Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. ágúst 1964 HERMINA BLACK: Eitur og ást Já, barnið mitt, ég verð að játa að þér eruð allt öðruvísi en ég hafði hugsað mér. Hún tók fast í höndina á Corinnu. — Við höf um nógan tíma til að kynnast betur síðar.... Hún stóð upp. —■ Það var fallega hugsað, að þú vildir að ég borðaði með ykkur, Blake, sagði hún og leit ertniaugum á hann. Eins og ég œtlaði að fara að segja þér, er ég alveg nýbúin að borða. En kannske þið ungfrú Langly vilj- íð drekka kaffi með mér í dag- stofunni minni á eftir? Og svo kinkaði hún vingjarnlega kolli til þeirra og fór. Corinna settist. Henni létti þegar hún sá hana fara. — Þetta fór nú ágætlega, sagði Blake. — Henni lízt vel á yður — hún þarf ekki að sjá manneskju nema eina mínútu til þess að mynda sér skoðanir á henni.... Hann benti þjóninum og hélt áfram: — Og nú skulum við kynnast dálitið betur. Næsta klukkutímann sann færðist Corinna um að það var verulega gaman að kynnast Blake Ferguson betur. Hún var sér þess meðvitandi, að hún hafði sagt honum meira af sjálfri sér en hún hafði nokkurhtíma • sagt ókunnum manni áður. En jafnframt fannst henni að hún hefði ekki orðið neins vísari um hann, eða að minnsta kosti ekki nærri nógu mikils. Hún fékk að vita, að bæði írskt, skoskt og enskt blóð var í honum. Svo vildi hún vita hversvegna hann væri kallaður Ferguson pasja. — í>ér hafið líklega verið mjög lengi í Egyptalandi? spurði hún. Síðan 1940. Fyrir þann tíma var ég víðsvegar í Vestur-Asíu. Ég fór að ferðast af því að ég þráði ævintýri'. Maður gerir það oft meðan maður er ungur — og óþroskaður. — Fannst yður það lýsa van- þroska? spurði hún umhugsun- ariaust. — Nei í rauninni ekki. En er ég ekki nógu þroskaður til að finnast það. Þeir sem halda kyrru fyrir, komast oft mjög vel áfram í heiminum. Ég á bróður, sem er kominn vel á veg upp í biskups- embætti, og annan sem hefur ver ið í ríkisstjórninni. En ég — jæja, ég er eins og steinvala sem er að veltast, en aldrei grær mosi á. — Ég get hvorki hugsað mér yður sem biskup né ráðherra, sagði hún og brosti. Hún stalst til að virða hann fyrir sér meðan þjónninn var að skipta um glös og Blake var að hella í glösin. Hann hlaut að hafa verið kornungur þegar hann fór frá Englandi. Hve gamall skyldi hann vera núna? Þrjátíu? kann- ske meira. En hvað sem aldrin- um leið var hann þroskaður mað ur og — heillandi. Corinna hafði aldrei haft mætur á mjög ung- um mönnum. í rauninni hafði hann farið með hana eins og óstýrlátan krakka þegar þau hittust hjá Seyyid Ibramin, en nú var hún ekki lengur reið honum fyrir það. Blake hélt samtalinu áfram. — Ég geri ráð fyrir að ég hafi verið einn þeirra sem hafa heyrt „austrið kalla“. Ég er fæddur í Egyptalandi. — Það er ég líka, sagði hún hissa. — Já, ég man að þér sögðuð Seyyid Ibramin það. — Ég var fjórtán ára þegar ég fór til Englands. Hann brosti. — Þar skákuðuð þér mér. Ég var tveggja þegar ég fór héðan. En ég held að ég hafi — vitað eða óvitað — verið staðráðinn í að koma hingað aft- ur. Mér þótti meira varið í „Þús- und og eina nótt“ en öll önnur ævintýri, þegar ég var barn, sagði hann og hló. — Ég féll á reikningi í Oxford, foreldrum mínum til mikillar skelfingar, en ég fékk ágætiseinkunn í austur landamálunum. Og það var ekki um annað að velja en útvega mér eitthvað að gera í Austurlöndum. Og foreldrar mínir unnu rösklega að því og sendu mig austur í þeirri von að ég gæti orðið ætt inni til sóma. Hann minntist ekki á, að af því að hann hefði ekki orðið til sóma í neinu sendiráði, hefði hann náð sér í annað starf, sem var miklu meir spennandi. — Því miður fékk ég ekki að berjast, sagði hann. — Þeir vildu ekki sleppa mér á vígvöllinn. En ég lifði margt skemmtilegt samt. — Og svo komuð þér aftur til Egyptalands vegna þess að þér höfðuð „drukkið vatn Nílar“. — Já, ég fór hingað aftur. En ég veit ekki hve lengi ég verð hérna, svaraði hann. — Annars verð ég að segja, að mér þykir miður að Philip Lediard hefur kosið sér starfsvið í Egyptalandi. Ég veit að hann starfaði mikið hérna fyrir stríðið — en það er 00 Lruxjoo LaJ° l,iM*ft,»,*.M.»i.»M».f»>«,f,f*i..h.»»i ••i'hSií'V.......................... *<■-* H f ”■..., m ,J -----------------------a * / '■■■■■» ....................................... ] «».;*,*i,. -!W" 'SX 4 .......... „„l1'- J s "'l,, ...... 3»/y \ X ö COSPER „Bannað að ganga á grasinu.“ engan veginn auðvelt að starfa hérna núna. En ekki vil ég hræða yður, afsakið þér. — Þér gerið það ekki. Pró- fessornum er vafalaust óhætt. Hann á marga vini meðal ráð- andi manna hér í landinu. Og hann er fornfræðingur, ekki stjórnmálamaður. — Það eru mörg vináttubönd sem reynast lítils virði núna, sagði Blake alvarlegur. — Að minnsta kosti er hollast að vera sem lengst frá höfuðborginni um þessar mundir. Eruð þér nokkuð kunnug í Efra-Egyptalandi? — Nei, en ég hlakka til að koma þangað. Hann brosti til hennar. Hún varð svo aðlaðandi þegar kapp kom í hana. — Já, það er vafalaust fróð- legt, á marga lund. Og svo er það Nílarfljótið. — Ég er viss um að það verð- ur afar gaman. — Ef þér hafið gaman af hest- um getið þér fengið að koma á bak þegar þér viljið .... Hann sagði henni frá hestum Josephine og henni sjálfri líka. Hún hlust- aði hugfangin á þessa fallegu rödd og hló með honum. Allt i einu tók hún eftir að þau voru BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917 ALAN MOOBEHEAD ekki eingöngu pólitísk aðför, heldur sýndi það hatur hins fjöl- menna liðs, sem var að rísa gegn bolsjevíkum og Þjóðverjum um landið allt. Bretar höfðu tekið land í Murmansk og voru í þann veginn að lenda í Vladivistok, ásamt öðrum Bandamönnum. Borgarastríð geisaði í Finnlandi, og Úkranía var bæði fjandsam- leg og óháð (nema hvað þýzkt hernámslið var þar). Suður í landi hafði Kaledin framið sjálfs morð og Kornilov verið drepinn, en Denikin hershöfðingi hafði tekið við af þeim um forustu uppreistarinnar; og Viktor Chern ov var’ að koma upp einni and- róðursstöð við Volgu. Tékkneska hersveitin, sem hafði barizt við hlið Bandamanna í Rússlandi, hafði snúizt gegn bolsjevíkum og hafið hina fáránlegu sókn sína í áttina til Kyrrahafsins, og náð yfirráðum yfir Síberíujárnbraut- inni í leiðinni. Síbería sjálf var á valdi sósíaibyltingarmanna. Hinn 6. júlí var Mirbach myrt- ur af hermdarverkamönnum vinstri sósíalbyltingarmanna, og til götubardaga kom- í Moskvu, Petrograd og Jaroslav. Þetta var einskonar forsmekkur borgara- styrjaldarinnar, sem fram undan var, og það var ekki öðru að þakka en sundurþykki andstæð- inganna, að bolsjevíkunum tókst að lifa þetta af. En Brestsamningurinn var á annan hátt þýðingarmikill: hann sýndi Bandamönnum, á hvaða meðferð þeir gætu átt von, ef Þjóðverjar sigruðu í styrjöldinni, og þetta stappaði í þá stálinu að berjast áfram. En alveg sérstak- lega hafði það þá þýðingu að draga Bandaríkin nær banda- mönnum þeirra í Evrópu en ella hefði orðið. í ræðu, fluttri í Baltimore, 6. apríl 1918, sagði Wilson forseti: „Ég vil ekki — jafnvel á þessari vonbrigðastundu, dæma hart eða ósanngjarnlega. Ég dæmi aðeins það, sem þýzki herinn hefur á- orkað með vægðarlausri vand- virkni, hvar sem þeir hafa komið .... Hvað mig snertir, er ég reiðubúinn .... að 'ræða heiðar- legan, réttlátan frið, hvenær sem hann er boðinn af fullri einlægni — frið þar sem hinn sterki og hinn veiki hljóti sömu örlög. En svarið, þegar ég stakk upp á slík- um friði, kom frá hershöfðingj- um Þjóðverja í Rússlandi, og það svar get ég ekki misskilið. Ég tek upp hanzkann. Þýzkaland hef ur enn einu sinni sagt, að valdið eitt skuli ráða því, hvort réttur og friður skuli ríkja í samskipt- um manna .... því er ekki um nema eitt svar okkar að ræða: Ofbeldi, ofbeldi á hæsta stigi, takmarkalaust ofbeldi, réttlátt og sigrihrósandi ofbeldi, sem skal gera réttinn að lögum í heimin- um; og fleygja hverri eigin- gjarnri valdafíkn í rykið“. í stuttu máli sagt, skuld’bundu nú Bandaríkin sig að sigra, og verja til þess síðasta dollarnum og síðasta manninum; og þegar að endalokunum kom, í nóv- ember, varð Wilson einna fyrstur til þess að heimta, að Þjóðverjar skyldu tafarlaust verða á brott með allan her sinn úr Rússlandi. Þetta lá beint við, en var ekki hyggilegt. Jafnskjótt sem þýzki herinn var á brott, höfðu bolsje- víkarnir óbundnar hendur til at- hafna. Rauði herinn tók ekki ein asta öll vopn, sem Þjóðverjar skildu eftir; heldur hafði hann einnig óvefengd yfirráð yfir mikl KALLI KUREKI Teiknari; J. MORA ..... Ég þoli þetta ekki lengur. Ég ætla að reyna elzta bragð sem um getur í sögunni. .... Stundum gefast gömlu brögð- in vel, af því einu saman, að menn halda aðra of sniðuga til þess að beita þeim...... ég er viss um að hann hendist í loft upp eins og hrædd- ur héri, þegar ég hendi þessum steini. En áður en Waco Kid fær ráðrúm til eþss að henda steininum heyrast skrúðningar að baki honum.......... Hvað var þetta? um landsvæðum í Rússlandi, sem voru bolsjevíkunum lífsnauðsyn í borgarastyrjöldinni. Churchill, sem nú var her- málaráðherra Bretlands, reyndi að vekja eftirtekt hinna vest- þeir höfðu engan hug á áfram- rænu bandamanna sinna á hætt- unni, sem þeir stofnuðu sér í, en haldandi baráttu, og þessi 25 þús- und franskra, ítalskra, brezkra og amerískra hermanna, sem send höfðu verið til Rússlands, voru fljótlega kölluð heim. í apríl 1918 var Nikulás, ásamt fjölskyldu sinni, fluttur til Jekaterinburg í Úralfjöllunum, þar sem sovétið á staðnum var mjög fjandsamlegt. Þar var fjöl— skyldan í haldi í húsi kaupmanns eins, og ein auðmýkingin af átján, sem hún varð fyrir, var sú, að fá útlutaðan matarskammt eins og hermenn. Látum oss at- huga aftur frásögn Bernards Pares af síðustu mánuðum ævi Nikulásar. Hann segir: „Fjöl- skyldan varð nú að borða úr ein- um og sama pottinum, en varð- Hafnarfjörður j Afgreiðsla Morgunblaðsins | fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, sími 50374. Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi er að Hlíðarvegi 61, simi 40748. Á öllum helztu áningastöðum------------ FERÐAFÓLKI skal á það bent, að Morgunblaðið er til sölu á öllum hel/.tu áninga- stöðum á hinum venjulegu ferðamannaslóðum, hvort heldur er sunnan lands. á vesturleiðum, norðan lands eða austan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.