Morgunblaðið - 20.08.1964, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 20.08.1964, Qupperneq 22
22 MORCU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 20. ágúst 1964 LANDSLEIKUR FINNLANÐS OG ÍSLANDS Á SUNNUDAG Finnar hafa ekki tapað fyrir Norðurlandaþ|óðum í 2 ár Á SUNNUDAGINN leika ísland og Finnland landsleik i knattspyrnu. Fer hann fram kl. 4 á Laugardalsvelli. Þetta er þriðji landsleikur þessara aðila. Fyrsti var í Reykjavík 1948 og vann ísland 2—0, næsti var í Helsingforg 1956 og unnu Finnar 2—-1. Ef af úrslitum síðustu landsleikja Finna má ráða, eru sigurvonir íslendinga ekki miklar í leiknum. Finnar hafa ekki tapað fyrir Norðurlandaþjóð, hvorki 1963 eða það sem af er 1964, gerðu jafntefli 1—1 við Dani í Höfn 1968. unnu Norðmenn í Finnlandi 2—0 1963, skildu jafnir við Svía 1963 0—0 og unnu síðan Svía í ár með 1—0. Það verður því án efa við ramman reip að draga. Misjafnt liff. Finnska liðið sem hér leikur hefur mjög mismunandi reynslu að baki. Elzti maður liðsins er Stig Holmqvist sem er 26 ára gamall og hefur 15 landsleiki að baki. ÍT Atvinnumaffur í haust. Næst elztur er Juhani Pelt- onen 28 ára einnig, en yngri í árinu en Holmqvist. Hann hef- ur 40 landsleiki aff baki og hefur þegar undirritað samn- ing um að gerast atvinnumað- ur í oktobermálnuffi n.k. meff Hamburger Sport-Verein, sama liði og hinn frægi þýzki landsliðsmiffherji Uwe Seeler leikur meff. Peltonen er í finnska liðinu Haka sem hing- aff kom í fyrra á vegum KRR en lék þá ekki meff vegna meiffsla. Aðrir menn í finnska liðinu eru yngri en liðið er þannig skipað landsleikjafjöldi með A- landsliði Finna í svigum og síð- an aldurstala. Martti Halme 21 árs (í) Þrjár breytingar á landsliði ÍSLANDS — I knattspyrnu moti Finnum LANDSLIÐSNEFND hefur valiff landslið íslands í leiknum við Finna á sunnudaginn. Gerðar eru 3 breytingar á liðinu frá síffasta leik gegn Bermuda. Bjarni Felixson kemur inn í bakvarðastöðu fyrir Hreiffar Ársælsson, Guðni Jónsson kemur sem nýliffi í liðið og leikur í stöðu Sveins Teitssonar. Ríkharður Jónssoit hverfur úr liffinu — og er ekki einu sinni á varamannabekk, en Sigurþór Jakobsson kemur í staðinn og ýmsar stöðubreytingar verða. fsl. liðið er þannig. Tölur í sviga tákna fjölda leikinna lands- leikja.— © Sigurþór Jakobsson Eyleifur Hafsteinsson Karl Hermannsson KR (3) ÍA (2) ÍBK (1) Ellert Schram Þórólfur Beck KR (9) KR (13) Jón Leósson Högni Gunnlaugsson Guðni Jónsson ÍA (6) ÍBK (2) ÍBA (0) Bjarni Felixson Jón Stefánpson KR (5) ÍBA (6) Heimir Guffjónsson KR (5) Varamenn liðsins eru Gísli Þorkelsson KR, Sigurður Einarsson Fram, Sveinn Teitsson ÍA, Axel Axelsson Þrótti og Skúli Ágústsson ÍBA. — Vart munu vera mjög skiptar skoðanir um landslið nú. Sumum finnst hart að gerðar séu breytingar þegar liðið var e.t.v. aff „finna sig“ eftir tvo leiki. Skiptar skoðanir kunna aff vera um einstaka nöfn en styrkleikahlutföllum er lítt hægt að raska eins •g nú stendur á fyrir ísl. knattspyrnu. Pertti Mekipaa 23 ára (5) Timo Kautonen 19 ára (1) Simo Syrjevaara 21 (2) Aarno Rinne 23 ára (1) Olli Heinonen 27 ára (23) Semi Nuoranen 23 ára (5) J. Peltonen 28 ára (40) Arto Tolsa 19 ára (1) Stig Holmqvist 28 (15) Harri Harvi 25 ára (1) Með liðinu koma 5 varamenn oig hafa þrír þeirra áður verið í landsliði, markvörður með 9 landsleiki og annar varaframherj anna á 10 landsleiki að baki í A-liði. Með liðinu kemur 4 manna fararstjórn og eru tveir þeirra Esko Lanamaki og T. Penttila stjórnarmeðlimir í finnska knatt spyrnusambandinu. Þá kemur og formaður landsliðsnefndar og þjálfari finnska sambandsins. Þetta er síðasti stórleikur árs- ins í knattspyrnu hér heima með erlendum keppnisaðila, bentu stjórnarmenn KSÍ á í gær og sögðu ennfremur að það væri KSÍ mi'kil ánægja að Þórólfur Beck leikur hér enn á ný með landsliði íslands. Leikurinn fer fram eins og fyrr segir kl. 4 síðdegis á sunnudag og er sala aðgöngumiða haifin við Útvegsban'kann. Úrslit í 5; fl. í KVÖLD kl. 8 fer fram á Mela vellinum úrslitaleikurinn í lands móti 5. flokks. Keppa þar um sigurlaunin þau lið er sigrað hafa í riðlunum, lið Vals og Akraness. Juhani Pelton — 40 landsleikir að baki, atvinnumaður í október. K 4 Timo Kautonen v. bakvörffur. Hefur leikffi einn landsleik. Ensku knnttspyrnon Helzta umræðuefni meðal knatt spyrnuáhugamanna í Englandi síðustu daga hefur verið tilboð Tottenham í hinn kunna innherja, Johnny Haynes frá Fulham. — Vitað var að Tottenham var að leita eftir nýjum spilurum, en fáir höfðu búizt við að þeir myndu vilja Haynes, sem varð fyrir meiðslum fyrir tveim árum og missti þá stöðu sína í enska landsliðinu. Menn .urðu einnig mjög undrandi þegar það fréttist að Haynes var mjög spenntur fyrir því að fara til Tottenham. Stjórn Fulham kom saman til fundar og ákvað að hafna tilboð- inu, sem sagt er að hafi verið um 100 þús. pund, svo Haynes verð- ur áfram hjá sínu gamla félagi. — Arsenal keppti nýlega við þýzka liðið Eintracht og fór leik urinn fram í Frankfurt og endaði með jafntefli 2—2. — Tottenham keppti við hollenzka liðið Fee- noord og tapaði með 3 mörkum gegn 4. Hinn kunni skózki lands- liðsmaður Mackay lék nú aftur með Tottenham, eftir meiðsli sem hann hlaut á síðasta keppnis- tímabili. — Allt er á huldu hvað- verður um Di Stefano. Mörg fræg félög á Spáni og Ítalíu hafa boðið í hann, en nú hefur skozka fé- lagið Celtic sent inn tilboð, sem sagt er að sé mjög hátt og bíða nú allir knattspyrnuunnendur i Skotlandi spenntir eftir hverju Stefano svarar. A2 ,tröllríða' knattspyrnu ELLERT Schram fyrirliði KR liðsins í knattspyrnu á leik- velli, kveður sér hljóðs á íþróttasíðu Vísis í gær. Afsak ar hann í upphafi skrif sín og segir réttilega að „sjaldnast sé það viturlegt af leikmönnum að blanda sér í opinberar um ræður um kappleiki, sem þeir sjálfir eru þátttakendur í .. “ Hárrétt sagt. Þarna ítrekar Ellert það sem eftir honum er orðrétt haft í Mbl. bl. 22 18. ágúst „að án efa hafi þeir (Liver- pool-menn) leikið af fullum krafti'*. Á öðrum stað á sömu síðu í Mbl. var talað um að Liver pool menn hafi leikið með „gönguhraða“ og „sjaldgæft sé að enskt atvinnulið taki svo létt á hlutunum“. Ef leikhraði Liverpool-liðs- ins — ekki sízt í fyrri hálf- leik — er ekki gönguhraði, og ef sá háttur þess að vera aldrei grófir, ganga aldrei í leiknum nærri leikmönnum jCR, fara sárasjaldan í hörku- einvígi, er ekki einstakt hjá ensku atvinnuliði — þá hefur ensk knattspyrna mikið breytzt á síðari árum og jafn- vel á síðustu mánuðum. Ellert vitnar í Mbl. og er sár yfir því að að því var fundið, að KR-liðið skyldi ekki leika léttari og opnari leik. Mér er mikil ánægja að því, að Ellert skuli aðeins vitna í ummæli Mbl., þó blöð in hafi verið furðulega sam- mála í dómum sinum. í grein minni um leikinn sagði ég að varnartaktík KR hafi verið „rétt til að verjast markasúpu en varnartaktíkin hafi spillt skemmtuninni fyrir 10 þúsund áhorfendum“. Þetta viðurkennir Ellert í síðari hluta greinar sinnar, þar sem hann fer mörgum orð um um þá leikaðferð sem „tröllríður nú ítölsku keppn- inni yfirleitt og knattspyrn- unni á meginlandinu og jafn- vel Englendingar virðast nú ætla að taka hana upp“. Ellert segir að þessi leikað- ferð „sem tröllríður nú knatt spyrnunni“ sé nákvæmlega það sem KR reyndi. Og þarna er kjarni máls- ins. Það var að því fundið í Mbl. að KR greip til þessar- ar varnarleikaðferðar en hugsaði ekkert um sóknina. Það gerði leikinn leiðinlegan á köflum í fyrri hálfleik — það „tröllreið“ knattspyrnunni í leiknum. Það var ekki til það manns bam á jörðinni sem fyrirfram ætlaði KR sigur í þessum leik. Menn bjuggust við allt frá 4 til hver hveit hvað gegn 0. — En menn bjuggust líka við skemmtilegum leik. Það varð ekki vegna leikaðferðar KR. Hitt er svo annað mál að leikaðferð KR er mjög skilj- anleg. Út á við er slæmt að íslenzka liðið (KR í þetta sinn) í keppninni fái mikið burst. En vörnin er of dýru verði keypt þegar lið í Evrópukeppni á ekkert skot á mark mótherjanna í fyrri hálfleik og 3 í þeim seinni. Vörnin er of dým verði keypt þegar .7 erlendir fréttamenn sitja hér og hringja heim frá leiknum að leikurinn sé hlægi legur og enda greinar sínar eins og gert var í Daily Mirr- or á þriðjudaginn, „að síðari leikur liðanna í Liverpool sé óþarfur". Ég met hins vegar frammi- stöðu KR-inga sem slíka — þó ég hefði viljað hafa hana öðmvísi. Ég er enn á sama máli og á þriðjudaginn að á- hugamannaliði KR er alls ekki ætlandi að standa upp í hárinu á liði eins og Liver- pool-liðið er. Ég er sammála Ellert um að við eigum að taka þátt í keppni sem þess- ari — en við eigum líka að reyna að undirbúa okkur sem bezt undir slíka keppni. Ég efast um að það hafi verið gert sem skyldi, ef frá er tal inn síðasti mánuðurinn. Er slíkt undirbúningskák nægi- legt? — A. St.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.