Morgunblaðið - 30.06.1964, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 30. júní 1964
MORGUNBLAÐIÐ
19
Láwus Lýosson
IHinning
HINN 16. júní s.l. hvarf yfir
landamæri lífs og dauða Lárus
Lýðsson, verzlunarstjóri, sem
mörgum er af góðu kunnur. Jarð
arför hans fór fram frá Fossvogs
kirkju s.l. miðvikudag að við-
stöddum miklum fjölda ættingja
og vina. Mér, sem þessar línur
rita, auðnaðist ekki að kveðja
hann þá vegna fjarveru erlendis.
Lárus Lýðsson var fæddur í
Hjallanesi í Landssveit 28. sept.
1901 og voru foreldrar hans Sig-
ríður Sigurðardóttir og Lýður
Árnason, bóndi þar. Lárus ólst
upp í hópi tólf systkina, og fyrir
eérstaka atorku foreldranna óx
úr þessum stóra barnahópi táp-
mikið dugnaðarfólk. Lárus dvald-
ist í föðurhúsum fram yfir ferm
ingu; stundaði á unglingsárunum
ýmsa vinnu og lagði oft hart að
sér við að komast áfram á lífs-
brautinni. Hann stundaði nám við
Samvinnuskólann, hvarf svo og
verzlunarstörfum og stofnsetti
kjötbúð að Týsgötu 1 í Reykja-
vík, en seldi hana Sláturfélagi
Suðurlands í ársbyrjun 1931. -—
Dvaldist hann þv næst við nám
í Þýzkalandi um tíma, en tók á
ný, hinn 1. júní 1931, við for-
stöðu kjöttoúðar þeirrar, er hann
hafði stofnað. Var hann alla tíð
eíðan verzlunarstjóri hjá Slátur-
félagi Suðurlands, um langt ára-
bil að Skólavörðustíg 22 í Reykja
vík. Lárus var mikill afburðamað
ur í öllu, er hann lagði hönd að
og ekki sízt í starfi sínu fyrir
framleiðendur í sveitum lands-
ins, sem hann bar jafnan hlýhug
til. Hann hafði ríkan skilning á
því, að megin forsenda þess að
verða að sem mestu gagni í starfi
sínu fyrir framleiðendurna
er að njóta trausts neytenda,
enda mun svo hafa verið um
hann gagnvart fjölda fólks, er
hann hafði stöðug viðskipti við.
Bar starfsemi sú, er hann veitti
forstöðu, ætíð yott um þekkingu
Lárusar og áhuga fyrir því að
veita viðskiptamönnunum sem
bezta þjónustu. Lárusar er því
minnst með þakklæti nú fyrir
vel unnin störf.
Hinn látni heiðursmaður hafði
oft Orð á því, að það hefði verið
sér mikil gæfa að til hans réðist
til starfa í upphafi Guðbrandur
Bjarnason, sem þá var aðeins 13
ára gamall. Unnu þeir, allt þar
til Lárus lézt, í frá'bæru sam-
starfi, er úr varð hin innilegasta
vinátta. Byggðu þeir sér fyrir
nokkrum árum tvítoýlishús af
miklum dugnaði, og bjó Lárus
þar í nátoýli við Guðtorand og
Sigríði, konu hans, sem reynd-
ust honum.sem mikilsvirtum föð
ur. Atti Lárus hjá þeim margar
ánægjustundir, sem hann var
þeim þakklátur fyrir, og ekki
sízt vegna barnanna á heimilinu,
Ragnhildar og Rúnars, sem Lár-
usi þótti mjög vænt um, enda
var hann barngóður maður.
Lárus Lýðsson helgaði líf sitt
þjónustu við samborgara sína, og
var með afbrigðum ósérhlífinn
í því að vinna öðrum gagn. í>að
var því táknreent, að hann skyldi
kveðja þennan heim á vinnustað
sínum. Víst er, að oft lagði Lárus
hart að sér, einkum eftir að
heilsu hans hrakaði hin síðari ár,
en vinnugleðin var honum í blóð
borin og ákveðin starfsþrá. Hann
hafði líka mikið starfsþrek og
furðaði marga á þeim dugnaði, er
hann sýndi við að fegra um-
hverfi sitt og vina sinna, oft að
loknu erfiðu dagsverki, en eitt
mesta áhugamál Lárusar Lýðs-
sonar var garðrækt. Hann hafði
sérstakt lag á að fegra og prýða-
í kringum sig, og blömagarður
hans var augnayndi margra
Reykvíkinga. Fengu þeir Guð-
brandur Bjarnason oftar en einu
sinni viðurkenningu frá Fegrun-
arfélagi Reykjavíkur fyrir hinn
fagra garð, og eitt árið var bióma
garður þeirra talinn hinn feg-
ursti í Reykjavík. En Lárus Lýðs-
son hafði einnig næma fegurðar
tilfinningu fyrir hinu andlega.
Hann kunni að meta góðar bók-
menntir, og fyrir kom, að hann
orti sjáifur ljóð og tjáði þá gjam
an í -þeim þá góðvild, sem var
svo einkennandi fyrir hann.
Mannkostir Lárusar Lýðssonar
voru miklir, en hann var hlé-
drægur maður og ekki um mála-
lengingar gefið. Samstarfsfólk
hans kveður hann með innilegu
þakklæti, því að minningarnar
um samstarfið við Lárus munu
lengi verða hvatning til dáða og
drengskapar.
J. H. B.
Athugasemd
Á AÐALFUNDI fuglavemdar-
félags Islands, sem haldinn var
í 1. kennslustofu Háskólans laug
ardaginn 28. f.m. voru samþykkt
ar ýmsar tillögur varðandi frið-
un arnarins, aðallega í sambandi
við nýsamþykkt lög um niðurfell
ingu eitrunar í næstu 5 ár. En
fjarri fer því að allir erfiðleikar
séu þar með leystir þótt mikið
kapp verði lagt á eyðingu ófrið-
aðra vargdýra og verðlaun aukin
til útrýmingar þeim. Búast má
við að erninum fjöl-gi hin næstu
ár, og valdi auknum skaða, bæði
með drápi unglamtoa og spillingu
æðavarps o.fl.
Hlýtur þvi þróunin að stefna
í hið sama far og áður, svo að
eitthvað verður að gera til þess
að hamla upp á móti of mikili
skemmdarstarfsemi af völdum
arnarins.
Mlér hefur dottið í hug hvort
ekki væri reynandi að gera eftir-
fylgjandi tilraunir:
1. Gera samtök um eða stofna
félag um vemdun arnarins í
eyðibyggðum Hornstranda.
2. Gera ýimis nauðsynleg mann-
virki, svo sem byggja arnar-
bæli samkvæmt nýjustu gerð,
með öilum þægindum, sem
örnum sérstaklega henta,
o.s.frv.
3. Gera tilraun með að flytja
arnarunga inn á svæðið, og sjá
um uppeldi þeirra, þar til þeir
eru fleygir og færir.
4. MegináherZla verði lögð á út-
rýmingu ófriðaðs vargs af
svæðinu og séð um að ekki
skorti æti, sérstaklega þegar
hart er í ári.
5. Gerðar verði samþykktir eða
milliríkjasamningur við ná-
grannaþjóðir okkar um vernd-
un arnarins, bæði í landi og
sérstaklega á höfum úti meðal
selfangara og annara veiði-
manna á höfum úti og þá sér-
staklega með tilliti til iþessa
nýfriðlýsta svæðis, Horn-
strandasvæðisins.
Framh. á bls. 12
GERIÐ BETRI
KAUP
EF ÞIÐ GETIÐ
VREDESTEIN
HOLLENZKI
HJÚLBARÐINN
STÆRÐIR:
520 x 13/4
560 x 13/4
590 x 13/4
640 x 13/4
640 x 13/6
670 x 13/4
670 x 13/6
520 x 14/4
560 x 14/4
590 xl4/4
750 x 14/4
425 x 15/4
VERÐ STÆRÐIR: VERÐ STÆRÐIR: VERÐ
Kr. 640,— 560 X 15/4 — 863,— 650 X 20/8 special — 2054,—
— 754,— 590 X 15/4 — 929,— 750 X 20/10 special — 3585,—
— 789,— 640 X 15/6 — 1099,— 825 X 20/12 special — 4172,—
— 957,— 670 X 15/6 — 1208,— 825 X 20/12 R. T. — 4391,—
— 1028,— 710 X 15/6 — 1332,— 900 X 20/14 special — 5308,—
— 940,— 760 X 15/6 — 1587,— 900 X 20/14 M.K. — 5653,—
— 1061,— 525 X 16/4 — 832,— 1000 X 20/14 special — 6412,—
— 721,— 550 X 16/4 — 985,— 1100 X 20/16 special — 8468,—
— 784,— 600 X 16/6 — 1140,— 8 X 24/4 tractor — 1910,—
— 843,— 650 X 16/6 1297,— 9 X 24/4 tractor 2271,—
— 1153,— 700 X 16/6 gróft — 1740,— 400 X 15/4 tractor 658,—
— 562,— 900 X 16/8 — 3705,— 400 X 19/4 tractor — 731,—
SÖLUIMBOD: