Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 2
MORCU NBLAÐIÐ
' Fimmtu'dagur 20. ágúst 1964
Vísindamenn í
þyrlu í Surtsey
1 GÆR fóru 12 vísindamenn á
Þyrlu út í Surtsey, dvöldu þar
yfir daginn við rannsóknir sínar
og komu aftur síðdegis. Hafði
bandariski visindamaðurinn,
próf. Bauer, sem hefur sýnt gos-
inu mikinn áhuga, fengið þyrlu
af Keflavíkurflugvelli til þessar
ar farar og fóru 11 aðrir með
honum. Er mjög auðveld lend-
ing fyrir Þyrlu í Surtsey og mik
ill munur fyrir þá sem þangað
eiga erindi að vera ekki upp á
Iendingarveður komnir, því oft
hefur þurft að bíða dögum sam-
an eftir nægiiega kyrru veðri til
að hægt sé að lenda þar.
í förinni voru m.a. Trausti
Einarsson, prófessor, sem var við
mælingar á hita á hrauninu o.fl.,
próf. Þorbjörn Sigurgeirsson, sem
Kuldi á
Akureyri
Akureyri, 19. ágúst.
HÉR snjóaði niður undif sjó í
nótt og morgun, og um hádegis-
bilið gerði krapaslyddu. Ekki
festi þó í rót á láglendi, en fjöll
eru hvít niður fyrir miðjar hlíð-
ar. Tveggja stiga hiti var hér á
hádegi. Seinni hluta dags fór að
glaðna til. Um kl. fimm hafði
birt svo í lofti, að farið var að
grisja í heiðan himin, og þá var
kominn sex stiga hiti. — Sv. P.
var við segulmælingar, dr. Sturla
Friðriksson, erfðafræðingur, sem
var að huga að lífverum, Gunn-
laugur Elíasson, efnafræðingur,
sem tók gufusýnishorn og fleiri
vísindamenn og aðstoðarmenn
þeirra voru með í förinni.
Lagt var upp kl. 8 um morg-
uninn. Fór þyrlan eina ferð með
menn úr Reykjavík, en hinir fóru
með flugvél Björns Pálssonar, en
þyrlan flutti þá frá Hellu og frá
Vestmannaeyjum. Veður var
sæmilegt, en nokkurt brkn við
ströndina. Lenti þyrlan í fjör-
unni og voru mennirnir þar við
athuganir sínar í eynni til kl.
4—5 síðdegis, þegar þeir voru
selfluttir aftur í land.
Gott gos var í Surti og runnu
hrauntaumar fram í sjó.
Heimsókn utnn-
ríkisráðherrn
til Finnlands
HIN opinbera heimsókn utanríkis
ráðherra Guðmundar L Guð-
mundssonar og frúar hans Rósu
Ingólfsdóttur, til Finnlands, hélt
áfram í dag. Var þá farið í bíl-
ferð til Gullranda, sumarseturs
Kekkonens, forseta. Þar var
snæddur hádegisverður í boði
forsetahjóna. Eftir viðdvöl og
viðræður forseta og utanríkisráð
herra.var haldið til stærstu olíu-
hreinsunarstöðvar í Finnlandi í
Framhald á bls. 23.
Mót sjóstangaveiði-
manna á Akureyri
Á SÍÐASTLIÐNU ári var
stofnað félag á Akureyri af
mönnum, sem áhuga hafa á
sjóstangaveiði. Meðlimir nú
eru um það bil 60 talsins. —
Þessi íþrótt hefur rutt sér mik
ið til rúms í öðrum löndum og
þykir vinsæl þar. — Ekki virð
ist hún fá síðri móttökur hér,
eins og sjá má af félagatölu,
og er nú fyrirhugað að Sjó-
stangaveiðifélag Akureyrar
gangist fyrir sjóstangaveiði-
móti frá Akureyri dagana 5.og
6. september nk., og er tilhög-
un mótsins í aðalatriðum á
þessa leið:
Föstudagskvöldið 4. sept.:
Mótið sett í Sjálfstæðishúsinu
á Akureyri.
Laugardagurinn 5. sept.:
Farið í áætlunarbíl frá Akur-
eyri til Dalvíkur kl. 8 f. h., þar
sem bátarnir taka við þátttakend-
um og leggja úr höfn kl. 9. Komið
að landi kl. 17 og haldið til Ak-
ureyrar með bíl. — Kl. 20.30 verð
ur úrslitum dagsins lýst í Sjálf-
stæðishúsinu. Dansleikur.
Sunnudagurinn 6. sept.:
Farið til Dalvíkur kl. 8 f. h.
Lagt úr höfn kl. 9. Komið að
landi kl. 17. Kl. 20.30 verður úr-
slitúm mótsins lýst í Sjálfstæðis-
húsinu, Verðlaunagripir verða
einnig afhentir og mótinu slitið.
Dansleikur.
Veitt verða eftirfarandi
verðlaun:
Aflasælasti skipstjórinn fær
verðlaunagrip.
Veitt verða verðlaun aflasæl-
ustu sveitinni, en hana skipa 4
menn.
Aflasælasti þátttakandi móts-
yfir báða dagana hlýtur verð-
launagrip.
Einnig verða veitt verðlaun
fyrir stærsta fiskinn af algeng-
ustu fisktegundum.
Þátttaka skal tilkynnt til Ferða
skrifstofunnar Sögu í Reykjavík
og Ferðaskrifstofunnar Sögu á
Akureyri, og verða þar veittar
allar nauðsynlegar upplýsingar.
Stjórn Sjóstangaveiðifélags Ak
ureyrar skipa eftirtaldir menn:
Steindór Steindórsson, Karl
Jörundsson, Kristján P. Guð-
mundsson, Matthías Einarsson og
Gunnar Árnason.
Væntanlegum þátttakendum
skal bent á, að Flugfélag íslands
hf., fer kvöldferð frá Reykjavík
kl. 19.15 föstudaginn 4. september
til Akureyrar, og mánudaginn kl.
10.15 verður flugferð aftur til
Reykjavíkur.
Aflabrögð í Eyjafirði hafa
glæðst nú að undanförnu, svo bú-
'''v" " v '
Holræsið
í Fossvogi
STÖÐUGT er nú unnið að
lagningu hins mikla hol-
ræsis suður í Fossvogi. Ver
ið er nú að leggja ræsið
undir Hafnarf jarðarveg,
svo að umferðin hefur orð-
ið að sveigja til hliðar, eins
og sjá má á þriggja dálka
myndinni. Á tveggja dálka
myndinni sést austur frá
veginum eftir skurðinum,
sem grafinn hefur verið
fyrir skolpleiðsluna, þar
sem hann skerst þvert í
gegnum land Skógræktar-
félags Reykjavíkur í Foss-
vogL
(Ljósm. Mbl. Sv. Þ.)
Norska skógrœktaríólkið
heldur heim í dag
NORSKA skógTæktarfólkið, sem
unnið hefur að gróðursetningu
trjáplantna víðsvegar um Iandið
síðan 5. ágúst, heldur heimleiðis
með leiguflugvél frá Reykjavík í
dag. Koma þessa hóps var liður
í skiptiferðum islenzkra og
norskra' skógræktarmanna, sem
hófust árið 1949 fyrir atbeina
Torgers Andersen-Ryst, sendi-
herra og fram hafa farið á þriggja
ára fresti. fslendingamir, 71 að
tölu, koma heira frá Noregi með
flugvélinni, sem flytur Norð-
mennina austur um haf.
Blaðamönnum var í gær boðið
til hádegisverðar með norska
ast má við mikilh veiði á þessu móti. skógræktarfólkinu, sem er á aldr inum 17 til 61 árs. Er ungt fólk
I NA /S hnúfar I ✓ SV SOhr.úfer H Sn/Hama • C’Í! 7 Skúrir S Þramar H Hm»
áberandi margt í þessum hóp,
og sagði Hákon Bjarnason, skóg-
ræktarstjóri, að miklar vonir
væru bundnar við þátttöku þess
í ferðunum því að reynsla und-
anfarinna ára, hefði sýnt, að það
tekur virkan þátt í Skógræktar-
starfi hér og í Noregi, þegar það
hefur öðlast reynslu af þessum.
ferðum, sem í alla staði hafa
tekizt með ágætum.
Norski hópurinn var fimm
skiptur. Stærsti hlutinn vann að
gróðursetningu í Haukadal, alls
26 manns. Þá voru smærri hópar
í Norðtunguskógi í Rangárvalla-
sýslu, í Borgarfirði, á Akureyri,
og að Vöglum og Hallormsstað.
Samtals voru 72 Norðmenn við
gróðursetningu á þessum stöð-
um og fararstjórarnir ferðuðust
á milli.
Norska skógræktarfólkið plant
aði u.þ.b. 100 þús. trjáplöntum
og vann auk þess að grisjun og
hreinsun í kringum eldri plöntur.
Á mánudagskvöld kom hópurinn
saman hér í Reykjaví'k og í fyrra
dag var farið f ferðalag um
Borgarfjörð, Kaldadal og Þing-
velli. í gær skoðaði fólkið sig
um í Reykjavík og sótti kvöld-
fagnað í Sigtúni.
Hákon Bjarnason sagði, að nú
hefðu um 300 einstaklingar tek-
ið þátt í þessum skiptiferðum
íslenzku og norsku skógræktar-
félaganna. Er mikið sótzt eftir
þátttöku og fjórum sinnum fleiri
en að komust sóttu um þátttöku
í ferð Norðmannanna hingað.
Leggja deildir skógræktarfélag-
anna fram tillögur um þátttaik-
endur, sem þeir geta mælt með,
og er mikil áherzla á það lögð,
að ungu fólki gefist tækifæri til
fararinnar. Greiða þátttakend-
ur fargjaldið með leiguflugvél-
um, sem er um 40% lægra en
með áætlunarflugvélum, en sem
viðurkenning fyrir starfið fær
það ókeypis uppihald.
Á fundi sem íslenzkir skógrækt
armenn héldu með stjórnarmönn-
um norska skógræktarfélagsina
var ákveðið að halda þessum
Skiptiferðum áfram á þriggja ára
fresti, því að þær hafa öðru frem
ur au'kið tengslin milli íslendinga
og Norðmanna á síðustu árum.
Ms. Tröllafoss seldur
NORÐANATTIN var orðin
enn kaldari í gær en í fyrra-
dag, og var tveggja stiga hiti
og slydda á Akureyri um há-
degi.
Sunnanlands var þurrt, en
skýjað, mikið um vindskafin
oddaský, sem benda til þess,
að veður sé hagstætt til svif-
flugs.
í fyrrinótt var frost á grasi
í Rvík eitt og hálft stig.
SAMNINGAR um sölu ms. Trölla
foss eru nú svo langt komnir, að
fullvist má telja, að af kaupunum
verði, eftir því sem Sigurlaugur
Þorkelsson, blaðafulltrúi Eim-
skipafélags íslands, tjáði Morg-
unblaðinu í gær
Kaupandi er Oharterhouse Gor-
poration í New York City, sem
kaupir skipið vegna Western Paci
fic Shipping Corporation, N.Y.
Ráðigert er, að skipið sigii miUi
Kóreu, Japanseyja og Filipps-
eyja. — Samningar eru nú komn-
ir á það stig, að heita má ein-
göngu ógengið frá formsatriðum.
Skipið er nú á leið til Arkan-
gelsk við Hvítahaf (fór frá
Reykjavík á þriðjudag), til þess
að sækja timbur, sem flytja á
til Leith. Skipið mun svo af-
hent hinum nýju eigendium í
Leith, en ekki er enn ákveðrð,
ihvenær það verður.