Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 20. ágúst 1964 MORCU N BLAÐIÐ 13 Mestu framfaraár, sem komíð hafa i þessari sveit Séð yíir Helgafellssveit. Bjarnarfjall fyrir miðju. STYKKISHÓLMT, 30. júlí — Ég skrapp í kvöld upp að Arnar stöðum í Hel.gafellssveit. Þar býr Haukur Sigurðsson, oddviti þeirra Helgfellinga með konu sinni og börnum. Spurði ég Hauk almæltra tíðinda, um gras sprettu, heyskap og fleira, sem að búskap lýtur og eins um ár- ferðið, en undanfarið hefir stjórnarandstaðan og þá sérstak lega Tíminn básúnað í hverju blaði hversu miklar hörmungar Haukur Sigurðsson. gangi nú yfir landbúnaðinn vegna lélegs stjórnarfars. Þótt mertn hugleiði nú hver með öðr um hverjum slíkur málflutning- ur þjóni þá er nú komið svo að fleiri og fleiri eru þeir sem fyrir líta þessi skrif og telji þau sem þau líka eru markleysu eina. Hauk Sigurðssyni fórust orð á þessa leið: Grasspretta er ágæt hér, lík- lega með því bezta, sem hér þekkist. Vegna óþurrkanna er samt gras farið að spretta úr sér, og má segja að mjög lítið hafi náðst inn af heyi óhrakið. Júlí mánuður hefir að mestu verið ómögulegur til heyskapar sök- um tíðra votviðra, seinni hlut- inn hefir þó verið mun lakari. Bæði hefir verið stormasamt og ófærur vegna úrfellis. Þegar svo upp hefir stytt er jörðin svo blaut að heilan þurrkadag tek- ur að hún þorni. Er því ekki nema gagn af öðrum þurrkadegi af tveimur, en sjaldan hefir ver- íð nema einn dagur þurr'Í senn, mest tveir. Um horfur á vexti garðávaxta get ég lítið sagt enn, en vonir standa til að hún verði í meðallagi. Lömb virðast mér í góðu meðalíagi. T.d. var ekið á lamb héðan af bænum í fyrra dag. Það lamb var fætt um mán aðarmót maí og júní. Lagði það sig 12,5 kg. og tel ég það mjög gott svona snemma sumars. Þegar allt kemur til alls tel ég alls ekki verra að búa nú en áður, síður en svo. Hvað viðkem ur þessari sveit er ekki að sjá neina hræðslu í bændum, þvert á móti finnst mér bjartsýni gæta hvarvetna og til dæmis um það vil ég taka eftirfarandi fram. Hér í Helgafellssveit eru 16 bæ- ir í byggð. Seinustu tvö til þrjú 4rin hafa verið keyptar í sveit- ina 7 nýjar bifreiðar og 5 dráttar vélar. Nú er dráttarvél á hverj- um bæ, meira að segja munu tvær dráttarvélar vera á 7 bæj- um ásamt öðrum heyvinnuvél- um. Á seinustu árum er komin súgþurrkun á annan hvern bæ, ný gripahús hafa verið byggð á KONGÓSTJÓRN hefur farið þess á leit við ríkisstjórnir fimm Afríkuríkja, Senegal, Li- beríu, Ethiopíu, Nigeríu og Madagascar, að þau sendi henni herlið tii aðstoðar við að ráða niðurlögum kæruliða í landinu. Er talið að málaleitan þessi sé að nokkru runnin undan rifjum Bandaríkjamanna, en þeir hafa nú setið á fundum saman, Moise Tshombe, forsætisráðherra Kongó og G. Mennen Williams, aðstoðarforsætisráðherra Banda- ríkjanna. Eru Bandaríkjamenn taldir því hlynntir, að Afríku- nokkrum bæjum, veglegt íbúðar hús byggt í Bjarnarhöfn og nú er ibúðarhús í smíðum á Helga- felli. Diesel rafstöðvar hafa ver- ið settar upp á 9 bæi og ræktun hefur verið mikil. T.d. við hér á Arnarstöðum höfum ræktað s.l. ríkin láti ástandið í Kongó meira til sín taka en verið hefur, en Tshombe aftur á móti ekki verið meira en svo urh það gefið, að leita aðstoðar annarra Afríku ríkja, eftir útreið þá sem hann fékk á ráðstefnu Afríkuríkja í Kairó á dögunum. Mennen Williams lét að því liggja við fréttamenn í dag, að Bandaríkjastjórn kynni að fall- ast á að standa að einhverju leyti straum af kostnaði við starf afrísks herliðs . í Kongó. Hann kvað ástandið í Kongó skipta hin nýfrjálsu Afríkuríki miklu, því þar sæju þeir dæmi ár ca. 11 hekbara og má ai þessari upptalningu sjá, að hér eru engin móðuharðindi, þvert á móti get ég fullyrt að þessi sein ustu ár seru mestu framfaraár, sem komið hafa í þessari sveit. — Á.H. um uppreisn, sem til væri kom- in vegna íhlutunar erlends ríkis, í þessu tilfelli Kínverska alþýðu lýðveldisins. Williams hefur dvalizt í Leopoldville í fimm daga en er nú á förum heimleið- is. Bandaríkjastjórn mun senda Kongóstjórn nokkrar langdræg- ar könnunarflugvélar af gerð- inni B-26, til aðstoðar í viður- eigninni við skæruliða. Flug- menn á vélunum verða ekki bandarískir. Áður hefúr Kongó- stjórn fengið fjórar risastórar herflutningavélar af geðinni C-130 Hecules og með þeim 40 herflutningavélar af gerðinni herbúnaði, sem verja eiga vélarn ar hugsanlegum hermdarverk- um. Ragnar í Smára skrifar Vettvanginn í dag. — Bærinn er orðinn morandi af burgeisum, — í skugga nýrra manna, sem erft hafa landið. — Grein sína nefnir höfundur: Vegurinn og dugurinu (önnur grein). Afrískt herliö til Kongó Leopoldville, Kongó, 18. ágúst, AP. EITT MÁL er ævinlega efst á baugi um þetta leyti árs, skatt- arnir og framtölin. Og umræð- urnar og umkvartanirnar út af þeim eru táknræn fyrirbæri í mannlegum samskiptum. Allt ér betra en undirgefni, segir hinn stórvitri Bertrand Russell. Fólk þolir illa að láta skammta sér skít úr hnefa, álögur jafnt og ger semar. Fólk langar að ráða sjálft fram úr sínum málum. Sá sem vill leysa mannleg vandamál þarf fyrst að finna úrræði, þar sem samleið eiga hagur þegn- anna og ríkisins. En slík . alls- iherjarlausn kemur ekki eftir ein faldfi pöntun. Að svo miklu leyti sem hún fæst yfirleitt, ger ist það á löngum tíma. Ríkis- valdið ætti að halda sig í hæfi- legri fjarlægð frá þegnunum, því garður er granna sættir. Fremur venju jafnvel, hefir »iú orðið mikill úifaþytur í borg inni, meira að segja alþingis- jrienn, sem sjálfr hafa ákveðið hinn nýja skattstiga, koma af háfjöllum þegar þeir sjá skatt- seðilinn sinn, sem kunngjörir þeim afleiðingar eigin sam- þykkta. □ Ég held ekki að skattarnir hafi hreytzt eins mikið og margir telja, miðað við verðgildi pen- jnganna, nema hvað þeir hækka elltaf ár frá ári samkvæmt ein- hverju óviðráðanlegu lögmáli nema gerðar séu róttækar ráð- stafanir til stöðvunar. Þetta er sjúkleiki í ætt við þann, sem herjar á gjaldmiðil allra þjóða, og gerir hann stöðugt verðminni. Hér mætast tveir jafnseigir sá sem heimtar að ríkið og borgin geri mikið fyrir hann, og hinn sem ekki vill fallast á að opin- ber gjöld hækki. Ég finn ekki að minna hafi komið í hlut þegn- anna aftur úr hendi stjórnarvald anna. Mér finnst alveg ótrúlegt hvað hinn litli fátæki bær okkar getur gert fyrir íbúa sína ,jafn- vel þó ég viti að það er almanna rómur að við eigum mjög stjórn- samán og traustan borgarstjóra. En tekjuhlutföllin hafa breytzt gífurlega í landinu, og einkum í höfuðborginni, og aldrei meira en á siðastliðnu ári. Það er á- nægjulegt að kannast við að bær inn er orðinn morandi af bur- geisum. Fyrir fáeinum árum tald íst það furðusýn á borð við tungl skot að sjá fyrir utan fyrirtæki eða stofnun raðir fínna bíla, en nú er ekki lengur hægt að ákveða hver þeirra er eign for- stjórans og 'hver sendisveinsins. Ég skrapp nýlega, mér til gam- ans, að skoða nýju villurnar í bænum, og fá upplýst hver ætti þessar ánægjulegu vistarverur. Ég hélt auðvitað eins og aðrir lesendur Þjóðviljans og Alþýðu blaðsins, að engir nema Sillar og Valdar, heildsalar og iðnrek endur, gætu í þes/'ri dýrtíð, byggt svona yndisleg hús, en ég varð náttúrulega fyrir vonbrigð- um vegna minna kollega sem ekki teljast lengur til finni manna í borginni sinni. Kaup menn, forstjórar, iðnrekendur. útgerðarmenn, hinir rótgrónu peningamenn, sem með réttu og röngu réðu öllu í fjármálalífi okkar, eru komnir í skugga nýrra manna, sem erft hafa landið, og eflaust með réttu. Þeirri kröfu mun vonandi brátt fullnægt að þeir einir, sem hafa fjöldann að bakhjalli, þó þeir séu kannske dálítið mismunandi stórir af sjálfum sér, eigi falleg hús og sigli í önnur lönd að skemmta sér og klæða sig. Við, menn gamla tímans, fögnum þessum breytingum, jafnvel meira en sjálfir lukkupamfílarnir. □ Það er gamalkunn saga, að menn eiga ekki allir jafnauð- velt með að leyna tekjum sinum fyrir auga réttvísinnar. En þeir sem þess eiga kost, munu að meiri hluta gerast sekir um und andrátt, sumir mikinn aðrir minni. Hinu má ekki blanda hér í að ríksvaldinu hefir ekki þótt annað fært en vernda vissa eignasöfnun, með lágu fasteigna mati, skattfrelsi, bankainni- stæða o.fl. til þess að fyrir- byggja hrun einkaframtaks í landinu. Þannig byggist mangur einkarekstur og t.d. landbúnað- ur á því að eignir tilheyrandi frameliðslunni séu lágt metnar til eignaskatts. Hér kann að vera full langt gengið, en í þessum efnum verður að sýna fyllstu gætni, því þó erfitt sé fyrir einn einstakling að eiga ekki fyrir sól um undir skóna sína, er hitt þó enn hættulegra þjóðfélaginu, er stórir vinnuveitendur, iðnrek- endur og útgerðarmenn t.d., standa með tóman kassann og hundruð manna fá ekki laun sín, eins og oft hefir verið und- anfarin ár, er skattheimtan tók svo að segja hvern eyri, sem dreginn var saman með spar- semi og dugnaði. Ekki má held- ur reyna að fela þá staðreynd að til eru margir menn, sem aldrei mundu gera sig seka um undan- brögð við framtal, og virða allir þeirra viðleitni og skilja, að slík um mönnum gremst, er þeir bera annarra byrðar. En því verða nú samt í heiminum stór- stígar framfarir að til eru menn sem tefla á tvær hættur, og þjóð félög sem þola þeim slíkt gá- leysi, og allt er þetta viðkvæma mál flóknara en svo að yfir því verði kveðinn upp einn allsherj ardómur sektar eða sýknu. Og enn eitt er víst, að þessi árátta fer ekki eftir pólitík og verður heldur ekki kveðin niður með lagasetningum einum saman. í hvert sinn er úlfaþytur af þessu tagi gustar um borg og bý, grípa allar ríkisstjórnir til þess óyndislega úrræðis, að hóta hinni gamalkunnu hrossalækn- ingu, skylda þeirri sem Stalín gamli beitti, að herða eftirlitið. En hér gildir í ýmsu hið sama og um hirtingu stráka, að því meira sem þeir eru flengdir, því fleiri óhæfuverk fremja þeir. En úr þessum göldnu folum verða þó til góðhestarnir, er þeir fara að mæðast á sprettinum. Og eft- irtektarvert er ,að þeir sem hæst hrópa um það að láta vöndinn vekja sökudólgana, eru einmitt margir úr þeim hópi, sem barizt hafa fyrir því að koma öllu und ir „ríkið“, en aðalskýringin á því aftur, hve skattar eru háir hér, — þrátt fyrir að við höfum alla tið haft tekjur af stríðum í stað útgjalda, sem aðrar þjóðir sligast undir, — er hið svo kall- pða Parkinsonslögmál, en „hið opinbera“ er að jafnaði aðal- gróðrastía fyrir þá voðapest, og þar hefir þessi grálynda bakte- ría, sem pínir nú þjóðir heims meir en nokkur önnur upphaf- iega náð í lífsloft að hefja sig til flugs. Það er ekki þörf að endur- taka þá fullyrðingu, að hér eru gqð ráð dýr, og vandfundnari en svo að þau verði hleruð eins og óvinaþota í háloftunum eða kvödd til fundar með einfaldri samþykkt, jafnvel á hinu háa Alþingi. Aðal sökudólgarnir eru nefnilega ófundnir enn, og að- eins veik tilraun virðist gerð að leita þá uppi, kannske vegna hættunnar, sem því gæti verið samfara að hafa fundið þá. Þetta litla þjóðfélag er í deigl unni, og það er rétt að votta fyrir mótun þess í stórum drátt- um, og þau átök sem nú eru hér, meðal annars vegna skattanna, eru sem betur fer í ætt við vaxt arverki .fremur en einkenni þeirrar þreytu, sem nú þjáir þær þjóðir margar, sem fellt hafa efnahagskerfi sitt í fastari skorð ur. Við erum enn ekki komin á sjálfsmorðsstigið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.