Morgunblaðið - 19.08.1964, Qupperneq 24
192. tbl. — Miðvikudagur 19. ágúst 1964
bílaleiga
magnúsar
skipholt 21
•Imar: 21190-21185
0 0 0
0 0 0
2 Z Z
W (A W
C C C
r p r
0 0 0
0 0 0
2 3 2
I
I
Á annari mynðinnl sézt vöru-
bílastöðin alelda. Fremst
sjást benzíntankamir, sem
óttazt var aff myndu springa
af hitanum. Á hinni myndinni
getur að líta brunarústirnar,
eins ©g þær litu út í gær-
morgun. (Ljósm. Mbl. Þráinn)
Vörubílastöðin á
Akranesi brennur
Bókhald stoðvarinnar brann — Um tíma
'óttast að benzín- og olíutankar spryngju
Akranesi, 18. ágúst. —
STÓRFBUNI varð hér í nótt.
Eldur blossaði upþ kl. 3 í vöru-
bílastöðinni á Þjóðvegi 5. Bæjar-
búar voru í fastasvefni, eins og
að líkum lætur. Fyrstur sá eid-
inn Guðmundur Bjarnason,
mjólkurbílstjóri, sem kom á bíi
sínum úr sveitinni. Gerði hann
strax aðvart og fór nú allt á
hreyfingu, sem vaknað gat.
Brunalúðurinn var þeyttur,
brunabílarair þutu af stað með
þá slökkviliðsmenn, sem vökn-
uðu, en talsverður norðanvindur
deyfði . brunakallið. Kl. 3.30
lagði reginefldan kafþykkan
reykjarmökkinn frá eldstaðnum
yfir Suðurskagann. 10—12 mín.
síðar fymtist og dvínaði reykja-
mökkurinn furðu skyndilega.
Nokkrum sinnum þar á eftir
skutu logar upp kryppunni hátt
nokkuð og hurfu síðan. I morg-
| un sást aðeins brunninn „altan“
kringum kolsvartan reykháfinn.
Húsið var 270 fermetrar úr
timbi, texi og kalki. Reikningar
og stöðvabækur fyrirtækisins
brunnu með húsinu, sem var vá-
tryggt.
j Þarna brunnu allar vörur er
I inni voru, smurningsolíudunkar
og margt fleira, sælgæti, tóbak
og fleira i stöðvarsjoppunni
fyrir tugi þúsunda, svo að mikið
tjón hefur hlotizt af brunanum.
Framhald á bls. 23*
Þjóðverji strauk
úr landi með barn
Síld út
af Jökli
Eitt skip á leið
þangað
Akranesi 18. ágúst.
Dragnótatrillan Sigursæll fisk
aði í gær 1150 kg. Hafþór 1250
og Björg 1300.
Skipstjórinn á togaranum Siig-
urði hefur tilkynnt að hann hefði
orðið var síldar 60 sjómílur út
af Jökli, í Kolluálnum. Höfrung-
ur III, sem er kominn að norðan
er nú á leið þangað og ætlar að
kasta nótinni á þessum bletti og
athuga þetta nánar.
Sæfari er kominn heim, svo og
Heimaskagi, Reynir er ókominn
en hefur tekið nótina í land. —
Odidur.
Dómsmálaráðuneytið hafði úrskurðað móðurinni
yfirráðarélt barnsins við skilnað — IUilliríkjamál
í uppsiglingu
MILLIRÍKJAMÁL virðlst nú
vera í uppsiglingu milli Sam-
bandslýðveldisins Þýzkalands
og íslands. Er tilefnið það, að
fyrir um þremur vikum nam
þýzkur maður, Gert Killisch að
nafni, barn sitt af landi brott,
en móður þess, Kristinu Hall-
grímsdóttur, Vesturvallagötu
6A, hafði verið úrskurðaður
yfirráðaréttur á barainu af dóms-
málaáðuneytinu. Þau Kristín og
Killisch voru gefin saman árið
1960, en fyrir alllöngu sótti hún
um skilnað, og mun fullur skiln-
aður væntanlega ganga í byrjun
næsta árs.
Að fyrrgreindum úrskurði
dómsmálaráðuneytisins gengn-
um, fékk Killisch oftlega leyfi
Kristínar til þess að taka barnið
með sér skamman tíma, og hef-
Snjóar í fjöll á
N. og Austurlandi
KULDATÍÐ hefur vorið á Norðurlandi undanfarna daga og
í fyrrinótt snjóaði þar í fjöll, víðast hvar niður í miðjar hlíð-
ar. — Hér fara á eftir stuttar frásagnir þriggja fréttaritara
Mbl. fyrir norðan og austan.
ar í Hlíðarfjalli. Hér er aðeins
Vopnafirði 18. ágúst.
IÉR snjóaði í fjöll í nótt og eru
>au. alhvít orðin efst. Kalsa-
tormur hefur verið hér af norðri
dag.
í nótt kom hingað bíll austan
jf fjörðum. Segir bílstjórinn að
r hann kom upp úr Jökuldal
lafi tekið að snjóa, og síðan snjó-
ið stanzlaust út fyrir Áfanga á
fopnafjarðarvegi. í Langadal og
mdir Þjóðfelli var skafrenning-
it en skaflar urðu þó ekki til
ýrirstöðu. — Sigurjón.
Akureyri 18. ágúst..
NÓTT gránaði efst í Vaðla-
íeiði og niður fyrir miðjar hlíð-
4 stiga hiti kl. 18 og úrhellis
rigningu gerði hér síðdegis. Norð
anstrekkingur og sveljandi |r
hér og búizt er við að frekir
snjói í fjöll í nótt. — Sv. P.
Seyðisfirði 18. ágúst.
í NÓTT snjóaði niður í miðjar
hlíðar fjaila hér, og í dag hefur
bætzt við. Heldur virðist þó mild
ara í veðri í kvöld, en í dag hef-
ur verið hér norðan-sveljandi og
kul-di.
Hér er og hefur verið land-
lega, og mörg skip liggja í höín-
inni. Ekki hefur þó dregið til
stórtíðinda í skemmtanalífinu. —
Sveinn.
ur hann að öllu leyti verið
frjáls í umgengni við það. Var
Kristin með öllu grandalaus um
að Killisch hefði í hyggju að
nema barnið á brott með sér.
Um sl. mánaðamót fékk Kill-
isch barnið, sem er telpa á fjórða
ári, að nafni Iris Margrét Frida,
með sér til dvalar að Laugar-
Fann góðor
sildarlóríur
Vopnafirði, 18. ágúst.
SÍLDARLEITARSKIPIÐ Pét-
ur Thorsteinsson var á miðun-
um í morgun og lóðaði þá á
tálsvert góðar síldartorfur, 20
faðma þykkar á 10 faðma
dýpi. Var þetta um 100 — 200
sjómílur austur af norðri frá
Dalatanga. Á þessum slóðum
nam átumagnið 50 millilítr-
um, sem telst gott. Þarna voru
hinsvegar sjö vindstig af
norðri, allmikill jsór og al-
gjörlega ókastandi. Síldveiði
skip eru enda öll í vari í dag,
og hefur landlega nú staðið í
þrjá sólarhringa. — Sigurjón.
vatni, að því hann sagði. Þar var
hann að visu einn dag, en hélt síð
an til Keflavíkurflugvallar án
þess að nokkur vissi, steig þar um
borð í Pan American-þotu, og
flaug til Berlínar með telpuna.
Þaðan mun hann hafa haldið til
heimabæjar síns, sem heitir
Elmshorn, skammt frá Hamborg.
Utanríkisráðuneytið hefur feng
ið mál þetta til meðferðar og
hefur það ritað stjórnarvöldum
í Þýzkalandi um það. Þá hefur
sendiráð íslands í Bonn reynt að
hafa samband við Killisch, en án
árangurs. Vill Killisch ekkert við
íslenzka aðila ræða inn málið,
Veltur nú á því hvort þýzk yfir-
völd og dómsstólar virða úrskurð
hins íslenzka dómsmálaráðuneyt
is um yfirráðarétt Kristínar á
barni sínu.
Meialafli á skip
8,970 mál og tu.
LANDSSAMBAND ísl. út-
vegsmanna gaf í gær út hina
vikulegu skýrslu sína um
síldarafla einstakra skipa á
vertíðinni fyrir norðan og
austan til miðnættis sl. laug-
ardag. Af skýrslunni kemur
það fram að alls hafa 214 skip
tekið þátt i veiðunum. Af
þeim hafa 90 skip aflað yfir
10,000 mál og tunnur, en 154
minna. Meðalafli á skip er nú
8,970 mál og tunnur.
Sé miðað við stærðir skipa,
skiptist meðalaflinn svo: 94
skip yfir 140 rúmlestir hafa
aflað að meðaltali 13,117 mál
og tunnur. 103 skip frá 70—
140 rúmlestir hafa aflað að
mgðaltali 7,075 mál og tunnur.
44 skip undir 40 rúmlestum
hafa aflað að meðaltalí
4,548 mál og tunnur.
Skýrsla LÍÚ um afla ein-
stakra skipa er birt i heild
á bls. 17 í dag. *
Borgarrób samþykkir kvöld-
söluleyfi nokkurra verzlana
Múlið biður Jbó fuflnaðarákvörðunar
borgarsfjórnar
EINS og Mbl. skýrði frá í sl.
viku ákvað heilbrigðisnefnd
Reykjavíkur að mæla með um-
sóknum nokkurra verzlana, sem
uppfylltu tilskilin skilyrði, um
að þær mættu hafa opið til kl.
22 alla virka daga.
Á fundi sínum sl. mánudag
samþykkti borgaráð fyrir sitt
leyti að veita umbeðið leyfi eftir
töldum verzlunum:
Hlíðarkjöri, Eskihlíð 10,
Kambskjöri, Kambsvegi -8, Mat
vörumiðstöðinni, Laugalæk 2,
verzluninni Herjólfi, Grenimel
12, Jónskjöri h.f., Sólheimum 35,
Árna Einarssyni, Fálkagötu 13,
Verzluninni Grundarstíg 2A,
Verzluninni Kjöt og Fiski, Þórs-
götu 17, Borgarkjöri, Borgagerði
6, Nesbúð h.f. Grensásvegi 24 og
Verzluninni Örnólfi, Njálsgötu
86.
Ályktun borgaráðs um þessi
efni var samþykkt með 4 at-
kvæða gegn einu, og bíður þvl
fullnaðarákvörðunar borgar-
stjórnar.