Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 17
nmtmuaagur 20. agflst 1964 MORCUNBLAÐIÐ 17 SÍÐUSTU viku hefur svo virzt, sem friðarhorfur í Kýpurdeil- unni væru heldur að vænkast. Loftárásir Tyrkja á Kýpur leiddu ekki til frekari átaka — sem þó var mjög óttast, — þar sem allir aðilar urðu við áskor un Öryggisráðs Sameinuðu iþjóð anna — með vissum skilyrð- um þó — að láta ekki leiðast út í frekari hernaðaraðgerðir, meðan reynt væri að koma á sættum. Þegar leið að síðustu helgi var orðið nokkuð rólegt á eyj unni sjálfri, þótt ólgaði undir niðri, og allra augu beindust að sáttaumleitununum í Genf, sem finnski sáttasemjarinn Sakari Tuomioja stjórnaði. Hin skyndi- legu veikindi hans á sunnudag urðu til þess að uggur greip um sig, að nú myndi sjóða upp úr að nýju. — Og ekki minnkaði hann þegar gríska stjórnin til- kynnti stjórn Atlantshafsbanda lagsins, að hún yrði að taka verulegan hluta herliðs síns und an stjórn þess, — en sams kon- ar tilkynning hafði stjórninni áður borizt frá Tyrkjum. Var nú ekki aðeins að Kýpurdeilan yrði enn uggvænlegri, þegar þjóðir þessar stóðu algráar fyr ir járnum hvor andspænis ann- arri, heldur ollu þessar ráðstaf anir röskun á vörnum hinnar vestrænu ríkjaheildár. Lyman Lemnitzer, hershöfð- Ingi, yfirmaður alls herafla NATO, skoraði á Grikki og Tyrki að endurskoða þessar á- kvarðanir og Dean Rusk, Utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi báðum ríkisstjórnunum viðvörun um að rifta ekki sam starfi sínu innan vébanda NATO. há sendi Lyndon B. Johnson, Bandaríkjaforseti, öll um deiluaðilum áskorun um að leysa deilur sínar með friðsam- legum hætti. En þrátt fyrir þetta alvarlega Sstand var ekki öll von úti. — Tuomioja hafði að undanförnu haft sér við hlið í Genf mann, sem lagt hafði til málanna já- kvæðar tillögur, er von var til, að deiluaðilar féllust á að leggja til grundvallar frekari sáttaviðræðum — og þessi mað ur, bandaríski vararáðherrann Dean Acheson, hélt sleitulaust áfram^sáttastarfinu, þótt Tuomi oja veiktist. Naut hann aðstoðar helztu starfsmanna sáttasemjar ans og á þriðjudagskvöld skip- aði framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, U Thant, nýjan mann til að taka við starfi sátta aemjara, a.m.k. um stundarsak- ir. Var það yfirmaður Evrópu- akrifstofu S.þ. í Genf, Pierre Spinelli. • Acheson-áætlunin. Acheson-áætlunin, sem stjórn ir Grikklands og Tyrklands hafa báðar sagt, að sé þess virði, að hún sé athuguð, var lögð fram í lok síðasta mánað- ar. í grundvallaratriðum gerir hún ráð fyrir því, að Kýpur- búum verði leyft að velja um tvo kosti, annars vegar að sam- einast Grikklandi, hins vegar að fá sjálfstæði. Tyrkjum verði leyft að hafa herbækistöð á Kýp ur og jafnframt fái þeir yfirráð jrfir einhverri smáeyju, grískri, tii dæmis Castellorizo. Þeir tyrk neskir Kýpurbúar, sem vilja flytja frá Kýpur, verði styrktir til þess fjárhagslega, en þeir sem vilja vera kyrrir, verði bú settir í tveim kantonum, er að skipan svipi til kantónanna í Sviss. Viðræðunum í Genf hafði lítt eða ekki miðað áfram, þegar þessi áætlun var lögð fram, en þá tók fljótlega að rofa til. En skömmu síðar tók Makarios erkibiskup, — sem frá upphafi hefur neitað að senda fulltrúa sinn til Genf ofe sagði það jafn gilda landráði að fallast á Acheson-áætlunina — að þjarma sem mest að tyrknesk- um eyjabúum með þeim afleið- ingum, að Tyrkir gerðu loftárás ir sínar og allt virtist ætla að fara í bál og brand milli þeirra og Grikkja. Sú skoðun kemur víða fram, meðal erlendra fréttamanna, að loftárásir Tyrkja hafi fært grísku stjórninni heim sanninn um, að Tyrkir lfti mjög svo al- varlegum augum á ástandið á Kýpur og séu reiðubúnir að berjast með oddi og egg gegn tilraunum Makaríosar til að bola þeim burt. Eru Grikkir því sagðir heldur fúsari til sátta- viðræðna þótt þeir hafi ekki enh fallizt á að taka upp bein- ar ^iðræður við andstæðingana. • Nauðsvnjaflutningar leyfðir. Á sjálfum vígstöðvunum, Kýp ur, hafa aðrir sendimenn Sam- einuðu þjóðanna, Thimayya, hershöfðingi, yfirmaður lög- gæzluliðsins, og Galo Plaza, sér legur sendimaður U Thants, unn ið sleitulaust að því að fá lin aðar þrengingar tyrkneska minnihlutans. Ástandið meðal tyrkneskra var orðið afar alvar legt. í nær heilan mánuð hafði her Kýpurstjórnar takmarkað mjög eða tekið alveg fyrir flutn inga matvæla og annarra nauð- synja til fólksins og vatnsleiðsl ur til þorpa tyrkneskra höfðu verið lokaðar vikum saman. — Vofði víða yfir alger hungurs- neyð og stórfellt mannfall af iþeim sökum. Loks á þriðjudag tókst þeim Thymayya og Plaza að beygja Makarios, erkibiskup eftir lang varandi og harðar viðræður — og ná samkomulagi um, að leyft yrði að flytja nausynlegan varn ing til tyrkneskra og opnað yrði fyrir vatnsleiðslúrnar á ný. Eiga liðsmenn S.Þ. og Rauða Krossins að hafa umsjón með þessum flutningum, en her- menn Kýpurstjórnar skulu eftir sem áður fylgjast með því, að tyrkneskum berist ekki vopn né önnur hergögn. Vonir standa til, að þetta sam komulag verði til að draga eitt- hvað úr spennunni meðal íbúa Kýpur þar sem ríkir logandi hatur — svo framarlega sem það verður haldið. — En fram- koma Kýpurhersins og Makar- iosar, erkibiskups, við gæzlulið S.Þ. hefur verið slík, að sú skoð un er almenn orðin meðal liðs- manna S.Þ., að dvöl þeirra á eynni sé skrípaleikur einn. Þeir geti eins hypjað sig heim, verði ekki breyting á stefnu Makar- iosar — enda geti þeir engan veginn gegnt hlutverki sínu. U Thant, framkv. stj. S.Þ. hef ur haft mikinn hug á að fjölga í gæzluliðinu á Kýpur — sem telur nú um 6.500 manns (nær 200 brezkir hermenn fóru þaðan á þriðjudag) og hefur hann hreyft því máli við stjórnir þeirra ríkja, er sendu lið þang- að. Er því tekið heldur dauf- lega meðan ferðafrelsi liðsins er svo takmarkað, sem raun ber vitni, — enda hefur Makarios harðneitað fjölgun, til þessa. Hefur verið eftir honum haft — og Grivasi, hershöfðingja, yfir- manni liðs Kýpurstjórnar, að gæzluliðið sé þeim til mestu trafala — Það sé með nefið niðri í öllu. Hafa þeir takmark- að frelsi liðsmanna S.Þ. eftir megni — en a.m.k. látið gæta þess vandlega, að þeir komist ekki til hafnarbæjanna, þar sem talið er víst, að laumað sé á land vopnum og vistum í stórum stíl, m.a. frá Egypta- landi. Þá hefur gæzluliðsmönn- um tíðum verið meinað að sinna tyrkneskum flóttamönnum, jafn vel þótt særðir væru og sjúkir, — hvað þá þeim sé leyft að koma til þeirra matföngum. • Sameining eða sjálfstæði? Sem kunnugt er tók Grivas hershöfðingi við yfirstjórn Kýp- urhersins af George Karayannis, hershöfðingja vegna ágreinings þeirra. Var Karayannis and- vígur árásinni á tyrknesku þorpin, er leiddi til lofbárásar Tyrkja, en Grivas sagður upp- hafsmaður hennar. Hinsvegar er Grivas eindreginn hvatamað ur sameiningar Kýpttr og Grikk lands — og er haft fyrir satt, að þótt hann sé grísku stjórn- inni reiður fyrir að láta ek'ki til skarar skríða gegn Tyrkjum séu hann og Makarios ekki á eitt sáttir um hina endanlegu lausn Kýpurmálsins. Sú skoðun kemur víða fram í blöðum, að Makarios hafi grip ið til árásanna á tyrknesku þorpin vegna þess að honum hafi þótt miða full mikið í samn ingsátt í Genf, — og til að undirstrika að honum háfi þótt gríska stjórnin tekin að linast í andstöðunni. Grikkir voru þá þegar farnir að viðurkenna, að óhugsandi væri að útiloka Tyrki frá ein- hvers konar valdaaðstöðu á Kýpur. — Lágmarkskrafa Tyrlfja er að hafa þar herbæki stöð. Þeir benda á, að með til- liti til legu lands þeirra og dað urs Kýpurstjórnar við Sovét- ríkin sé óhjákvæmilegt, að þeir hafi herbækistöð á eynni, eigi að vera unnt að halda opinni leiðinni suður á bóginn. Að Tyrklandi liggja að norðan Svartahafið og þar fyrir hand- an Sovétríkin, 1 norðri og austri, í austri frak, íran og Sýrland , í norðvestri Búlga- ría og Grikkland og í suðvestri grísku eyjarnar. Kalla herfræð ingar Tyrkland „Tappann í Iskanderún — flöskunni" og segja hernaðarbækistöð á Kýp- ur nauðsynlega til þess að fullt gagn geti orðið að flotastöðinni miklu í Iskanderun, komi til hernaðarlegra átaka. Ennfremur krefjast Grikkir þess, að tyrkneskir Kýpurbúar fái ákveðið landssvæði á Kýp- ur til umráða. Skuli það sam- einað Tyrklandi, verði gríski meirihlutinn sameinaður Tyrk- lhndi — en að öðrum kosti, þ.e. semjist um sjálfstæði Kýpur, verði komið þar á kantónu skipulagi. Eru Tyrkir heldur andvígir sameiningu Grikk- lands og Kýpur — sem er meg inkrafa grísku stjórnarinnar — en ekki er talið útilokað, að þeir fallist á hana. Varðandi sameiningu hefur risið upp ágreiningur miili stjórna Grikklands og Kýpur. Sú var tiðin að Makaríos erki- biskup barðizt fyrir samein- ingu við Grikkland — en nú er hann ekki lengur ginkeyptur fyrir því að verða aðeins lands stjóri Grikkja þar. Hefur þessi ágreiningur orðið ljósari með hverjum degi að undanförnu. Um miðja síðustu viku sendi Hikarios utanríkisráherra sinn, Spyros Kyprianou, til Aþenu, til þess meðal annars að koma á framfæri kvörtun- um forsetans yfir linku grisku stjórnarinnar gagnvart loftárás um Tyrkja. Fór Kyprianou heim aftur með þau skilaboð, að grísku -stjórninni væri síð- ur en svo ljúf hin ósveigjanlega nfstaða Kýpurstjórnar og að Makaríos hefði gerzt brotlegur við þau heit sín, að hefja ekki að nýju hernaðaraðgerðir gegn tyrkneska minnihlutanum, án þess að hafa fyrst samráð við stjórnina í Aþenu. Opinberlega lýsti hins vegar gríska stjórnin yfir stuðningi við Kýpurstjórn, og hótaði hernaðaraðgerðum hæfu Tyrkir loftárásir á ný. Af hálfu Tyrkja var því lýst yfir, að loftárásir yrðu gerðar- héldu áfram árásir á tyrkneska eyjarskeggja. En Kyprianou var ekki fyrr kominn heim til Nicosiu með þessi boð grísku stjórnarinnar en hann var sendur aftur til Aþenu. Hafði Makariosi þá bor izt til eyrna að Tuomioja, sáttasemjari S.Þ. ætlaði til Aþenu, Ankara og síðan Nicosiu þá næsta sunnudag — för sem ekki varð af vegna veikinda hans. En Makarios sendi Kyprianou með þau boð til Papandreou, forsætisráð- herra Grikklands, að Kýpur- stjórn krefðist þess að fá að vita hvað hann ætlaði að ræða við Tuomioja. Kærði forsetinn sig ekki um að gríska stjórnin stæði í samningamakki að hon- um forspurðum. Er haft fyrir satt, að Kyprianou hafi aftur fengið kaldar kveðjur í Aþenu að færa forsetanum. Enn hélt hann til Aþenu á þriðjudag og ræddi við grísku stjórnina og þá um kvöldið lýsti hann því yfir við fréttamenn, að hann hygðist dveljast þar til föstu- dags en halda síðan beint til Moskvu að ræða við Sovét- stjórnina boð hennar um hern- aðaraðstoð. Hvernig fer um sendiför þá er að sjálfsögðu óvíst. En menn eru á einu máli um, að Maka- rios, erkibiskup, hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með hin tiltölulega hóflegu við- brögð Sovétstjórnarinnar við loftárásum Tyrkja — svo og stjórna annarra kommúnískra ríkja, Sýrlands, íraks og Egyptalands, sem hann taldi öflugri vini sína en raun varð á. Er þó enn hugsanlegt, að þessi ríki gangi til liðs við Kýpurstjórn, þótt þess sjáist enn ekki ljós merki. En þá þarf líklega enginn að velta vöngum yfir því hverjar afleiðingarnar verði. Vænkast friðarhorfur Þessi svarti náungi á myndinni var einn hinna fáu íbúa þorps ins Pahiammon á Kýpur, sem lifðu af loftárásir Tyrkja sunnu daginn 9. ágúst sl. Hann situr þarna í rústum þorpskirkj- unnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.