Morgunblaðið - 19.08.1964, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 19. ágúst 1964
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustjóri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 90.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvákur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
VILJA ALLIR
SKA TTALÆKKANIR ?
¥ fyrrakvöld töluðu fjórir af
forystumönnum stjórn-
málaflokkanna um skattamál
í Ríkisútvarpið. Þeir lýstu því
allir yfir, að þeir vildu skatta-
lækkanir, enda hefur ríkis-
stjórnin þegar hafið undirbún
ing að nýjum skattalögum og
stjórnarandstæðingar hafa áð
ur sagt, að þeir óskuðu eftir
lægri sköttum. Hannibal Valdi
marsson sagði að vísu, að
hann vildi hækka skatta á at-
vinnurekstur og virðist það
eiga að vera framlag forseta
Alþýðusambands íslands til
að gera fyrirtækjunum auð-
veldara að greiða starfsfólki
sínu sæmileg laun.
Gunnar Thoroddsen, fjár-
málaráðherra, gerði grein fyr-
ir þróun skattamála og þeim
gagngeru umbótum, sem í því
efni voru gerðar 1961 af Við-
reisnarstjórninni, en síðan
hafa raskazt vegna verðbólgu
þróunar. Hann rakti það hvað
hann teldi nauðsynlegt að
gera til úrbóta í skattamálum,
en þar er fyrst og fremst um
að ræða að samræma lögin
breyttu kaupgjaldi og verð-
lagi, auk þess verði gjöld inn-
heimt jafnóðum og tekna er
aflað og aukin barátta gegn
skattsvikum.
Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta
málaráðherra, benti á þá aug-
ljósu staðreynd, að ekki er
unnt að nota sama féð tvisvar.
Svo virðist sem menn vildu
ekki una hinum háu sköttum
og tollum, sem hér væru, en
það þýddi að takmarka yrði
útgjöld af hálfu ríkis og sveit-
arfélaga.
Um langt skeið hafa kröfur
á hendur hins opinbera um
hverskyns útgjöld verið há-
værar og vaxandi hér á landi.
Þetta hefur að sjálfsögðu þýtt
mikla skattheimtu. Ýmsir
hafa að vísu varað við að
ganga of langt í þessu efni —
og þá auðvitað fyrst og fremst
Sjálfstæðismenn, því að innan
vébanda Sjálfstæðisflokksins
eru flestir þeir, sem telja að
meginá'herzlu beri að leggja á
fjárhagslegt sjálfstæði ein-
staklinganna og að takmarka
beri fjármálaleg völd stjórn-
málamanna; þessvegna eigi
ríkið ekki að sölsa til sín
meira af aflafé borgaranna en
þarf til að standa undir nauð-
synlegustu útgjöldum.
Þeir menn, sem nefna
stefnu sína vinstri stefnu,
segja hinsvegar, að á það beri
að leggja áherzlu, að ríkið
hafi sem mest afskipti af mál-
efnum borgaranna og vasist í
sem flestu. Þeir telja þess-
vegna að berjast eigi gegn
eignamyndun borgaranna;
það sé ríkisvaldið, sem eigi að
eiga sem mest og ráða sem
mestu.
Enda þótt stjórnarandstæð-
ingar lýsi því nú yfir, að þeir
vilji lækkaða skatta, ber að
taka slíkar fullyrðingar með
varúð, einkanlega vegna fyrr-
greinds meginstefnumáls
hinna svokölluðu vinstri
manna. Hitt er ljóst, að al-
menningsálit hér á landi er nú
orðið andvígt mikilli skatt-
heimtu, og þessvegna hafa
þessir menn talið sér nauð-
synlegt að þykjast vera í hópi
þeirra, sem hana vilja tak-
marka.
ER KOMMÚN-
ISTAFLOKKURINN
AÐ RIÐLAST?
1Yú langt skeið hafa stað-
ið harðar deilur innan
kommúnistaflokksins um
.framtíðarstefnu og skipulag
flokksins.. Hafa þessar deilur
harðnað svo mjög að segja
má, að flokkurinn sé í raun og
veru klofinn. Hvorugur
þeirra aðila, sem á takast,
hafa þó enn sem komið er
a.m.k. bolmagn til þess að
koma sínum málum fram, og
er afleiðingin sú, að flokkur-
inn er raunverulega óstarf-
hæfur, forystulið hans tvístr-
að og sjálfu sér sundurþykkt
og mögnuð tortryggni ríkir
milli helztu forystumanna
hans.
Að undanförnu hefur sonur
Hannibals Valdimarssonar,
Jón Hannibalsson, ritað nokkr
ar greinar, þar sem hann
ræðst harkalega að forystu-
mönnum kommúnistaflokks-
ins og segir um þá m.a.:
„Núverandi forysta Sósíal-
istaflokksins er að vísu enn
alvarlegur dragbítur á alla
hugmyndalega endurnýjun og
þar með á pólitíska gagnsókn
íslenzkra sósíalista og vinstri-
manna. Viðbrögð hennar eru
þau sömu og hjá afturhaldinu
hvar sem er í heiminum“.
Og ennfremur:
„Og það litla sem þeir sjá af
veruleikanum út undan sér
eða rámar í af eðlisávísun,
það líkar þeim ekki. Við-
brögðin eru þessi frægu strúts
ins, því að öll er skepnan ein:
Þeir skynja hverja hættu af
hinum gerbreyttu viðhorfum,
en í stað þess að halda aug-
unum opnum, viðurkenna
staðreyndir og reyna að glíma
Sukarno Rcitar því að
vera „Hitbr Asíu"
ALLT frá því að ríkjasam-
bandið Malaysía var stofnað
í september sl. hafa miklar
erjur verið miili stjórna nýja
ríkjasambandsins og Indó-
nesíu. Náðu deilur þessar há-
marki nú á mánudag þegar
Malaysía sakaði Indónesíu
um að hafa sent skæruliða
á land í Malaysíu.
Nýlega sagði Tengku Ab-
dul Rahman, forsætisráð-
herra Malaysíu, að Sukarnó,
forseti Indónesíu, væri „Hitl-
er Asíu“. Sukarno lét ekki
standa á svarinu. Hann kom
á fund stúdenta í Djakarta og
hélt ræðu þar sem hann vitn-
aði í orð Rahmans. Taldi hann
það mestu fjarstæðu að líkja
sér við Hitler. Máli sinu til
sönnunar sagði hann: ,Hitler
hataði kommúnista, en mér
líkar bara vel við þá.“ Og
hann bætti því við, að Hitler
hafi alls ekki verið sannur
byltingamaður.
Sukarno segir ástæðuna
fyrir því að hann varð for-
seti Indónesíu vera þá, að
hann hafi lofað fjöldanum
umbótum, en það hafi þeir
einnig gert Hitler, Kristur og
Múhammeð. „Málið glæsta
mynd af takmarki ykkar,“
sagði Sukarnoo við flokks-
bræður sína 1960, „hvort sem
takmarkið er Þriðja ríkið,
himnaríki, paradís Múhamm-
eðstrúarinnar fullt af fögrum
konum eða hið „leiðbeinda
lýðræði" Indónesíu.
Sukarno er sérfræðingur í
að telja landsmönnum sínum
hvaða trúarflokki sem þeir
tilheyra, trú um að stefna
hans og þeirra sé ein og hin
sama. Þegar Búddatrúar-
menn héldu hátíðlegt afmæli
guðs síns nýlega, sendi Su-
karno þeim kveðjur og sagði
m.a.: „Andúðin á nýlendu-
stefnunni og ástin á frelsinu
Sukarnó forseti
koma heim við kenningar
Búdda.“ Svo skoraði hann á
þær tvær milljónir Búdda-
trúarmanna, sem í Indónesíu
búa, að halda tryggð við trú
sína með því að aðstoða
stjórn Indónesíu við að
brjóta niður hið nýstofnaða
ríkjasamband Malaysíu.
í annarri ræðu, sem Su-
karno hélt nýlega, sagði hann
að Kristur hafi verið byltinga
maður, sem frelsaði átrúend-
ur sína undan kúgun Róm-
verja, og var svo ofsóttur
vegna stjórnmálaskoðana.
„Grundvallartilgangur bylt-
ingarinnar í Indónesíu er hlið
stæður tilgangi kristinnnar
trúar,“ segir Sukarno.
Jafnhliða byltingarstefnu
sinni hefur Sukarno hatur á
öllu, sem útlent er. Hefur
hann skipað 11 manna ráð til
að hreinsa burtu útlend menn
ingaráhrif í Indónesíu og
byggja upp að nýju á innlend
um grundvelli. „Við erum á
móti útlendingum," segir for-
setinn.
Rotary-klúbbar eru bannað
ir í Indónesíu, og sömu sögu
er að segja um skátaregluna.
Fulltrúum erlendra ríkja er
bannað að ganga í „vináttu-
félög“ vegna þess að óttazt
er að þeir spilli innfæddum.
Og í apríl s.l. var hundruðum
erlendra bóka brennt á báli í
Djakarta. í júlí s.l. var inn-
lendum unglingum bannað
að ganga með „Bítla-hár-
greiðslu", en stúlkurnar
mega ekki ganga í þröngum
peysum og síðbuxum. Og til
skamms tíma var bannað að
sýna vestrænár kvikmyndir í
landinu.
í maí s.l. var háídin kvik
myndalhátíð í Djakarta, og
þangað boðið fulltrúum
frá . ýmsum Asíu og
Afríkuríkjum. Þar komust
fulltrúarnir að þeirri niður-
stöðu. að Tarzan-myndirnar
væru áróðursmyndir, því
þeim væri ætlað að sýna að
einn ólæs og óskrifandi hvít
ur maður stæði 10 þúsund
blökkumönnum fyllilega á
sporði. Á ráðstefnu þessari
var svo skorað á eigendur
kvikmyndahúsa að hætta að
sýna bandarískar og brezk-
ar kvikmyndir, og var það
bann haldið um tíma, en þess
í stað lofuðu yfirvöldin að
sjá um að úrval kvikmynda
kæmi frá Kína og fleiri ríkj
um.
Þessar hetjusögur kommún
istanna reyndust ekki vin-
sælar, og lauk þessari tilraun
eftir að mörgum kvikmynda
húsum var lokað vegna slæm
rar aðsóknar-. Þá drógu yfir-
völdin bannið til baka, en
bentu á að kvikmyndaeftir-
litið sæi hér eftir um að eng-
um „slæmum“ myndum yrði
hleypt inn í landið frá vest-
rænúm löndum.
(Frá O.F.N.S.)
við þær eins og menn, stinga
þeir bara höfðinu í sandinn11.
í greinum sínum hefur Jón
Hannibalsson einnig deilt
mjög á forystumenn samtaka
hernámsandstæðinga fyrir
Keflavíkurgönguna, sem end-
aði með hörmungum, eins og
allir vita. Um svör Ragnars
Arnalds við þeirri gagnrýni,
segir greinarhöfundurinn:
„Hann skrifar norðan af
Sauðárkróki að gagnrýni á
núverandi ástand, krafan um
hugmyndalega endurnýjun og
pólitíska endurskipulagningu
íslenzkra sósíalista, sé tilefnis
laus með öllu, sprottin af ó-
heilindum og komi aðeins
andstæðingum að gagni. Mér
þykir leitt að hafa orðið til
þess að opinbera svo gegndar-
lausa pólitíska vanþekkingu
þessa unga manns, ekki sízt
þar sem viðkomandi hefur
gerzt svo djarfur að leggja
stjórnmál fyrir sig að at-
vinnu“.
Svo sem sjá má af þessum
tilvitnunum í grein Jóns
Hannibalssonar, er nú komið
að algjörum friðslitum í hópi
kommúnista og ekki ólíklegt
að til stórtíðinda dragi innan
tíðar.
VILJA KOMMÚN-
ISTA MEÐ?
P'nda þótt kommúnistaflokk-
^ urinn sé að riðlast, þar sé
hver höndin upp á móti ann-
arri og engir viti í rauninni
hverjir séu þar áhrifamenn,
leggja Framsóknarforingjarn-
ir ofurkapp á það, að komm-
únistar séu hvarvetna hafðir
með í ráðum og helzt að áhrif
þeirra séu sem allra mest.
Menn minnast þess t.d., að
þegar rætt var um stóriðju-
mál í vetur, logðu Framsókn-
arforingjarnir á það mikið
kapp, að kommúnistar væru
hafðir með í ráðum við undir-
búning væntanlegra stóriðju-
framkvæmda, enda þótt
kommúnistar sjálfir hefðu
lýst því yfir, að þeir væru
fyrirfram mótfallnir öllu
slíku, sem von er til, því að
þeir hafa fram að þessu barizt
gegn öllum framfaramálum.
Nú er það meginkrafa Fram
sóknarforingjanna, að komm-
únistar verði látnir hafa á-
hrif á undirbúning nýrra
skattalaga. Þeir segja að
stjórnin eigi að skipa komm-
únista i slíka nefnd, ásamt
fulltrúum frá öðrum stjórn-
málaflokkum.
Ríkisstjórnin hefur lýst því
yfir, að hún undirbúi nú
skattalagabreytingar til lækk
unar. Slíkar breytingar hljóta
að miða að því að eftirláta
borgurunum meiri yfirráð yf-
ir aflafé sínu. Nú vita það
allir, sem einhvern snefil
hafa af pólitískri þekkingu, að
það er meginstefnumál komm
únista um heim allan að ríkið
fái sem mest fjármálayfirráð,
og helzt algjöra stjórn efna-
hags- og atvinnumála. Það er
þessvegna erfitt að sjá, hvaða
erindi kommúnistar ættu í
nefnd til þess að undirbúa
skattalækkanir.