Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 1
24 síður G1 árgangur 193. tbl. — Fimmtudagur 20. ágúst 1964 Prentsmiðja Morgunblaðsin* l 32 Ssí?; Barizt á göt- nm Bukavo Kongóstjórn vísar erlendum borgurum á brott úr landinu Leopoldville, Kongó, 19. ágúst — (AP-NTB) — í KVÖLD bárust til Leopoldville fregnir um götubar- daga í Bukavu, höfuðborg Kivu-héraðs og síðustu mikilvægu borginni í Norð-austur Kongó, sem enn er í höndum stjórn- arinnar. Sóttu uppreisnarmenn að borginni að norðan og norð-vestan. í Bukavu er fyrir til varnar um 800 manna her- lið stjórnarinnar, þar á meðal fallhlífarhermenn. Stjórnar- herinn hafði um helgina stöðvað framsókn uppreisnarmanna, sem komnir voru fast að útjaðri borgarinnar. Flestir Evrópumenn sem í Bukavu voru yfirgáfu borgina fyrr í þessum mánuði, þeijar 11 Surtsey i f í GÆR flutti þyrla af Kefla- ; | víkurflugvelli 12 vísindamenn j É út í Surtsey og aftur í land ; | er þeir höfðu lokið störfum ; 1 sínum. Er mikill munur fyrir ; É þá sem erindi eiga í eyna að ; | þurfa ekki að vera upp á veð- j | ur og lendingarskilyrði komn- ; 1 ir. — Sjá frétt annars staðar í j i blaðinu. Líðan Segnis óbreytt Róm, 19. ágúst. NTB. LÍÐAN Segnis Ítalíuforseta var óbreytt í dag, að því er lseknar hans sögðu. Forsetinn hefur ekki komizt til meðvitundar síðan á laugardag. Olympíustjarnan" komin II út í geiminn Syncom 3 skotið á loft skömmu fyrir hádegi Cape Kennedy, 19. ágúst — (NTB) — SYNCOM-gervihnettinum, sem menn vona að flutt geti Bandaríkjamönnum beinar sjónvarpssendingar frá Olympíu- leikunum í Tókíó í október, var skotið á loft frá Cape Kenn- edy í morgun kl. 11,15 eftir ísl. tíma. Allt gekk samkvæmt áætlun og fór hnötturinn þegar á fyrir- hugaða sporbaugsbraut sína, sem er 1120 til 36.640 km. frá jörðu. Merki frá hnettinum eru skýr og greinileg. Betri horfur á Kýpur Nicosía, Ankara, Aþenu og Moskvu, 19. ágúst — (NTB-AP) — SVO virðist sem nú sé að draga úr spennu þeirri, sem ríkt hefur á Kýpur undanfarið. Stjórnin hefur nú heimilað flutn- inga á vatni og vistum til tyrkneskumælandi manna í Ktima héraðinu á suðvesturhluta eyjarinnar og jafnframt lýst því yfir að sams konar flutningar verði einnig leyfðir til annarra héraða sem Tyrkir ráða. Er þetta árangur viðræðna fulltrúa U Thants í Nicosíu, Ecuador-mannsins Galo Plaza, og fulltrúa Rauða Krossins við Makarios Kýpurforseta í gær. Á morgun, fimmtudag, koma þeir aftur saman til fundar, Makarios erkibiskup og Galo Plaza, til að ræða möguleika á frekari tilslök- un í málinu. ^ Herjum skilað Frá Ankara berast þær frétt lr að Tyrkir hafi skilað Atlants- hafsbandalaginu aftur hluta flug hers þess, sem þeir höfðu tekið fyrir skömmu. Fastaráð banda- lagsins hefur rætt Kýpurvanda- málið á reglulegum fundi í dag og mun ræða það frekar á öðrum fundi, þar sem Manilo Brosio, eðalritari samtakanna, mun gefa ráðinu skýrslu um viðræður sín- ar við utanríkisráðherra Grikkja og Tyrkja. Griska stjórnin ákvað í dag, að afhenda Atlantshafsbandalaginu Framhald á bls. 23. Eftir 12 daga verður ljóst hvort tekizt hefur að fá hnöttinn staðsettan samkvæmt áætlun, en það er á stað yfir Kyrrahafinu, 35.700 km. út í geimnum, á hring braut umhverfis jörðu, þar er hnettinum svo fyrirhugaður stað ur til frambúðar því að hraði gerfihnattarins og jarðarinnar er sá sami. Gefihnettinum, sem kallaður hefur verið Olympíustjarnan, var skotið upp með endurbættri útgáfu af Delta-eldflaug. Hann er þriðji hnötturinn í röðinni af Syncom-gerð. Syncom nr. 2 er enn í góðu gengi úti í geimnum ásamt Telstar 2 og Relay 2, sem einnig eru virkir þar enn. Um það bil 28 tímum eftir geimskotið verður Syncom-gerfi hnettinum komið á hringbraut umhverfis jörðu með aðstoð lít- illar eldflaugar, sem hann hefur meðferðis og vegur 37.6 kíló. Næstu 12 daga verða síðan gerð- iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin Ofsagt um I auð Johnsons 1 Washington, 19. ágúst, (AP-NTB) JOHNSON, Bandarikjaforseti sagði í dag, að fjölskylda sín hefði yfir að ráða samtals tæplega 3 og hálfri milljón dala. Þar af á kona Johnsons, Lady Bird, rúmar 2 milljónir og dæturnar tvær tæpa 500.000 dala hvor. Fé þetta er bæði fast og laust, búgarðar og aðrar fasteignir i Texas, Alabama og Missouri, út- varpsstöð, skuldabréf o.m.fl. Forsetinn ákvað að gefa út yfirlýsingu um auðæfi sín og fjölskyldunnar eftir blaða- skrif, þar sem því var haldið fram að eignir hennar næmu um 14 milljónum dala. Þetta er ekki í fyrsta sinn Framhald á bls. 23. iiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiii ar ýmsar flóknar tækjastillingar með aðstoð lítilla eldflauga sem gerfihnötturinn hefur meðferðis og er ætlunin að reyna að koma honum á braut yfir miðbaug og nákvæmlega í þeirri hæð að saman fari hraði gerfihnattarins og jarðarinnar. Ef þetta heppn- ast, verður Olympíustjarnan fyrsta gerfi-fastastjarna heims. Forstöðumaður þessara geim- rannsókna á Kennedyhöfða, Leonard Jaffee, sagði í gær, að ef ekki tækist vel til um að koma Syncom 3 inn á fyrirhug- aða braut, væri útilokað að hægt yrði að sjónvarpa beint fró Olympíuleikjunum í Tokíó. Aðal-hlutverk gerfihnattarins er þó ekki að flytja sjónvarps- myndir frá 400-metrunum eða öðru því sem fréttamatur er í ó Olympíuleikjunum. Hann á fyrst og fremst að afla vísindamönn- um nýrra upplýsinga, sem varp- að geti ljósi á spurninguna um það hvort hugsanlegt sé að koma á fót alheims-fjarskipta- kerfi, með aðstoð gerfifasta- stjarna. Einnig er ætlunin að nota hann til firðtals og til flutn ings á símamyndum og mynd- prentunum milli stöðva á Filipps eyjum á Guam og í Kaliforníu. Syncom 1 var skotið upp 14. febrúar í fyrra og starfaði ekki eins og ráð hafði verið gert. Syncom 2 var skotið á loft 26. júlí sama ár og hefur starfsemi hans verið með eðlilegum hætti. Evrópusamband útvarpsstöðva hefur gert áætlanir um upptöku mynda frá Olympíuleikjunum í Tokíó, með milligöngu Syncom 3. Frá móttökustöð í Point Mugu í Kaliforníu verða myndirnar sendar til Montreal á micro- bylgjum og þaðan flugleiðis til Evrópu með leiguþotum. Takist vel til um allt þetta, geta sjón- varpsnotendur í Evrópu fengið að sjá myndir frá Olympíuleikj- unum 12 tímum fyrr en ef senda þyrfti myndirnar flugleiðis frá Tokíó til Evrópu. Sendiherra í Rúmeníu HINN 18. þ.m. afhenti dr. Krist- inn Guðmundsson, sendiherra, forseta rúmenska alþýðulýðveld- isins trúnaðarbréf sitt, sem sendi herra íslands í Rúmeníu- fréttist um sókn uppreisnar* manna að henni úr vestri. Enn eru þó í henni einhverjir Evrópu menn, a.m.k. tveir starfsmenn S.Þ. og 7 eða 8 bandarískir sendi ráðsstarfsmenn. Þannig hagar til í Bukavu, að hægt er að flýja borgina með örskömmum fyrir- vara, á hrað'bát yfir Kivu-vatn, því hún stendur á nesi í vatn- inu, fjöllum girt á flesta vegu aðra. Stjórnarherinn er sagður láta undan síga í átt til landamær- anna að Rwanda, sem eru tæpa 5 km. í burtu. Flugvöllur Bukavu-borgar liggur í Rwanda og gæta hans hermenn þess lands, undir stjórn belgiskra liðsforingja. Flugvallarvarnar- liðið hefur verið aukið, ef til árásar uppreisnarmanna handan íandamæranna kynni að koma. Mangir telja ,að árásarmenn í Bukavu séu ekki allir utan boa-gar heldur hr.fi þar verið fyrir „fimmta herdeild" upp- reisnarmanna innan borgarinnar og hafi hún látið til skarar skríða i dag. í Bukavu eru nú um 89.000 flóttamenn. Borgin var áður vinsæll ferðamannastaður. Félli Bukavu í hendur upp- reisnarmanna ætti Kongóstjórn Framhald á bls. 23. Goldwater ógnað Washington, 19. ágúst. — (AP-NTB) — FLUGVÉL, sem flutti forseta- efni repúblikana, Barry Gold- water, öldungadeildarþing- mann, áleiðis til Washington, frá Springfield, Illinois, var í dag gert að lenda á Dulles- flugvellinum skammt utan borgarinnar í stað National flugvallarins eins og ráð hafði verið fyrir gert. Kom þetta til af því, að spurnir höfðu borizt um fyrir- hugað tilræði við forsetacfnið við komuna til Washington. Ekki var neitt látið uppi um það hvers eðlis tilræðið væri, en það var bandaríska leyni- lögreglan (FBÍ) í Chicago, sem tilkynninguna sendi og bað um að flugáætluninni væri breytt. Goldwater sagði sjálfur að sér hefði skilizt, að honum hefði verið búið sprengjutilræði á flugvellin-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.