Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. ágúst 1964 MORGU N BLAÐIÐ 3 HRA h t(tm& 10 HEYKJAVM mm ¥tam mum vi>m*izswt imrtm'H kl Í !:s*a ^UTTIF; Kl 7«K * öALÍÍKR i»«.£■*■«( . jMWM|||| E Ungir aðdáendur bítlanna í Tónabíói. (Myndirnar tók ljósm.: Mbl. Sveinn Þormóðsson). = Bitlar gera innrásj 1 Kvikmynd þeirra frumsýnd í Tónabíói I gær E Við aðgönguraiðasöluna, nokkru áður en sala aðgöngumiða hófst. M ^uiiiHiuiiitiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiirH iiiiiiiiiiiiimiiiiiimtiiiiiiiiiiimmiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimimiiimiiiiiiiia ÞAÐ varð uppi fótur og fit meðal unga fólksins í Reykjavík í gær. Bítlakvik- myndin „A Hard Day’s Night“ var komin í Tóna- bíó! — Þessi langþráða kvikmynd var frumsýnd í London 6. júlí sl., svo að fara fer að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá hinum al- menna áhorfanda, sem ekki ber skynbragð á Liverpool- útgáfu enskrar tungu. Hvað um það, — unga fólk- ið skipar aðdáendalið bítl- anna og það setur ekki fyrir sig, þótt hið talaða mál skiljr ist ekki. í þeirra augum er Bítlarnir íslenzku — Gunnar, Rúnar og Erlingur — voru heiðursgestir frumsýningarinnar. Þeim var fagnað með dynj- andi lófataki, þegar þeir gengu í salinn. segja má, að hún sé óvenju snemma á ferðinni hér á landi. Raunar áttu forráða- menn Tónabíós von á mynd inni fyrr, en ýmis óvænt atvik komu í veg fyrir að svo yrði. Kvikmyndin, sem lýsir 36 viðburðaríkum klukkutímum í æfi snillinganna, hlaut mjög góða dóma í brezkum blöð- um og var talin ein bezta gamanmynd um langt skeið. Þótt bítlarnir hafi aldrei kom ið nærri kvikmyndaleik fyrr, verður ekki annað sagt en að þeir léysi sín hlutverk af hendi með miklum sóma. Sýnt er, að þeir eru gæddir ríkri 'kímnigáfu, enda reita þeir af sér brandarana — en gallinn er bara sá, að þeir tala hálf- gert götumál, þannig að það sem þeir láta sér um munn það tónlistin, sem máli skiptir — og að sjá snillingana á kvik myndaskerminum. Vafalaust verður þessi mynd vel sótt, og sennilega á áhorf- endafjöldinn eftir að höggva nærri aðsóknarmetinu hjá Tónabíói, sem hin fræga kvik- mynd Billy Wilder, 1-2-3, á, en hana sáu 25 þúsund manns. Þess má geta til gamans, að kvikmyndahúsið Kinopalads í Kaupmannahöfn hefur sýnt bítlamyndina í 10 daga, og er tala áhorfenda komin upp i 45 þúsund, sem er algjör met- aðsókn. í New York var kvik myndin frumsýnd 12. ágúst, og ætlaði þá allt af göflunum að ganga. Það er í frásögur fært, að fjöldi manns hafi fall- ið í yfirlið við það tækifæri. Það var því með hálfgerð- um kvíða, að við settumst inn í Tónabíó, þegar kvikmyndin var frumsýnd þar í gær kl. 5. Mi'kið hafði gengið á í miða- sölunni um daginn, en hún hófst kl. 4. Hinir forsjálu höfðu komið um 2-leytið og stillt sér upp í röð. Það fór líka svo, að allir miðar á 5, 7 og 9 sýningu seldust upp á tæpum klukkutíma. Unglingar voru í meirihluta áhorfenda, og var þeim hleypt inn í hús- ið í skömmtum, þegar miða- salan fór fram. Áiagið var slíkt á símanum, að stundum voru þrír komnir inn á sömu línuna í einu. Miðasölustúlk- urnar, Kristín Harðardóttir og Ólöf Ragnarsdóttir, gáfust því hreinlega upp á að svara í sim ann. Sumir kunnu þó ráð við því, eins og bítlaaðdáandinn, sem sendi hraðskeyti til Tóna bíós, þar sem hann fór fram á, að 5 miðar yrðu teknir frá á níu sýningu. Varð fram- kvæmdastjóri Tónabíós, Guð- mundur Jónsson, fúslega við þessari einstæðu bón. Áhorfendurnir mættu tíman lega og biðu óþreyjufullir eftir því að sýning hæfist. Á síð- ustu stundu gengu bítlarnir íslenzku í salinn og kváðu þá við mikil fagnaðarlæti, — hin ir ungu áhorfendur risu úr ir, sem enduðu í vonbrigða- stunu, þegar í ljós kom, að bítlarnir voru ekki næstir á dagskrá. Þegar þeir loksins birtust á skerminum, var klappað, stappað og sungið með hinu kunnuglega titil- lagi kvikmyndarinnar. Fram- an af voru hinir ungu áhorf- endur samt nokkuð hlédrægir utan einn og einn, sem heyrð- ist raula eftirlætislagið sitt í fuilu kappi við bítlana. Tón- listin í myndinni er öll samin af bítlunum John Lennon og Paul McCartney. Auk þeirra laga, sem þeir sömdu sérstak- lega fyrir þessa kvikmynd, flytja þeir sæg af sínum gömlu og vinsælu lögum. Fór aðdáunarkliður um húsið í hvert sinn sem þeir tóku lag- ið. Þegar seig á seinni hluta myndarinnar færðist heldur en ekki fjör í áhorfendur. Kvað svo rammt að hljóðun- um um tíma, að blaðamanninn langaði mest til að rífa af sér eyrun og stinga þeim í vas- ann. Þegar myndinni lauk var enn haldið áfram að klappa og virtust menn staðráðnir í að klappa, þar til bítlarnir Sumir höfðu ráð undir rifi hverju, til þess að afla sér að- = göngumiða, eins og þetta skeyti ber með sér. kæmu aftur á skerminn og e hneigðu sig! Þegar sýningum á þessari = mögnuðu kvikmynd lýkur í = Reykjavík verður hún send til H sýninga út á land. Fyrsti sýn- 1 ingarstaður utan Reykjavíkur = verður auðvitað í Keflavík — = bítlaborginni islenzku! =f a.ind. sætum og klöppuðu fyrif þess- um eftirlætisgoðum sínum. Á undan bítlamyndinni voru tvær stuttar aukamyndir, fréttamynd og sýnishorn úr næstu mynd. Er hinni fyrri lauk, upphófust miklir skræ'k- SMSTEINAR Endurbætur raskast vegna verðbólgu GUNNAR Thoroddsen, fjármála- ráðherra, ræddi um skattamálin í útvarpsþætti sl. mánudag. í upp- hafi máls síns rakti ráðherrann þá almennu og megnu óánægju sem var með skattana í nóvember 1959, þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Ríkisstjórnin á- kvað því að endurskoða skatta- og útsvarslögin til þess að ráða bót á þessum meinsemdum, og strax á fyrsta þingi vorið 1960 var gerð gjörbreyting á skatta- lögum og útsvarslögum, skattur afnuminn af almennum launa- tekjum, 70.000,00 króna tekjur hjóna urðu nú skattfrjálsar og 100.000,00 krónur hjá hjónum með 3 börn á framfæri. Einnig voru gerðar ráðstafanir til þess að bæta framtöl og bæta úr skatt- svikum. Liðu nú 3 ár, og varð ekki vart teljandi gagnrýni eða óánægju varðandi tekjuskattinn. En á ár- inu 1963 hafði hinsvegar orðið hér á landi gjörbreyting á launa- málum og launa- hækkun nam að meðaltali um 15%. Ríkisstjóru inni hafði því verið ljóst að lina þyrfti tekju skattslögin vegna hækkandi verðlags og hækkandi tekna, og flutti því og fékk samþykkt á síðasta Alþingi breytingar á lög- unum er aðallega fólu í sér að skattfrjálsar tekjur voru hækk- aðar um 30%. Þannig urðu skatt- frjálsar tekjur hjóna 91.000,00 í stað 70.000,00 krónur áður og 5 manna fjölskyldu 117.000,00 í stað 90.000,00 kr. áður. Frekari umbætur væntanlegar Síðan sagði ráðherrann, að tekjur manna hefðu almennt hækkað mikið á sl. ári og myndu enn fyrirsjáanlega hækka veru- lega á þessu ári. Það væri því æskilegt að gera enn frekari breytingar á skattalögum. Meðal þeirra breytinga, sem ráðherrann sagði æskilegar voru þessar: Að hækka enn persónu- frádrátt eða skattfrjálsar tekjur. Að breikka þrepin í skattstigan- um þannig, að þurfi hærri tekjur en nú, til þess að komast upp í 20% og 30% skatt. Að setja í lög- in ákvæði um hreytingar á per- sónufrádrætti og skattstiga með hliðsjón af kaupgjalds- eða fram- færsluvísitölu. Að innheimta bæði tekjuskatt og útsvar af tekjum jafnóðum og þeirra er aflað, en sú breyting krefst mjög mikillar undirbúningsvinnu, sem búast má við að taki enn eitt ár a.m.k. Að lokum sagði ráðherr- ann að nú væri unnið að öllum þessum atriðum, svo að vænta mætti umbóta mjög skjótlega i þessum viðkvæmu raálum. Úreltar baráttuaðferðir Þjóðviljinn birti í gær viðtal við norskan verkalýðsleiðtoga, Asmund Beckholt að nafni. Beckholt segir í viðtalinu: „Annars finnst mér eins og öðr- um að hinar venjulegu baráttuað- ferðir í launamálum séu orðnar nokkuð úreltar. Margir velta því nú fyrir sér hvernig hægt sé að veita verkamönnum rétt til aðild- ar að stjórn fyrirtækja, enda taka einstaklingar þeir, sem fyrirtæk- in eiga og stjórna, oft ákvarðanir, sem eru bæði skaðlegar fyrir at- vinnulífið og verkamenn. Nú eru uppi tillögur um að verkamenn hljóti bráðlega slíkan rétt til stjórnaraðildar i ríkisfyrirtækj- um.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.