Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.08.1964, Blaðsíða 10
10 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. ágúst 196* | Á sumardvalarheimiii 'lamaðra og fatlaðra barna Meðan fréttamenn sátu við og drukku kaffisopa var efnt til hljómleika. Það var undra- verður árangur, sem börnin höfðu náð. Þeim hafði lærzt §§ að syngja og leika af nótum = og sagði Sigursveinn að þegar = sú þraut væri unnin væri eftir = leikurinn tiltölulega auðveld- §| _ ur. Að sjálfsögðu höfðu börn- E§ M Fyrir framan sumardvalarheimili Iamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mosfellssveit. in hljómlistargáfu í misríkum iMiHiiiitiiiiMiiiiiiiiiitiiiiiitiiiitiiitiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiittiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiitMiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiHiiiiiiiiiiiimiiiiHiiiiiiiiMtiiuiiiiiHtitiiiiiiiMiiMiiiiiiiitiiiiiiiiiiimimimiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiti VIÐ, sem göngum heil heilsu til vinnu okkar dag hvern, gerum okkur ekki alltaf ljóst hve mikils virði það er. Það fer ekki hjá því að manni komi þetta í hug þegar horft er á börnin, sem berjast við meiri og minni bæklun allt sitt líf, en sem reynt er að koma til nokkurs andlegs og líkam- legs þroska á sumardvalar- heimili Styrkarfélags lam- aðra og fatlaðra í Reykja- dal í Mosfellssveit. Blaðamönnum var sl. mánu- dag boðið að skoða þetta heim ili, sem nú starfar annað árið þar efra. Félagið kepti fyrir tveimur árum hin myndarlegu hús, er Stefán heitinn í Reykja dal lét eftir sig og arfleiddi Mosfellskirkju að á sínum tíma. Landrými er þarna Wz hektari og nú hefur félagið látið byggja við húsin, sem fyrir voru. Svavar Pálsson, formaður styrkarfélagsins, sýndi okkur ásamt stjórn félagsins og for- stöðukonu heimilisins, Magneu Hjálmarsdóttur. Með honum í stjórn eru Baldur Sveinsson og Andrés Þormar, en varafor- maður er Friðfinnur Ólafsson. Svavar Pálsson sagði að framtíðardraumur félagsins væri að koma á stofn heima- vistarskóla fyrir fötluð börn að Reykjadal. Enn er þar margt á framkvæmdaskeiði. Viðbót við húsin var reist í fyrra og eru þar svefnskálar dvalarbarna. Allt er þarna á einni hæð og forðast að hafa hindranir í vegi fyrir hinum lömuðu, svo þeir eigi sem auð- veldast að ferðast um, hvort sem þeir ganga við hækjur eða eru í hjólastólum. Nú eru 45 börn á aldrinum 5—12 ára á sumardvalarheimilinu og er íii iii ur iii iii iii iii iii in það eins fullsetið og hægt er. í sumar var byggð sundlaug á staðnum, þægileg fyrir börnin að svamla í og þar fá þau mikla þjálfun. — Það sem fötluðu fólki hefur fyrst og fremst háð hér á landi er ýmis líkamleg þjálf- un til að fá þann styrk, sem kostur er, eða nám, vegna þess að fötluð börn hafa ekki getað fylgt jafnöldrum sínum í skóla, sagði Svavar, — og það er ekki hvað sízt hin andlega uppbygging, sem hinir fötluðu hljóta er þeir dveljast samvist- um, eins og á heimili sem þessu og skilja, að fleiri eru þeir sem eiga við svipaða örð- Litla telpan er svo fötluð að hún getur ekki gengið óstudd, en um leið og hún hjálpar vini sínum að komast áfram í hjóla- stólnum, styður hún sjálfa sig. ugleika að stríða, sagði hann ennfremur. En Styrkarfélag lamaðra og fatlaðra verður enn að velta þungu hlassi áður en viðhlít- andi takmarki er náð. Enn vantar húsgögn í byggingarn- ar. Notast er við braggarúm og fleira, sem stofnuninni hef- ur verið gefið til að leysa bráðabirgðavanda. Þá vant- ar starfsmannabústað. Því er fyrirhugað að ráðast í síma- happdrætti nú í haust með svipuðu sniði og var í fyrra, en þá græddust um 400 þús. krónur. Nú verður dregið 23. desember. Krakkarnir læra suna. Börnin fást öll við föndur til rað eyða tímanum, þegar ekki er tækifæri til að vera úti, en að sjálfsögðu voru allir að sóla sig sl. mánudag í góða veðrinu, verið var í boltaleik, á rugguhestum eða svamlað í lauginni undir stjórn sund- kennarans. Þá fá börnin stöð- uga sjúkraþjálfun. Nýtt verkefni hefur komið til fyrir tilstuðlan Sigursveins D. Kristinssonar. Hann hefur heimsótt dvalarheimilið dag- lega í einn og hálfan mánuð og kennt söng og blokkflautuleik. Sjálfur er Sigursveinn bund- inn hjólastólnum og hefur því ríkan skilning á högum barn- anna, sem ekki ganga heil til skógar. mæli. En þessi litli hópur blokkflautuleikara flutti okk- ur tónlist með síðdegiskaffinu, sem unun var að hlýða. Úti á flötinni haltraði lítill hnokki með boltann sinn, kall- aði til mín og sparkaði síðan boltanum. Ég sendi hann aftur til hans og hitti ekki of vel, svo snáðinn varð að vinda sér til hliðar. Þótt fæturnir vildu ekki fara með öllu að vilja hans komst hann fyrir boltann og sendi hann til mín á ný. Einlæg gleði lýsti sér í hverj- um drætti og hverri hreyf- ingu. Hann skríkti af ánægju yfir að hafa þarna leikfélaga, sem var sýnilega ekkert betri í fótbolta en hann sjálfur. Lítil telpa gekk við hækju og hafði náð í vistfélaga sinn sér til stuðnings, sem var nokkru minni, en átti auðveld- ara með gang en hún. Þessi litla telpa var hin mesta kempa og stjórnaði strákun- um eins og herforingi. Þeir urðu að hlíða skipunum henn- ar og var sýnilegt að hún hafði mikla herforingjahæfileika, en svo átti hún erfitt með allar hreyfingar að óstudd komst hún ekki fet. Það var auðséð að hinn innri kraftur rak hana áfram. Sagt var mér að í fyrra hefði dvalizt blindur drengur á heimilinu og hafði hún tekið hann alveg að sér. Hún, sem allra mesta þörf virt ist hafa fyrir hjálp, lifði fyrir það að hjálpa öðrum og lið- sinna. í þessum litla telpulíkama og stóru barnssál bjó kraftur, sem ekki einasta nægði til að bjarga sjálfri henni í erfiðri lífsbaráttu, heldur var nógur afgangur handa samfélögun- um. Hvað gætum við þá, sem heilbrigð erum? Forstofuherbergi Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Hópferðab'ilar allar stærðir ------- ^ e iwmnrtn, Sími 3371« og 34397. Lltil ibúð eða 1 herbergi og eldhús ósk- ast til leigu, 2 fullorðnir í heimili. Fyrirframgreiðsla ef nauðsyn krefur. Tilboð send- ist Mbl., sem fyrst, merkt: „Góð umgengni 4423“. VILHJÁLMUH ÁBHflSOH hrt TÓMflS ÁRNflSOH hdl. IÖGFBÆÐISKRIFSTOFA ttwtharbðidiíiliiisiflu. Sinar 24S3S i| 1634/ óskast til leigu frá og með 1. okt. n.k. í námunda við Há- skúla íslands. Tilboð sendist blaðinu fyrir 25. ágúst, merkt: „Nemandi — 4420“. Málflutningsskrifstofa Vagns E. Jónssonar Gunnars M. Guðmundssonar Austurstræti 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.