.d. er hálf mjólkurflaska í kæli. Það mun sumra álit, sem til þekkja, að ekki sé bein ástæða til að örvænta um stúlkurnar og ekki hefif verið skipulögð sérstök leit að þeim, en hinsvegar hafa bæði vinnu- veitendur þeirra og lögreglan á Siglufirði haldið uppi fyrirspurn- um um þær bæði í Siglufirði og nágrenni. Þeir, sem kynnu að hafa orð- ið stúlknanna varir, eru beðnir að tilkynna um þær til lögreglunn ar í Siglufirði. Snæfellið aflahæst með 14600 málogtn, Afli nær 60 síldarskipanina Mbl. hefur reynt að afla sér upplýsinga um afla síldarskip- anna, er reynist mjög örðugt þar eð ekki fást iengur upplýsingar um aflamag.r hjá Fiskifélaginu. Eftir því setyi við höfum komizt næst var Snæfellið aflahæst nú um helgina með 14.600 mál, næst ur er Jón Kjartansson með 12000 mál og þriðji Jörundur III með 11.800, Þá Sigurður Bjarnason og Helga Guðmundsdótir með 10.500 mál. Þessar tölur, svo og þær sem á eftir fara, eru að sjálfsögðu ekki áreiðanlegar, þar sem mikl- ir erfiðleikar eru á að fá réttar tölur og væri blaðinu þökk á ef útgerðarmenn og skipstjórar bát- anna gerðu okkur aðvart ef skekkja er í heildartölunni eða vantar aflatölui báta þeirra. En blaðinu er xunnugt um afla eftir talinna skipa á sunnudag, auk þeirra sem áður eru talin: Árni Magnússon 9900 Baldur 2500 Baldvin Þorvaldsson 1700 Bergvík 1700 Bjarmi 3150 Bjarmi II. 8150 Björg SU 1150 Björgúlfur 4100 Björgvin 3600 Dalaröst 2100 Einir SU 1200 ETdey 5500 Elliði GIC 4386 Eragey 6450 Fanney 1100 Fram GK 693 Grótta 7750 Gnýfari, SK 2110 Guðný ÍS 500 Guðmundur Þórðarson 3150 Guðrún Þorkeisdóbtir 1900 Hafrún NK 1260 Hannes Hafstein 8650 Haraldur 6300 Heiðrún ÍS 3000 Heimir SU 4500 Hilmir KE 800 Hilmir II. KE 1780 Höfrungur III. 6700 Höfrungur II. 2400 Jón á Stapa 4000 Verð á saltsíld ákveðið Á FUNDI Verðlagsráðs sjávar- útvegsins þann 27. þ.m. varð sam komulag um eftirfarandi lág- marksverð á fersksíld veiddri á Norður- og Austurlandssvæði, þ.e. frá Rit norður um að Horna- firði, er gildir á sumarsíldarver- tíð 1964. Síld til söltunar: Hver uppmæld tunna (120 lítr- ar ............... kr. 230.00 Hver uppsöltuð (með 3 lögum í hring) kr........ 313.00 Verð þetta er miðað við, að seljendur skili síldinni í söltunar kassa eins og venja hefur verið á undanförnum árum. Sild til heilfrystingar: Hver uppmæld tunna (120 lítr- ar) .............. kr. 230.00 Verðið er miðað við ógallaða vöru og að seljendur skili síld- inni á flutningstæki við skipshlið- ið. SÆNSKUR þjóðdansaflokkur, sem hér er á ferð, sótti heim Elliheimilið Grund í gær og flutti þar söng og hljóðfæraleik og sýndi dansa. Vistfólkinu þótti þetta ánægju- leg heimsókn og bað Morgun- blaðið að flytja þessum góðu gestum sínar innilegustu þakkir fyrir góða dægradvöl og ánægju- lega skemmtun. Jón Finnssón 7350 Kristján Valgeirsson 3900 Loftur Baldvmsson 5500 Mánatindur 3200 Máni GK 300 Mummi 2000 Ólafur Friðbertsson 9000 Páll Pálsson íS 1600 Seley 3200 Sigurpáll 7600 Sigurvon RE 6300 Sigurvon AK 1400 Skálaberg 700 Skírnir 4300 Sólfaxi NK 700 Steingrimur trölli 3600 Stjarnan RE 1900 Sunnutindup 5100 Svanur IS 850 Sæfari AK 500 Sæfaxi NK 3100 Víðir GK 3220 Vattarnes 3200 Þórsnes SH 1050 Þráinn NK 2400 Æskan 550 — Aðeins einn Frahald af bls. 1 sveig, en síðan var haldið til „Vestre Gravlund", þar sem lagðir voru blómsveigar á graf ir norskra frelsishetja og fall- inna Rússa. Að þessari athöfn lokinni hélt Krúsjeff til hallar kon- ungs til hádegisverðar. Fréttamenn, sem fylgzt hafa með ferð leiðtogans sovézka um Norðurlönd halda því fram, að skap hans fari mjög eftir veðri. Hann brosi, þegar sólin skín, en sé þyngri á brún ina, er rignir. Um 400 fréttamenn fylgja Krúsjeff eftir hér í Osló í dag. Aðeins einn þeirra er frá Kína. Ekki hefur borið á neinni andúð, en færri hafa sýnt sig á götum úti til að heilsa gest unum, en gert hafði verið ráð fyrir.Hvergi hefur sov- ézki fáninn sézt á byggingum, nema á gistihúsi því, þar sem forsætisráðherrann sovézki efnir til hádegisverðs á morg un. Osló, 29. júní — NTB. Er hádegisverðarboð norsku stjórnarinnar til handa Krús- jeff, forsætisráðh. Sovétríkj- anna, stóð yfir í dag, lýsti Einar Gerhardsen, forsætisráð herra, því yfir, að Norðmenn vildu leggja víðtækari skiln- ing í orðið „samkeppni“, sem látið væri tákna samband ó- líkra þjóðfélagskerfa, en að- eins það, að stríði yrði forðað. Taldi ráðherrann, að meiri á- herzlu ætti að leggja á vin- samlega sambúð, en gert hefði verið. Síðan vék Gerhardsen að þætti Norðmanna í aiiþjóða siglingum, og taldi hann, að hægt ætti að vera að auka við skipti landanna á ýmsum svið um. Að tölu norska forsætisráð- herrans lokinni svaraði Krús- jeff með ræðu. Lagði hann á- herzlu á, að Norðmenn og Sovétbúar hefðu alltaf ástund að góða sambúð. Minnti hann á, að þúsundir sovézkra her- manna hefðu á sínum tíma fórnað lífi sínu fyrir frelsi Noregs, í baráttunni við naz- ista. Taldi Krúsjeff, að bezta minnismerkið yfir þá, sem látið hefðu lífið í þeirri bar- áttu, væri ríkari áherzla beggja þjóðanna á baráttuna fyrir friði. í lok ræðu sinnar lét Krús- jeff ljós þá von, að samstarf þjóðanna beggje yrði enn betra eftir viðræður þær, sem á morgun fara fram milli hans og Gerhardsen. Þá verða stjórnmál til umræðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.