Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 39. júní 1984 MORGUNBLAÐIÐ 15 Með Esiu kringum land niinuiuiMiiimmiHimiimmimiiiiiiiHHimiiiiiiHmtiimimiiiiiiiiimimimmmmimimiiiimimmiiiiiiiiuimuun SIGURGEIR Jónasson, skipverji á ms, Esju tók meðfyigjandi mynd- ir í síðustu hringferð skipsins um íslands. ^iimiiiiiiiimimiimiiimumimiiimimiiiiiiiiimmmiiiiiimmiiiiiiiimiiimimiiii«ii«iaiiimmimuuiii.<iui Frá Vopnafirði fóru nemendur Barnask'óla Vopnafjarðar með Esju til Seyðisfjarðar. Þaðan fór hópurinn um Hérað og naesta ná- grenni og síðan landveg til Vopna fjarðar. Myndin er af hópnum á- samt fararstjórunum, Ragnari Guðjónssyni, skólastjóra, og Víðar er vöntun á hafnarverka- I mynd er frá Reyðarfirði og sýnir I skólastráka ýta handvagni á mönnum en í Reykjavík. Þessi I I bryggjunni. Það færist ört í vöxt, að ungling- ar bregði sér í siglingu að loknu prófi. Myndin er af nemendum Gagnfræðaskóla Akureyrar, að nýloknu Iandsprófi, sem fóru með skipinu austur um land til Reykjavíkur. Með þeim á mynd- inni eru fararstjórarnir, Harald- ur Sigurðsson, kennari, og Gylfi Svavarsson, iþróttakennari. — Lengst til vinstri er einnig Böðv- ar Steinþórsson, bryti. Fjölmenni við vígslu sumarbúða kirkjunnar við Vestmannsvatn HÚSAVÍK, 29. júní — Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, vigði í gær sumarbúð- ir kirkjunnar við Vestmannsvatn í Aðaldal, að viðstöddu miklu fjölmenni, þar á meðal yfir 20 Starfandi prestum. x Athöfnin hófst með því, að ungur æskulýðsfélagi, Halldór Sigurðsson, flutti bæn, kirkju- kór Grenjaðarstaðar söng undir •tjórn Kristjönu Árnadóttur org- #nista. Vígsluræðuna flutti bisk- upinn og vígði sumarbúðirnar til • tnota, en ritningagreinar lásu prestarnir sr. Ólafur Skúlason, #r. Birgir Snæbjörnsson, sr. Sig- urður Haukur Guðjónsson og sr. Þórir Stephensen. Eysteinn Sig- urjónsson söng einsöng með undirleik Bjargar Friðriksdóttur, Sr. Sigurður Guðmundsson prest ur að Grenjaðarstað, rakti sögu byggingarinnar en hún er í stór- um dráttum þessi: Eigendur og ábúendur jarð- anna Fagraness og Fagraness- kots, þau Sigurður Guðmunds- son, Guðný Friðfinnsdóttir, Þuríður Guðmundsdóttir, Jón Þórarinsson og Unnur Baldurs- dóttir, gáfu 5 hektara úr landi Fí.graness, suður við vatnið vest- an Vatnshlíðar. Er það mjög fall- egur staður með skógarkjarri. i hliðinni fyrir ofan og góðum berjalöndum. Byggingarframkvæmdir hófust 1962 og var hornsteinninn lagður • f sr. Pétri Sigurgeirssyni, for- manni Æ.S.K. 8. júlí það ár. Teikningar allar hefur gert Jón Geir Ágústssn, byggingafulltrúi é Akureyri, og verið í ráðum tueð allar framkvæmdir, og hef- ur hann gert það ailt endur- gjaldslaust. Byggingameistari var Þorsteinn Svanur Jórisson, Halldórsstöðum, raflögn lagði Einar Pétursson Fagranesi, pípu- lögn Arnviður Ævar Björnsson, Húsavík, málningu Magnús Jóns- son og Jón Guðmundsson, Akur- eyri, og múrhúðun Ragnar Sig- finnsson. Nú hefur aðeins fyrsta áfanga þessa verks verið náð, nieð þvi að búið er að fullgera aðal'húsið, sem hefur stóran og vistlegan samkomusal, eld'hús og aðra aðstöðu á efri hæð, en á neðri hæð eru svefnskálar. Áformað er svo að síðar meir rísi þarna tveir sérstæðir svefn- skálar og fleiri byggingar. Iþrótta- og leikvöllur hefur verið gerður norðan við húsið en að mestu leyti er eftir að skipu- leggja umhverfið. Prófasturinn mælti m.a.: „Margir hafa hér sýnt í verki, að þeir vilja leiða æskuna inn á veg trúar og siðgæðis. Annars hefði þetta hús ekki hér staðið. Margar stórar og smáar gjafir hafa starfinu verið gefnar, sem við þökkum af alhug. Við hefð- um viljað að hinir mörgu gef- endur gætu nú hér séð hvað upp er risið, en því verur ekki við komið. En við þökkum þeim öll- um af alhug. Enn hvíla miklar skuldir á byggingunni en við sem þessum stjórnum, erum bjartsýnir á að úr þeim vanda komust við með hjálp góðra manna hér eftir sem hingað til. Við höfum fundið að hugsjónir og fórnfúst starf lifir meðat þjóðarinnar“. Byggingarnefnd sumarbúð- anna hafa skipað: sr. Sigurður Guðmundsson, prófastur, Grenj- aðastað, formaður, Gylfi Jóns- son, Æskulýðsfélagi Akureyrar, prestarnir sr. Sigurður Haukur Guðjónsson og sr. Birgir Snæ- björnsson. Sumarbúðirnar taka til starfa í dag, með því að þangað koma 30 drengir til starfs og leiks. Sumarbúðarstjórar verða: sr. Jón Kr. ísfeld og sr. Bolli Gúst- afsson. Að vígsluathöfninni lokinni var boðið til kaffidrykkju I barnaskóla sveitarinnar og sátu það hóf um 200 manns. Veiztu- stjóri var sr. Pétur Sigurgeirs- son. Margar ræður voru fluttar og menn lýstu yfir óblandinni ánægju yfir þeim áfanga sem hér er náð, og því starfi sem hér er hafið. OL í Tokyo Lausanne, 26. júní — AP -jkr Framkvæmdanefnd alþjóða Olympiuleikjanefndarinnar til- kynnti olympiuleikjanefnd Suð- ur-Afríku í dag, að Suður-Afr- íku verði bönnuð þátttaka í Olympiuleikjunum í Tokyo nema hún fordænii opinberlega og fyrir 16. ágúst kynþáttastefnu stjórnarinnar. Talið er víst, að nefndin sjái sér ekki fært að ganga í berhögg við stjórnina með því að gefa út slíka yfirlýsingu og muni Suður- Afríka því ekki taka þátt í Olym piuleikjunum í Tokyo. Frá vigslu sumarbúðanna. Biskupinn, herra Sigurgeir Einarsson, er lengst til yinstri og þá prest- arnir sr. Þórir Stephensen, sr. Sigurður Haukur Guðjónsson, sr. Birgir Snæbjörnssou og sr. Ólaf- ur Skúíason i ræðustól. — Ljósm.: Silli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.