Morgunblaðið - 19.08.1964, Síða 22

Morgunblaðið - 19.08.1964, Síða 22
22 MORGU N BLADIÐ Miðvikudagur 19. ágúst 1964 ísland tekur þátt í sundi og frjálsíþróttum í Tókíó Ekkert ákveðið um nánari þátttöku ÍSLAND er þátttakandi í Olympíuleikunum í Tókíó í haust. Er frestur til að tilkynna þátt- töku rann út, höfðu 94 lönd tilkynnt þátttöku sína og er það fyrsta Olympíumetið sem sett er við Tókíó-leikana. Mesti fjöldi þjóða, sem áður hefur tekið þátt í Olympíuleikum var í Rómaborg, 81 talsins. Frá þessu segir í skeyti frá NTB-fréttastofunni í gær. Mbl. náði tali af Jens Guð- björnssyni gjaldkera ísl. Olympíu nefndarinnar og innti hann nán- ari frétta af samþykktum nefnd- arinnar. Jens sagði að samþykkt hefði verið bæði í framkvæmdanefnd ísl. Olympíunefndarinnar og alls- herjarnefndinni að tilkynna ís- lenzka þátttöku í sundi og frjáls- um íþróttum. Sagði Jens að frest- ur til að tilkynna í hvaða grein- um löndiin tækju þátt hefði runn ið út á miðnætti 16. ágúst sl. en 7 millj kr. tekjur at kappleik ARGENTINSKA liðið Independi ente og „Nacional" frá Uruguay mættust á dögunum í úrslitaleik í bikarkeppni meistaraliða Suð- ur-Ameriku. Argentínska liðið sigraði með 1—0 og með þessum sigri hafa - Argentínumennimir áunnið sér rétt til kappleiks um heimsmeistaratitil í knattspyrnu við Milan Intemazionale sem eru bikarmeistarar Evrópuliða. Leikurinn var afskaplega harð ur og grófur og átti dómarinn mjög erfitt, og gerði nokkur gróf leg mistök, sem þó komu 'ekki uppþoti af stað. Erfitt hafði reynzt að skipa dómara til leiks- ins því „Nacional-félagið hafði hafnað'að leika undir dómstjórn tveggja tiltekinna dómara, en samþykkti loks þann þriðja er tilefndur var. Það vakti sérstaka athygli við leikinn að ekki er vitað til að tekjur af knattspyrnuleik hafi í annan tíma orðið meiri. Tekjurn ar voru 130.000 dalir eða 5.6 millj. kr. auk um milljón kr. tekna fyrir sjónvarpsréttindi. frestur til að tilkynna nöfn val- inna þátttakenda í viðkomandi greinum væri miklu lengri og rynni ekfei út fyrr en 3—4 vikum fyrir leikana. Um þann lið hefði Olympíunefndin engar ákvarðan- ir tekið. f skeyti NTB-stofunnar segir að þátttökulöndin séu 18 Asíu- ríki, 6 ríki Mið-Austurlanda, 27 Evrópuríki, 3 ríki Norður-Amer- íku, 20 Afríkuríki auk Ástralíu og Nýja-Sjálands. Ben G. Waage heiðraður Franska ríkisstjórnin ákvað fyrir nokkru að minnast 100 ára afmælis baron de Co.ubertain, stofnanda Olympíuleikanna í nú- tímamynd, með veitingu heiðursmerkja. Heiðursmerkið er m.a. afhent öllum meðlimum alþjóða Ólympíunefndarinnar og hefur sendiherrum Frakklands víðsvegar um heim verið falið að sjá um afhendingu merkisins. f sl. viku afhenti ambassador Frakka hér á Iandi, Jean Strauss, Benedikt G. Waage, fulltrúa íslands í Alþjóðaólympíunefndinni, heiðursmerkið, sem tengt er minn- inu de Coubertains. Athöfnin fór fram á heimili Alberts Guð- mundssonar, ræðismanns Frakka á íslandi, og þar var myndin tekin. Héraðsmót Snæfellinga HÉRAÐSMÓT Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu var háð að Breiðabliki 19. þ.m. Undanrásir byrjuðu kl. 10 en kl. 14 setti formaður sambands ins, Haukur Sveinbjörnsson, mót- Skozko knoftspyrnon ÞRIÐJA umferð skozku bikar- keppninnar fór fram sl. laugar- dag og urðu úrslit þessi: Celtic — Kilmarnock 4-1 Dundee — Falkirk 4-1 Dunfermline — Third Lanark 3-1 Hibernian — Airdrie 4-2 Motherwell — Dundee U. 0-1 Partick — Hearts 2-1 St. Johnstone — Rangers 1-9 St. Mirren — Aberdeen 3-3 Albion — Clyde 0-5 Ayr — Dumbarton 2-1 Berwick — Morton 0-5 Brechin — Alloa 3-5 East Fife — Montrose 4-2 Clydebank — Hamilton 2-4 Queen of South — Raith 1-1 Quéens Park — Arbroath- 1-3 Stenhousemuir — Stranraer 3-3 Stirling — Forfar 1-2 Staðan í þeim riðli, sem St. Mirren leikur í, er þessi: Rangers 3 2-1-0 13:1 5 st. St. Mirren 3 1-2-0 5:4 4 — Aberdeen 3 1-1-1 5:8 3 — St Johnstone 3 0-0-3 2:15 0 — Nokkrir æfingaleikir fóru fram í Englandi og urðu úrslit m.a. þessi: Burnley Newcastle 0-1 1 Portsmouth — Arenal 1-5 Sunderland — Huddersfield 2-3 Manchester City — Stoke 3-0 , Evrópumet 5,11 V.-ÞJÓÐVERJINN Wolfgang Reinhardt setti 5. júlí s.l. nýtt Evrópumet í stangarstökki. Fór hann yfir 5.11 og bætti þá hálfsmánaðargamalt Evrópumet A-Þjóðverjans Manfred Preussger um 9 sm. Reinhardt reyndi eftir að hafa stokkið 5.11 m að bæta heims- metið sem er 5.23 m en það tókst ekki. F.n þessi ungi Vestur-Þjóðverji er einn af þeir líklegustu til að hreppa einn af þremur verðlaunapen- ingum á OL í Tokíó. ið. Því næst flutti séra Árni Pálsson í Söðulsholti guðsþjón- ustu. Að því búnu hófst keppni í frjálsum íþróttum. Um 60 íþróttamenn og konur mættu til leiks. Sunnan kaldi var á og veð- ur ekki æskilegt til íþróttakeppni. Keppt var á nýjum íþróttavelli, sem íþróttafélag Miklaholts- hrepps hefir látið gera og sá það félag um undirbúning mótsins og lét íþróttafólki og starfsmönn- um í té hinn ágætasta viðurgjörn- ing. Var aðstaða á íþróttavell- inum hin ákjósanlegasta. Árangur var sem hér segir: 100 m. hlaup kvenna: 1. Rakel Ingvarsdóttir, Snæfelli 14.0 sek. 2. Elísabet Sveinbjörnsdóttir, Eldborg 14.0 sek. Hástökk kvenna: 1. Svala Lárusdóttir, Snæfelli 1,30 m. 2. Rakel Ingvarsdóttir, Snæfelli 1-30 m. Langstökk kvenna: 1. Rakel Ingvarsdóttir, Snæfelli 4.63 m. 2. Elísabet Sveinbjörns- dóttir, Eldborg 4.57 m. Kúluvarp kvenna: 1. Elísabet Sveinbjörns- dóttir, Eldborg 8.64 m. 2. Svala Lárusdóttir, Shæfelli .8.42 m. Kringlukast kvenna: 1. Svala Lárusdóttir, Snæfelli 31.25 m. (Héraðsmet) 2. Svandís Hallsdóttir, Eldborg 22.91 m. 4x100 m. boðhlaup kvenna: 1. A-sveit Eldborgar 61.1 sek. 2. A-sveit Snæfells 61.8 sek. 100 m. hlaup karla: 1. Hrólfur Jóhannesson, Staðarsv. 11.4 sek. 2. Guðbjartur Gunnarsson, í. M. 11,5 sek. 400 m. hiaup karla: 1. Guðbjartur Gunnarsson 1 M. 57.6 sek. 2. Daníel Njálsson, Þresti 60.3 sek. 1500 m. hlaup karla: 1. Daníel Njálsson, . Þresti 4:55,0 sek. 2. Jóel Jónasson, Þresti 5: 02,4 Hástökk karla: 1. Sigurður Hjörleifsson, f. M. 1.65 m. 2. Sigurjón Guðjónsson, Staðarsv. 1.60 m. Langstökk karla: 1. Þórður Indriðason, Þresti 6.38 m. 2. Sigurður Hjörleifsson, í. M. 6.35 m. Þrístökk karla: 1. Sigurður Hjörleifsson, í. M. 13.71 m. 2. Þórður Indriðason, Þresti 13.30 m. Stangarstökk karla: 1. Guðm. Jóhannesson, í. M. 3.15 m. 2. Þórður Inuriðason, Þresti 3.00 m. Kúluvarp karla: 1. Erling Jóhannesson, í. M. 14.74 m. 2. Sigurþór Hjörleifsson, í. M. 13.32 m. Kringlukast karla: 1. Erling Jóhannesson, í. M. 41.10 m. 2. Sigurþór Hjörleifsson, L M. 38.98 m. Spjótkast karla: 1. Sigurður Þór Jónsson, Staðarsv. 53.17 m, (Héraðsmet) 2. Sigurþór Hjörleifsson, í. M. 44.45 m. 4x100 m. boðhlaup karla: 1. Sveit f. M. 49.3 sek. 2. A-sveit Staðarsveitar 49.6 m. Stigahæstu einstaklingar móts- ins voru: , Elísabet Sveinbjörnsdóttir, f‘ Eldborg, 1414 stig. Sigurður Hjörleifsson, f. M. 14y4 stig. íþróttafél. Miklaholtshrepps vann mótið hlaut 62 stig Umf. Snæfell — 35 —. — Eldborg 32 —« — Staðarsveitar 20 — — Þrestir 27 — Mótið fór í alla staði vel fram og munu áhorfendur hafa verið rúmlega 300 talsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.