Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 20. ágúst 1964 ntiiiiiiiiiiiwiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiinitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiitiiiwiiiiiiiiiHiiiiiiimiiiiiiiiiiifiiHiiNiiffl HVAÐ SEGIÐ ÞER UM FRAMBOD GQLDWATERS? F R A M B O Ð Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á Barry Goldwater til forsetakosninga hefur vakið mikið umtal víða um heim og ekki síður hér á landi en annars staðar. Þess vegna hefur Morgunblaðið lagt eftirfarandi spurningu fyrir nokkra borgara: Hvað segið þér um framboð Goldwaters? Birgir fsl. Gunnarsson, hdl.: Ég held, að sú hræðsla, sem virtist grípa um sig í Evrópu eftir tilnefningu Goldwaters, hafi verið ástæðulaus. Það er að vísu rétt, að Goldwater hafði látið hafa eftir sér ýmis ummæli, sem verða að teljast Birgir ísl. Gunnarsson óábyrg, en þess ber þá að gæta, að það tíðkast mjög meðal stórþjóðanna, að stjórn- málamenn, sem eru að brjóta sér braut, reyni að vekja á sér athygli með nokkuð stóryrtum yfirlýsingum og fullyrðingum, sem þeir geta e.t.v. aldrei staðið við. Það ber að hafa í huga, þegar skoðuð eru ýmis ummæli Goldwaters frá fyrri mánuðum. Sem dæmi um þetta má t.d. benda á ýmis ummæli Kenne- dys, fyrrum forseta, er hann var að berjast til valda innan flokks síns og reyndar í kosn- ingabaráttunni. Hann réðst þá oft mjög harkalega á Eisen- hower fyrir „linkind í barátt- unni gegn kommúnismanum" og í sjónvarpseinvígunum, er fram fóru milli Kennedys o& Nixons, var Kennedy mun harðari og jafnvel öfgafyllri en Nixon í afstþðu til utan- ríkismála. Ástæðan fyrir því var einfaldlega sú, að Nixon var í stjórnaraðstöðu, en Kennedy þurfti að vekja á sér athygli með því að gagnrýna aðgerðir hans. Síðustu vikur sýna einnig að Goldwater er mjög farínn að draga í land. Hann er greinilega farinn að finna til þeirrar ábyrgðar að vera fram bjóðandi til forsetakjörs í Bandaríkjunum, og í síðustu yfirlýsingum sínum kveðst hann munu fylgja sömu stefnu í utanríkismálum og Eisen- hower-stjórnin, en það var einmitt sú stjórn, sem Kenne- dy gagnrýndi mest á sínum tíma fyrir skort á hörku. Ég held því, að utanríkis- stefna Bandaríkjanna muni ekki breytast verulega þótt Goldwater yrði ‘forseti. Á alvarlegum örlagatímum reyn ir á það, að forseti Banda- ríkjanna, eins og allir ábyrgir ' stjórnmálamenn, geti tekið á- kvarðanir af víðsýni, en jafn- framt af festu og einbeitni, eins og Kennedy í Kúbu-deil- unni. Að því leyti er Gold- water óskrjfað blað — eins og reyndar einnig Johnson. Það er frekar í innanlands- málum, sem stefnubreyting gæti orðið, ef Goldwater kæm- ist að. Hann hefur að vísu nú lýst yfir fylgi við mannrétt- indafrumvarpið, en það er einkum í efnahagsmálum, sem ágreiningur virðist vera. Mörgum Bandaríkjamönnum er illa við sívaxandi ríkisaf- skipti, sem aftur krefjast auk- inna skatta úr vösum einstakl- inganna. Það er mjög tíma- bært umræðuefni hér á ís- landi þessa dagana, en við skulum láta Bandaríkjamenn um að leysa þau mál hjá sér. Bjarni Guðnason, prófessor: Val Barry Goldwaters til frambjóðanda repúblikana við forsetakosningar Bandaríkja- manna í haust vil ég leyfa mér að kalla sigur myrkursins. Goldwater virðist — eftir um- mælum sínum að dæma —■ vera nátttröll á atómöld. Frum stæður hugsunarháttur hans bendir fremur til 19. aldar- innar en þeirrar tuttugustu. í þessum fáu orðum er það mér um megn að styðja þessi stór- Bjarni Guðnason yrði rökum, en ég vil minna á afstöðu Goldwaters til mann- réttindafrumvarps Kennedys (og Johnsons) og þá háska- samlegu hugmynd hans að láta herforingja einráða um notk- un atómsprengna í Suður- Vietnam gegn uppreisnar- mönnum þar eða jafnvel að varpa þeim á hernaðarlega mikilvæga staði fyrir norðan landamærin. Goldwater leggur mikið kapp á það í ræðum sín- um, að efla beri eftir mætti sjálfstjórn einstakra ríkja, en draga að sama skapi úr valdi stjórnar alríkisins í Washing- ton. Ef þetta næði fram að ganga, mundi eiga sér stað stöðnun eða afturkippur í ýmsum menningar- og mann- úðarmálum í stórum hluta Bandaríkjanna, því að stjórn- in í Washington hefur oft átt frumkvæði í slíkum málum. Þegar Goldwater tók við kosningu á þinginu í Los Angeles, lét hann svo um- mælt, að öfgastefna (extrem- ism) gæti átt rétt á sér í stjórn málum. Þegar ýmsir framá- menn repúblikana vildu ekki una við þessi orð og kröfðust skýringar, bætti hann við — til að mýkja andófsmenn sina — að í einstökum tilvikum, t.d. þegar um frelsið væri að ræða, væri ekkert við það að athuga að grípa til öfgastefnu. Það er eins og þeir sálufélag- arnir Hitler og Stalin hafi hér orðið. Þeir voru, eins og kunn- ugt er, alltaf að verja frelsið og aðhylltust þessa fornu heimspeki, að tilgangurinn helgaði meðalið, en engin kennisetning í framkvæmd er jafn hættuleg lýðræðinu. Goldwater ætlar að hefja krossferð gegn kommúnistum, en allar helgar vættir forði okkur frá því, að hann beiti sömu aðferðum og kommún- istar hafa gripið. Krossfarinn getur ekki dýrkað sömu guði og villutrúarmaðurinn. Að mínum dómi væri það skelfilegt fyrir Bandaríkja- menn og alla þá, er fylkja sér um vestræna lýðræðishugsjón, ef Goldwater næði kosningu í valdamesta embætti veraldar. Ragnar Jónsson, forstjóri: Ég á nú því miður ekki kosningarétt í Bandaríkjun- um, þótt svo megi heita, að Ameríkumönnum sé veittur hann hér með heimildinni til sjónvarpssendinga inn á heim- ili okkar. En ef ég væri Amer- íkumaður, mundi ég kjósa repúblikana en ekki demó- krata, eins og ég kýs hér Sjálf stæðisflokkinn, en ekki sósíal- ista, þó að margt sé nú að verða líkt með þessum flokk- um. Og ekki er það vegna þess að ég ekki líti upp til og dái menn eins og Roosevelt og Kennedy, sem voru stórvitrir mannvinir. En samúð mín, ótti og aðdáun beinist að jafnaði að náttúruöflunum og mann- eðlinu fremur en tækni og skipulagningu. Repúblikanarn ir eru, eins og sjálfstæðis- menn hér, fremur fulltrúar fyrir frumkvæðið, hið ó- trygga, áhættusama, skapandi lífsstrit og vonlausa baráttu einstaklingsins; hinir formæl- endúr öryggis og þæginda. Ég fyrirlít hið síðarnefnda, nema til handa sjúklingum, börnum og gamalmennum. Ég er ekki fylgismaður Natósamtakanna vegna þess að ég trúi, að þau geti varið okkur í stríði eða forðað okkur undan árásum imperíalista í Kína og Rúss- landi. Þvert á móti vegna hins, að sá félagsskapur tryggir okk ur aðild að því stríði, . sem kynni að reynast óupiflýjan- legt, því að ég vil ekki aðeins lifa og njóta með vinum mín- um, ég vil líka farast með þeim. Og ég trúi ekki, að það verði Barry Goldwater, sem því stríði hrindi af stað, til þess virðist hann of hugaður. Ég hef ekki orðið var við neinar landvinninga-tilhneig- ingar hjá Barry Goldwater, enda hefur hugaður maður ráð á að vera mannúðlegur, þar sem hugleysið er undirrót alls ills. Ragnar Jónsson Það er hvorki æskilegt né vænlegt til góðs árangurs, að menn láti eitthvað ógert af ótta við afleiðingarnar, fremur en af því þeir álíti það rétt. Og ég held, að þeir, sem ekki eru haldnir stöðugum ótta vegna hugsanlegra afleiðinga gerða sinna, séu líklegri til að gera það, sem rétt er, og njóti til þess eðlilegs stuðnings vits- muna og samvizku. Ef þið getið útvegað mér kosningarétt í U.S.A., kýs ég Goldwater. Þór Vilhjálmsson, borgardómari: Það leikur ekki á tveim tungum, að Barry Goldwater hefur margt sér til ágætis. Hann er maður einlægur, heið arlegur og kjarkmikill. Hann hefur verið valinn til fram- boðs fyrir atbeina fólks, sem við eigum auðvelt með að skilja, sem erum hægrisinnuð í pólitík, — viljum byggja hið nýja á grunni þess, sem fyrir er og hefur reynzt vel; ekki fórna því, sem er, fyrr en' við vitum, hvað við tekur. Fleira þarf þó að hafa í huga, þegar taka á afstöðu til fram- boðs hans, og eru það að mínu mati tvö atriði, sem mestu skipta frá sjónarmiði þeirra, sem ekki eru Bandaríkja- menn: 1) Margt bendir til, að nú dragi til sátta milli Rússa og vestrænna ríkja. Það virðist mega gera sér vonir um, að kalda stríðið muni fjara út af þeirri einföldu ástæðu, að evrópsku kommúnistaríkin taki sönsum í þeim mæli, að friðsamleg sambúð við þau í félagsskap þjóðanna verði möguleg. Orsakirnar virðast vera tvær: einurð vestrænna ríkja, m.a. starfsemi NATO, og svo þrýstingur frá fólkinu í kommúnistalöndunum, sem vill frið og framfarir eins og annað heilbrigt fólk. Ef sætt- ir takast, mun skynsemin vinna mikinn sigur yfir of- 3 stækinu í löndum kommún- = ismans. í mínum augum 3 myndi í þessu koma fram H ný sönnnun um gildi og þrótt §j þeirra hugsjóna, sem eru und- = irstaða vestrænnar menning- = ar, en með henni hefur mann- 3 kynið náð lengst á þroska- = brautinni. Þeir, sem lifa og = starfa í þjóðfélögum, sem = vestræn menning mótar, eru = að mínu viti mikillar gæfu = aðnjótandi. Því miður er = þetta ekki stór hluti mann- 3 kynsins og margar tilraunir 3 til að starfa í anda þessarar 3 menningar í öðrum heimshlut- 3 um hafa farið út um þúfur. 3 Menning okkar er í sumu til- = liti eins og veikbyggt ker, sem = auðvelt er að sprengja og 3 brjóta. Þess vegna var, ekki = sízt í tíð Stalíns, ástæða til að 3 óttast fjandskap hernaðarlega 3 öflugs kommúnistaríkis og 3 ekki að vita nema sú tilraun 3 til betra mannlífs, sem felst í 3 hinni vestrænu menningu, = færi út um þúfur og við yrð- 3 um öll flutt nokkrár aldir aft- 3 ur í tímann. 3 Goldwater virðist ekki skilja = þá þróun í sáttaátt, sem nú = er. Hann vill taka upp nýjar 3 og harðari aðferðir í samskipt- 3 um við Rússa, hóta að slíta 3 við þá stjórnmálasambandi, 3 frelsa Úkraínu o.s.frv. Ef = Bandaríkin, forysturíki vest- 3 rænna þjóða, tækju upp þá 3 stefnu, sem Goldwater boðar, 3 er hætta á, að sambúð Rússa 3 og vesturveldanna yrði slík, 3 að allt gæti farið í bál og = Þór Vilhjálmsson brand af litlu tilefni. Öfga- öfiin í Rússlandi, sem áreið- anlega eru enn öflug og önug út af þróun mála, myndu efl- ast og styrkjast og að litlu verða vonir um, að þjóðir kommúnistaríkjanna fengju tækifæri til að tileinka sér vestræna menningu smátt og smátt. Mér þætti illa farið, ef minnzt yrði hálfrar aldar Framhald á bls. 23. Barry Goldwater SuillllHHIIIIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIHIIIIIIIIIilHfflllllllllllllllHlilHIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIInillllllHllllllllllllllHlllllllllllllllimillllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIHIHIIIUIIHIIIIIIIIIIIIlBllllllllHlllllllllllllffllllllllHIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIHHIIIIHIIIIIIIIIIHHHIHIIB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.