Morgunblaðið - 19.08.1964, Síða 2
2
MORGU NBLADID
Miðvikudagur 19. Sgúst 1964
Tröllafoss sigl-
ir til Rússlands
Verði af sölu verður skipið afhent í Leith
KL. hálf ellefu í gærmorgun
lauk skoðun á ms. TröUafossi
vegna fyrirhugaðrar sölu á skip-
Þrir gerfihnettir
með einni
eldilnug
Moskvu, 18. ágúst. — AP.
• Tass-fréttastofan skýrði frá
því í dag, að sovézkir vísinda-
menn hefðu skotið á loft þrem
gerfihnöttum af gerðinni „Kos-
mos“ og hefði aðeins ein eldflaug
verið til þess notuð. Var hún
sögð af nýrri gerð. Hafa Kússar
þá skotið á loft fjörutiu Kosmos
hnöttum. /
Fyrr á þessru ári skutu Rússar
tveim gerfihnöttum á loft með
einni eldflaug, en ekki hafa fyrr
verið sendir þrír.
Að sögn fréttastofunnar kom-
ust hnettirnir allir á tilætlaða
braut. Fara þeir umhverfis jörðu
á 95 mínútum, með jarðnánd 210
km. og jarðfirð 876 km.
Séra Jósef J. Hacking
/•
Séin Hncking
lótinn
SÉRA Jóáef J. Haeking, sem ver-
ið hefur starfandi kaþólskur
prestur á íslandi síðastliðin 18
ár, lézt í gærmorgun á Landa-
kotsspítala. Banamein hans var
bióðsjúkdómur.
Séra Hacking var fæddur í
Gulpen í Hollandi 11. september
1919. Hann tók prestvígslu 19.
marz 1945 og tilheyrði reglunni
S. M. M. eða Montfort bræðrum.
Haustið 1946 kom séra Hacking
til íslands og starfaði fyrstu tvö
árin í Stykkishólmi. Síðan hefur
hann haft búsetu í Reykjavík,
og sinnt preststörfum bæði við
Kristskirkjuað Landakoti, í Kefla
vík, Hafnarfirði og Stykkishólmi.
Hann Jiór nokkrum sinnum til
Bandankjanna í erindagerðum
Kaþólsku kirkjunnar á íslandi og
eitt sinn til Rómar.
Séra Hacking var einstaklega
vel látinn maður og vinmargur.
Þótt hann kæmi útlendingur til
íslands eignaðist hann snemma
marga vini jafnt utan Kaþólska
safnaðarims sem innan. Hann var
glaðvær maður, skemmtilegur og
viðræðuhlýr. Er hans sárt sakn- (
að af öllum þeim, sem honum
kynntust.
Gert er ráð fyrir að sálu-
messa fari fram frá Kristskirkju
á mánudag kl. 10 fyrir hádegi. I
inu, en hér á landi eru nú stadd
ir umboðsmenn skipafélags, sem
siglir undír fána Suður Kóreu,
þeirra erinda að athuga um kaup
á Tröllofossi. Verða umboðs-
menn félagsins að taka ákvörð-
un um hvort af kaupum verður
innan 48 klukkustunda frá því
að skoðun lýkur. Svar hafði ekki
borizt í gærkvöldi, að því er
Mbl. vissi bezt.
Tröllafoss lagði hinsvegar frá
bryggju í Reykjavík um hádegis
biiið í gær og sigldi til Arkan-
gelsk í Rússlandi. Þar tekur skip
ið timburfarm og flytur til Leith.
Verði af sölu skipsins verður það
því afhent í Leith, og mun skips-
höfnin þá skilja við skipið þar.
iiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniHii
Unnið við malbikun á Gullteigi, scm sker Teigahverfið, í gær. Svarta rákin, sem kemur í
slóð bilsins og malbikunarvélarinnar, er nýmalbikuð. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.).
| Mikill hraði í malbikunar-
|f ramkvæmdum borgarinnar
MALBIKUN gatna í
Reykjavík skotgengur
þessa dagana, svo að mik-
inn mun sér frá degi til
dags, enda eru stórvirk og
hraðstíg vinnutæki notuð.
Á þriðjudagsmorgun var
lokið við að malblka Hamra-
hlið og tvöfalda akrein á
Kringlumýrarbraut milli
Hamrahlíðar og Miklubraut-
ar.
Þá hélt malbikunarflokk-
urinn með vélar sínar inn í
Teiga. Byrjað var að mal-
bika Gultteig, og var ætlunin
að ljúka við þá götu á há-
degi á miðvikudag.
Síðan kemur röðin að Hof-
teigi, Laugateiigi, Sigtúni,
Hraunteigi, Hrísateigi, Kirkju
teigi, Helgateigi og SilfurteigL
Ætlunin er að ljúka þessu
í gær var lokið við gerð tvöfaldrar akreinar á Kringlumýrarbraut miUi Hamrahlíðar og
Miklubrautar.
verki á næstu vikum. Hafa
þá allir Teigarnir sunnan
.i Sundlaugavegar verði malbik-
aðir, en hinir verða það á
næsta ári.
Nú í siumar verða Hallar-
múli og Ármúli malíbikaðir,
þá Höfðatún oig Hátún. Að því
verki loknu verður Miklaibraut
malbikuð inn fyrir Grensás-
veg og síðan Álfheimar.
I Vesturbænum á að mal-
bika Hjarðarhaga, Ðunhaga
og Pornhaga; einnig bílastæði
við Sundlaug Vesturbæjar og
við Neskirkju.
Breytt hefur verið uim vinnu
aðferðir við frágang á könt-
um, eins og áður hefiur verlð
skýrt frá í Mbl. Fynst eru göt-
urnar malbitkaðar, síðan er
sagaður fínn kantur og mal-
biksbrúnin notuð sem mót
fyrir nýju kantvélarnar,
Töluvert hefur verið steypt
af gangstéttum í sumar, aðal-
lega vegna manneklu, þar
sem sú aððferð er fljótlegri en
hellulagningin. Nokkuð hefur
þó verið hellulagt af gangstétt
um í 'sumar, einkum í eldxi
bæ j arhverf um.
Sums staðar hefur verið lok
ið við aLlan götufrágang, ganig-
stéttarlagningu og hitaveitu-
'lögn, áður en húsin hafa verið
fullgerð við göturnar. Er
stefnt að þvi, að svo geti sem
oftast orðið í framtíðinni, en
hinar miklu byggingarfram-
kvæmdir ásamt vinnuafls-
skorti við götugerð standa í
vegi fyrir því enn sem kiomið
er.
aÍlllMUIIIIIHlllliaHlllllHIIHIIHIinillHlllllltlllMIIIIHIlllUlllllllllMlimillWlimitlllllllHIIIIMHIUIIIUIIHIMIIHllHUHHmilHHIHHniHUHIUIUHEUIIHltlllHlimUlltHIIUIIIUHIIIIIIInnHIIHHmillHHIIHIHHIIIMIHIIHmiHHIIIIIIUlllUllU
Keating frambjóðandi
republikana í New Y ork
Kosningebarátta hans óháð
barátlu Goldwaters
New York, 18. ág. — AP-NTB.
KENNETH Keating, öldungar-
deildarþingmaður republikana í
New York, lýsti því yfir á blaða
mannafundi í dag, að hann muni
bjóða sig fram aftur við kosning-
arnar í haust. Hins vegar kvaðst
hann ætla að reka kosningabar-
áUuna óháða baráttu forsetaefnis
flokksins, Barry Goldwaters. —
Líklegt er talið, að Bobert
Kennedy, dómsmálaráðherra,
verði í framboði fyrir demokrata
og Clare Booth Luce fyrir íhalds
flokkinn.
Keating boðaðl til fundar með
fréttamönnum síðdegis í dag og
skýrði frá ákvörðun sinni. Kvað
hann íbúum New York vel ljóst,
að hann gæti ekki skrifað undir
ýmis atriði í stefnuskrá Gold-
waters og. því mundi hann reka
kosningabaráttu sína án samráðs
við forsetaefnið. Hins vegar
kvaðst hann aldrei hafa hugsað
til þess að segja sig úr republik.
anafiokknum — hann tryði á
gildi tveggja flokka kerfisins og
grundvallarhugsjónir republik-
ana.
I *
Blaðatnannafundur Keatings
gaf tilefni til nýrra vangaveltna
um framboð demokrata. Robert
Kennedy, dómsmálaráðherra, hef
Xir enn ekkert sagt um það, hvort
hann hyggist bjóða sig fram eður
ei. Á hinn bóginn hefur hann átt
tíða fundi með Robert Wagner,
borgarstjóra, að undanförnu —
ræddust þeir við síðast í gær. Var
þá haft eftir einum starfsmanna
borgarstjórans, að hann mundi
væntanlega gefa yfirlýsingu um
mál þetta síðar í vikunni. í gær-
kveld var hiaft eftr borgarstjór-
anum, að kosningabaráttan, sem
í hönd fer, verði að öllum líkind
um hin harðasta, sem um getur
í sögu Bandaríkjanna. „Við mun
um þurfa á að halda öllum okkar
viljastyrk, skilningi, allri þolin-
mæði og rósemi, til þess að kom-
ast gegnum þessa baráttu án þess
að missa vitið“, sagði borgarstjór
inn. Hann fór þeim orðum um
Goldwater, að hann væri „fárán
legur og húmorlaus Don Quixote“
sem berðist vonlausri baráttu
fyrir því að snúa aftur til hins
liðna. Ferill hans á þingi sýndi,
að hann fylgdi alls ekki rás tínrf'
ans, m.a. hefði hann ekki léð
stuðning sinn neinum þeim mál-
um, sem miðuðu verulega í fram
faraátL
Utanríkis-
ráðherra í
Finnlandi
ISLENZKU utanríkisráðherra-
hjónin komu í opinbera heim-
sókn til Helsingfors laust eftir
kl. 11 í gær og voru ambassador
Árni Tryggvason og frú í fylgd
með þeim. Á flugvellinum tóku
á móti þeim Hallama, utanríkis-
ráðherra og frú ambassador
Leivo-Larsson svo og ýmsir hátt-
settir embættismenn. Utanríkis-
ráðherra íslands átti þar viðtal
við fréttamenn útvarps og blaða
og eftir hádegi viðtöl við Hallam
utanríkisráðherra, Oittinen, vara
forsætisráðhera og Mattila, við-
skiptamálaáðherra. Síðan var
farið hringferð um Helsingfors
og loks sátu utanríkisrá(Sherra-
hjónin kvöldverðarboð utanríkis
ráðherra Finna.