Morgunblaðið - 19.08.1964, Side 23
Miðvikudagur 19. águst 1964
MORCU NBLAÐIÐ
23
— Forsæfis
ráhherra
Framh. af bls. 1
með honum í ferðinni í dag, —
ásamt ísienzka sendiherranum í
Washington, Thor Thors —, komu
aftur til New York með flugvél
handaríska hersins kl. 16:53, að
Btaðartima (20:53 GMT).
Hér fer á eftir frásögn AP-
fréttastofunnar af heimsókn
Bjarna Benediktssonar í IJvíta
húsið (Douglas B. Cornell).
í garðinum umhverfis Hvíta
húsið tók Lyndon B. Johnson for
Beti upp nýja háttu í móttöku er-
lendra ráðamanna. Hann gekk
|>ar um góða stund ásamt gesti
BÍnum, forsætisráðherra íslands,
Bjarna Benediktssyni. Með þeim
fylgdust sendiherra íslands í
Washington Thor Thors; sonur
forsætisráöherrans og einkaritari
Björn Bjarnason, og fjöldi frétta-
xnanna og ljósmyndara.
Bjarni Benediktsson kom i
morgun til Washington í boði
Johnsons forseta. Hafði verið til-
kynnt, að heimsóknin yrði óform
leg — og það var hún sannar-
lega. I>eir ræddust við einslega
í skrifstofu forsetans þegar göng
unni um garðinn var lokið, og
skiptust á gjöfum áður en heim-
6Ókninni lauk.
Johnson, forseti, lék á alls oddi
og spjallaði vi,ð gest sinn um
heima og geima. Við suðaustur
hlið garðsins voru saman komnir
fjölmargir ferðamenn er létu í
Ijós áhuga á að sjá forsetann og
forsætisráðherrann. Gengu þeir
til fólksins og heilsuðu því, og
Johnson sagði: „Hér er sumt af
því fólki, sem ég starfa fyrir“.
Kyanti forsetinn Bjarna Bene-
diktsson sem mikinn vin Banda-
ríkjanna og Atlantshafsbanda-
lagsins.
Meðal þeirra, sem réttu út
hönd til að heilsa forsetanum,
var maður nokkur, sem'var með
handlegginn í gibsi. Brá forset-
inn skjótt við og skrifaði upp-
hafsstafi sína á gibsið og varð
eigandF þess, Ernest Sobitaille
frá New York, hinn glaðasti við.
t>egar þeir Johnson og Bjami
Benediktsson sneru frá fólkinu,
voru þar komnir hundar forset-
ans, sem eru systkin og heita
„Him“ og „Her“. Lék Johnson
við þá smástund og lét þá rísa
upp á afturfæturna. „Þetta eru
beztu hundar“, sagði forsetinn,
„og í dag haga þeir sér bara vel,
|þeir eru að læra að standa“. -—
Og hann bætti við: „Ég ætla að
sýna fólkinu þá“ og lyfti þeim
upp fyrir ferðamennina, sem
klö'ppuðu þeim. Forsetinn sagði
að „Him“ væri dálítið þrjóskur
og hefði stundum valdið honum
vandræðum. „En nú er hann
þægur — hann kann vel að meta
forsætisráðherra".
f samræðunum var drepið lítil-
lega á persónulegar venjur for-
6etans og íbúa Hvíta hússins. —
Kvaðst forsetinn hafa það fyrir
venju að taka sér síðdegisblund,
þar sem hann vaknaði snemma
á morgnana og ynni oft eftir
kvöldmat.
— Ég vakna venjulega um kl.
Ihálf sjö, en fer þó ekki strax
á fætur, heldur les og lít á sjón-
varpið — hef allar þrjár stöðv-
arnar á.
Forsætisráðherrann kvaðst hafa
heyrt, að, Johnson gengi um
Hvíta húsið og slökkti ljósin, og
svaraði Johnson því játandi V-
6agði það öruggara, þar sem börn
væru í húsinu!!
Síðan sýndi forsetinn gestun-
Um sundlaugina og benti þeim
é svalir hússins, þar sem hann
sagði að þau hjónin sætu oft á
kvöldin og nytu útsýnisins. Einn
ig benti hann gestunum á að-
Betur fjármálaráðuneytisns, sem
gHtti í nxilli trjánna og sagði:
„Þarna geymum við fjármunina,
í umsjón repubhkana“, — og
vísaði þar með til fjármálaráð-
herrans Douglas Dillons, — og
annar republikani, Robert Mc
Namara ber ábyrgð á vörnum
okkar“.
Næstu spurningu forsætisráð-
herrans svaraði Johnson svo hátt
®ð viðstaddir mættu glöggt heyra
og sagði: „Ég hef ekki rætt við
Öituff vegaþjón usta
á vegum F.I.B.
Tyrkneskir á Kýpur
fá matvæli og vatn
Ltanríkisráðherranai á förum
til IVioskvu
VEGAÞJóNUSTUBfLAR Félags
íslenzkra bifreiðaeigenda, hafa
komið mikið við sögu undanfar-
ið. Þeir aðstoðuðu um 160 bíla
á vegum úti yfir verzlunar-
mannahelgina eina, þar af drógu
og fluttu kranabílar á vegum
FÍB um 30 bíla. í fyrsta skipti
starfrækti FÍB slysahjálp og
flutti sjúkrabíll FÍB 14 manns á
sjúkrahús á Selfossi eða á Slysa
varðstofuna í Reykjavík. Mörg
vðgerðarverkstæði voru opin fyr
ir tilstilli félagsins og veittu þau
mörgum ökumönnum aðstoð.
Hefur því vegaiþjónusta FÍB
aldrei verið jafn víðtæk og nú.
FÍB starfrækti á gegum úti
alls 15 bíla yfir verzlunarmanna
helgna, þar af voru 3 kranabílar
og einn sjúkrabíll. í fyrsta skipti
hafði félagið vegaþjónustutoíl á
Austurlandi og hafði hann mikið
að gera. Kranabílar FÍB fluttu
um 30 bíla á verkstæði úti á
landi og til Reykjavíkur. Allt
voru það bílar, sem lent höfðu
Veghefill Akur-
eyrar skemmdist
af eldi
Akureyri, 18. ágúst.
VEGHEFTLL bæjarins skemmd-
ist allmikið af eldi síðdegis í
dag þar sem hann stóð á göt-
unni við saltfiskverkunarhús
Útgerðarfélagsins á Oddeyrar-
tanga. Veghefilsstjórinn hafði
brugðið sér í kaffi inn í húsið
og skilið hefilinn eftir í gangi
á meðan. Eldurinn kom upp í
mælaborðí hefilsins og varð af
mikið bál, þar sem olía lak nið-
ur á eldinn.
Slökkviliðið kom nær sam-
stundis og slökkti eldinn, en all-
miklar skemmdir urðu á veg-
heflinum, þannig að hann er
ónothæfur um sinn. Þetta er
eini veghefillinn í eigu Akur-
eyrarþæjar. — Sv. P.
þá hvernig þeir ætli að kjósa,
en við þurfum að ná í þau at-
kvæði, sem við getum“.
Aðspurður hvort hann hyggði
ekki á kosningaferðalag um
Bandarikin, svaraði forsetinn því
játandi og upplýsti, að kona sín
væri nýkomin úr kosningaferð
um sex ríki og dætur hans hefðu
heimsótt þrjú ríki hvor.
Að svo búnu héldu þeir
Johnson og Bjarni Benediktsson
inn í skrifstofu forsetans — en
fréttamaður sagði við íslenzka
sendiherrann, að sennilega gæf-
ist þeim lítill tími til viðræðna
um vandamál Atlantshafshanda-
lagsins úr þessu. Sendiherrann
yppti öxlum og svaraði glaðlega:
„Ailt á sér stað og stund“.
í umferðaróhöppum, eða þá bilað
það mikið að ekki reyndist unnt
að gera við úti á vegunum.
FÍB starfrækti nú í fyrsta
skipti slysahjálp á vegum úti. Á
vegunum \hér sunnanlands var
sjúkrabíll, með tveimur sjúkra-
körfum. í bílnum var skáti úr
hjálparsveit skáta í Reykjavík
og hafði hann allan útbúnað til
iþess að veita fyrstu hjálp. Sjúkra
bíllinn flutti 14 sjúklinga nær
alla frá Stóru-Mörk, en þangað
hafði þeim verið ekið innan úr
Þórsmörk. Flutti bíllinn sjúkling
ana síðan á sjúkrahúsið á Sel-
fossi eða á Slysavarðstofuna í
Reykjavík. Ef félagið hefur bol-
magn til, hyggst það auka þessa
slysahjálp næsta sumar.
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda
vill þakka Póst- og símamála-
stjórninni og sérstaklega þó
starfsmönnum Gufunesradíó sem
veittu félaginu ómetanlega að-
stoð. Þá vill FÍB einnig þakka
lögreglunni og skátum fyrir góða
samvinnu.
— Bruninn
Framhald af síðu 24
Húsið féll kl. 3.30, 20 mín. eftír
að slökkvistarfið hófst. Þótt um
hánótt væri, dreif að fjölda
fólks, bílandi, hjólandi og gang-
andi til að horfa á. Lögreglan
stöðvaði fólksstrauminn efst á
Skagabraut af ótta við að tank-
amir á planinu spryngju. í öðr-
um var olía, en í hinum benzín.
Tankarnir gereyðilögðust, eru
undnir og snúnir, þótt ekki
spryngju þeir. Vörubílastöðin
hefur starfað þarna í tæpt eitt
ár. Eldsupptök voru út frá hita-
blásara, bakatil í húsinu. Stöðvar
stjóri er Agnar Jónsson, Höfða-
braut 6.
Engir bílar brunnu og enginn
meiddist við slökkvistarfið.
— Oddur.
Árekstur við
Vatnsvík
Á tólfta tímanum í gærmorg-
un varð harður árekstur milli
Volkswagenbíl frá bílaleigu í
Reýkjavík, ekið af útlendingi, og
Chervolet-fólksibíl úr Kópavogi,
við Vatnsvík á Þingvölltun.
Þrennt var í Volkswagenibílnum
meiddist lítillega, en hinsvegar
skemmdust báðir bílarnir mikið.
Nicosía, 18. ágúst.
— (AP-NTB) —
• SAMKOMULAG tókst
um það í dag á Kýpur, milli
fulltrúa Sameinuðu þjóðanna
og Makariosar, erkibiskups,
að aflétt verði banni á vista-
flutningum til tyrkneskra
íbúa eyjarinnar og vatns-
leiðslur verði opnaðar að
nýju. Munu liðsmenn S. Þ.
og starfsmenn Rauða kross-
ins hafa eftirlit með nauð-
synjaflutningum. Hins vegar
munu hermenn Kýpurstjórn-
ar áfram hafa strangt eftirlit
með því, að tyrkneskum ber-
ist ekki vopn.
0 Utanríkisráðherra Kýp-
ur, Syros Kyprianou, hef-
senn á förum til Moskvu til
þess að ræða við Sovétstjórn-
ina um boð hennar um hern-
aðaraðstoð við Kýpurstjórn.
Kveðst Kyprianou fara beint
Moskvu frá Aþenu, þar sem
hann hefur rætt við Papan-
dreu, forsætisráðherra Grikk-
lands í dag.
0 í Genf halda aðstoðar-
menn finnska sáttasemjarans,
Sakari Tuomioja, áfram sátta
viðleitni. Tuomioja er enn
lífshættulega veikur, þótt að-
eins hafi honum létt eftir að
hann var skorinn upp.
• Hörkudeilur
Samkomulagið um visitaflutn-
inga til tyrkneskra manná náðist
fyrst eftir langan og harðan fund
með Makaríosi, erkibiskupi. —
Ræddu þeir við hann K. S. Thim
ayya, hershöfðingi, yfirmaður
herliðs SÞ á eynni og sérlegur
sendimaður U Thants, Galo Plaza.
Lét forsetinn undan að loknum
hörkudeilum.
Verður nú leyft að flytja vatn,
matvæli og helztu nauðsynjar
aðrar til tyrkneskra manna. Hins
vegar munu hermenn Kýpur-
stjórnar ekki hverfa frá umsátri
um bústaði tyrkneskra og gæta
þess að þeim berist hvorki vopn
né efni, er þeir geta notað til
vopnagerðar. Þá samdist um að
starfsmenn Rauða krossins og
liðsmenn Sameinuðu þjóðanna
hefðu eftirlit með þvi að sam-
komulagi þessu yrði hlýtt. Enn-
fremur verður hermönnum S.þ.
leyft að flytja konur og börn
frá bardagasvæðinu við Kokkina
á norðvestur ströndinni. Eru
nokkur hundruð kvenna og barna
af tyrknesku bergi saman komin
í hellum og bíða þess að komast
burt.
Fulltrúar S.þ. benda á, að sam
komulag þetta geti orðið til að
bæta ástandið á eynni, en þó sé
eftir að sjá hvernig við það verði
staðið af hálfu grískra manna.
• Vonlítil afstaða.
Hans Hækkerup, dómsmálaráð
herra Dana, kom í dag heim til'
Kaupmannahafnar frá Nicosíu.
Sagði hann við heimkomuna, að
vandfundin yrði lausn á Kýpur-
cieilunni, að óbreyttu ástandi mál
anna. Hann kvað flesta hinna
dönsku hermanna í liðj S.þ., sem
eru um þúsund talsins, vera þess
fýsandi að koma heim, og yfir-
maður herliðs S.þ. Thymayya
væri harla vondaufur um lausn.
Varðandi dönsku hermennina
sagði hann þá telja starfsemi S.þ.
á Kýpur harla vonlausa. Liðið
skorti umboð til að grípa til á-
kveðnari aðgerða og sú skoðun
væri almenn meðal liðsmanna,
að héldist afstaða Kýpurstjórnar
óbreytt væri vonlaust fyrir liðið
að gegna hlutverki sínu'.
Hækkerup kvaðst hafa sent
stjórnum Tyrklands og Grikk-
lands tilmæli um að samþykkja,
að liðið fengi meira athafna-
frelsi.Undir þessi tilmæli hefur
sænska stjórnin tekið. Gekk aðal
fulltrúi Svía hjá S.þ. á fund U
Thants í dag og ræddi við hann
um málið.
• Áhyggjur innan NATO
Tilkynning grísku stjórnaran-
ar í gær, um að hún hygðist
taka hluta hers síns undan stjóm
NATO vegna Kýpurdeilunnar,
hefur valdið verulegum áhyggj-
um inhan bandalagsins. Skoraði
Lyman Lemmitzer, hershöfðingi,
yfirmaður alls herafla bandalags
ins, á stjómir Grikkja og Tyrkja
að endurskoða afstöðu sína í
þessu máli og leitast við að jafna
deilurnar án frekari beitingar
hervalds.
Johnson, Bandaríkjaforseti hef
ur sent hinum stríðandi aðilum
Kýpurdeilunnar orðsendingu. og
hvatt enn á ný til friðsamlegrar
lausnar hennar. Þá lýsti Dean
Rusk utanríkisráðherra því yfir
í dag, að Kýþurdeilan væri hættu'
legasta vandamál, sem upp hefði
komið innan NATO um árabil.
Frá OttawSN berst sú fregn, að
stjórn Kanada hafi tilkynnt
stjórnum Tyrklands og Grikk-
lands, að orrustuþoturnar af gerð
inni „Sabre“, Sem smíðaðar hafa
verið í Kanada, meg ekki nota
í hernaðaraðgerðum vegna Kýp-
urmálsins. Utanríkisráðherra
landsins, Paul Martin, skýrði
neðri deild þingsins svo frá í
dag, að löndin tvö hafi fengið
107 orrustuþotur af þessar gerð
í samræmi við áætlanir NATO,
en þau skilyrði hafi verið sett af
hálfu Kanada, að þær yrðu ein-
ungis notaðar til þess að styrkja
mátt bandalagsins sjálfs gegn
utanaðkomandí árás. Þá upp-
lýsti Lester Pearson, forsætisráð
herra, eftir fyrirspurn frá John
Diefenbaker, fyrrverandi forsæt-
isráðherra, að Kanadastjórn hafi
lagt til að efnt yrði til fundar
utanríkisráðherra NATO-ríkj-
anna til að ræða ástandið með
tilliti til Kýpurmálsins. Hins veg
ar hefði meiri hluti aðildarríkj-
anna verið því andvígur að halda
siíkan fund einmitt nú, réttaura
væri að bíða átekta.
Vantaði bíl til
Hafnarfjarðar
UM kl. hálf þrjú í fyrrinótt
vöknuðu húsráðendur í húsi einu
við Mánagötu við að verið var
að ræsa Volkswagenbíl þeirra
fyrir utan húsið, og bílnum síð-
an ekið af stað. Lögreglunni var
þegar gert aðvart, og skömmu
siðar máetti eftilitsbíll hinum
stolna bíl á Suðurlandsbraut.
Sneri lögreglubíllinn þegar við
og náði bíínum á Miklubraut.
í honum voru þrír tvítugir pilt-
ar, allir undir áhrifum áfengis.
Við yfirheyrslu hjá rannsóknar-
lögreglunni í gær gáfu þeir þá
skýringu að þá hefði vantað bíl
til að fara tii Hafnarfjarðar.
t,
Séra JOSEF J. HACKING
S.M.M. sóknarprestur í Landakoti,
andaðist 18. þ.m. Hann verður jarðsunginn frá Landa-
kotskirkju mánudaginn 24. þ.m. kl. 10 árdegis.
Jóhannes Gunnarsson, biskup.